Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Allt að 80% munur á verði innfluttra viðarvarnarefna TALSVERÐUR munur er á verði viðarvarnarefna og útimálning- ar, samkvæmt könnun Verðlags- stofnunar, sem gerð var í byrjun júlí. Þar kemur fram að munur- inn á hæsta og lægsta verði á innfluttum viðarvarnarefnum er 80% en sá munur stafar af því Strandalax: Dularfullur seiðadauði Seyðisfirði. Laxeldisstöðin Strandalax setti nýlega um 60.000 seiði í sjókvíaeldi en nú hafa þegar um 40% þeirra drepist og eru fleiri að drepast. Seiðin voru flutt í bíl norðan úr Þingeyjar- sýslu og tóku þeir flutningar um 8-10 tíma. Fljótlega eftir að seiðin voru komin í kvíarn- ar byrjuðu þau að drepast hvert af öðru. Ekki er vitað hvað veldur seiðadauðanum. Mikael Jónsson, einn eigenda Strandalax, sagði að verið væri að rannsaka dauða seiðanna á tilraunastöðinni á Keldum. „Get- um hefur verið leitt að því að seiðadauðinn stafí af súrefnis- leysi í flutningum. Þetta er okkur alveg óskiljanlegt, því í fyrra gengu flutningamir mjög vel. Þá voru færri seiði í hverri einingu, sem gæti hafa haft einhver áhrif. Við ætium auðvitað að reyna að fá ný seiði í stað þeirra sem eru dauð en við verðum að bíða og sjá hvort hin seiðin haldi lífí.“ Strandalax var með seiðin tryggð í flutningunum. Sagðist Mikael halda að eldistryggingin næði yfír þetta tjón. Garðar Rúnar að sumstaðar var verið að selja vörur sem keyptar voru inn á síðasta ári. Munurinn á hæsta og læsta verði á innlendri málningu er allt að 25%. Verslunin BYKO var oftast með lægsta verð en Litaver það hæsta. BYKO var með lægsta vöruverð- ið á 7 af þeim 17 vörutegundum sem þar fengust. Verslanimar Gos við Nethyl og Byggt og búið í Kringlunni vom með lægsta verðið hvor um sig á 6 vörutegundum af 9 sem þar fengust. Litaver við Grensásveg var með hæst vöraverð í 14 tilfellum af 17 og Liturinn Síðumúla var með hæsta verð á 11 vörategundum af Í6, I frétt frá Verðlagsstofnun segir að innlendir málningarframleiðend- ur gefí út viðmiðunarverðskrá og faui sumir seljenda eftir henni en aðrir veiti afslátt á bilinu 10-15%. Það sé í flestum tilfellum sumar- afsláttur. Sumar verslanir veiti magnafslátt en hann sé mismikill og miðaður við mismikið magn. Sjá könnun Verðlagsstofnunar á bls. 22. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Status Quo í Reiðhöllinni Breska rokkhljómsveitin Status Quo hélt tón- leika i Reiðhöllinni i Víðidal i gærkvöldi. Þessi mynd var tekin í mótttöku hljómsveit- arinnar i Hart rokk kaffi i gærdag, en með hljómsveitarmönnum á myndinni er Bobby Harrison sem sá um tónleikana fyrir Reið- höllina. Hljómsveitin flutti með sér á sjötta tonn af útbúnaði fyrir tónleikana. Síðari tón- leikar hennar verða í Reiðhöllinni i kvöld. Erlend lán til fjárhagslegrar endurskipulagningar: Lánsheimildir veittar í sam- ræmi við tillögur bankanna Þörfin brýnust í sjávarútvegi, segir Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra veitti gær fyrirtækj- Tryggingastofnun ríkisins: Lyf fyrir 423 millj- ónir fyrstu 4 mánuðina Tryggingastofnun ríkisins greiddi 423 milijónir króna til lyfjakaupa fjóra fyrstu mánuði þessa árs. Það er svipuð upphæð Goðgá hf.: Óskað eftir rannsókn á meintum fjárdrætti LÖGMAÐUR Blaðamannafélags íslands hefur sent bréf til rikis- saksóknara þar sem óskað er eftir opinberri rannsókn á meint- um fjárdrætti Goðgár hf., út- gáfufélags Helgarpóstsins. Svala Thorlacíus, lögmaður BÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að svo virtist sem Goðgá hefði dreg- ið skatta af launum starfsmanna Helgarpóstsins, eins og lög gera ráð fyrir, en ekki staðið skil á sköttun- um síðan í janúar. Um væri að ræða tæpa 1,1 milljón króna fyrir um fjögurra mánaða tímabil. og stofnunin greiddi á sama tima í fyrra. Tryggingastofnun greiddi hins vegar tæplega 1,5 milljarð króna til lyfjakaupa á síðasta ári, sem er mjög svipuð upphæð og varið var til þessara kaupa árið áður. Almennt er miðað við að sjúkling- ur greiði um tuttugu og þrjú pró- sent upphæðar hvers lyfs er hann kaupir en Tryggingastofnun af- ganginn, að sögn Kristjáns Guð- mundssonar tryggingastærðfræð- ings. Það hlutfall getur þó verið breytilegt eftir því um hvaða lyfja- tegund er að ræða. Sé miðað við þetta hlutfall, hafa íslendingar varið tæpum 550 millj- ónum króna tii lyijakaupa fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Eru þá ekki meðtalin þau lyf sem notuð era í sjúkrastofnunum, en þau fara ekki í gegnum Tryggingastofnun. Samkvæmt upplýsingum úr ritinu Almannatryggingar, sem gefið er út af Tryggingastofnun ríkisins, má áætla að ísiendingar hafi neytt lyfja fyrir um 2,3 milljarða króna á síðasta ári. Að sögn Jóns K. Jóhannssonar tryggingalæknis væri hægt að draga veralega úr lyfjakostnaði, annars vegar ef læknar gættu þess betur að skrifa ekki upp á lyf að óþörfu og hins vegar ef þeir vísuðu ekki á dýr lyf í stað sambærilegra lyfja sem væru mun ódýrari. um í útflutnings- og samkeppn- isgreinum, erlendar lántöku- heimildir samkvæmt tillögum viðskiptabankanna. Um er að ræða einn milljarð króna sem fara á til fjárhagslegrar end- urskipulagningar fyrirtækj- anna og fara lánin að mestu til fyrirtælya i sjávarútvegi. Iðnaðarráðherra og forsvars- menn iðnaðar hafa gagnrýnt þessa skiptingu og sagt að sérstakt átak verði að gera vegna iðnfyrirtælya. Við- skiptaráðherra segir að fjallað verði sérstaklega um lánsum- sóknir frá einstökum fyrir- tækjum en þessari heildarúr- lausn sé lokið og að hún hafi verið framkvæmd samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Tillögur bankanna gerðu ráð fyrir að rúmlega 93% heildarláns- upphæðarinnar færi til fyrirtækja í fiskiðnaði, tæplega 7% til fyrir- tækja í samkeppnisiðnaði en ekk- ert til fyrirtækja í útflutningsiðn- aði. Iðnaðarráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að ekki væri veijandi að fara að þess- um tiilögum bankanna nema við- skiptaráðherra hefði í huga að taka sérstaklega á vanda iðnfyrir- tækja. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði að i þessari afgreiðslu sinni fælist engin mismunun iðn- aðinum í óhag, og um slíkt hefði ekki verið að ræða hjá bönkunum heldur. Þörfin á endurskipulagn- ingu væri einfaldlega brýnust í sjávarútveginum og tillögur bank- anna hefðu sjálfsagt tekið mið af því. Jón Sigurðsson sagðist nú mjmdu fjalla um málefni fyrir- tækja sem ekki væru hreinræktuð útflutnings- og samkeppnisfyrir- tæki og ýmissa fyrirtækja sem að hluta til stunduðu vemdaðan iðnað. Hann sagðist myndu fjallá um hvert einstakt mál en teldi að þessari heildarúrlausn væri hér með lokið. „Ég tel að þessi úthlutun sé í hæsta máta verjandi. Þama gekk það fyrir sem brýnast var. Ég skil það vel að ýmis iðnfyrirtæki eigi í rekstrarörðugleikum en það var að hluta til ekki úrlausnarefni í þessu máli,“ sagði Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra. Eðlilegt að dragi úr kaupum banka á ríkisskuldabréfum - segir Geir Hallgrímsson Seðlabankastjóri „Ég hygg að farsælast hefði verið að samningar hefðu tekist milli viðskiptabankanna og ríkissjóðs. Þá væri unnt að full- nægja fjáröflun ríkissjóðs eins og lánsfjáráætlun gerir ráð fyr- ir með 1250 milljón króna lán- töku hjá viðskiptabönkunum. Enda er hér um að ræða Iækkun frá fyrra ári, þegar slík láns- fjáröflun nam 1650 milljónum króna,“ sagði Geir Hallgríms- son, bankastjóri Seðlabankans. „Hins vegar teljum við eðlilegt að úr slfkri lánsfjáröflun rikis- hjá viðskiptabönkunum dragi og hún hverfi með tíman- sagði Geir. um," Formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka hefur lýst því yfír að vegna þunga atvinnuveganna geti bankamir ekki keypt ríkis- skuldabréf. Aðspurður um hvort óeðlilegt væri að skylda bankana til að kaupa ríkisskuldabréf sagði Geir það ekkert óeðlilegt að bankarnir gerðu samning um sllkt. Bankam- ir gætu lánað ríkissjóði eins og hveijum öðrum. Pjárþörf ríkissjóðs yrði að vera Qármögnuð af spam- aði landsmanna eða skattlagningu til þess að hún ylli ekki verðbólgu. Geir sagði stjóm Seðlabankans þegar hafa gert það að tillögu sinni að bindisskylda banka hjá Seðla- banka yrði hækkuð. „Við munum óska eftir því að nýju að fá heim- ild til þessa. í okkar huga var það ekki hugsað til að koma í stað skuldabréfakaupa. En ég tel að málinu sé ekki lokið og því ekki unnt að segja endanlega fyrir um niðurstöðu," sagði Geir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.