Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
45
:
Ann Sanborn um borð í Texas Clipper við Sundahöfn i Reykjavik.
Morgunblaðið/Einar Falur
ANN SANBORN
„Alltaf verið
heilluð af skipum“
T/S Texas Clipper.
Bandaríkin
Heilsuspillandi
sjónvarpsgláp
Ann Sanbom er nýbakaður skip-
stjóri á skólaskipinu T/S Tex-
as Clipper, sem er 10.000 tonn.
Hún er fyrsti kvenskipstjórinn í
Bandaríkjunum á skipi af þessari
stærð. Það lá nýlega við festar í
Sundahöfn og fékk blaðamaður þá
tækifæri til að ræða við Sanbom.
Hún var beðin um að segja aðeins
frá sjálfri sér og skipinu, en þetta
er fyrsta ferð hennar sem skipstjóri
á Texas Clipper.
„Skipið var smíðað árið 1944 og
er því orðið 44 ára. Það var upphaf-
lega notað til að flytja hersveitir
heim frá Suður-Kyrrahafinu í
heimsstyrjöldinni síðari. Síðan var
því breytt og það notað í siglingum
með farþega og farm yfir Atlands-
hafið, frá New York til Miðjarðar-
hafsins. Þá var komið fyrir loftkæl-
ingakerfi í skipinu og var það fyrsta
skipið með slíkan útbúnað. Þegar
flugferðir yfir Atlandshafið urðu
reglulegar 1959, var ekki lengur
grundvöllur fyrir farþegaflutning-
um á þessari leið. Skipinu var þá
lagt í nokkur ár eða þar til háskól-
inn okkar, Texas A&M, fékk það
afhent til eignar og gaf því nafnið
Texas Clipper."
Hverskonar nám stunda nemend-
umir um borð?
„Þetta em allt nemendur frá
Texas A&M Universisty, þar sem
kenndar eru greinar tengdar sigl-
ingum og sjóflutningum, s.s. far-
mennska, haffræði og sjávarlíf-
fræði. Samhliða þessum greinum
eru í gangi námskeið varðandi
ýmis réttindi um borð í farskipum,
eins og skipstjómaréttindi, stýri-
mannaréttindi og vélstjóraréttindi.
Almennar greinar eins og enska og
stærðfræði em einnig kenndar.
Nemendur þurfa því að ljúka ólík-
um áföngum, bæði bóklegum og
verklegum, áður en þau útskrifast.
Einn þeirra er að fara í 2 1/2 mán-
aðar siglingu með Texas Clipper á
hvetju sumri á þriggja ára
námstímabili. Við fömm á nýja
staði og til ólíkra heimshluta, á
hveiju sumri. Það er gert svo nem-
endur kynnist ólíkum aðstæðum og
fái sem víðtækasta reynslu.
Þegar þeir hafa lokið skólanum
væntum við þess að þeir séu tilbún-
ir til að taka til starfa á flutninga-
skipum. Þetta námsfyrirkomulag
er að míriu mati, mjög gott, en
strangt. Ég ætti að vera dómbær
á það, þar sem ég stundaði sjálf
nám við Texas A&M og lauk prófi
þaðan árið 1979. Það sama er að
segja um alla yfirmennina um borð
utan einn. Það er eiginlega nokk-
urskonar hefð að gamlir nemendur
snúi aftur eftir að námi líkur. Ég
tel það mjög jákvætt, enda sýnir
það tryggð þeirra við skólann."
Komstu aftur til Texas A&M til
að að taka við stjórn skipsins eða
hefurðu fengist við einhver fleiri
störf þar?
„Ég kenndi við skólann í tæpt
ár, bæði skipsstjórnun og sjó-
mennsku. Ég hafði mikla ánægju
af kennslunni, en sneri mén þó engu
að síður að öðrum störfum. En
ástæðan fyrir því að ég er komin
aftur er sú að mér bauðst skip-
stjómarstaðan á Texas Clipper."
Er það rétt að nemendur sjái
alveg um stjórnun skipsins, en yfir-
mennirnir séu einskonar umsjónar-
menn?
„Já, það er hárrétt. Við erum
með sjö yfirmehn og vélstjóra, en
nemendurnir vinna öll störfin. Yfir-
mennimir eru til að fylgjast með
og grípa fram í þegar mistök eiga
sér stað. En nemendum leyfist að
gera mistök til að þeir læri af þeim.
Það er þó ekki gengið svo langt
að neinum sé stofnað í hættu, því
gripið er í taumana áður en slíkt
gerist. En þau læra meira af því
að fá að gera mistök og átta sig á
því hvaða afleyðingar það getur
haft í för með sér. Það er mikill
munur á því eða þegar einhver seg-
ir, „Nei. þú ættir ekki að gera þetta
svona." Nemendur bera því mikla
ábyrgð og eru óspart hvattir
áfram.“
Geturðu sagt mér eitthvað meira
frá sjálfri þér?
„Ég útskrifaðist frá skólanum
’79 með skipstjómarréttindi og
gráðu í haffræði. Ég byijaði að
vinna sem stýrimaður og tel mig
vera mjög heppna að hafa fengið
tækifæri til nota þessi réttindi mín.
Ég var önnur konan í Bandaríkjun-
um sem fékk réttindi til að stjóma
farskipum af hvaða stærð sem er
og hef verið skipstjóri á minni skip-
um. Ég fékk mín réttindi reyndar
aðeins þremur vikum á eftir hinni
konunni.
Ég er mjög ánægð með að hafa
fengið tækifæri til að stjóma þessu
skipi, enda er ég búin að stefha að
þessu síðan náminu lauk. Samstarf
mitt við undirmenn mína hefur ver-
ið mjög gott, enda þarf ég að læra
það sama og karlmenn með sömu
réttindi. Svo þegar þessu takmarki
er náð þá vita þeir að þú hlýtur að
kunna eitthvað. Kosturinn við þetta
starf er líka sá að starfssvið hvers
og eins er greinilega afmarkað. Það
gerir konum aðeins auðveldara að
gegna störfum skipstjóra, held ég.“
Hvers vegna valdirðu þetta starf?
„Ég var alin upp við bryggju-
sporðinn, ef svo má segja. Faðir
minn var skipstjóri á herskipi og
alveg síðan ég var smábam hef ég
búið nálægt skipum og ég hef alltaf
heillast af þeim.
Ég er viss um að ég hefði alltaf
endaði í einhveiju starfi tengdu
skipum. Ef ég hefði ekki haft tæki-
færi til að leggja þetta starf fyrir
mig hefði ég bara endað sem skrif-
stofumaður hjá skipafélagi. Ég er
því mjög þakklát fyrir að vera að
gera það sem mig hefur alltaf lang-
að til.“
að eru margar hættur sem
fylgja því að glápa of mikið á
sjónvarp. Það á þó sérstaklega við
í þeim löndum þar sem sjónvarpað
er allan sólarhringinn frá mörgum
sjónvarpsstöðvum. Það er fyrst og
fremst óhollt að sitja lengi og fá
enga hreyfingu og einnig er talið
að það hafi ekki heldur sérlega góð
áhrif á sálarlífið.
Nýlega var gerð könnun á 11
þúsund bömum í Boston í Banda-
ríkjunum og þá kom í ljós að hægt
er að tengja offitu barna við of mik-
ið sjónvarpsgláp. í Bretlandi hafa
kannanir einnig leitt í ljós að börn
og unglingar sitja frekar fyrir fram-
an sjónvarpið heldur en að fara út
og leika sér og auka þar með líkurn-
ar á því að fá hjartaáfall um fimm-
tugt. Þau verða feit og þung á sér
og hreyfa sig sífellt minna.
Bandaríski sérfræðingurinn David
Handler hefur skrifað bók um offitu
bama. Hann segir að það sé ekki
nóg að draga úr sjónvarpsglápi barn-
anna heldur verður líka að fylgjast
með því hvaða þætti þau horfa á.
David telur að vissir sjónvarps-
þættir hafi góð áhrif en aðrir slæm.
Hann tekur sem dæmi að það geti
verið gott að horfa á „Húsið á slétt-
unni“ og „Prúðu leikarana". Það
geti jafnvel hjálpað bömum að losna
við nokkur aukakíló að horfa á þessa
þætti. Aðalleikararnir séu sífellt að
gera eitthvað spennandi eða
Linda Gray í hlutverki sínu sem
Sue Ellen í Dallas-þáttunum gef-
ur ekki rétta mynd af dæmigerð-
um alkóhólista.
skemmtilegt en sjáist sjaldan fá sér
að borða. Hann telur hinsvegar að
bandarískar sápuóperur eins og
Dallas og Dynasty séu af hinu illa.
„Lítið bara á Alexis í Dynasty-
þáttunum sem Joan Collins leikur.
segir hann „Hún borðar oftast tvær
girnilegar máltíðir í hveijum þætti,
á veitingahúsum eða í veislum en
er alltaf jafn grönn og spengileg.
Svangur sjónvarpsáhorfandi hugsar
með sér að hann hljóti að geta gert
það sama.“
David er heldur ekki hrifinn af
Sue Ellen í Dallas-þáttunum sem
Linda Gray leikur. Hann segir, „Sue
Ellen drekkur heila flösku af sterku
víni og verður varla sjúskuð fyrir
vikið eins og ætla mætti með venju-
legt fólk. Augnháraliturinn hennar
rennur aðeins til en hún er alltaf í
jafn góðu formi eftir sem áður.“
David hefur þijú ráð handa þeim
sem geta alls ekki sleppt því að
horfa mikið á sjónvarp.
I fyrsta lagi ætti viðkomandi að
skammta sér mat sem hann ætlar
að borða á meðan hann horfír á sjón-
varpið. Sumir verða svo spenntir
fyrir framan sjónvarpið að þeir háma
í sig án þess að gera sér grein fyrir
því.
I öðru lagi ætti enginn að hafa
sjónvarpið inni í eldhúsi og í þriðja
lagi er gott að horfa á fræðslu-
myndaþætti um fituvandamál. Sekt-
arkenndin heldur aftur af þeim
gráðugustu.
Joan Collins i gervi Alexis í
Dynasty-þáttunum skapar ekki
gott fordæmi fyrir svanga sjón-
varpsáhorfendur.
COSPER
Mamma, sjáðu, Gísli meiddi mig.
MEO