Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 16.07.1988, Qupperneq 56
EIGIVA MIÐUJMN 27711 Þ 1 N G H 0 t T S S T R t f I 3 Swmr Krittinssoo. sötetjori - Poitetfur GoSmurKteson, sötem. ÞofóKurHalláif5so(i.loi:“Unhsttfi>nBeclíhr)..simi 12320 ÁGRÆNNIGREIN LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. kartöfluuppskeru LÉLEGAR horfur eru á kart- öfluuppskeru hjá bændum í Þykkvabæ í ár að sögn Yngva Markússonar í Oddaparti. Sagði hann að óvenjukaldur júnímán- uður ylli því að kartöflugrös hefðu ekki byijað að koma upp fyrr en um mánaðamótin síðustu. Venjulega væri byijað að taka upp í júlí en nú yrði uppskeran öllu seinna á ferð- inni. „Eftir 1983 hefur kartöfluupp- skeran verið mjög góð og við sett- Arnarstapi: um því minna niður en venja er. Hugsanlegt er þó að úr rætist verði ágústmánuður góður,“ sagði Yngvi. Um borð í varðskipi Morgunblaðið/Emilía Krakkarnir í leikskólanum Sælukoti fóru í stutt ferðalag í góða veðrinu fyrir skömmu. Þau fengu að fara um borð í varðskipið Ægi í Reykjavíkurhöfn og fannst það greinilega hin besta skemmtan. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: Vænlegl að reisa álverksmiðju í grennd við Fljótsdalsvirkiun Forsætisráðherra boðið til Washington ÞORSTEINN Pálsson forsætisráðherra hefur þegið boð Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta um opinbera heimsókn til Banda- ríkjanna. Fundur Þorsteins Og Reagans verður í Hvíta húsinu í Washington miðvikudaginn 10. ágúst. Forsætisráðherra hafði áður þegið boð um opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, sem hefjast átti 16. maí síðastliðinn. Degi áður en Þorsteinn hugðist leggja af stað var förinni aflýst vegna efnahags- aðgerða ríkisstjómarinnar. Endanleg dagskrá heimsóknar- innar í ágúst liggur ekki fyrir að sögn forsætisráðuneytisins. I vor hafði verið ákveðið að Þorsteinn myndi hitta að máli, auk Banda- ríkjaforseta, George Bush varafor- seta og forsetaframbjóðanda repúblíkana eða George Shultz utanríkisráðherra í fjarveru hans. Einnig að Þorsteinn ætti fund með Frank Carlucci vamarmálaráð- herra. Þá var fyrirhugað að for- sætisráðherra heimsækti stjóm- stöð Atlantshafsflota Atlantshafs- bandalagsins í Norfolk og ræddi við yfirmann hans. Lélegar horfur á Hagkvæmnisathugun sem aðeins tekur tillit til álvers í Straumsvík er óeðlileg HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra telur nauðsynlegt að kanna fleiri kosti en þann sem nú kemur til greina við byggingu álvers. Sterklega komi til greina að byggja Fljótsdalsvirkjun og yrði þá vænlegt að reisa álverksmiðju í grennd hennar, á Austfjörð- um. „Það þarf að líta á þetta mál i mun víðara samhengi. Hag- kvæmnisathugun sem einungis tekur tillit til álvers i Straumsvík og stækkunar virkjana á Þjórsársvæðinu er óeðlileg. Á síðari árum hefur hallað mikið á landsbyggðina og brýnt að gera einhverjar ráðstafanir til að rétta hlut hennar. Það er brýnni þörf fyrir fram- kvæmdir annars staðar en á suðvesturhorninu," sagði Halldór í sam- tali við blaðið í gær. Hrútar gera árás á bíla FLOKKUR hrúta stangaði bíla við orlofshús LÍÚ á Arnarstapa fyrir skömmu og hlutust nokkrar skemmdir af. Tíu hrútar gerðu atlögu að bílum utan við orlofshúsin og vöktu fólk af værum blundi. Hrútarnir rispuðu §óra bíla talsvert og beygiuðu einn þeirra að sögn lögreglu. Ekki er vit- að hvers vegna hrútarnir hegðuðu sér með þessum hætti. Þijú erlend stórfyrirtæki auk Alusuisse hafa lýst áhuga sínum á samstarfi um nýtt álver hér á landi. Nýlega undirrituðu þessir aðilar samning um hagkvæmnisathugun sem gerir ráð fyrir að álverið rísi í Straumsvík. Niðurstaða á að liggja fyrir 1. mars 1989. Orkuþörf álverksmiðju sem framleiddi 90.000-120.000 tonn á ári gæti orðið 2500 gígavattstundir á ári, eða 300 megavattstundir. Rætt hefur verið um að anna þörf- inni með því að stækka virkjanir við Búrfell og Sultartanga. Þá eru uppi hugmyndir um virkjun jarð- gufu við Kröflu, á Nesjavöllum og í Eldvörpum. Halldór segir að hugmyndir um nýtt álver hafi aldrei komið til af- greiðslu í ríkisstjóminni eða þing- flokkunum. Hann telur forsendur athugunarinnar rangar. Sjónar- hornið sem valið hafi verið sé of þröngt. „Það hefur engin pólitísk afstaða verið tekin til þessa máls. Ef nást á eining um þetta mál er nauðsyn- legt að allar forsendur liggi fyrir. Ég hef aldrei lagst gegn athugun- um, en þegar málið verður skoðað ofan í kjölinn þarf nauðsynlega að kanna alla kosti sem talist geta hagkvæmir," segir Halldór. Halldór bendir á hættuna á elds- umbrotum og jarðskjálftum á Þjórs- ársvæðinu. Telur hann óskynsam- legt að stækka enn virkjanir á þessu svæði og auka um leið skuldabyrði þjóðarinnar. Hann gagnrýnir þá stefnu að gengið verði út frá Straumsvík sem gefinni forsendu. Það bindi hendur manna varðandi virkjunarkosti. „Hér er um mjög viðamikið mál að ræða. Það er ótækt að menn standi uppi í byijun næsta árs með þá niðurstöðu um að rétt sé að reisa álver í Straumsvík án þess að þessi atriði hafi verið tekin inn í mynd- ina,“ segir hann. „Virkjun á Fljótsdalshéraði er því aðeins hagkvæm að hún verði í tengslum við stóriðju. Það gefur auga leið að ódýrast yrði að byggja álverið í grennd hennar því raflín- urnar eru dýrar. Austfirðingar hafa áður lýst yfir vilja sínum að stór- iðja verði staðsett á Reyðarfirði. Álver með 300 starfsmönnum, eins og rætt er um, myndi ekki valda röskun \ byggðarlaginu,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Færri mink- ar veiddir en refnum hef- ur fjölgað - segir Páll Her- steinsson veiðistjóri í ÁR virðist nokkru minna um mink en meira um ref en verið hefur, að sögn Páls Hersteins- sonar veiðistjóra. Sagði hann gotið breytilegt milli landshluta og ýmist óvenjuseint eða snemma. „Afbrigðilegum birtu- skilyrðum er um að kenna en sumar læðurnar hafa látið blekkjast af óvenjudimmum febrúarmánuði." Refaveiðar hófust er vika var af júní en fyrstu minkarnir voru veidd- ir í lok aprílmánaðar. Sagði Páll að veiðum væri að ljúka þessa dag- ana. Nákvæmar tölur um veiðina sagði hann ekki liggja fyrir fyrr en á næsta ári. Ástæðuna fyrir minni minkaveiði sagði hann óvenjukalt vor. Refnum hefði aftur á móti fjölgað á nokkrum stöðum undan- farin ár, t.d. á Vesturlandi, þó menn tækju ekki eftir því fyrr en nú. Vatnsrennibrautin í Laugardal: Brög'ðum beitt við miðakaupin NÝJA vatnsrennibrautin í Laugardal hefur sem kunnugt er notið mikilla vinsælda meðal sund- laugargesta, einkum af yngri kynslóðinni. Hveijum barnamiða, sem kostar 30 krónur, fylgja 5 ferðir í rennibrautina, en hveijar 5 ferðir umfram það kosta 100 krónur. Það er því ódýrara að fara upp úr lauginni og ofan í hana aftur en að kaupa sér aukaferðir í renni- brautina. Að- sögn stúlknanna í afgreiðslunni eru nokkur brögð að því að krakkamir reyni að koma oftar en einu sinni í afgreiðsluna áður en þau fara í laug- ina, og borga þá 60 krónur fyrir 10 ferðir, eða þá að þau segjast vera að borga fyrir fleiri en einn til að fá auka miða og spara þannig a.m.k. 70 krónur. Nú er verið að koma upp sérstakri bamaaðstöðu í kjallara sundlaugarhússins, en síðan rennibrautin kom hefur mikil örtröð verið í Laugardalslauginni og langar biðraðir myndast á góðviðrisdögum. Að sögn stúlknanna er ætlunin að þau vandamál sem skapast hafa í sambandi við miðasölu í rennibraut- ina verði leyst þegar þessi viðbótaraðstaða kemst í gagnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.