Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
3^
María Þorsteins-
dóttir, Njarðvíkum
Fædd 3. júlí 1924
Dáin 5. júlí 1988
Okkur sóknarprestinum og mér
varð litið út um kirkjugluggann í
skrúðhúsinu rétt í því að guðsþjón-
ustan átti að hefjast. „Sjáðu hver er
að koma,“ sagði séra Þorvaldur,
„þetta er María sem er á leiðinni,
við skulum bíða þangað til að hún
er komin.“ Hún hélt á tveimur pok-
um, ég fór og tók á móti henni í
kirkjudyrunum. María rétti mér pok-
ana og sagði: „Ég kom með kaffi-
sopa Helga mín, viltu vera svo góð
og fara með þetta upp á söngloft til
kórfólksins míns og bjóddu líka
prestinum okkar hlýjan sopa.“ „Nú
líður mér dásamlega að vera komin
í kirkjuna blessaða," sagði hún.
Maríu sagði að sér liði dásamlega,
þrátt fyrir að hún væri fársjúk og
ætti aðeins örfáa daga eftir lifað hér
á jörðu. Þetta atvik lýsir vel lífsstíl
Maríu, hvemig hún upplifði sjálfa
sig, náungann og Guð.
María skildi vel hvað það var að
vera kristin manneskja. Allt hennar
líf virtist hafa það markmið að keppa
að hinu góða, umhyggjan fyrir ná-
unganum var með ólíkindum. Það
eru margir sem hafa leitað til Maríu
um dagana og hún fengin til að biðja
fyrir fólki í erfiðleikum. María þekkti
leyndardóm bænarinnar og þann
kraft sem bænin gefur. A þessum
grunni veitti hún mörgum styrk og
lífgaði upp veika hugi.
María var fædd 3. júlí 1924 í
Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar
hennar voru Þorsteinn G. Sigurðsson
ættaður frá Eyjafirði og Steinunn
Guðbrandsdóttir ættuð úr Skáleyjum
á Breiðafirði. Faðir Maríu var bama-
kennari.
Sjálf var ég svo heppin að kynn-
ast Steinunni, en hún var elskuleg
kona. Mér er minnisstætt hversu ljóð-
elsk hún var og hagmælt.
í foreldrahúsum naut María mikill-
ar hlýju og kærleika, heimilið at-
hafnasamt bæði til gagns og gam-
ans, tónlist í hávegum höfð ásamt
lestri góðra bóka. María lauk gagn-
fræðaprófi, sem meira var metið þá
en nú. En menntun er ævistarf, an-
dans íþróttir stundaði María alla tíð
og nú hin síðari ár nam hún við
Tónlistarskóla Njarðvíkur.
María kvæntist Hákoni Kristins-
syni. Byrjuðu þau búskap í Keflavík
árið 1947. Fluttu til Innri-Njarðvíkur
árið 1950. Eiga þau fjögur börn á
lífi. Hið dásamlega og einlæga sam-
band innan fjölskyldunnar er að-
dáunarvert. María talaði stundum
um hversu heppin hún væri, hvað
Hákon styddi vel við bakið á henni
í kirkjustörfunum. Hann var reiðubú-
inn að breyta fyrirhugaðri áætlun
vegna kirkjuathafna. Á heimili þeirra
komu oft gestir í tengslum við kirkju-
störfin og Hákon tók svo vel á móti
öllum. Þau hjónin hafa líka gefíð
kirkjunni stórar gjafír eins og fána-
stöng við Safnaðarheimilið, krossinn
sem nú er á turni kirkjunnar.
Maríu kynntist ég fyrst í gegnum
kirkjustörfín. Kirkjumálin voru henni
sérstaklega hjartfólgin. Hún gegndi
margs konar trúnaðarstörfum í
Innri-Njarðvíkursöfnuði til margra
ára og vart hægt að meta og full-
þakka störf hennar með orðum. Hún
hafði starfað í kirkjukómum frá ár-
inu 1950 og var formaður hans um
árabil. Kosin í sóknarnefnd árið 1966
og formaður hennar næstu tíu árin,
en þá gaf hún ekki kost á sér í nefnd-
ina.
María var ein af stofnendum Sys-
trafélags Innri-Njarðvíkurkirkju og
við konumar í félaginu tölum stund-
um um að hún sé móðir systrafélags-
ins.
María var alltaf bindindissöm og
var meðlimur í stúkunni Vík í
Keflavík frá árjnu 1948.
María var sterkur leiðtogi, hún var
ákveðin, framkvæmdasöm og sérlega
lagin að milda málin ef með þurfti.
Hún var höfðingi heim að sækja.
Eftir kaffisopa, kræsingar og úr-
vinnslu ýmissa mála undirstrikaði
hún oft árangurinn og heimsóknina
með því að spila á pinaóið eitthvert
uppbyggilegt lag einhverra snilling-
anna. Uppbyggilegur tónlistaráhugi
Maríu leiddi til kaupa á píanói fyrir
starfsfólk kirkjunnar til notkunar í
Safnaðarheimilinu. Þegar svo mikið
er spunnið í eina maneskju og sú
hin sama kappkostar að nýta hæfi-
leikana til að bæta lífið, fer saman
það hugarfar sem María bar og ég
met mest í fari hennar.
Við öll, starfsfólk kirkjunnar hvort
heldur það er sóknarnefndin, kirkju-
kórinn eða systrafélagið, erum svo
þakklát fyrir allt hennar góða og
göfuga framlagtil safnaðarstarfsins.
Drottinn blessi og styrki eftirlif-
andi eiginmann, börn og ijölskyldu.
Minnumst orða Jesú: „Ég er upp-
risan og lífið. Sá sem trúir á mig,
mun lifa þótt hann deyi.“
Helga Óskarsdóttir,
formaður sóknarnefndar
Innri-Njarðvíkurkirkju.
María Þorsteinsdóttir, Njarðvík-
um, er dáin. Hún fæddist 3. júlí 1924
í Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Þorsteinn G. Sigurðsson kennari og
Steinunn Guðbrandsdóttir úr Ská-
leyjum á Breiðafírði. María giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum, Há-
koni Kristinssyni, 1947. Frá 1950
bjuggu þau í Innri-Njarðvíkum.
María var félagslynd kona, einkum
voru tónlist og kirkjuleg málefni
henni hjartfólgin. Um árabil var hún
formaður sóknarnefndar í Innri-
Njarðvík. En hún lagði fleiri málefn-
um lið. 1948 gerðist María félagi í
stúkunni Vík og starfaði þar af dugn-
aði til dauðadags. Til marks um vin-
semd hennar í garð bindindishreyf-
ingarinnar má nefna það að hún
mætti sárþjáð til guðsþjónustu er
Stórstúkuþing var haldið í Keflavík
í júní síðastliðnum. Margir munu
þeir sem nú senda eiginmanni henn-
ar og börnum þeirra samúðarkveðjur.
Megi minningin um þessa hjarta-
hlýju og góðu konu verða okkur leið-
arljós.
Hilmar Jónsson
I dag er móðir okkar, María Þor-
steinsdóttir, Njarðvíkurbraut 19,
Innri Njarðvík til moldar borin frá
Innri Njarðvíkurkirkju. María fædd-
ist 3. júlí 1924 í Reykjavík og voru
foreldrar hennar Þorsteinn G. Sig-
urðsson, kennari frá Stijúgsá, og
Steinunn Guðbrandsdóttir úr Ól-
afsvík.
María var næstelst fimm systkina,
en þau eru Egill, tollvörður, fæddur
1920, en hann lést 1976, Guðbrand-
ur, gjaldkeri, fæddur 1928, Guðný,
húsmóðir, fædd 1934, og Sigurður,
starfsmaður Fríhafnar, fæddur 1936.
Heimili Þorsteins og Steinunnar
var heimili hlýju og ástríkis, á kvöld-
um var lesið fyrír bömin og las Þor-
steinn þá oft danskan texta en þýddi
jafnharðan svo vel að fullri athygli
var haldið við söguna. Á þeim árum
voru tengslin við Danmörku sterkari
og danska lesin eins og íslenska, en
með fullri aðgreiningu málanna.
María varð því að fullu læs fímm ára
og það var ein af bemskuminningum
hennar að hún laumaðist til að lesa
söguna Kapítólu fimm ára gömul,
sem þótti ekki alveg við hæfi barna
á þeim árum.
María varð því elsk að bókum, og
henni var ekkert sjálfsagðara en að
endursegja heila sögu sem hún hafði
lesið, oft á dönsku, með agaðri frá-
sögn og fullri spennu fyrir áheyrand-
ann. Þorsteinn, faðir hennar, hafði
verið áhugamaður um leiklist og leik-
ið töluvert á sviði í byrjun aldarinn-
ar, og setti oft upp hin ýmsu gervi
fyrir börnin og María hneigðist því
til lista og tónlistar. En lítið var til
af fé á þeim ámm og komst hún
ekki til náms eins og hugur stóð til,
lærði píanóleik í stuttan tíma og
stundaði söng. María var stoð og
stytta móður sinnar frá því fyrsta
og bar aldrei skugga á það sam-
band, þar var auk ástríkis móður og
dóttur vinátta eins og milli þeirra sem
njóta þess að vera samvista.
Alla tíð hélt María stöðugu sam-
bandi við systkini sín, og böm þeirra
sem eldri em Iitu á að fara til Maju
frænku eins og að fara á sitt annað
heimili.
Árið 1945 kynntist María eftirlif-
andi eiginmanni sínum, Hákoni
Kristinssyni, þá lögregluþjóni í
Reykjavík. Hákon er sonur Stefaníu
Ingimundardóttur frá Bæ í Króks-
firði og Kristins Hákonarsonar síðar
yfírlögregluþjóns í Hafnarfírði. Þau
María og Hákon giftust 1946 og
bjuggu fyrst í Keflavík. Þau María
og Hákon eignuðust fimm börn, þar
af dó eitt við fæðingu, elstur er Þor-
steinn, fæddur 1947, kvæntur
Kristínu Tryggvadóttur, Stefanía,
fædd 1950, gift Sigurbimi Halls-
syni, Bryndís, fædd 1955, gift Guð-
mundi Pálmasyni, og Steinunn, fædd
1961, gift Elvari Ágústssyni.
Þau Hákon og María fluttust í
Klett í Innri Njarðvík 1950, og
bjuggu þar síðan, þar til þau byggðu
sér hús á Njarðvíkurbraut 19 í Innri
Njarðvík.
María trúði heitt á guð og guðlega
forsjón, hún gekk til liðs við söfnuð-
inn í Innri Njarðvík og söng í kirkju-
kórnum og sat í safnaðamefnd um
tíma sem formaður. Innri Njarðvík-
urkirkja og safnaðarstarfíð vom
hennar hjartans mál og gekkst hún
fyrir stofnun systrafélags Innri
Njarðvíkurkirkju og studdi dyggilega
byggingu safnaðarheimilis í Innri
Njarðvík. María var kona sátta og
málamiðlunar milli fólks kæmu deilu-
mál upp og lét engan fara halloka
ef hún fékk því ráðið.
Þar sem áður var sterkur kjami
dyggra safnaðarbarna í Innri
Njarðvík þegar María kom þangað,
varð hann sterkari með henni.
Var mikil vinátta með þessu fólki,
innan kirkju og utan. Það má til
dæmis nefna um lundarfar Maríu,
að börn þurftu að bíða eftir skólabíl,
oft í misjöfnum veðmm og engin
vom biðskýlin á þeim ámm. Vom
þá börnin tekin inn í hlýjuna og lát-
in bíða þar, alla skólagöngu sumra
barnanna.
Hákon og bræður hans áttu og
Vélsmiðju Njarðvíkur lengi, því
fylgdi á fyrstu ámm Maríu að hafa
fæði fyrir nokkurn fjölda starfs-
manna, húsið Klettur var byggt fyrir
þá bræður og fjölskyldur þeirra, en
í húsnæðisleysi þeirra ára vom her-
bergi fyrir framan íbúðimar fyrir
starfsmenn vélsmiðjunnar og á
stundum ijölskyldur þeirra. Það var
mannmargt í Kletti á þeim ámm og
gekk áfallalítið. Stefanía móðir Há-
konar flutti í Klett og bjó þar ásamt
veikum syni sínum, Halldóri, síðar
er Steinunn, móðir Maríu, brá búi
flutti hún og til Maríu. Það var því
stór fjölskylda sem bjó í Kletti á
þeim ámm, þijár kynslóðir saman.
Það rofnaði ekki á milli kynslóðanna
eins og algengt er orðið, um þurfti
ekki að ræða, þau María og Hákon
sinntu sínum.
Þegar til stóð að byggja húsið á
Njarðvíkurbraut 19, þá var fyrst
hugað að herbergjum fyrir hvern og
einn, en dæturnar eltust og giftust
svo húsið nýttist ekki sem ætlað
var, en hugsunin var söm. Bama-
bömin vom yndi Maríu og vom þau
öll elsk að ömmu sinni, áttu þar sitt
annað heimili, og er söknuður þeirra
mikill.
Böm Þorsteins em Tryggvi, Há-
kon oe María. Böm Stefaniu em
Karlotta og Linda, dóttir Bryndísar
er María og böm Steinunnar em
Elva Björk og Ágúst Rúnar. Bama-
börnin missa nú mikils við fráfall
ömmu.
Það er svo haustið 1979 að María
eftir nokkurn lasleika verður þess
vör að hnúður hefur myndast á hálsi
hennar og var það greint og reyndist
vera krabbamein. María barðist
hetjulega við sjúkdóminn í níu ár, tók
hverri aðgerð og meðferð á eftir
annarri með von og trú, en aldrei
tókst að komast fyrir sjúkdóminn.
En með styrk trúarinnar þraukaði
hún svo erfiðan sjúkdóm lengur en
ella. Var hún nokkuð hress á milli
meðferða og sýndi af sér mikla
lífsgleði og styrk með þennan vonda
sjúkdóm hangandi yfír sér.
En það var svo á 64. afmælis-
deginum hennar þann 3. júlí að hún
átti ekki lengur styrk, var hún þá''
flutt í Borgarspítalann þar sem hún
lést þann 5. júlí.
Það er tregt að skrifa minningar-
grein um móður sína og lýsa lífi
hennar í fáum orðum öðrum til af-
spumar, ást móður okkar á okkur
systkinunum, mikil og heit, verður
ekki skrifuð letri. Fráfall hennar er
harmur okkar og föður okkar sem
hún var stoð og stytta alla tíð.
Við þökkum fyrir það að henni
skyldi endast aldur til þess að bama-
börnin mættu kynnast henni við eins
alvarlegan sjúkdóm og hún gekk
með.
Við þökkum læknum sem stund-
uðu móður okkar og við þökkum
starfsfólki Borgarspítalans sérstak-,
lega fyrir að gera allt sem hægt var
fyrir móður okkar.
Við systkinin þökkum móður okk-
ar allt sem hún gerði fyrir okkur og
lét í té þegar við kveðjum hana nú
hinsta sinni í þessu lífí.
Þorsteinn Hákonarson