Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 53

Morgunblaðið - 16.07.1988, Side 53
53 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Hvað sögðu þeir? LogiBergmann Eiðsson skrifarfrá A-Þýskalandi Bogdan Kowalczyk: „Nú átta menn sig kannski á því hvers vegna við vorum svo svartsýnir fyrir leikinn gegn Sovétmönnum. Þeir eru ótrúlega stórir og sterkir og hafa mjög breiðan hóp. Þeir hafa því fleiri leikmenn í hveija stöðu og því skiptir hver maður ekki jafn miklu máli. En úrslitin í þessum leik réðust á síðustu fímm mínútunum í fyrri hálfleik og síðustu tíu mínútum leiksins. Við þurfum meiri styrk áður en við mætum þeim aftur og þeir eru tvímælalaust komnir lengra en við. Þó okkur hefði tekist að stöðva Wasilew þá hefði bara losnað um annan mann. Það hafði líka mikið að segja að Kristján Arason er meiddur og þvi losnaði aðeins í vöminni. Byijunin var mjög góð og þetta var besti leikur islenska liðsins i keppninni, þrátt fyrir tap." Milatowic, adstoðarþjáifari Sovátm: „Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, en íslendingar komu okk- ur ekki á óvart. Við vissum að þeir hefðu æft vel, en þá skorti kraft í síðari hálfleikinn. Það voru fyrst og fremst eldri leik- mennirnir í sovéska iiðinu sem unnu þennan leik fyrir okkur. Ég er mjög ánægður með sigur- inn.“ Páll Ólafsson: „Mér fannst við ekki leika nógu vel í heild. Ég var ekki ánægður með inná skiptingar og hvernig við lékum í síðari hálfleik. Sókn- imar vom of stuttar og vömin og framarlega. Sovétmenn em með besta lið heims í dag, en hvemig þeir verða á Ólympíuleikunum er ekki gott að segja. Þeir gætu þess vegna verið komnir of langt og verið á niðurleið i Seoul, ég vona það fyrir okkar hönd." Þorglls Óttar Mathiesen: „Fyrri hálfleikur var mjög vel leikinn, markvarslan var mjög góð og allt gekk upp í sókninni. Vömin var hins vegar ekki nógu góð og versnaði í síðari hálfleik. Þá komu yfirburðir Sovétmanna í ljós. Þegar við mætum Sovét- mönnum verðum við að spila af skynsemi allan tímann." Krístján Arason: „Við spiluðum í raun betur en við eigum að geta í fyrri hálf- ieik. Það gekk alit upp hjá okk- ur og við máttum svo sem búast við bakslagi. Þegar þeir svo tóku við sér þá gerðum við allt of mörg mistök." Alfreð Gíslason: „Það sem gerði gæfumuninn var að okkur tókst ekki að halda Wasilew niðri. Hann skoraði mörk af iöngu færi og dró vörnina út, þá opnaðist línan og mörkin komu hvert á fætur öðru. Við spiluðum ekki nógu agað, sóknimar voru allt of stuttar, en fyrri hálfleikurinn er það besta sem við höfum sýnt á mótinu." Elnar Þorvar&arson: „Við lékum góðan sóknarleik í 45 mfnútur en vömin var slök. Við réðum ekki við þá það verð- ur að segjast eins og er. Það em mörg ár síðan við höfum spilað svona leik þar sem bottn- inn hefur gjörsamlega dottið úr í lokin." Alfreð Gíslason átti mjög 'góðan leik gegn Sovétmönnum. Áhorfendur á bandi íslendinga Austur-þýsku áhorfendumir í íþróttahöllinni í Magdebiirg vom nær allir á bandi íslendinga í gær. Þeir kvöttu liðið til dáða og þrátt fyrir slæma kafla stóðu þeir með íslenska liðinu allan tímann. Aður en leikurinn hófst dreifðu íslensku leikmennirnir myndum af lið- inu meðal áhorfenda og fengu þá þannig á sitt vald. Þegar íslending- ar skomðu var mikið fagnað, en þegar knötturinn hafnaði í íslenska markinu heyrðist aðeins kurteisislejgt klapp. Þegar best lét í fyrri hálfleik og Islendingar vom með fimm marka forskot var engu líkara en liðið væri að leika í Laugardalshöllinni, slík vom viðbrögð áhorfenda. Jafntef li nægir Leikið gegn V-Þjóðverjum um þriðja sætið ÍSLENDINGAR mæta Vestur- Þjóðverjum í dag í Dassau í síðasta leik mótsins. Bæði liðin töpuðu ígær, en íslendingum nægir jafntefli þar sem liðið hefur hagstæðara markahluta- fall. Vestur-Þjóðveijar töpuðu í gær fyrir Austur-Þjóðveijum, 18:23 og það verða því heimamenn sem mæta Sovétmönum í úrslita- leiknum í dag. íslendingar og Vestur-Þjóðveijar léku fyrir viku síðan í Hamborg og þá tókst Vestur-Þjóðveijum að tryggja sér sigur með marki á síðustu sekúndunum. Íslendingar ætla sér að hefna ófaranna í dag °g tryggja sér þriðja sætið í mótinu. „Við verðum að vinna Vestur- Þjóðveija til þess að geta verið sátt- ir við frammistöðu okkar í mótinu. Við áttum að vinna þá í Hamborg og ég tel að við eigum að vinna þá núna og hef ekki trú á öðru en það verði íslendingar sem hljóti brons- verðlaunin," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliðið íslenska liðs- ins. Úthaldið brást Islendingartöpuðu fyrir Sovétmönnum í undanúrslitum eftirfrábæra byrjun ÍSLENSKA landsliðið náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun í leik sínum gegn Sovétmönnum í undanúrslitum á 19. austur- þýska handknattleiksmótinu í gærkvöldi. Byrjunin var vissu- lega glæsileg og um tíma hafði íslenska liðið fimm marka for- skot. En í síðari hálfleik brást úthaldið og Sovétmenn sigu framúrog sigruðu, 28:24. Leið- inlegur endir á annars mjög góðum leik íslenska liðsins. Logi Bergmann Eiðsson skrifarfrá A-Þýskalandi Leikurinn var jafn fystu mínú- tumar. íslendingar léku að skynsemi gegn sovésku vörninni og biðu eftir góðum færum. I vöminni var svo vel tekið á móti rúmlega tveggja metra sókn- armönnum Sovét- manna og í markinu varði Einar Þorvarðarson eins og berserkur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 5:6 Sovétmönnum í vil. Þá tók íslenska liðið við sér, skor- aði fimm mörk í röð og breytti stöð- unni í 10:6. Frábær kafli það sem allt gekk upp í sókninni og vörnin var þétt. íslendingar juku muninn í fimm mörk 12:7 og rétt fyrir leikhlé var Kristjáni Arassyni vikið af leikvelli. Sovétmenn nýttu sér að vera einum leikmanni fleirri og skomðu fjögur síðustu mörkin í fyrri hálfleik, en í leikhléi var staðan 12:11. Frábærfyrri háKtoikur Ifyrri hálfleikurinn var með því besta sem sést hefur til íslenska liðsins. Vömin var ótrúlega sterk og hreyfanleg og í sókninni stjórn- aði Páll Ólafsson leik liðsins, en hann átti frábæran leik í fyrri hálf- leik, skoraði 4 mörk og fiskaði þijú vítaköst. Hann sannaði að tækni og snerpa getur vegið þyngra en stærð og kraftur og lék sovésku vömina oft grátt. Einar Þorvarðar- son varði mjög vel, einnkum fyrstu mínúturnar er hann bókstaflega' lokaði markinu. Þá var Alfreð Gísla- son fastur fyrir í vörninni og skor- aði mikilvæg mörk. HræAllegur kafli íslendingar byijuðu síðari hálfleik- inn vel og vom einum til tveimur mörkum yfir allt þar til um miðjan síðari hálfleik. Þá tók við hræðileg- ur kafli mistaka og óheppni og sov- étmenn genu á lagið. Þeir skomðu hvert markið á fætur öðm, eftir slæm mistök íslendinga og vom eldsnöggir i hraðaupphlaupum. Á nokkmm mínútum sném Sovét- menn leiknum sér í hag, skomðu Ísland-Sovétr. 24:28 (12:11) íþróttahöllin í Magdebiirg, 19 austur- þýska handknattleiksmótid, föstudag- inn 15. júlí 1988. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 4:3, 5:6, 10:6, 10:7, 12:7, 12:11, 13:11, 15:13, 16:16, 18:17, 18:21, 19:24, 20:25, 22:25, 22:28, 24:28. Mörk íslands: Alfreð Gíslason 7/3, Páll Ólafsson 4, Þorgils Óttar Mathies- en 3, Kristján Arason 2, Karl Þráins- son 2, Atli Hilmarsson 2, Sigurður Sveinsson 2/2, Guðmundur Guðmunds- son 1 og Geir Sveinsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 8 og Brynjar Kvaran 1/1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Sovétríkjanna: Wasilew 7, Atawin 7/2, Schepkin 4, Gorin 3, Tsthetsow 3, Hesderow 2, Tutschkin 2. Varin skot: Tschömak 7. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: 500. Dómarar: Peter Rauchfuss og Rudolf Buchda frá Austur-Þýskalandi og dæmdu ágætlega. sjö mörk gegn einu og staðan þá 19:24. íslendingar náðu að klóra í bakkann og minnka muninn í 3 mörk, 22:25, en Sovétmenn skomðu þijú síðustu mörkin og tryggðu sér nokkuð ör- uggan sigur. Ágætur leikur í heild var leikurinn mjög góður, ef undan em skyldar nokkrar mínútur í síðari hálfleik. íslenska liðið lék að skynsemi framan af og sýndi mikla baráttu, en smá saman dróg máttinn úr þeim. Sóknirnar vom of stuttar og vörnin of framar- lega og greinilegt að íslensku leik- mennimir vom þreyttir. Sovétmenn þurfa hins vegar ekki að hafa áhyggjur af úthaldi. Þeir léku af fullum krafti og nýttu sér slæmu kaflana hjá íslendingum. Páll Ólafsson og Alfreð Gíslason vom bestir í liði Islendinga og þeir Guðmundur Guðmundsson og Þorg- ils Óttar áttu einnig góðan leik, auk Einars Þorvarðarsonar sem varði mjög vel í fyrri hálfleik. Sovétmenn eru ekki ósigrandi Mikið hefur verið rætt um sovéska liðið hér og margir telja það besta lið heims og jafnvel eitt besta hand- knattleikslið sem komið hefur fram lengi. Þeir em nú komnir langt á undan öðmm þjóðum í undirbún- ingi, en þegar líður að Ólympíuleik- unum ætti munurinn ekki að vera jafn mikill. Þrátt fyrir tapið í þessum leik er það greinilegt að sovéska liðið er ekki ósigrandi og það verða íslensku leikmennimir að hafa í huga þegar haldið verður til Seoul í haust. KNATTSPYRN / 2. DEILD Tindastóll sigraði Tindastóll kom sér af mesta fyrir opnu marki og skoraði ömgg- hættusvæðinu í 2. deild með lega. Frá Bimi Bjömssyni á Sauðárkróki því að vinna Breiðablik, 2:0, á Sauð- árkróki í gærkvöldi. Heimamenn byijuðu vel og skor- uðu fyrsta markið eftir aðeins sex mínútur. Þar var að verki Ólafur Adólfs- son. Hann skoraði úr þvögu glæsi- legt mark upp í markhornið og þannig var staðan í hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik bættu heimamenn við öðm marki. Guð- brandur Guðbrandsson braust upp að endamörkum og gaf fyrir á Jón Gunnar Traustason sem var einn Blikar sóttu stíft síðustu mínúturn- ar, en tókst þó ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri. Tindastóll-UBK 2:0 (1:0) Mörk Tindastóls: ólafur Adólfsson (6. mín), Jón Gunnar Traustason (60. mín.). Maður lciksins: Ólafur Adólfsson, Tindastól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.