Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 32

Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 Fundu átta herflugvélar í iðrum Grænlandsjökuls Fundust með íssjá sem íslenskir vísindamenn smíðuðu og beindi vélunum norður eftir vesturströnd Grænlands, inn í æ verra veður. Flugmennimir tóku að endingu til sinna ráða og æt- luðu austur yfir Grænland en vegna eldsneytisskort urðu þeir að nauðlenda vélunum á jöklinum um 150 km suðvestan við Kulusuk á austurströnd Grænlands. Lend- ingin tókst giftusamlega og kom- ust áhafnir vélanna lífs af og náðu til byggða. Menn búa sig undir að grafa niður á eina vélina. ísinn er brædd- ur með heitu vatni áður en borað er. Tjaldbúðir leiðangursmanna. Við hún blaktir grænlenski fáninn. GERÐUR var út leiðangur á Grænlandsjökul nýlega í því skyni að finna átta herflugvél- ar sem nauðlentu á jöklinum 15. júlí 1942. Tvær vélanna eru sprengjuvélar af gerðinni B-17, svokölluð „fljúgandi virki“ og sex orrustuvélar af P-38 gerð. Vélarnar fundust allar og bor- að var niður á aðra sprengivél- ina. Fyrir leiðangrinum stóð bandarískur félagsskapur, Gre- enland Expedition Society. Með í förinni voru þrír íslenskir jöklafarar, þeir Helgi Bjömsson jarðeðlisfræðingur og Jón Sveins- son frá Raunvísindastofnun há- skólans og Arngrímur Hermanns- son flugbjörgunarmaður. Við leit- ina notuðu þeir svonefnda íssjá, sem þeir hafa notað í mörg ár til að mæla þykkt jökla og til að gera kort af landslaginu undir jökulbotninum. Til þeirra var fyrst leitað árið 1983 og fundu þeir þá vélamar með íssjánni sem starfs- menn Raunvísindastofnunar hafa þróað. Arið 1984 fóm leiðangurs- menn aftur til að bora niður á eina vél og vinna að ýmsum at- hugunum. Issjána hafa þeir notað í mörg ár til að mæla þykkt jökla og til að gera kort af landslaginu undir jökulbotninum. Morgunblaðið greindi ítarlega frá leiðangrinum 15. ágúst 1983. íssjáin er radar sem sendir rafseg- ulbylgjur í gegnum ísinn og nem- ur endurkast þeirra frá botni, eða aðskotahlutum í ísnum. Hún er sérstaklega hönnuð til mælinga á þíðjöklum sem innihalda bræðslu- vatn. Jöklar íslands em allir af þeirri gerð. Það er einnig jökullinn á Grænlandi, þar sem vélamar átta nauðlentu. Bandaríkjamenn- imir höfðu áður reynt að finna vélamar með hátíðniradar án ár- angurs. Eftir fund vélanna 1983 var hins vegar frestað um eitt ár að grafa niður á þær. Flögg sem merktu staðsetningu flugvélanna týndust og varð því að endurtaka leitina. Verðmætar vélar Félagskapnum Greenland Ex- pedition Society er afar umhugað að heimta vélamar úr iðmm jök- ulsins því aðeins em til fimm gangfærar vélar af hvorri gerð. B-17 sprengjuvélamar em mjög verðmætar og áætlað verð þeirra 1983 var 75.000 Bandaríkjadalir. P-38 vélamar em þó enn verð- mætari, eða eins og einn leiðang- ursmanna, Richard Taylor, sagði: „Slík vél myndi kosta á milli 600- 800.000 dali ef hún stæði hér á flugvellinum í Atlanta." Ormstu- vélamar sex em því að verðmæti um 144 milljónir króna ef þær reynast í góðu ásigkomulagi. Eng- inn veit þó hvemig þær em fam- ar eftir 46 ára legu í iðram Græn- landsjökuls. Norman D. Vaughan 83 ára gamall heimskautafari sem enn dvelst á jöklinum og Austin Kovacs verkfræðingur. í snjóbílnum er Helgi Björnsson jarðeðlisf ræðingur. Þarna liggja vélamar í þyrp- ingu undir ís og efst er sú sem fyrst reyndi að lenda á hjólunum. Þegar flugmenn hinna vélanna sáu hvemig hún kollsteyptist ák- váðu þeir að magalenda. Með í leiðangrinum núna var heimskunnur heimskautafari, Norman Vaughan, sem einnig var með í för 1983. Norman er 83 ára gamall. Hann var sendur af Bandaríkjaher á jökulinn skömmu eftir nauðlendinguna 1942 til að eyðileggja tæki í vélunum sem miðuðu út skotmörk. Þjóðveijar höfðu mikinn áhuga að komast yfir slík tæki til að framleiða í sínar vélar. Sex menn á jöklinum Þrír bandarískir jöklafarar dveljast nú á jöklinum við rann- sóknir en brátt bætast þrír í hóp- inn og verða þá í allt sex manns á jöklinum í sumar. Ætla þeir að grafa niður á vélamar og ná sýr,- um úr þeim. Það er gert í þ .im tilgangi að sanna tilvist vé’anna svo auðveldara verði að finna íjár- magn til að grafa vélarnar upp. Hyggjast þeir á þann hátt safna nægilegu fé til að fjármagna upp- gröft vélanna sumarið 1989, að sögn Richard Taylors, eins leið- angursmanna. Það er hins vegar vandamál á hve miklu dýpi vélarn- ar em því kjamabor leiðangurs- manna er aðeins 50 metra langur en vélarnar em á um 80 metra dýpi. Hann sagði jafnframt að þessir sex menn á jöklinum ynnu að því í sumar að gera sex hundr- að metra löng göng niður að vél- unum með því að bræða Isinn. Síðan væri ætlunin að komast inn í flugstjórnarklefa vélanna og ná þaðan óvéfengjanlegum sönnun- um um tilvist þeirra. Taylor bar mikið lof á íslend- ingana þijá og sagði að þeir hefðu verið miklir máttarstólpar í þess- um leiðangri. Þar hefðu verið miklir dugnaðarforkar og flug- greindir menn á ferð, mæltist Richard Taylor. Hann sagði að leiðangurinn hefði staðið yfir í tíu daga en sjálfur hafi hann dvalist á jöklinum í tvær vikur ásamt Gordon Scott. Þeir dvöldust á rad- arstöð á jöklinum sem gekk undir nafninu „sob-story“, sem á íslensku útleggst grátsaga. Þar hafi þeir verið til að taka á móti farartækjum sem bandaríski flug- herinn færði leiðangursmönnum. Taylor sagði radarstöðina vera á afviknum og einmanalegum stað. Leiðangursmenn á Grænlandsjökli. Flaggjð er ofan á einni vélinni. F.v.: Austin Kovacs verkfræðing- ur, Bill Tuma jarðeðlisfræðingur, Helgi Björnsson, Jón Sveinsson, Amgrímur Hermannsson, Gor- don Scott, Patrick Ebbs forseti Greenland Expedition Society. Dulmálið leyst Forsaga málsins er sú að í seinni heimsstyijöld komu Banda- ríkjamenn upp loftbrú til að koma flugvélum til bandamanna í Evr- ópu. Erfitt hafði reynst að flytja þær sjóleiðina vegna árása þýskra kafbáta. Fyrsta ferðin heppnaðist og lentu vélarnar á höldnu í Skotl- andi. Vélarnar flugu frá Banda- ríkjunum, yfir Grænland og þaðan til Bretlands. Þýskir kafbátar höfðu njósnir af þessum ferðum og náðu að leysa dulmálslykil sem notaður var og villtu um fýrir vélunum. Flugmennimir lentu í slæmu veðri við vesturströnd Grænlands og sendu út fyrir- spumir í hvaða átt þeir ættu að fljúga til að komast út úr illviðr- inu. Þýskur kafbátur heyrði kallið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.