Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.07.1988, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988 Siglingar víkinga til Vesturheims staðfestar Prófessor Gwyn Jones flytur fyrirlestur í boði Norræna hússins og forseta Islands Prófessor Gwyn Jones frá Wales flytur fyrirlestur í Norr- æna húsinu í dag klukkan 17 um veröld vikinganna. Gwyn Jones er staddur hér á landi ásamt eig- inkonu sinni Mair, í boði forseta íslands en prófessor Jones er meðal fremstu fræðimanna um ferðir víkinga vestur um haf frá Noregi til íslands, Grænlands og Vesturheims. Gwyn Jones er sér- fræðingur í Grænlendinga sögu og hefur skrifað mikið um Vínland. Eftir Prófessor Jones liggja tvö fræðirit um víkingatímabilið; A hi- story of the Vikings (1968) er kom út aukin og endurbætt 1984 og The Norse Atlantic Saga (1964) endur- útgefín 1986 með viðaukum og breytingum. Bæði þessi rit teljast sígild í fræðunum og hið síðar- nefnda í sinni nýju útgáfu er talið hið áreiðanlegasta sem völ er á og inniheldur allar nýjustu niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á ivöl norænna manna í Vesturheimi. Prófessor Gwyn Jones er á áttug- ista og fyrsta aldursári en þess ’erður ekki vart í samtali við hann ið aldurinn sé farinn að förla hon- im skarpa hugsun. Gamansemin aikur honum á tungu og hann seg- r fjörlega frá um þetta hjartfólgna 'iðfangsefni sitt, ferðir víkinganna. 3rófessor Jones var fyrst spurður ím efni fyrirlestursins í Norræna lúsinu í dag. „Efni fyrirlestursins verður nokkuð almenns eðlis. Eg geri ráð fyrir að áheyrendur mínir verði misjafnlega kunnugir þessu efni; fræðimenn, námsmenn og einnig almennir borgarar; áhugafólk um sögu víkinganna. Eg mun því gefa almennt yfirlit um heim víkinganna með aðaláherslu á ferðir þeirra vest- ur um haf. Þá mun ég einnig reifa helstu heimildir sem völ er á um þetta tímabil og ferðir víkinganna. Tímabilið sem um ræðir er hægt að segja að nái frá um 780 - 1080 eða þijár aldir. Fræðimenn eru nokkuð sammála um þessi tíma- mörk þó þetta gefí skarpari skil til kynna, bæði við upphaf og endi, en raunin er.“ Hversu mikilvægt er ísland í rannsóknum fræðimanna á þessu tímabili? „Það er afskaplega mikilvægt. Fræðimenn styðja sig við skrifaðar heimildir íslenskar frá þessum tíma en spumingin um hversu áreiðan- legar þessar heimildir eru hefur orðið mjög áleitin síðustu áratug- ina. Skráðar heimildir á íslensku eru þungamiðja allra heimilda um ferðum víkinga vestur um haf. Þar er um ræða sögur eins og Græn- lendingasögu, Eiríks sögu rauða og fleiri. I fyrirlestri mínum mun ég einmitt ræða heimildagildi íslensku sagnanna og einnig Landnámabók- ar og íslendingabók. Þær hafa ver- ið gagnrýndar og heimildagildi þeirra verið dregið í efa. Þetta mun ég ræða í dag. Skoðun mín er sú og rannsóknir hafa staðfest að þrátt fyrir stóra kafla sem hafa lítið sögu- legt gildi, þá er engu að síður um að ræða afskaplega mikilvægar heimildir í þessum ritum og við værum mun ver á vegi stödd í rann- sóknum okkar ef þeirra nyti ekki við. íslensku heimildirnargeraeinn- ig rannsóknir okkar mannlegri því þær eru alltaf tengdar ákveðnum persónum." komustaður. Þessari siglingaieið er lýst í Landnámabók og nú hefur hún verið staðfest. Norrænir menn skildu lögmál breiddargráðanna og gátu siglt eftir stjörnunum. Þeir skildu ekki lögmál lengdargráð- anna. Þessa leið sigldu víkingarnir á hafskipum sínum, knörrunum. í gegnum tíðina hafa um eitt hundrað tilfelli verið skráð þar sem leifar um vist norænna manna í Vesturheimi hafa verið tilkynntar. Þessar tilkynningar hafa allar reynst falskar. Fornleifafundurinn á L'Ansé aux Meadows á sér nokkra Prófessor Gwyn Jones. Hversu örugg vissa er fyrir dvöl norænna manna í Vestur- heimi á víkingaöld? „Það er alveg óyggjandi vissa fyrir dvöl norrænna manna á L'Ansé aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Við höfum sannan- ir sem hafnar eru yfír allan efa um tímabundna dvöl norænna manna á Nýfundnalandi rétt eftir árið 1000. Um er að ræða tímabil frá 3-20 ára. Þama hafa fundist léifar bygg- inga í norænum stíl og einnig upps- átur og aðstaða til skipaviðgerða. Ekki hafa fundist neinar líkamslei- far sem hægt er að tengja við norr- æna menn og bendir það til þess að þeir hafi flutt líkin með sér heim til greftrunar er þeir hurfu á braut frá Vesturheimi. Það bendir aftur til þess að dvöl þeirra hafi ekki verið mjög löng. Þetta má lesa í rituðum heimildum en slík stað- festing hefur ekki fengist fyrr en með þessum rannsóknum á L'Ansé aux Meadows. Á sama hátt má sjá siglingaleið víkinganna frá t.d. Bergen í Noregi, til Færeyja, suður af Islandi til suðausturstrandar Grænlands, kringum Grænland og yfír sundin til Kanada og síðan nið- ur með strandlengjunni og þá er L‘Ansé aux Meadows eðlilegur við- Morgunblaðið/Börkur sögu og fræðimenn höfðu áttað sig á þarna væru mestar líkumar á fundi mannvistarleifa. það var þó ekki fyrr en 1960 sem grafið var á þessum stað undir stjórn Helge Engstadt. Eftir þennan fyrsta upp- gröft sem færði okkur óyggjandi sannanir um dvöl norænna manna í Vesturheimi tók kanadíska stjórn- in við taumunum og rannsóknir á þessu svæði hafa farið fram undir stjóm Birgitte Wallace síðan þá. Nú eru væntanlegar niðurstöður þeirra rannsókna, vonandi á næstu 2-4 árum og verður virkilega fróð- legt að sjá hvað þær bera í skauti sér,“ sagði hin aldna kempa próf- essor Gwyn Jones að lokum. o INNLENT Jón Stefánsson og Jean Heiberg í tilefni af því að Norræna húsið sýnir nú landslagsmálverk eftir Jón Stefánsson birtist grein í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins um Jón, þar sem vitnað var í grein eftir danska gagnrýnandann Poul Utten- reitter. Í greininni stendur að „í París átti hann mest samskipti við danska málarann Jean Heiberg og Norð- manninn Axel Revold. Heiberg var boðberi hinnar dönsku listhefðar en Revold ákaflyndur og metnaðarfull- ur með opinn huga fyrir nýjum straumum." En Jean Heiberg var hvorki danskur né fulltrúi danskrar list- hefðar: Jean Hjalmar Dahl Heiberg, 1884—1976, fæddist í Osló, var norskur málari og myndhöggvari, sonur hins þekkta læknaprófessors við Háskólann í Osló, Hjalmars Heibergs. Heiberg-ættin er gömul norsk ætt, sem rekja má aftur til 14. aldar og ekki má rugla saman við dönsku Heiberg-ættina. Jean Heiberg stundaði nám í Miinchen 1904—5. Eftir það var hann á ári hverju í París og var á árunum 1908—10 nemandi Henri Matisse, sem hafði afgerandi áhrif á list hans. íslendingurinn Jón Stef- ánsson og Norðmaðurinn Jean Hei- berg voru samtímis í París og trú- lega var það fyrir hvatningu Hei- bergs, að Jón tók að læra hjá Mat- isse. Heiberg var prófessor við Listaháskóla ríkisins (Statens Kunstakademi) í Osló 1935—55 og var forstöðumaður hans 1946—55. Listaverk Heibergs má sjá víða á þekktum söfnum, t.d. má á Norður- löndum nefna Nasjonalgalleriet í Osló og söfnin í Stokkhólmi, Kaup- mannahöfn, GautaborgogHelsinki. Reykjavík, __24. júlí 1988. ÍGiut Ödegárd forstjóri Norræna hússins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.