Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 7

Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 7 Saga Fróðár- hrepps komin út SAGA Fróðárhrepps, fyrri hluti, er komin út. Bókin ber nafnið Sjáv- ^hyggð undir jökli. Það er Átthagafélag Fróðhreppinga sem gefur söguna út. Höfundar bókarinnar eru sagnfræðingarnir Eiríkur Guð- mundsson, konrektor Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Jón Ami Friðjónsson, kennari í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki og Olafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður. Fróðárhreppur tekur til svæðisins milli Ólafsvíkurennis og Búlands- höfða á Snæfellsnesi og nefndist áður Neshreppur innan Ennis. Að sögn forsvarsmanna útgáfunnar var héraðið allt frá miðöldum þétt- býlt. Fróðársveit var hvort tveggja öflugt landbúnaðarsvæði og dæmi- gerð sjávarbyggð þar sem voldugir aðijar tókust á um jarðeignir. í bókinni, sem er um 500 blað- síður og ríkulega myndskreytt, er fjallað um landnám, þróun miðalda- byggðar, myndun þéttbýlis og helstu jarðeigendur fram um 1800. Höfundar höfðu að eigin sögn að markmiði að rannsaka sögu byggð- arlagsins og gera um leið eins kon- ar þversnið af sögu íslands þá eink- um félags- og hagsögu. Bókin skiptist í þijá meginhluta. Sá fyrsti ijallar um þróun byggðar til loka 18. aldar. Reynt er að rekja byggðaþróun með því að styðjast við hagsögulegar heimildir um jarð- arafgjöld og fólksfjölda. Góðar heimildir eru til um þetta þéttbýla svæði á 18. öld en fram til þess tíma eru heimildir færri og varð því að notast við nokkurt brotasilfur heimilda. Höfundar leggja áherslu á að lýsa stöðu allra þjóðfélagshópa. í því skyni er gerð sérstök úttekt á kjörum verkafólks á 18. öld. Leitast er við að bregða upp þjóðlífsmynd- um um hvert tímabii sögunnar og könnuð áhrif harðinda á stöðu alm- úga og bænda. í þessum hluta bók- arinnar er einnig fjallað um viðhorf almennings tjl embættismanna, refsinga og réttlætis. Annar hluti bókarinnar er versl- unarsaga héraðsins og fjallað er um þau áhrif sem verslunarstaður- inn og verslunin hafði á hagi manna allt til síðustu aldamóta. Þriðji hluti ritsins hefur að geyma örnefnalýsingar jarða i sveitinni og eru þær teknar saman eftir bæði rituðum og munnlegum heimildum. Einnig er greint frá ýmsum tilgát- um sem skýrt gætu örnefnin. Sér- stök skrá ér um öll örnefni sem fram koma í bókinni, litmyndir eru til skýringa og ritinu fylgir örnefna- kort. Frá því fyrst var hafist handa við rannsóknir á sögu Fróðárhrepps eru liðin 14 ár. Ólafur Ásgeirsson hóf rannsóknir sínar árið 1974 en tveimur árum síðar kom Eiríkur Guðmundsson að verkinu. Unnu þeir saman að því til ársins 1982 Frá framkvæmdum á Völundarreit á horni Skúlagötu og Klapp- arstígs. Steintak hf.: Sjö hæða bygging á Völundarreit kynnt Byggingafyrirtækið Steintak hf., sem ætlar að reisa sjö hús á svokölluðum Völundarreit á horni Klapparstígs og Skúlagötu, verður með kynningu á húsunum í Holiday Inn á morgun, sunnu- dag, svo og nk. mánudag og þriðjudag. „Fyrstu sökklarnir að húsunum eru tilbúnir og fyrstu íbúðirnar verða afhentar eftir eitt ár en að tveimur og hálfu ári liðnu verður frágangi á Völ- undarreit lokið,“ sagði Vignir Benediktsson, framkvæmda- stjóri Steintaks, í samtali við Morgunblaðið. „í húsunum verða samtals 109 íbúðir og 49 þeirra hafa nú hlotið samþykki byggingamefndar og því hægt að hefja sölu á þeim,“ sagði Vignir. „íbúðimar verða tveggja til fimm herbergja. Húsin verða þriggja til ellefu hæða og á jarð- hæðum þeirra verða að öllum líkind- um smáverslanir, veitingastaður og hárgreiðslustofa. Á Völundarreit verða m.a. skjólgóðir garðar og íþróttavöllur. Lyftur verða í öllum húsunum sjö og undir húsunum bílageymslur með fullkomnu eldvarnarkerfi. Lóð- in á milli Völundarreits og gamla útvarpshússins við Skúlagötu er ætluð undir stjómsýslubyggingu og verður utanríkisráðuneytið að öllum líkindum þar til húsa. Við Skúla- götu austan Völundarreits verða hins vegar eingöngu reist íbúðar- hús,“ sagði Vignir. Manuelaleik- ur í Skálholti MANUELA Wiesler, flautuleik- ari, leikur á sumartónleikum í Skálholti í dag og á morgun, kl. 15 báða dagana. í fréttatilkynningu um sumartón- leikana, sem birt var í Morgun- blaðinu í gær, var sagt að Manuela léki aðeins á tónleikum í dag, en það er ekki rétt. Mor^unblaðið/Einar Falur Höfundar ásamt formanni Átthagafélagsins, talið frá vinstri: Jón Ami Friðjónsson, Olafur Kristjáns- son, Ólafur Ásgeirsson og Eiríkur Guðmundsson. er Jón Árni Friðjónsson bættist í hópinn. Höfundar stunduðu rann- sóknir í sameiningu en skiptu með sér verkum við ritun og frágang bókarinnar. Að sögn höfunda hefur ekki áður birst á prenti jafnýtarleg úttekt á sjávarbyggð á íslandi. Vísindasjóð- ur styrkti verkið í upphafi en síðustu árin hefur útgáfan ekki notið styrkja. Formaður Átthagafélags Fróð- hreppinga er Ólafur Kristjánsson, verkstjóri í Ólafsvík, og geta áskrif- endur að ritinu snúið sér til hans. í tilefni dagsins seljum við allt gos með allt að 20% afslætti. Sanitas S KJOTMIÐSTÖOIN LAUGALÆK 2, S. 68651 1 Nú bendir allt til þess að Geysir í Haukadal g|ósi í dag, laugardag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.