Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.06.1988, Blaðsíða 29
t MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNI 1988 29 Najibullah hótar Pakistönum: Hhiti sovézka hersins kann að verða eftir í Afganistan Skæruliðar eyðilögðu 8 sovézkar orrustuþotur Loiulon, Moskvu. Reuter. NAJIBULLAH, forseti Afgan- istans, sagði í viðtali við brezka blaðið Daily Telegraph að stjórnin í Moskvu gæti hætt við að draga sovézka innrásarher- inn heim frá Af ganistan ef Pa- kistanar héldu áfram stuðningi við Mujahideen-skæruliða. Skoðanakönnun í Bretlandi: Ihaldsflokkurinn eykur f orskotið Lundúnum, Reuter. íhaldsflokkurinn í Bretlandi jók forskot sitt á Verkamanna- flokkinn í síðasta mánuði, sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var i breska dagblaðinu Obser- ver á sunnudag. 48 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnuninni sögðust Farið fram á náðun Rusts Moskvu, Reuter SOVÉSKT fréttatímarit birti í gær bréf þar sem f arið var f ram á að vestur-þýski flugmaðurinn Mathias Rust yrði látinn laus. Mathias Rust var handtekinn eft- LíhanOn: ir að lítil flugvél hans lenti á Rauða torginu í Moskvu í maí á sfðasta ári. Áður óþekkt sovésk vináttu- samtök fóru fram á að Rust yrði náðaður í bréfí sem birtist í sovéska tímaritinu Nýir tímar í gær. í bréf- inu er forsætisnefnd Æðsta ráðsins beðin um að náða Rust í nafni „kær- leika, mannúðar, miskunnsemi og góðra samskipta milli þjóða." í bréf- inu sagði að Rust hefði viljað stuðla að friði með flugi sínu og að eins árs vist hans í þrælkunarbúðum dygði til að fæla aðra frá að leika sama leik. myndu greiða íhaldsflokknum at- kvæði og 36 prósent Verkamanna- flokknum. I síðasta mánuði fékk íhaldsflokkurinn 44 prósent og Verkamannaflokkurinn 41 pró- sent. Að sögn blaðsins bendir skoð- anakönnunin til þess að Verka- mannaflokkurinn hafi tapað fylgi vegna óvissu um afstöðu Verka- mannaflokksins til kjarnorkuaf- vopnunar. Leiðtogi Verkamann- flokksins Neil Kinnock sagðist í síðustu viku standa fast við þá stefnu flokksins að Bretar afsö- luðu sér einhliða öllum kjarnorku- vopnum. Hálfum mánuði áður hafði hann sagt að einhliða kjarn- orkuafvopnun ætti ekki við lengur. Najibullah sagði að ef Pakistan- ar virtu ekki friðarsamkomulagið um Afganistan frá því í apríl kynni svo að fara að hluti sovézka liðsins yrði ekki kvaddur heim. Viðtalið við Najibullah var birt daginn eftir að vestrænir stjórnar- erindrekar í Islamabad í Pakistan skýrðu frá því að skæruliðar hefðu eyðilagt átta sovézkar orrustuþot- ur af gerðinni Sukhoy SU-25 í árás á flugvöllinn í Kabúl sl. fimmtudag. Er þar um að ræða mesta tjón, sem skæruliðar hafa valdið sovézka innrásarliðinu í einni árás, að sögn stjórnarerind- reka. Najibullah minntist ekki á atburðinn í viðtalinu. Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Pravda, skýrði frá því í fyrradag að skæruliðar hefðu tek- ið borgina Maydan Shahr síðastlið- inn föstudag eftir „blóðuga bar- daga". Stjórnarherinn hefði hins vegar endurheimt yfirráð í borg- inni eftir sólarhring. Að sögn Pröv- du réðust um 2.000 skæruliðar á borgina, sem er 50 km suðvestur af Kabúl á föstudag. Beittu þeir flugskeytum og stórskotavopnum. Blaðið sagði að skæruliðar hefðu látið flugskeytum rigna yfir borg- ina er þeir hörfuðu til baka á laug- ardag og við það hefði fjöldi óbreyttra borgara týnt lífi. ReuÍ4?r Þumaljárn Hér fyrr á öldum tíðkaðist að settar væru þumalskrúfur á meinta sakamenn, en slikar yfirheyrsluaðferðir hafa nú verið lagðar á hilluna. Á myndinni að ofan má á hinn bóginn sjá Singapore- búann Xu Zhi Gang reyna þumaljárn, sem kynnt voru á öryggis- málasýningu þar í borg á dögunum. Þau eru sögð ætluð fyrir lögregluþjóna, sem vilja ferðast með sem minnstan farangur. Þá er nefnt að þau séu „handhægari" en hefðbundin handjárn, erfið- ara sé og sársaukafyllra að sleppa úr þeim, og siðast en ekki síst séu þau minna áberandi en forverar þeirra. Skæruliðar Arafats gefast upp fyrir skæruliðum Abu M usa Átökum hætt í Shatila-búðunum Beirut, Reuter. Palestínskir skæruliðar, sem hliðhollir eru Yasser Arafat, gáf- ust upp fyrir skæruliðum sem njóta stuðnings Sýrlendinga í Shatila-flóttamannabúðunum í Beirút í gær. Barist hefur verið um yfirráð í flóttamannabúðum i borginni látlaust síðustu þrjá mánuðina. Búðirnar eru rústir einar eftir átökin. Sjónarvottar segja að skæruliðar Abu Musa, sem studdir eru af Sýr- lendingum, hafi náð yfirráðum í Shatila-búðunum eftir hörð átök. Talsmaður Abu Musa sagði að um sextíu skæruliðar sem hliðhollir eru Yasser Arafat, yfirmanni Frelsis- sveita Palestínu (PLO), hefðu gefist upp í dögun í gær. Ekki er vitað hversu margir féllu í lokaátökunum í Shatila-búðunum, en 90 manns hafa látið lífið í átökum þar og í Bourj al-Barajneh búðunum undan- farna mánuði. Sýrlendingar, sem stutt hafa Abu Musa síðan í uppreisninni gegn Arafat árið 1983, gerðu enga til- raun til að binda enda á átökin í Beirút þrátt fyrir að sýrlenskar hersveitir hafi umkringt búðirnar á síðasta ári. Sýrlendingar og Arafat sættust eftir fimm ára óvináttu í aprílmán- uði síðastliðnum fyrir milligöngu Muammars Gaddafis, Líbýuleið- toga. Líbanskur stjórnmálamaður sagði í samtali við Reuters-frétta.- Bandaríkin: Svíar taldir standa fremst í jafnréttismálum í heiminum Island komst ekki á blað í könnun um réttindi kvenna SVÍÞ JÓÐ og Finnland eru talin vera fremst þjóða í kvenrétt- indamálum, samkvæmt rann- sókn, sem „Population Crisis Council" hefur gert um heim allan. Niðurstöður ráðsins eru birtar i Washington Post i gær. Það mun vekja athygli og ef til vill undrun margra, að ís- land kemst ekki á blað í þess- ari rannsókn. Frú Sharon L. Camp, sem er varaforseti nefnds ráðs og stjórn- aði rannsókninni, var spurð að því hvernig á því stæði, að ísland væri ekki nefht í þessari rann- sókn. Hvort það þætti ekki í frá- sögur færandi, í þessu sambandi, að ísland væri vafalaust eina landið í heiminum þar sem 10 prósent af kosnum þingfulltrúum landsins eru konur. Frú Camp svaraði því til, að ástæðan fyrir því að Island er ekki talið með væri, að ráðinu hefði ekki tekist að fá nægjanlegar og ábyggilegar upplýsingar frá íslandi um jafn- rétti kvenna. I niðurstöðum ráðsins var tekið tillit til eftirfarandi fimm atriða: heilsufars kvenna, eftirlits með barnsfæðingum, aðstöðu til menntunar og lagalegrar stöðu kvenna. Hæst voru gefin 20 stig fyrir hvert atriði. Svíþjóð hlaut 87 stig af 100 mögulegum. Finn- land kom næst og þá Bandaríkin með 82,5 stig. Bangladesh var neðst á listanum með 21,5 stig. Bilið milli ríkra og fátækra Frú Camp sagði, að aðaltil- gangur rannsóknarinnar hefði verið að kanna hver væri mismun- urinn á lífi og stöðu kvenna með- al fátækra og ríkra þjóða og í hverju mismunurinn fælist. Rann- sakendur notuðu fjóra stuðla, sem reiknaðir voru út á stærðfræðileg- an hátt. Til dæmis var stuðullinn fyrir heilsufar kvenna reiknaður út frá dánartölu mæðra og barna við fæðingu, dánartölu þungaðra kvenna, meðalaldri, og mismunin- um á meðalaldri kvenna og karla. Finnland var eina landið sem fékk 20 stig fyrir heilsufar. Ýmsar at- hyglisverðar upplýsingar komu fram í rannsókninni, eins og t.d. að um allan heim er það konan, sem sér fyrst og fremst um heimil- ið og heimilisstórfin, þótt hún vinni utan heimilisins. Ekkjur og fráskildar konur eiga erfiðara með að framfleita sér en karlar í sömu aðstöðu. Konur lifa að jafnaði sjö árum lengur en karlar í iðnaðar- löndunum, en í þróunarlöndunum er meðaltalið tvö ár. Frú Camp sagði, að hún myndi gjarnan taka á móti unplýsingum um stöðu kvenna á íslandi, og birta þær, en hagtölurnar mættu ekki vera eldri en frá 1974. stofuna að Arafat hefði viljað þvinga skæruliða Abu Musa til að ganga til liðs við Fatah-hreyfinguna sem hann stjórnar. „Arafat ræður yfir búðum í Suður-Líbanon en Abu Musa í norðri þannig að Beirút var síðasta vígið og Sýrlendingar vildu ekki færa Arafat borgina á silfur- fati," sagði líbanski stjórnmálamað- urinn. Hann sagði einnig að líklega yrði komið upp friðarsveitum milli búðanna tveggja, Shatila og Bourj al-Barajneh. „Sýrlendingar munu ekki grípa inn í nema Arafat biðji þá um það," sagði stjórmálamaður- inn og bætti við að ef Arafat gerði það væri hann að viðurkenna ítök Sýrlendinga í Líbanon og áhrif þeirra á Palestínumenn. Opinbera fréttastofan í Líbýu, JANA, sagði í gær að stuðnings- menn Arafats hefðu átt fund með yfirmönnum líbýska hersins í Trípólí fyrir uppgjöfina í gær til að ræða á hvern hátt væri mögulegt að binda enda á átökin. Snemma í gærmorgun fóru um tuttugu líbý- skir hermenn inn í Shatila-búðirnar til að reyna að koma í veg fyrir frekari átök. Þeim var tekið með skothríð og grjótkasti. Einn þeirra varð fyrir skoti leyniskyttu og var fluttur særður á brott. Palestínskur heimildarmaður jBeuters-fréttastofunnar sagði aug- ljóst að Sýrlendingar og Líbýumenn sem vildu gera allt til þess að auka áhrif sín- í Líbanon fyrir forseta- kosningar sem fram fara í landinu í september, vildu báðir eigna sér heiðurinn af uppgjöfinni. Þeim bæri ekki saman um á hvern hátt átökum hefði lokið í búðunum í gær. „Líbýu- menn vilja að Syrlendingar kalli hersveitir sínar heim en Sýrlending- ar harðneita að hverfa á brott," sagði heimildarmaðurinn. Um 25.000 manna herlið Sýrlendinga er nú í Líbanon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.