Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
Eiginmaður minn, t
SKÚLI JÓNSSON,
Hróarslæk,
Rangárvöllum,
andaðist í gjörgaesludeild Landspítalans fimmtudaginn 14.júlí.
Ingigerður Oddsdóttir.
t
Móðir okkar,
ÓLÖF BJARNADÓTTIR,
Sörlaskjóli 42,
Reykjavfk,
sem andaðist hinn 11. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 18. júlí kl. 16.30.
Fyrir hönd aöstandenda,
Sigríður Jónsdóttir,
Baldur Jónsson,
Bjarni Bragi Jónsson.
t
Minningarathöfn um móður okkar,
HELGU ATLADÓTTUR,
sem lést i Bandaríkjunum 6. júlí síöastliðinn, verður í Keflavíkur-
kirkju þriöjudaginn 19. júlí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á Krabbameinsfélagiö.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Kristfn Ögmundsdóttir Garver.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁSBJÖRN GUÐMUNDSSON
kennari,
Samtúni 18,
verður jarðsunginn mánudaginn 18. júlí kl. 10.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Fyrir hönd okkar,
Sigrfður Kjerúlf,
Guðrún Ásbjörnsdóttir, Björn Þórarinsson,
Sigurður Ásbjörnsson, Hrefna Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Minningarathöfn um eiginmann minn og föður okkar,
EYSTEIN GUÐJÓNSSON,
Steinum, Djúpavogi,
verður í Djúpavogskirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrfður Jakobfna Magnúsdóttir
og börn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
ERIKS CHRISTIANSEN,
Austurbrún 4.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deilda 11b og 11e, Land-
spítalanum fyrir frábæra umönnun.
Ida, Nanna og Pétur Christiansen
og aðrir aðstandendur.
t
Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður
míns,
WILHELMS SOPHUSAR HOLM.
Sérstakar þakkir vil ég færa eigendum og starfsmönnum Vélsmiöj-
unnar Héðins.
Jörgen Holm.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðar-
för móður okkar, tengdamóður og ömmu,
VILMUNDU EINARSDÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
Meðalbraut 4,
Kópavogl.
GunnarÁ. Hinriksson, Bertha Vigfúsdóttir,
Helga Hinriksdóttir, Ólafur Bjarnason,
Guðrún Hinriksdóttir, Sveinn Magnússon
og barnabörn.
Guðríður Sigurðar-
dóttir, Nýjabæ
Fædd 14. marz 1914
Dáin 11. júlí 1988
I dag verður til moldar borin
nafna mín hún Gugga í Nýjabæ,
eins og hún var alltaf kölluð. En'
hún varð að lúta í lægra haldi fyrir
erfiðum sjúkdómi sem margan
leggur að velli og spyr hvorki um
aldur né ástæður, en hún barðist
hetjulegn baráttu við þennan sjúk-
dóm. Hun vildi fá að dvelja heima
svo lengi sem hún mögulega gat
og var það meira af vilja en mætti
sem hún dvaldi þar síðast þegar
hún var heima. Oft kom ég til henn-
ar í búðina í Akurhúsum og þá
laumaði hún að mér einum og einum
mola. Alltaf þegar ég kom í heim-
sókn til hennar þá tók hún mér
opnum örmum og bauð mér inn á
sitt hlýja og fallega heimili, og sát-
um við þá alltaf inni í litlu stofunni
hennar og spjölluðum saman og
þegar ég kvaddi hana svo þá tók
hún ekki annað í mál en að gefa
mér eitthvað með mér, svona var
Gugga. Alltaf hringdi hún í mig
þegar hún vissi að eitthvað stóð til
hjá mér og sendi mér svo eitthvað
til að gleðja mig.
Þegar hún dvaldi í sjúkrahúsinu
var hún alltaf létt í lund þegar hún
talaði við mig og þegar ég heim-
sótti hana. Mér er það minnistætt
í vetur, þá þurfti ég að leggjast í
sjúkrahús og lá þó nokkum tíma
þar, þá hafði hún alltaf reglulegt
samband við mig og hafði miklar
áhyggjur af mér, en gerði ekkert
úr sínum veikindum. Gugga var
einstök kona, hátt hafín yfír meðal-
mennsku og daglegt þras.
Mæt kona er gengin, kær vinur
kvaddur, ég þakka henni samfylgd-
ina og fyrir þá birtu og þann yl sem
hún bar inn í líf mitt af sínu veit-
ula hjarta. Að eiga sannan vin er
dýrmæt eign og er ég þakklát fyrir
að hafá fengið að njóta samvista
við hana. Eg sendi systrum hennar
og öðru venslafólki innilegar sam-'
úðarkveðjur.
Hvíli hún í friði.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sb. 1886 - V. Briem).
Guðríður Sigurðardóttir
Enn erum við að kveðja. Alltaf
verður það jafn sárt, þótt skynsem-
in segi okkur, að Guð sé góður
þjáðri, fullorðinni konu að gefa
henni lausn. Tilfinningamar segja
annað. Þeim fínnst að það sem
gerðist hafí ekki við tímabært, hún
hefði átt mörg ár eftir til að njóta
þess að fagna ættingjum og vinum,
ekki sízt systkinum, þeirra bömum
og bamabömum, veita kaffí og hlýj-
ar móttökur. Alltaf var gott að
skreppa í Garðinn og til þessarar
góðu konu, Guðríðar Sigurðardótt-
ur í Nýjabæ, vom allir jafn hjartan-
lega velkomnir. Hún hafði einstakt
lag á að gefa hverjum og einum
þá tilfínningu, að sá væri einstakur
og sérstaklega velkominn gestur.
Að fara í Garðinn til Guggu fannst
mér alltaf eins og ég væri að fara
til tengdamóður minnar, en það var
Gugga ekki, heldur var hún systir
Guðrúnar, sem var tengdamóðir
mín. En þar sem Guðrún dó á fyrsta
ári okkar Ebba í hjónabandi, tók
Gugga á sinn hæga og hlýja hátt
smám saman þann sess í huga og
hjarta mínu, sem Guðrún hefði ann-
ars átt, og fyrir börnunum voru
heimsóknir til Guggu frænku hátíð-
arheimsóknir, eða eins og eldri dótt-
ir mín sagði, þá vomm við í heim-
sókn hjá pabba fólki. Kannski urðu
heimsóknir í Garðinn mér aldrei
meira virði og tengsl okkar Guggu
dýpri heldur en eftir að við misstum
þann, sem okkur þótti báðum svo
vænt um, Ebba, en hann nefndi hún
ávallt fullu nafni, Eðvarð, þegar
hann svo óvænt fylgdi nafna sínum
SVAR
MITT
eftir Billy (*raham
Líffæraflutningur
í erfðaskrá sem ég hef nýlega undirritað lýsi ég yfir
því að hluta líkama míns (t.d. nýru og augu) megi nota
í þágu annarra að mér látnum. Sér þú nokkra meinbugi
á þessu frá trúarlegu sjónarmiði?
Nei, reyndar .ekki. Slíkt má kalla kærleiksverk því að það
stuðlar að því að aðrir öðlist heilsu. Ég held að þetta sé eins
konar „framhald" hugmyndarinnar um blóðgjöf. Þar gefur
maður öðrum blóð honum til heilsubótar. Eg sé ekki neitt í
Biblíunni sem mælir á móti þessu.
■ Mér fínnst þakkarvert að þú skulir hafa áhuga á að leggja
öðrum Iið á þennan hátt. Þetta er það sem Kristur hefur gert
fyrir okkur — í miklu dýpri skilningi — þegar hann dó á kross-
inum. Meginvandi okkar er „sjúkdómurinn" sem herjar á okk-
ur öll, andlegur sjúkdómur sem nefndur er synd. Biblían seg-
ir að syndin valdi okkur bæklun og blindu.
En Jesús Kristur kom til þess að lækna okkur, og það gerði
hann með dauða sínum.
Hann var hinn fullkomni, syndlausi sonur Guðs, og samt
tók hann fús á sig syndir okkar og þoldi dóminn sem við
höfðum unnið til. Nú getum við öðlast lausn frá syndum okkar
í Kristi. Hið fullkomna réttlæti hans er „grætt“ í okkur, svo að
í augum Guðs höfum við hlotið fyrirgefningu og erum orðin
fullkomin. Biblían boðar „réttlæti Guðs fyrir trú á Jesúm
Krist, öllum þeim til handa sem trúa,“ (Róm. 3,22). Hefur þú
fyrir þitt leyti veitt Jesú Kristi viðtöku?
Þá minnist ég líka þeirrar staðreyndar að sérhver kristinn
maður á að gera öðrum gott — og mestu gæðin sem við get-
um veitt þeim er að benda þeim á Krist. Það er lofsvert að þú
vilt veita fólki líkamlega hjálp. Er þér eins annt um að veita
því hjálp á andlega sviðinu, með aðstoð trúaðra vina þinna
og leiðtoga, með bænum þínum og vitnisburði? Gefur þú líka
fjölskyldu þinni þann arf sem fólginn er í einlægum trúnaði
við Krist og breytni sem þau geta tekið sér til fyrirmyndar?
Og að endingu: Það er umhgsunarvert að hluti af þér mun
halda áfram að lifa að þér látnum — að minnsta kosti í vissum
skilningi!
og frænda yfír landamærin miklu
sumarið 1984. Tæpt ár varð á milli
þeirra frænda og nú kveður Gugga
sjálf fjórum árum seinna. Líklega
getum við þakkað þeim fyrir að
velja mesta birtutíma ársins til að
kveðja, nóg dimmir samt í sál
manna. En birta daganna þrengir
sér inn og maður réttir sig við aft-
ur og horfír upp í sólina. Garðurinn
var hluti af bemsku Ebba. Hann
sagði mér margt frá henni, Gugga
og fólkið í Nyjabæ var þungamiðja
bemskunnar í Garðinum, en Litla-
Brekka á Grímsstaðaholti var heim-
ili hans, þar ólst Ebbi upp í skjóli
móður, frænda og ömmu. í Litlu-
Brekku fæddist Gugga, ein af sjö
systkinum, bömum Ingibjargar Sól-
veigar Jónsdóttur, sem var frá
Nýjabæ í Garði, en bjó lengst af í
Litlu-Brekku. Fyrst með eigin-
manni, Sigurði Eyjólfssyni, og böm-
um, en bömunum eftir að hann lézt.
Lát föður og eiginmanns reynist
alltaf örlagaríkt og kannski ekki
sízt fyrir Guggu, en hún var sjö ára
gömul þegar faðir hennar dó. Það
eru mikil spor að fylgja eiginmanni
til grafar, og sú, sem snýr frá gröf-
inni, er ekki sú, sem gekk þangað.
En áfram skal haldið að leita
lausna á vandamálum daglegs lífs,
og bömin og þeirra þarfir skipa
stærstan sess. Ingibjörg átti sex
börn og hið sjöunda ófætt þegar
hún varð ekkja. í dag eru mörg
vandamál sem mæta einstæðri móð-
ur, en 1921 hafa þau verið enn
stærri og á framfærslan þar stærst-
an hlut. Þá strax um sumarið stóð
Ingibjörg frammi fyrir ömgglega
einni af erfíðustu ákvörðunum lífs
síns, þegar hún ákvað að láta
Guggu frá sér til uppeldis og
umönnunar, en systir hennar, Lauf-
ey, sem bjó með eiginmanni sínum,
Sigurgeir í Nýjabæ í Garði, bauð
henni að taka eitt bamanna, en þau
hjón vom bamlaus sjálf. Gugga
varð fyrir valinu. Hún sagði mér
sjálf, að upphaflega hefði hún farið
til sumardvalar, en um haustið hefði
verið ákveðið, að dvölin yrði lengri.
Af því dreg ég þá ályktun, að móðir-
in hafi viljað sjá hvemig barnið
kynni við sig, áður en nokkuð varð
endanlegt. Það hefur létt þá ákvörð-
un að Ingibjörg vissi að nær því
að vera eins og hjá henni sjálfri
yrði ekki komizt. Upp frá því átti
Gugga heimili sitt í Nýjabæ í Garði.
Gugga var hæg og róleg kona,
og hefur eflaust verið ljúft og ró-
legt barn og orðið mikill sólskins-
og gleðigjafí á sínu nýja heimili,
en hún hætti aldrei að tilheyra
hópnum í Litlu-Brekku. Þess gættu
þau öll, móðirin og systkinin og
fósturforeldramir í Garðinum. Nú
em þær aðeins orðnar eftir tvær,
Adda og Sigga, af hópnum 1 Litlu-
Brekku og kannski hafði Eðvarð
Sigurðsson rétt fyrir sér, þegar
hann sagði að Litla-Brekka ætti að
hverfa. Hún hafði verið skjól fjöl-
skyldu, en þegar ^ölskyldan væri
farin, ætti húsið að hverfa líka.
Eftir standa minningarnar,
blandaðar gleði og einnig sorg, en
stendur ekki í Spámanninum:
„Þú grætur það, sem var gieði þín, sorgin
og gleðin eru systur, sem haldast í hendur,
önnur er alltaf við hlið hinnar.“
Eg og börnin mín þökkum Guggu
fyrir allt sem hún var okkur, og
megi ljósið himneska fylgja henni
á vit ástvina hennar, meira að starfa
Guðs um geim.
Hrönn