Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Loðnuveiðarnar: Færeyskn skipín virð- ast lítið hafa veitt Morgunblaðið/Bjami Færeyska loðnuskipið Háborg rétt fyrir norðan íslensku efnahagslög- söguna sl. miðvikudag. FÆREYSKU loðnuskipin virt- ust vera létt og því lítið eða ekkert hafa veitt þegar flugvél Landhelgisgæslunnar, TF Syn, fór í eftirlits- og ískönnunar- flug sl. miðvikudag. Níu fær- eysk loðnuskip voru þá við ísjað- arinn rétt norðan við íslensku efnahagslögsöguna. Tuttugu og fimm norsk loðnuskip voru hins vegar á leið á miðin. Færeysku skipin níu fóru á loðnuveiðar snemma í sl. viku að sögn færeyska blaðsins Dagblaðið en þau mega veiða 65.000 tonn af loðnu í umboði Grænlendinga og Evrópubandalagsins. ísjaðarinn var á miðvikudaginn 25 sjómílur fyrir norðan Horn og liggur þaðan í norður og svo norð- austur. ísinn er meiri en í meðal- lagi en bráðnar nú ört fyrir norðan land því sjávarhitinn þar er um 6 gráður á Celsíus, að sögn Þórs Jakobssonar deildarstjóra hafís- rannsóknadeildar Veðurstofunnar. I/EÐURHORFUR í DAG, 16. JÚLÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: Norðaustlæg átt vestanlands en suðaustlæg austan til, víðast gola eða kaldi. Skúrir á víð og dreif einkum sunnan og austanlands en bjart á milli. Hiti 10—15 stig. SPÁ: Um 400 km vestsuðvestan af Reykjanesi er 992ja mb lægð sem þokast austnorðaustur. Hiti verður víðast á bilinu 8—15 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAQA HORFUR A SUNNUDAG OG MANUDAG: Hæg breytileg átt. Víðe léttskýjað og 12—16 stiga hiti inn til landsins en víða skýjað en þurrt og svalara við sjóinn. TAKN: x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Cetsius Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður • V Skúrir er 2 vindstig. y Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka / / / = Þokumóða Hálfskýjað * / * •) Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * -f Skafrenningur Alskýjað * # * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR I(ÍÐA UM HEIM kl 12:00 í gær að ísl. tíma httl veður Akureyri 16 alskýjað Reykjavik 11 rignmg Bergen 16 rigning Helsinki 27 skýjað Kaupmannah. 18 skúr Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 5 skýjað Ósló 17 rigning Stokkhólmur 21 léttskýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Algarve 26 heiðskirt Amsterdam 16 skúr Barcelona 23 lóttskýjað Chicago 25 alskýjað Feneyjar 18 Feneyjar Frankfurt 16 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 19 skýjað Las Palmas 26 heiðskírt London 17 alskýjað Los Angeles 19 alskýjað Lúxemborg 14 skúr Madríd 27 heiðskírt Malaga 27 rikmlstur Mallorca 24skýjað Montreal 16 léttskýjað New York 25 heiðskírt Parfs 18 skur Róm 26 hálfskýjað San Diego 19 alskýjað Winnipeg 18 hilfskýjað Skipið á kortinu sýnir staðinn sem færeysku loðnuskipin voru á þegar flugvél Landhelgisgæslunnar, TF Syn, flaug yfir þau í ískönn- unar- og eftirlitsflugi sl. miðvikudag. Heila línan sýnir leiðina sem TF Syn flaug og brotna linan mörk islensku efnahagslögsögunnar. Punktarnir sýna hins vegar ísdreifar, krossarnir ís í myndun, strik- in gisinn ís og hringarnir mjög gisinn ís. Árás á lögregluþjón: Neituðu að kalla á lögregluaðstoð STARFSMENN á bensínstöð Shell við Vesturlandsveg neit- uðu í fyrstu að kalla á aðstoð til handa lögregluþjóninum, sem átti í höggi við feðga úr Mosfellsbæ. Eins og greint var frá á baksíðu Morgunblaðsins í gær var sonurinn, sem er sextán ára og án ökuréttinda, gripinn á ólöglegum hraða á Vestur- landsveginum á vélhjóli föður síns. Hringt var í föðurinn, sem réðist á lögregluþjóninn. Lögregluþjónninn var einn síns liðs og bað um að hringt yrði eft- ir aðstoð. Starfsmenn bensínstöðv- arinnar létu það hins vegar sem vind um eyrun þjóta og mun þar hafa ráðið kunningsskapur þeirra við soninn. Lögreglumanninum barst þó aðstoð áður en yfir lauk og voru feðgarnir teknir til yfir- heyrslu og síðan sleppt. Vélhjólið var hins vegar tekið í vörslu lög- reglunnar. Mál þetta hefur nú verið sent til Rannsóknarlögreglunnar. Feð- gamir hafa áður komið við sögu lögreglunnar, þar sem hún hefur margsinnis þurft að hafa afskipti af syninum réttindalausum á ofsa- hraða á hjóli föðurins. Starfsmenn bensínstöðvarinnar hafa einnig gerst brotlegir við lögin, þar sem lögum samkvæmt ber mönnum að aðstoða lögregluna sé þess krafist og varðar við hegningarlög að hindra lögregluna í starfi. Túngata 2-4: Ibúðarhús kemur í stað bílastæða HÖFUNDAR Kvosarskipulags, arkitektarnir Dagný Helgadótt- ir og Guðni Pálsson, hafa feng- ið leyfi skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar til að hannr fjögurra hæða íbúðarhús á lóð- ina við Túngötu 2-4, gegnt Her- kastalanum, en þar eru nú bíla- stæði. Húsið mun að sögn Guðna Páls- sonar taka mið af eldri byggingum í Kvosinni sem margar eru frá árunum kringum aldamót. „Við erum ekki byijuð að teikna hú- sið,“ segir Guðni, „en það verður steinhús með kvisti svo að rishæð bætist ofan á fjórar hæðir. í hús- inu verða níu íbúðir, sex þeirra 80-90 fermetrar og þriggja her- bergja en þijár tveggja hæða þak- íbúðir sem verða liðlega 100 fer- metrar að flatarmáli hver." Guðni Pálsson segir að húsið verði í eigu einkaaðila og kveðst ekki vita hvenær byijað verði að selja íbúðimar. Hann vonist til að að byggingarframkvæmdir heíjist í sumar eða haust. Aðspurður um hvort hann telji veijandi að bílastæðum í mið- borginni fækki fenn segir Guðni að bílastæði hafí komið í stað allra húsa sem horfíð hafi úr Kvosinni að undanfömu. Raunar standi bílastæðamál í miðborginni til bóta. Gert sé ráð fyrir 300 bíla stæði við Tryggvagötu og öðru fyrir 400 bíla á homi Lækjargötu og Tryggvagötu. Þá sé bíla- geymsluhús á lóðina við Tjarnar- götu 13 á teikniborðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.