Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
11
þetta heil gullnáma fyrir mótlistar-
menn og ekki síður málara. Ekki
svo að skilja, að ég álíti, að þeir
eigi að gera hér nákvæmar eft-
irlíkingar, því er nú síður, en hér
tel ég, að séu falin og samankom-
in þau form, mótanir og litir sem
íslenzkir myndlistarmenn eigi
helst að sækja tii hugmyndir í list-
sköpun sinni. Og gera það á hinn
fjölþættasta hátt.
Ég tel t.d., að íslenzkir nemend-
ur í mótlist hafi mun meira að
sækja til hinna ýmsu fyrirbæra
íslenzkrar náttúru en útlendra
kennara og kenningasmiða og þá
ekki síður til hins óhlutlæga og
innsæa en landslagsins og hlut-
veruleikans.
Fræðilega get ég ekki fjallað
um sýninguna sem slíka, en hins
vegar hef ég skoðað steinasöfn
víða um heim og tel mig hafa hér
nokkurn samanburð. Slík söfn eru
með því skemmtilegasta, sem ég
heimsæki í útlandinu, enda fjöl-
breytnin gríðarleg. Sumt er un-
drasmíð náttúrunnar, sem hefur
tekið hana milljónir ára að móta.
I steinunum höfum við því fyrir
augunum orð Einars Benedikts-
sonar: „Eilífðin sjálf, hún er alein
til. / Vor eigin tími er villa og
draumur." (Einræður Starkaðar.)
Margt í íslenzkum steinum er
sérstætt og einstakt og hefur
mótast af veðráttu og sérstökum
aðstæðum, sem hvergi eru til
nema hér.
Hér eru falin verðmæti, sem eru
með því dýrmætasta sem við eig-
um og ber að fara vel með ekki
síður en viðkvæman gróðurinn og
vernda fyrir of mikilli ásókn.
Á sýningunni er mikill fjöldi
steinategunda og sérkennilegra
formana, en er því miður frekar
óskipulega hrúgað í glerkassa.
Með færri steinum, betra skipulagi
og fagmannlegri uppsetningu
hefði sýningin orðið margfalt
áhrifameiri. En eiginlega þurfa
sýnishorn af hinum ýmsu steina-
og bergtegundum að vera sem
víðast til sýnis og með tæmandi
skýringum um efnasambönd,
fundarstaði, aldursgreiningu
o.s.frv.
En mestu máli varðar þó, að
hér er um merkilegt og nytsamt
framtak að ræða, sem vert er
fyllstu athygli.. .
bíothec
Prentarar
Skipholti 9. Símar 24255 og 622455.
DRÁTTARVÉLIN
COLT OG LANCER
NÝTT ÚTUT — NÝ TÆKNi
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG
Wk KOMIO OQ KÆLIÐ
\K YKKUR MEÐ EMMESS
U KLAKA