Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 10

Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 444. þáttur Steindór Steindórsson frá Hlöðum stakk því að mér að ég myndi hafa rangfeðrað fræga vísu í 441. þætti: Hárin mér á hðfði risa, er hugsa ég um vænleik þinn. Þetta er annars ágæt visa, einkum seinniparturinn. Þetta sagði ég í fljótræði að væri eftir ísleif Gíslason á Sauðárkróki, en Steindór, sá stálminnugi maður, segir að sér væri kennt fyrir svo sem hálfri öld, að vísan sé eftir Tómas Guðmundsson. Hvað- eina í sambandi við þessa vísu væri vel þegið. ★ Þá ætla ég að gefa Sigurjóni Halldórssyni orðið um sinn, sbr. síðasta þátt. Siguijón seg- ir svo: „Orðin hrynjandi og stígandi (um einkenni á ljóði eða lagi) og raunar fleiri orð með sömu endingu hafa marg- ir nú í karlkyni í stað kven- kyns. Ekki frágangssök, ef til vill, en gerir málið svipminna, ekki síst vegna þess, að í karl- kyni er (var) merkingin önnur en í kvenkyninu. Heyrt hef ég sögnina að dýfa notaða eins og hún væri sterk sögn og beygðist eins og rífa. Ekki líst mér á. Einkum þóknast mönn- um að beygja lýsingarhátt þá- tíðar að þessum hætti („difið“, eða ætli menn riti þá virkilega ,,dyfið“??). Við dýfa rímar blífa. Ýmsir ritarar virðast halda að hér sé um erlenda slettu að ræða, rita orðið „blíva“ og setja það í gæslur (gæsalappir). En þetta er ágætt íslenskt orð, held ég, beygist eins og rífa. Einhvers staðar sá ég því haldið fram, að eitthvað ætti að gerast „á 8. mars“. Þetta er útlenska („on Mareh 8th“ eða eitthvað í þá áttina). Sérkennilegt er hvað orðið hefir um forskeytið smá- (svo sem í smálækjarspræna): Það er nú orðið að lýsingarorði (óbeygjanlegu og eins í öllum kynjum). Ekki svo að skilja, að forskeytisnotkunin sé úr sögunni; enn tala menn um smábíla og smábörn, en nú geta menn líka sagt: Það var smá frost (ekki „smáfrost“, hvað sem það gæti verið). Aherslan er yfirleitt á orðið sem smá stendur með (þannig heyrist líka greinilega að um tvö orð er að ræða). En þess eru dæmi, sérstaklega í máli unglinga, að umrætt orð sé notað sem atviksorð, og þá er oft lögð á það sterk áhersla. Sjá t.d. þessa einkunn: „Hann er smá vitlaus" (mælt í hneykslunartóni, mikil áhersla á bæði síðustu orðin, og merk- ingin auðvitað sú, að maðurinn sé aldeilis ekki gáfaður)." ★ Hér hefur bréfritari minnst á mörg athyglisverð atriði. Þótt ég hafi fjallað um sum þeirra áður, þá er kannski langt síðan, og ég staldra helst við þetta: 1) Meginreglan um kyn nafnorða sem enda á -andi (nd-stofna) segir að karlkyns séu þau sem hafa hlutstæða (konkreta) merkingu, en kven- kyns þau sem hafi óhlutstæða (abstrakta) merkingu. Eins og Siguijón heldur fram, ættu þá bæði hrynjandi og stígandi að vera kvenkyns. Dæmi: Hrynjandin var óregluleg. í þessu var ákveðin stígandi. Enn má minna á orðið kveð- andi. í 37. kafla Laxdæla sögu segir svo: „En litlu síðar gera þau heimanferð sína, Kotkell ok Gríma ok synir þeirra, þat var um nótt. Þau fóru á bæ Hrúts ok gerðu þar seið mikinn. En er seiðlætin kómu upp, þá þótt- usk þeir eigi skilja, er inni váru, hveiju gegna myndi; en fögur var sú kveðandi að heyra.“ Ekki er reglan hér að framan undantekningarlaus, og þegar stígandi er gert að bæði reið- hestsnafni og karlmannsnafni, þá er það auðvitað karlkyns, og getur það haft sín áhrif. 2) Sögnin að dýfa er að sjálfsögðu veik: dýfa, dýfði, dýft (sbr. t.d. dúfa=alda og dúfl=skvamp). Það er eins og hver annar apaskapur að taka upp á því að beygja hana sterkt og gengur þvert á lögmál og líkur máls okkar. Eins og Sig- uijón sýnir fram á, lenda menn strax í ógöngum með rithátt- inn, ef beygja skal sögnina eins og rífa. Sagnir eftir 1. hljóð- skiptaröð eru aldrei með ufsíl- oni. Sumir hafa aldrei dýft hendi í kalt vatn. „Difið (dyf- ið)“ er rugl. 3) Sögnin að blífa (þ. bleib- en)=haldast við, verða, stand- ast, er hins vegar sterk og beygist eins og, rífa. Hún er ekki hluti af sígildu máli okk- ar, en ijörgömul tökusögn og á nokkum rétt á sér, þótt hún sé krossmerkt sem gömul og úrelt í Orðabók Menningar- sjóðs. Ströngustu málvöndun- armenn hafa löngum amast við henni og jafnvel lýsingarorðinu blífanlegTir=varanlegur. Gott er þó að hafa blífanlegan sama- stað. 4) Og svo er það „á 8. mars“. Hafi Siguijón þökk fyr- ir að vekja athygli á þessu. Við þurfum enga forsetningu á undan töluorðinu þarna. Þetta er tímaþolfall og bráðlif- andi í málinu. Hann kom dag- inn áður. Hann var hér vikuna fyrir jólin. Forsetningarnar í eða á eru óþarfar og til lýta. Þetta „á-tal“ er orðið sérlega hvimleitt 17. júní. Nú hamast menn við að segja „á 17. júní“. Veðrið „á 17. júní“ var svona og svona. En veðrið var gott eða vont 17. júní. Mér finnst hitt jaðra við óvirðingu, ef ekki helgispjöll. Ég tala nú ekki um, þegar farið er að kalla þjóðhá- tíðardaginn sautjándann, svona rétt eins og þrettándann eða aðra minni háttar tylli- daga. Nú verður nokkur bið á, að við gluggum meira í bréf Sigur- jóns Halldórssonar. Það bíður síns tíma. ★ Hlymrekur handan kvað: Gamla sagan, er Áslákur ölvast, taka alls konar boðorð að mölvast. Hann temur sér flest það sem er talið til bresta, en mér tjár ekki um það að bölvast. BONG - KYOUIM Myndlist Bragi Ásgeirsson Til Evrópu leita menn frá öllum heimshornum í listaskóla hvers konar ekki síður en til annars náms. Þegar ég var í Múnchen fyrir nær þrem áratugum, var maður frá Burma, U Tin Aye að nafni, með mér hjá sama prófess- or, og er ég var á stúdentaþingi í Bonn, deildi ég herbergi með nýbökuðum verkfræðingi frá Chile og lækni frá Indlandi, sem var í þann veginn að ljúka við doktorspróf. Flestir þessara langt að komnu útlendinga halda fljótlega aftur til síns heima, en nokkrir dvelja lengur og sumir ílendast. Kóreu- maðurinn Bong — Kyou Im hefur búið í Vestur-Berlín í áratug og helming þess tíma stundaði hann nám hjá hinum þekkta málara, Karl Horst Hödicke, við Listahá- skólann þar. Hödicke þessi er einn af aðal fulltrúum nýja málverksins svonefnda í Þýskalandi og stórt nafn þar og víðar. Það leynir sér ekki í myndum Bong — Kyou Im, sem um þessar mundir sýnir í Gallerí Svart á hvítu, að hann hefur gengið í smiðju nýbylgjumálara. Myndir hans eru eins konar tilfinninga- blossi, skynditjáning á einu og öðru úr hlutveruleikanum allt um kring, að viðbættum ýmsum hugdettum. Slíkri list fylgir og iðulega mjög skáldleg lýsing á myndefnunum ásamt vísun til goðafræði og trú- arbragða. I myndunum tuttugu og þrem- ur á sýningunni, sem öll eru unn- in í gvass á pappír, mætist aust- ræn og vestræn myndhugsun. Listamaðurinn er sér vel meðvit- andi um uppruna sinn, en vill endurnýja fornar hefðir með nút- ímalegu vestrænu myndmáli — tengja þær nýrri og ferskri mynd- hugsun. Bong — Kyou Im virðist vera mitt í þessari viðleitni sinni og eiginlega fara hamförum með pentskúfnum um myndflötinn og nær, þegar best lætur, allsérstæð- um tökum á viðfangsefninu. Hann hefur leitað fanga í íslenzkri náttúru og er ekkert að tvínóna við hlutina, heldur málar af fingrum fram og með frískleg- um tilþrifum. Minnisstæðust þessara mynda er mér „Impression of Iceland 11“ (3), sem er í senn lifandi og fersk. Aðrar myndir, eru einkum vöktu athygli mína, voru „Nude“ (2), Woman with flower“ (6) og „A small spring" (B), en allar teljast þær nokkuð óvenjulegar á okkar breiddargráðum, þótt vinnubrögð- in eigi sér margar hliðstæður. En ansi er það nú klént að geta ekki snarað þessum nöfnum myndanna yfir á móðurmálið í sýningarskrá, sem ætti að vera lítið verk fyrir vel menntaða for- ráðamenn sýningarsalarins. Dregið saman í hnotskurn þá kemur þessi sýning manni á eng- an hátt á óvart og sker sig lítið úr ýmsu, sem sést hefur í sýning- arsölum borgarinnar á undanförn- um árum ... .■ Síderít, 4 mm breiðar kúlur frá Norðurárdal, Borgarfjarðarsýslu. íslenzkir steinar Myndlist Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins stendur fram til 22. ágúst yfir sýning á islenzkum steinum. Það er Félag áhugamanna um steinafræði, sem stendur að fram- takinu í samvinnu við Norræna húsið og er þetta í annað skiptið, sem slíkri sýningu er komið fyrir á sama stað — hið fyrra var fyrir tveimur árum. Ég mun þá hafa ritað um fram- takið, enda mjög hrifin af þessum þætti íslenzkrar jarðsögu og tel, að skapandi myndlistarmenn hafi mikið til forma, lita og efnasam- banda íslenzkra steina og bergteg- unda að sækja. í raun finnst mér Hvaít, stakir 2-4 mm kristallar, á kvartsi, ásamt kalsíti, frá Hval' firði, Borgarfjarðarsýslu. 21150- 21370 Sl Þ. VALDIMARSON sölustjóri BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Nýlegt einbýlishús á Álftanesi Vel byggt og vandað steinhús um 140 fm nettó með 4-5 svefnherb. Tvöf. bílsk. 45 fm. 900 fm glæsil. eignarlóö. Mjög hagstæð lán geta fylgt. Hagkvæm kjör - laus fljótlega Endaíbúð 4ra herb. af meöalstærö á 4. hæö í fjölbhúsi skammt frá Dalbraut. Mikið útsýni. Óvenju hagstæö greiöslukjör koma til greina fyrir traustan kaupanda. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Ódýr íbúð - tilboð óskast Einstaklfbúð 2ja herb. 45,5 fm samþykkt ibúö, vel umgengin. Stór og vel ræktuö elgnarfóð i gamla Austurbænum. Langtímalán fylgja. Ný úrvalsíbúð - 5 herb. Neðri hæð í tvíbýlishúsi um 150 fm í Austurborginni. Allt sér. Innrétt- ingar og tæki af bestu gerö. Mikil og góð lán áhv. Eignaskipti mögu- leg. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni. Hagkvæm skipti Til kaups óskast: 5 herb. íb. helst í Vesturb. Má þarfn. endurbóta. Skipti möguleg á 3ja herb. hæð í Vesturb. Hæðin er að mestu nýendur- byggð 101 fm nettó. í borginni eða nágrenni Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbhús um 200 fm. Mikil og góö útb. Skipti mögul. á úrvalseign um 300 fm. Opið í dag, laugardag, kl. 11.00-16.00 Fjöldi fjárstrerkra kaupenda. ALMENNA FASTEIGHASAl AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.