Morgunblaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 34
P&Ö/SlA
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
IH0RGÁRD
Milljónir á hverjum laugard
Upplýsingasími: 6851/1
Frá keppni í sumarbrids sl. fimmtudag.
Brids
Amór Ragnarsson
Landslið valið til keppni á
Olympíumót
Landsliðsnefnd Bridssambands
Islands hefur valið eftirtalin pör á
Ólympíumótið, sem haldið verður í
Feneyjum í október.
Opinn flokkur
Guðl. R. Jóhannsson — Öm Amþórsson
Jón Baldursson — Valur Sigurðsson
Karl Sigurhjartarson — Sævar Þorbjömsson
Jón, Valur, Karl og Sævar voru
í landsliðinu á dögunum þegar liðið
varð Norðurlandameistari en Guð-
laugur og Örn koma inn í liðið í
stað Þorláks Jónssonar og Sigurðar
Sverrissonar.
Fyrirliði liðsins verður Hjalti
Elíasson.
SANITAS-Bikarkeppni
Bridssambandsins
Sveit Sigmundar Stefánssonar
sigraði sveit Arnar Einarssonar frá
Akureyri fyrir norðan í 2. umferð
keppninnar, í afar jöfnum leik. Og
einnig fyrir norðan, sveit Hellu-
steypunnar (Tryggvi Gunnarsson)
sigraði sveit Eiríks Ellertssonar
Keflavík í 2. umferð, einnig í afar
jöfnum og tvísýnum leik. Og sveit
Delta Reykjavík sigraði sveit Valtýs
Jónassonar Siglufírði naumlega í
2. umferð, í leik sveitanna sl. laug-
ardag fyrir sunnan.
Næstu leikir í keppninni eru í
Reykjavík; unglingalandsliðið gegn
sveit Sigurðar Sigurjónssonar á
föstudaginn í BSI-húsinu. Sveit
K.K. frá Reyðarfírði fær Skag-
strendinga (Eðvarð Hallgrímsson)
í heimsókn og trúlega leggja menn
Stefáns Pálssonar land undir fót
og halda austur til keppni við sveit
Eskfírðinga.
Dregið hefur verið í 3. umferð
(16 sveita úrslit) í SANITAS-Bikar-
keppni Bridssambandsins. Eftir-
taldar sveitir mætast (heimasveit
talin á undan);
K.K./Eðvarð Hallgrímsson gegn
Sigurði Siguijónssyni/Unglinga-
landsliðinu.
Flugleiðir/Samvinnuferðir gegn
Eskfirðingnum Stefáni Pálssyni.
Grímur Thorarensen/Jón Hauks-
son gegn Kristjáni Guðjóns-
syni/Gylfa Pálssyni.
Romex/Ingi St. Gunnlaugsson
gegn Ragnari Haraldssyni.
Sigmundur Stefánsson gegn
Modem Ieeland.
Magnús Sverrisson gegn Pólar-
is/Bimi Friðrikssyni.
Hellusteypan gegn Ásgrími Sig-
urbjörnssyni/Burkna Dómaldssyni.
Björgvin Þorsteinsson/Bragi
Hauksson gegn DELTA.
Leikjum í 3. umferð skal vera
lokið sunnudaginn 14. ágúst. Fyrir-
liðar em hvattir til að hafa sam-
band við skrifstofu BSI á miðviku-
dögum og föstudögum milli kl.
14—16, til að tilkynna spilatíma og
úrslit Ieiks. Vakin er athygli á því
að sveitum er óheimilt að fresta
leikjum upp á eigið sjálfdæmi (fara
yfir tímamörk). Leikjum í 2. umferð
á að vera lokið sunnudaginn 24. júlí.
Spilað í fjórum riðlum í
sumarbrids sl. fimmtudag
Mjög góð þátttaka var í Sum-
arbrids sl. fímmtudag. 54 pör
mættu til leiks og var spilað í 4
riðlum. Úrslit urðu (efstu pör):
A-riðill:
Sigfús Þórðarson —
Þórður Sigurðsson 278
Eyjólfur Magnússon —
Steingrímur Þórisson 244
Lilja Petersen —
Jón Sigurðsson 239
Aldís Schram —
Júlíana Isebarn 237
Björn Arnarson —
Stefán Kalmannsson 234
Ragnar Björnsson —
Skarphéðinn Lýðsson 233
B-riðill:
Kristín Guðbjörnsdóttir —
Bjöm Arnórsson 183
Hjörtur Cyrusson —
Ingvar Sigurðsson 178
Guðjón Jónsson —
Óskar Karlsson 167
Arnór Ragnarsson —
Guðmundur Thorsteinsson 162
Jón Guðmundsson —
Úlfar Guðmundsson 161
Arnar Ingólfsson —
Magnús Eymundsson 161
C-riðilI:
Ámi Loftsson —
Sveinn Eiríksson 129
Albert Þorsteinsson —
Sigurður Emilsson 123
Anton R. Gunnarsson —
ísak Örn Sigurðsson 116
Anna Þóra Jónsdóttir —
Hjördís Eyþórsdóttir 107
D-riðiIl:
Gestur Jónsson —
Friðjón Þórhallsson, (metsk.) 213
Sigurður B. Þorsteinsson —
ÞórðurHarðarson 210
Bjarni Pétursson —
Bogi Sigurbjörnsson 181
Láms Hermannsson —
Sigurleifur Guðjónsson
Jón Stefánsson —
Sveinn Sigurgeirsson 172
Halldór Ámason —
Jón Viðar Jónmundsson 165
Skor þeirra Gests og Friðjóns er
sú hæsta sem tekin hefur verið í
Sumarbrids til þessa. Um leið má
geta þess, að skor þeirra Sigurðar
og Þórðar í sama riðli er yfir 70%
og 3.-4. hæsta skor í Sumarbrids
til þessa.
Ög staða efstu spilara að loknu
21 spilakvöldi er þá þessi: Sveinn
Sigurgeirsson 280, Anton R. Gunn-
arsson 242, Guðlaugur Sveins-
son/Magnús Sverrisson 189, Láms
Hermannsson 163, Hjálmar S. Páls-
son 160, Jakob Kristinsson 152,
Sveinn Eiríksson 143, Sigfús Þórð-
arson 138, Jömndur Þórðarson
133, Steingrímur Jónasson 123,
Guðjón Jónsson 117 og Steingrímur
Þórisson 116.
Alls hafa 212 spilarar hlotið stig
þetta 21 kvöld, þar af 44 konur eða
rétt tæplega 20%. Verður það að
teljast nokkuð gott hlutfall miðað
við almenna þátttöku kvenna í brids
hér á landi og jafnvel þó víðar
væri Ieitað.
Sumarbrids er á dagská alla
þriðjudaga og fímmtudaga í Sigtúni
9 (húsi Bridssambandsins). Allt
spilaáhugafólk velkomið meðan
húsrúm leyfir. Skráning/spila-
mennska hefst kl. 17.30 (húsið opn-
að) og lýkur upp úr kl. 19.