Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 12

Morgunblaðið - 26.07.1988, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Siglingar víkinga til Vesturheims staðfestar Prófessor Gwyn Jones flytur fyrirlestur í boði Norræna hússins og forseta Islands Prófessor Gwyn Jones frá Wales flytur fyrirlestur í Norr- æna húsinu í dag klukkan 17 um veröld vikinganna. Gwyn Jones er staddur hér á landi ásamt eig- inkonu sinni Mair, í boði forseta íslands en prófessor Jones er meðal fremstu fræðimanna um ferðir víkinga vestur um haf frá Noregi til íslands, Grænlands og Vesturheims. Gwyn Jones er sér- fræðingur í Grænlendinga sögu og hefur skrifað mikið um Vínland. Eftir Prófessor Jones liggja tvö fræðirit um víkingatímabilið; A hi- story of the Vikings (1968) er kom út aukin og endurbætt 1984 og The Norse Atlantic Saga (1964) endur- útgefín 1986 með viðaukum og breytingum. Bæði þessi rit teljast sígild í fræðunum og hið síðar- nefnda í sinni nýju útgáfu er talið hið áreiðanlegasta sem völ er á og inniheldur allar nýjustu niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á ivöl norænna manna í Vesturheimi. Prófessor Gwyn Jones er á áttug- ista og fyrsta aldursári en þess ’erður ekki vart í samtali við hann ið aldurinn sé farinn að förla hon- im skarpa hugsun. Gamansemin aikur honum á tungu og hann seg- r fjörlega frá um þetta hjartfólgna 'iðfangsefni sitt, ferðir víkinganna. 3rófessor Jones var fyrst spurður ím efni fyrirlestursins í Norræna lúsinu í dag. „Efni fyrirlestursins verður nokkuð almenns eðlis. Eg geri ráð fyrir að áheyrendur mínir verði misjafnlega kunnugir þessu efni; fræðimenn, námsmenn og einnig almennir borgarar; áhugafólk um sögu víkinganna. Eg mun því gefa almennt yfirlit um heim víkinganna með aðaláherslu á ferðir þeirra vest- ur um haf. Þá mun ég einnig reifa helstu heimildir sem völ er á um þetta tímabil og ferðir víkinganna. Tímabilið sem um ræðir er hægt að segja að nái frá um 780 - 1080 eða þijár aldir. Fræðimenn eru nokkuð sammála um þessi tíma- mörk þó þetta gefí skarpari skil til kynna, bæði við upphaf og endi, en raunin er.“ Hversu mikilvægt er ísland í rannsóknum fræðimanna á þessu tímabili? „Það er afskaplega mikilvægt. Fræðimenn styðja sig við skrifaðar heimildir íslenskar frá þessum tíma en spumingin um hversu áreiðan- legar þessar heimildir eru hefur orðið mjög áleitin síðustu áratug- ina. Skráðar heimildir á íslensku eru þungamiðja allra heimilda um ferðum víkinga vestur um haf. Þar er um ræða sögur eins og Græn- lendingasögu, Eiríks sögu rauða og fleiri. I fyrirlestri mínum mun ég einmitt ræða heimildagildi íslensku sagnanna og einnig Landnámabók- ar og íslendingabók. Þær hafa ver- ið gagnrýndar og heimildagildi þeirra verið dregið í efa. Þetta mun ég ræða í dag. Skoðun mín er sú og rannsóknir hafa staðfest að þrátt fyrir stóra kafla sem hafa lítið sögu- legt gildi, þá er engu að síður um að ræða afskaplega mikilvægar heimildir í þessum ritum og við værum mun ver á vegi stödd í rann- sóknum okkar ef þeirra nyti ekki við. íslensku heimildirnargeraeinn- ig rannsóknir okkar mannlegri því þær eru alltaf tengdar ákveðnum persónum." komustaður. Þessari siglingaieið er lýst í Landnámabók og nú hefur hún verið staðfest. Norrænir menn skildu lögmál breiddargráðanna og gátu siglt eftir stjörnunum. Þeir skildu ekki lögmál lengdargráð- anna. Þessa leið sigldu víkingarnir á hafskipum sínum, knörrunum. í gegnum tíðina hafa um eitt hundrað tilfelli verið skráð þar sem leifar um vist norænna manna í Vesturheimi hafa verið tilkynntar. Þessar tilkynningar hafa allar reynst falskar. Fornleifafundurinn á L'Ansé aux Meadows á sér nokkra Prófessor Gwyn Jones. Hversu örugg vissa er fyrir dvöl norænna manna í Vestur- heimi á víkingaöld? „Það er alveg óyggjandi vissa fyrir dvöl norrænna manna á L'Ansé aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Við höfum sannan- ir sem hafnar eru yfír allan efa um tímabundna dvöl norænna manna á Nýfundnalandi rétt eftir árið 1000. Um er að ræða tímabil frá 3-20 ára. Þama hafa fundist léifar bygg- inga í norænum stíl og einnig upps- átur og aðstaða til skipaviðgerða. Ekki hafa fundist neinar líkamslei- far sem hægt er að tengja við norr- æna menn og bendir það til þess að þeir hafi flutt líkin með sér heim til greftrunar er þeir hurfu á braut frá Vesturheimi. Það bendir aftur til þess að dvöl þeirra hafi ekki verið mjög löng. Þetta má lesa í rituðum heimildum en slík stað- festing hefur ekki fengist fyrr en með þessum rannsóknum á L'Ansé aux Meadows. Á sama hátt má sjá siglingaleið víkinganna frá t.d. Bergen í Noregi, til Færeyja, suður af Islandi til suðausturstrandar Grænlands, kringum Grænland og yfír sundin til Kanada og síðan nið- ur með strandlengjunni og þá er L‘Ansé aux Meadows eðlilegur við- Morgunblaðið/Börkur sögu og fræðimenn höfðu áttað sig á þarna væru mestar líkumar á fundi mannvistarleifa. það var þó ekki fyrr en 1960 sem grafið var á þessum stað undir stjórn Helge Engstadt. Eftir þennan fyrsta upp- gröft sem færði okkur óyggjandi sannanir um dvöl norænna manna í Vesturheimi tók kanadíska stjórn- in við taumunum og rannsóknir á þessu svæði hafa farið fram undir stjóm Birgitte Wallace síðan þá. Nú eru væntanlegar niðurstöður þeirra rannsókna, vonandi á næstu 2-4 árum og verður virkilega fróð- legt að sjá hvað þær bera í skauti sér,“ sagði hin aldna kempa próf- essor Gwyn Jones að lokum. o INNLENT Jón Stefánsson og Jean Heiberg í tilefni af því að Norræna húsið sýnir nú landslagsmálverk eftir Jón Stefánsson birtist grein í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um Jón, þar sem vitnað var í grein eftir danska gagnrýnandann Poul Utten- reitter. Í greininni stendur að „í París átti hann mest samskipti við danska málarann Jean Heiberg og Norð- manninn Axel Revold. Heiberg var boðberi hinnar dönsku listhefðar en Revold ákaflyndur og metnaðarfull- ur með opinn huga fyrir nýjum straumum." En Jean Heiberg var hvorki danskur né fulltrúi danskrar list- hefðar: Jean Hjalmar Dahl Heiberg, 1884—1976, fæddist í Osló, var norskur málari og myndhöggvari, sonur hins þekkta læknaprófessors við Háskólann í Osló, Hjalmars Heibergs. Heiberg-ættin er gömul norsk ætt, sem rekja má aftur til 14. aldar og ekki má rugla saman við dönsku Heiberg-ættina. Jean Heiberg stundaði nám í Miinchen 1904—5. Eftir það var hann á ári hverju í París og var á árunum 1908—10 nemandi Henri Matisse, sem hafði afgerandi áhrif á list hans. íslendingurinn Jón Stef- ánsson og Norðmaðurinn Jean Hei- berg voru samtímis í París og trú- lega var það fyrir hvatningu Hei- bergs, að Jón tók að læra hjá Mat- isse. Heiberg var prófessor við Listaháskóla ríkisins (Statens Kunstakademi) í Osló 1935—55 og var forstöðumaður hans 1946—55. Listaverk Heibergs má sjá víða á þekktum söfnum, t.d. má á Norður- löndum nefna Nasjonalgalleriet í Osló og söfnin í Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn, GautaborgogHelsinki. Reykjavík, __24. júlí 1988. ÍGiut Ödegárd forstjóri Norræna hússins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.