Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
Dyiolei Slemakril Þoiþakm Sienvan Þekju- Kjorvan Vatnsvan Stemsilan Vitralex Hempels Horpu silki Horpu skjói Utrtex Rexþakm Sadotex Woodex Woodex Pmotex Prnotex Bondex Soignum
hvitl hvitl larðrauð 2000 kjöfvan hvitt hvitt þakm hvitt hvitt hvitt fústrautl hvitt Uttra Acryl Superdec Structure arotecturai
lOldos 20ldós 20lðos hvitl 201 4IÓÓS 4 IðÖS 51 dós lOlöos lOldós aibiati 20 lOldós tOldós lOldós 20 Idós lOldós 2.5IÖÓS 2.51 dós 2.51 dós 2.5ldós 2.51 dós 51 dos
BB byggingavðrur Nethyl 2, R. 745 1261 1240 770 1847
BB byggingavórur Suðurtandsbr. 4, R. 768 1300 1278 794 1904
Byggingamarkaóurinn Mýragötu 2, R. 5758 3126 7582
Byggtogbúiö Kringlunni, R. 2767 1315 968 1641 2964 3100 682 1212 1774
Bykó Dalshrauni 15. Hf. 2875 7690 6134 11597 1315 968 3293 3100 2791 5670 1212 1774
Bykó Nýbýlavegi 6. Kóp. 2875 7690 6134 11597 1315 968 1642 6825 3293 3100 2791 5670 716 931 885 549 1774
Bykó Skemmuvegi 4, Kóp. 2875 7690 6134 11597 1315 968 1642 5216 3126 6825 3293 3100 2791 5670 716 931 1774
Dröín Strandqötu 75, Hf. 7690 11597 1461 1076 1824 3126 6825 830 1404 2055
Gos byggingavörur Nethyl 3, R. 2875 7262 5794 10953 1315 968 1642 2964 3100
Húsasmiöjan Skútuvogi 16, R. 769 1904
J.L. Völundur Hnngbraut 120, R. 3293 3444 3101 6300 860 1400 1971
J.L. Völundur Viöarhölöa 4, R. 3293 3444 1400 1218 756 1971
Utabær Austurströnd 6, Settj. 3126 ‘3444 730 1960
Litaval Siðumúla 32, R. 4926 2657 6446
UtaverGrensásvegi 18, R. 3194 8544 6816 12886 1461 1076 1824 3126 7583 3293 3444 3101 6300 805 1363 847 1886
Liturinn Síöumúla 15, R. 3194 8544 6816 12886 1461 1076 1824 3293 3444 3956 781 1322 1278 794 842 1935
Lækjarkot Lækjargötu 32, Hl. 2875 7690 5794 11597 1315 1642 2964 3100 2791 5355 800 1035 795 710 1950
Málarinn Grensásvegi 11, R. 8544 6816 12886 1824 3293 3444 3370 1278 794
Málningav. P.H. Suöurlandsbr. 12, R. 3194 7690 6134 11597 1461 1076 1824 5216 3126 6825 3293 3444 3101 5670 3956 1278 794 830 1934
Málningarvötur Ingólfsstræti 3, R. 4636 2634 2755
Metró i Mjódd, R. 2799 2927 3363 1086 675
Mikligarður v/Holtaveg, R. 3293 2846
ParmaBæjarhrauni16,HI. 7262 10953 2799 2927 3363 1081 675
Sambandið byggingavörur Krókháls, 7, R. 3100 5840
Smiösbúö Garðatorgi Garðabæ 1461 1076 1824 3293 3444 805 1363 1180 818 1995
V.M.J. Siöumúla4,R. 3128 3272 985 990 2180
Hæstaverö 3194 8544 6816 12886 1461 1076 1824 5758 3126 7583 3293 3444 3101 6300 3956 985 1404 1278 990 847 2180
Lægstaverö 2767 7262 5794 10953 1315 968 1641 4636 2657 6446 2634 2755 2791 5355 3363 682 931 885 549 710 1774
Mismunur hassta/lægsta 15,4% 17,7% 17,6% 17,6% 11,1% 11,2% 11,2% 24,2% 17,7% •17,6% 25,0% 25,0% 11,1% 17,6% 17,6% 44,4% 50,8% 44,4% 80,3% 19,3% 22,9%
V erðlagsstof nun:
Verðkönnun á útimálningu og viðarvamarefnum
Verðlagsstofnun gerði verðkönnun á 21 tegund útimálningar og viðarvarnarefna í byrjun júlímánaðar. Niðurstöður könnunar-
innar voru birtar í 17. tbl. af Verðkönnun Verðlagsstofnunar en þar er miðað við staðgreiðslu á vörunni.
Blanda næstbesta
laxveiðiá á landinu
Blönduósi.
LAXVEIÐAR í Blöndu í Austur-
Húnavatnssýslu hafa gengið vel
og voru um 650 laxar kornnir á
land á þriðjudag. Veiðar í Blöndu
hófust 5. júní og þeim lýkur 5.
september.
I Blöndu eru leyfðar fjórar stang-
ir og miðað við meðalveiði á stöng
er Blanda næstbesta veiðiá á ís-
landi með rúmlega fjóra laxa að
meðaltali á stöng. Aðeins Laxá á
Ásum slær Blöndu við með um átta
laxa á stöng að meðaltali. Nokkuð
hefur verið um það að veiðimenn
fylli kvótann, sem er 14 laxar, og
meðalvigtin hefur verið góð.
Þyngstu laxamir sem veiðst hafa í
Blöndu í sumar eru 20 og 22 punda
þungir og veiddust þeir báðir á
mánudaginn. Var þar að verki Ein-
ar Einarsson frá Sauðárkróki. Eins
og áður er getið hefur mikið verið
um vænan lax í aflanum en smálax-
inn hefur verið að skila sér undan-
fama daga.
Laxveiðar í Laxá á Refasveit
hafa líka gengið þokkalega og voru
komnir 33 laxar á land 6. júlí. Á
sama tíma fyrir ári vom komnir
22 þtxar á land þannig að hér er
um umtalsverða aukningu að ræða.
Leyft er að veiða á tvær stangir
og hófust laxveiðar í Laxá á Refa-
sveit 20. júní. Þyngsti laxinn úr
Laxá vó 17 pund. Að sögn kunn-
ugra háir vatnsskortur nokkuð veið-
um í ánni.
Jón Sig
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hilmir Jóhannesson, þekktur Blönduveiðimaður með feng sinn.
Morgunbl&ðið/Ámi Sæberg
Verkum Claes Hake komið fyrir á Kjarvalsstöðum í gær.
Kjarvalsstaðir:
Sýningar á verkum
Kjarvals og Claes Hake
TVÆR sýningar verða opnaðar
kl. 14 í dag, laugardag, að
Kjarvalsstöðum. í austursal
verður sýning á verkum Jó-
hannesar S. Kjarval, sem stend-
ur til 21. ágúst. í vestursal sýn-
ir sænski listamaðurinn Claes
Hake höggmyndir og vegg-
myndir. Sýningu hans lýkur 31.
júlí. Kjarvalsstaðir eru opnir
daglega frá kl. 14-22.
I frétt frá Kjarvalsstöðum segir
að sumarsýningar á verkum Jó-
hannesar Kjarval séu orðnar fast-
ur liður í sýningarskrá Kjarvals-
staða. Að þessu sinni verði mörg
verk á sýningunni sem ekki hafi
komið fyrir almenningssjónir fyrr.
Veggmyndir Claes Hake eru
unnar í stein, gips og brons og
munu verk hans vera þau stærstu
sem nokkru sinni hafa verið sýnd
á Kjarvalsstöðum. Claes er nú tal-
inn einn af fremstu myndhöggvur-
um Svía.
Félag þjóðfélags-
fræðinga:
Menntamála-
ráðherra lít-
ilsvirðir Há-
skóla Islands
FÉLAG þjóðfélagsfræðinga hélt
fund 8. júlí sl. og samþykkti þá
ályktun þar sem það mótmælir
þeirri lítilsvirðingu sem það telur
Birgi Isleif Gunnarsson, mennta-
málaráðherra, hafa sýnt Háskóla
íslands og félagsvísindadeild
hans, með skipun í embætti lekt-
ors í stjórnmálafræði.
Ályktun Félags þjóðfélagsfræð-
inga er svohljóðandi: „Stjóm Félags
þjóðfélagsfræðinga bæði harmar og
mótmælir þeirri lítilsvirðingu við
sjálfstæði Háskóla íslands og fé-
lagsvísindadeild hans, sem Birgir
Isleifur Gunnarsson, menntamála-
ráðherra sýnir með skipun manns
í embætti lektors í stjórnmálafræði,
sem ekki hefur hlotið hæfnisdóm
til embættisins hjá dómnefnd sem
háskólinn skipaði eftir sínum venj-
um. Þessi embættisfærsla, sem er
einsdæmi í sögu lýðveldisins, verður
að teljast siðlaus. Menntamálaráð-
herra grípur inn í stjórn Háskóla
íslands til að koma þar í embætti
lektors pólitískum samherja og
flokksbróður, sem ekki hefur stund-
að formlegt nám í stjórnmálafræði
en skrifað og varið doktorsritgerð
á þröngu sviði stjórnmálaheimspeki.
1. ágúst sendi menntamálaráðu-
neytið frá sér greinargerð vegna
stöðuveitingarinnar. Þar er að finna
rakalausar dylgjur, sem teljast
verða árásir á fræðimannaheiður
einstakra dómnefndarmanna og fé-
lagsvísindamanna almennt. Það er
látið að því liggja, að stjórnmála-
fræði sé á einhvern hátt öðrum
háskólagreinum óæðri og því haldið
fram að þessi „móðir“ nútímahug-
vísinda (sbr. klassíska gríska heim-
speki), sé ung fræðigrein og ómót-
uð. Ekki verður hér farið út í deilur
um vísindaheimspeki við þann „sér-
fræðing" menntamálaráðuneytisins
sem samið hefur greinargerðina.
Hins vegar hlýtur stjórn Félags
þjóðfélagsfræðinga að mótmæla
þessari árás á fræðimannaheiður
okkar.
Nú eru tæp 20 ár liðin síðan
kennsla í almennum þjóðfélags-
fræðum til BA-prófs hófst við Há-
skóla íslands. Fyrstu stúdentarnir
með slíkt próf útskrifuðust 1972.
Fram til loka vormisseris 1987 hafði
161 stúdent lokið BA-prófi í al-
mennum þjóðfélagsfræðum frá HÍ.
Meirhluti þeirra hefur haldið erlend-
is til framhaldsnáms og lokið emb-
ættisprófi (MA, MSc, o.s.frv.) eða
doktorsprófi í félagsfræði, mann-
fræði og stjórnmálafræði. Auk þess
er nokkur hópur sem lokið hefur
embættisprófi í greinunum, en tekið
allt nám erlendis. Þannig hafa á
annað hundrað íslendingar lokið
embættisprófi í einhverri þessara
þriggja greina félagsvísinda og
flestir á síðasta einum og hálfum
áratug. Þessar fræðigreinar, sem
eiga sér langa hefð á Vesturlöndum,
eru eins og af ofansögðu sést tiltölu-
lega nýjar í okkar þjóðfélagi. Þrátt
fyrir það er áhrifa þeirra töluvert
farið að gæta, m.a. í umræðu og
ákvarðanatöku í opinberu lífi. Ekki
hefur þessi hópur, sem í prófverk-
efnum sínum og störfum hefur m.a.
beitt aðferðum fræðigreinanna til
rannsókna á íslensku samfélagi,
fyrr þurft að sitja undir ásökunum
um óheiðarlega fræðimennsku eða
vinnubrögð af öðru tagi.“