Morgunblaðið - 27.07.1988, Side 18

Morgunblaðið - 27.07.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988 Af bláeygum bjartsýnismönnum — og dimmeygðum búrum eftir Ragnar Tómasson Mikil umskipti hafa nú orðið á stuttum tíma í málefnum spariflár- eigenda annars vegar og atvinnu- fyrirtækja hins vegar. Sú var tíðin að sparifjáreigendur töpuðu, en hagur þeirra sem skulduðu vænkað- ist að sama skapi. Það er mikilvægt að fólk geti lagt fé til hliðar og gengið að því síðar, án affalla. Þessu fólki er verðtrygging mikil- væg. Bóndinn safnar heyi í hlöðu og reynir að eiga fyrningar til mögru áranna. í dýraríkinu er það altítt að safnað sé til vetrar. Svona gengur það til í lífinu. En hvorki bóndinn né dýr merkurinnar fá borgað fyrir að spara. Þeirra hagur er sá að geta gengið að spamaðin- um vísum. Meðan fólk hefur heilsu til að vinna vill það geta lagt fyrir til efri áranna. Því er nauðsyn að geta gengið að spamaðinum óskert- um þegar til þarf að taka. Pjár- magn sem veitt er í atvinnulífíð er aftur á móti áhættufé, sem eðlilegt er að beri einhvem arð. Hlutafé er mesta áhættuféð og ætti því að bera mestan arð. Lánsfé gegn ör- uggum tryggingum á að bera minni arð. Sparifé í áhættulausri, verð- tryggðri bankabók ætti ekki að bera neina vexti. Sá sem leggur fé sitt í ríkistryggðan banka er hrein- lega að geyma það, án áhættu. Það er hans val. Hinn hættir því í að byggja upp atvinnurekstur, sér og þjóðfélaginu til góða. Þannig verður arðurinn til. Þannig á hann að verða til. Hvers vegna í ósköpunum á sá sem leggur fé sitt í geymslu að geta tekið meira út en hann lagði inn? Bankamenn segja að spamaður bankabókamanna sé undirstaða út- lána til atvinnulífsins. Þannig er það jú í dag, en þannig á það ekki að vera. Atvinnureksturinn á sjálfur að skila þeim arði að hann þurfí ekki á neinum lánum að halda. Þannig blómstrar atvinnurekstur- inn nógu vel til þess að geta greitt hærri laun. Þau hærri laun verða síðan gmndvöllur nýs spamaðar, sem menn vilja gjaman nota til þess að kaupa með hlutabréf í at- vinnurekstri og fá þannig hámarks- arð af sínum spamaði. Vilji fyrir- tækin færa út kvíamar taka þau ekki lán, heldur selja ný hlutabréf til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu. Þannig styður hvað annað. Þetta er lýðræði, valddreif- ing og einstaklingsframtak Qöldans í sinni ljúfustu mynd. Atvinnurekstur af misskiln- ingi Virðingarleysi okkar fyrir at- vinnurekstri og afkomu hans er dæmalaust. Góður kúabóndi dekrar við kýmar sínar, vakinn og sofínn jrfír velferð þeirra. Þannig eykur hann afurðir búsins og bætir hag þess. Með sköttum, verðlagshöft- um, gengisskráningu og marghátt- uðum tilskipunum frá stjómvöldum er íslenskum fyrirtækjum nær fyrir- munað að skila arði. Það er litið á bættan hag þeirra sem dæmi um íjandsamlega afstöðu stjómvalda til samtaka launafólks. Sú hækkun vömverðs sem leiðir af hækkun launakostnaðar og annarra útgjalda er talin storkun við kjarasamninga sem gerðir voru út í bláinn. Það er til einskis að semja um launa- hækkun við fyrirtæki sem stendur í taprekstri. Það em aðeins fyrir- tæki sem græða sem geta greitt gott kaup, a.m.k. 'þegar til lengdar Ragnar Tómasson „Meðal okkar er risin upp ný stétt, verðbréfa- spekúlantar. Þar er lífið ekki saltfiskur, heldur verðbréf. Þar er lífssýnin afföll og vext- ir, skattfrjáls arður, tvöf öldun á raungildi höfuðstóls á 5 ára fresti. Lífsgleðin er þar mæld með lánskjara- vísitölu. Hamingjan felst í vaxandi höfuð- stól. Hefðbundin upp- bygging atvinnulífs telst hégóminn einn.“ lætur. Stundum heyrist því haldið fram að menn væm ekki í atvinnu- rekstri nema þeir græddu á því. Þetta sé innantómur barlómur. En það er hægara sagt en gert að stöðva fyrirtæki í fullum rekstri. Það er ábyrgðarhluti gagnvart starfsfólki, gagnvart lánardrottn- um, viðskiptavinum og umhverfínu og ekki síst þýðir það skipbrot þess mannlega metnaðar að gefast ekki upp, að beijast til hinstu stundar. Þá er reynt að bjarga sér með því að fá lán — og borga vexti, og hærri vexti'— og ennþá hærri vexti — til þeirra sem enga áhættu taka. Sannleikurinn er sá að stór hluti af íslenskum atvinnurekstri er bara misskilningur. Dæmi A: Þau skipta tugum og kannski hundmðum fyr- irtækin sem em í stóm og dým eigin húsnæði sem myndu stórauka hagnað sinn með því hreinlega að loka og leigja síðan húsnæðið öðmm — fáist þá einhver leigutaki. Dæmi B: Enn fleiri em þeir sem trúlega gerðu best í því að loka og fá sér bara vinnu annars staðar. Bláeygi bjartsýnismaðurinn — dimmeygði búrinn Það hefur blasað við sérkennileg staða í íslensku atvinnulífi undan- farin ár. Víða hefur mátt sjá dæmi þess að gamalgrónir og vel settir atvinnurekendur hafa verið að selja fyrirtæki sín ungu fólki fullu af athafnaþrá og bjartsýni. Mikill hluti kaupverðsins er lánaður, verð- tryggður með hæstu vöxtum. Út- borgunin, og síðar afborganir af eftirstöðvum, er síðan gjarnan not- að til þess að kaupa verðbréf með afföllum. Afföllin em skattfijáls. Arður fyrirtækisins, ef einhver skyldi verða, skattlagður sem glæp- samlega fengið fé. Kaupandi fyrir- tækisins fer að fínna illa fyrir þrengingum. Þá er að gefa út skuldabréf með veði í íbúðinni sinni eða atvinnuhúsnæði. Þar kaupir kannski gamli atvinnurekandinn, eða einhver launamaðurinn, bréfíð með afföllum. Já, eða glúrinn há- skólanemi fyrir ódým námslánin sín. Að ekki sé minnst á stóreigna- mennina sem fengu Húsnæðismála- stjómarlán með 3,5% vöxtum af því þeir vom í lífeyrissjóði. Allur hagn- aður er skattfijáls. Hvers vegna? Hvomm skyldi þjóðinni fínnast vinna þarfara verk, bláeygi bjart- sýnismaðurinn sem setur fé sitt og lífsstarf í fyrirtækið eða dimmeygði búrinn sem kaupir af honum verð- bréfín með afföllum, auk hæstu vaxta — og gerir ekki. handtak. Eins gott að fyrirtækin fari ekki á hausinn Það var vemlegur fengur að því þegar verðbréfasjóðimir hófu starf- semi sína. Með þeim komu ný við- horf til íjármagns og meiri kröfur urðu gerðar til arðsemi fjárfesting- ar. Ríkisbankamir þurftu nú allt í einu að fara að auglýsa eftir við- skiptum. Það var vel, því áratugum saman höfðu þeir hreint ekki verið „með á nótunum". Vandinn er hins vegar sá að verðbréfasjóðirnir hafa ekki verið hlutlausir milligöngu- menn í viðskiptum milli kaupanda og seljanda verðbréfa. Þeir hafa, feimnislaust, mjög dregið taum kaupandans. í fasteignaviðskiptum varðar það refsingu ef fasteigna- sali leynir því að hann eigi annarra hagsmuna að gæta en sölulauna. Hjá verðbréfasjóðunum veit seljandi verðbréfa ekkert um kaupandann, en uppgötvar kannski síðar að það var sjóðurinn sjálfur sem keypti verðbréfín. Nú er svo komið að íslenskir verðbréfasjóðir eiga nán- ast hundruð fyrirtækja, með húð og hári. Þar koma til bæði kaup- leigusamningar vegna tækjakosts fyrirtækjanna og fasteignatryggð skuldabréf seld sjóðunum til að afla rekstrarfjár. Þá er nú farið að kárna gamanið og eins gott að fyrirtækin fari ekki öll á hausinn! Hvað verður þá um ávöxtunina? Lækkun skulda Landsvirkj- unar og rafmagnsverðið eftirHalldór Jónatansson Langtímalán Landsvirkjunar hafa hækkað frá sl. áramótum um alls 4.500 milljónir króna, aðallega vegna gengisbreytinga og nema í dag um 28 milljörðum króna. Þar af eru um 90% í erlendri mynt. Vaxtagjöldin eru há eftir því og vega þau því mjög þungt í raf- magnsverðinu, svo þungt að segja má að Landsvirkjun sé svo háð er- Iendum lánardrottnum af þessum sökum að fyrirtækið sé ekki sjálf- rátt um verðákvarðanir sínar. Það er því mjög brýnt fyrir Landsvirkjun að lækka skuldir sínar á markvissan hátt. Landsvirkjun hefur metið lækkun skulda fyrirtækisins fram í tímann miðað við mismunandi langan end- urgreiðslutíma á lánum þess og þá í samanburði við þá vinnureglu Landsvirkjunar að leitast við að endurgreiða á hveiju ári um V20 af heildarskuld fyrirtækisins í lok undanfarandi árs. Verður hér á eft- ir gerð grein fyrir niðurstöðum mats þessa og síðan fjallað sérstak- lega um rafmagnsverð Landsvirkj- unar til almenningsrafveitna með tilliti til kostnaðarþátta. 1. Lækkun skulda Landsvirkjunar Við mat á skuldastöðunni verður að hafa í huga að endurgreiðslur lána um V20 ár ári þýðir ekki það sama og að greiða lánin upp á 20 árum, heldur á um 40 árum. Lands- virkjun hefur á undanfömum árum leitast við að fylgja þessum endur- greiðslumáta án þess þó að það hafí ávallt tekist af ýmsum ástæð- um. Takist það hins veger í framtíð- inni mundu skuldir Landsvirkjunar. í lok aldarinnar verða um 15 millj- arðar króna eða um 63% af heildar- skuld fyrirtækisins í lok 1987 (23,5 milljarðar króna). Eru þá lán vegna Blönduvirkjunar meðtalin, en ekki lán vegna virkjanaframkvæmda í þágu nýrrar stóriðju. Árið 2010 mundu skuldimar verða komnar niður í 40% og árið 2033 niður í 10%. Ef farið yrði enn hægar í sak- imar en þetta með endurgreiðslur lána og þau t.d. ekki greidd niður meir en V40 á ári mundu skuldir Landsvirkjunar um næstu aldamót verða um 20 milljarðar króna eða um 85% af skuld fyrirtækisins í lok ársins 1987 og það tæki þá 90 ár að koma þeim niður í 10%. Með þessu móti mundi rafmagnsverð Landsvirkjunar til almenningsraf- veitna einnig verða hærra um alda- mótin en samkvæmt þeim reglum sem nú er leitast við að beita og þá vegna meiri vaxtakostnaðar. Með því að endurgreiða V20 ár- lega af skuldum Landsvirkjunar áætlast eigið fé fyrirtækisins um næstu aldamót verða um 20 millj- arðar króna eða um 60% af heildar- eign í rekstri. Er þetta mun eðli- legra hlutfall en nú ríkir í rekstri Landsvirkjunar. 2. Rafmagnsverð Landsvirkjunar til almenningsrafveitna Rafmagnsverð Landsvirkjunar ræðst á hveijum tíma fyrst og fremst af afskriftum, vöxtum og kröfum um hæfilega arðgjöf þannig að lántökur vegna framkvæmda verði ekki meiri en góðu hófí gegn- ir. Er þetta í samræmi við hlutað- eigandi ákvæði í lögum um Lands- virkjun. Umrædd regla um endurgreiðslu lána á að geta leitt til þess að raf- magnsverð Landsvirkjunar til al- menningsrafveitna fari lækkandi í kjölfar minnkandi vaxtagjalda. Mið- að við 3% arðgjöf og lækkun skulda um V20 á ári áætlast rafmagnsverð- ið árið 2000 vera orðið 70% af áætluðu meðalverði ársins 1988 og mundi þannig lækka um 3% á ári að meðaltalil til næstu aldamóta. Undanfarin ár hefur lækkun þessi hins vegar verið mun meiri í reynd. Þannig stefnir gjaldskrárverð Landsvirkjunar í að lækka í ár um 10% að raungildi og virðist ætla að verða um 36% lægra í árslok 1988 en í árslok 1984 miðað við 25% verðbólgu 1988. Þessum öru lækkunum hefur fylgt lægri arðgjöf en hæfílegt getur talist og meiri lánsfjáröflun vegna framkvæmda en ella. Hjóta þessar miklu lækkan- ir því að draga úr svigrúmi til raun- verðslækkana á næstu árum á með- an verðþróunin er að ná því jafn- vægi sem svarar til 3% meðalverðs- lækkunar á ári eins og stefnt er að. Fjármagnskostnaðurinn vegur þyngst á vogarskálinni við ákvörð- un rafmagnsverðsins, þ.e. afskriftir og vextir. Er vægi hans um 80% af heildarkostnaði rafmagnsfram- leiðslunnar en rekstur og viðhald vega um 20%. I fjármagnskostnaðinum ákveð- ast afskriftir í samræmi við al- þjóðlegar reglur og er afskriftartím- inn 40 ár fyrir vatnsaflsvirkjanir. Vaxtagjöldin ráðast af skuldum Landsvirkjunar á hveijum tíma. Eftir því sem þær eru minni verður rafmagnsverðið lægra, þar sem Halldór Jónatansson „Yfirleitt er litið svo á að skuldir Islendinga séu í hámarki og jafn- vel orðnar alltof háar. Erlendar skuldir Landsvirkjunar eru um 25% af erlendum skuld- um þjóðarinnar í heild. Með hliðsjón af því verður að telja brýnt að Landsvirkjun grynnki á skuldum sínum svo ört sem verða má og aðstæður frekast leyfa.“ markaðsvextir eru hærri en sú arð- gjafarkrafa af hreinni eign (3—5%) sem Þjóðhagsstofnun telur hæfí- lega með tilliti til Landsvirkjunar- laganna og eðlis þess reksturs, sem Landsvirkjun heftir með höndum. í því skyni að lækka skuldir Landsvirkjunar á markvissan og hæfilegan hátt hefur reglan um endurgreiðslu V20 skuldanna verið tekin upp, en hún krefst verulegra skuldbreytinga á hveiju ári enda erfitt að fá lán til lengri tíma en 10 ára. Lenging lána umfram það sem framangreindar skuldbreyting- ar gera kröfu til eykur vaxtagjöldin og leiðir þannig til hærra raf- magnsverðs auk þess sem þá yrði tekin meiri áhætta í skuldasöfnun en eðlilegt getur talist. Er hér ekki aðeins um gengisáhættu að ræða heldur einnig áhættu samfara því hve erfitt er að reiða sig á örugg vaxtakjör í framtíðinni og gott lánstraust ef gengið er lægra en hæfilegt getur talist í framlengingu lána og skuldasöfnun almennt. Yfir- leitt er litið svo á að skuldir Islend- inga séu í hámarki og jafnvel orðn- ar alltof háar. Erlendar skuldir Landsvirkjunar eru um 25% af er- lendum skuldum þjóðarinnar í heild. Með hliðsjón af því verður að telja brýnt að Landsvirkjun grynnki á skuldum sínum svo ört sem verða má og aðstæður frekast leyfa. Af framangreindu má vera ljóst að með því að leitast við að greiða niður V20 af skuldum Landsvirkjun- ar á ári hveiju miðað við skuldastöð- una í lok undanfarandi árs er fylgt stefnu, sem telja verður vænlega til að ná því markmiði að draga hæfilega úr skuldum fyrirtækisins á markvissan hátt og þar með þjóð- arbúsins í heild eins og telja verður æskilegt. Er regla þessi jafnframt trygging fyrir því að rafmagnsverð Landsvirkjunar geti farið jafnt og þétt lækkandi. Hægari skuldalækk- un býður hættunni heim og dregur úr möguleikum á lækkandi raf- magnsverði eins og nú er stefnt að. Höfundur er forstjóri Landsvirkj- unar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.