Morgunblaðið - 27.07.1988, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 1988
19
Að vera hugsjónaríkur
og baráttuglaður atvinnu-
rekandi er bilun
Það sagði mér gamall og greinar-
góður íþróttamaður að menn þurfi
að vera léttklikkaðir til þess að ná
toppárangri í íþróttum. Sama má
trúlega segja um íslenska atvinnu-
rekandann. Baráttan blindar menn.
Sama gera hugsjónir. Að vera hug-
sjónaríkur og baráttuglaður at-
vinnurekandi er því einhvers konar
bilun. Þessi bilun er þó ómissandi
næring fyrir þjóðfélagið. Af henni
spretta allar framfarir og öll ný-
sköpun sem ryðja öðrum braut.
Stundum fara þeir á hausinn bless-
aðir og eru úthrópaðir glópar.
Stundum tekst þeim betur til og
fara ekki á hausinn. Þá eru þeir
hundeltir eins og glæpamenn, með
sköttum, skýrslugerð og svívirðing-
um í fjölmiðlum og manna á með-
al. Islenskur ráðherra, úr Sjálfstæð-
isflokknum í þokkabót, kallaði þá
„gróðapunga". Það er talað um að
veita þurfí meira eigin fé í íslensk
fyrirtæki. Til hvers? Til að þau geti
tapað því líka, eins og öllu hinu sem
þau eru þegar búin að tapa? Á það
fjármagn sem sett er í atvinnurekst-
ur ekki að skila a.m.k. sama arði
og Jjármagn sem sett er í banka-
bók? Vitaskuld, og reyndar gott
betur. Af hveiju í ósköpunum eiga
atvinnurekendur sífellt að miða af-
komu sína við hinn fræga núll-
punkt. Núllið er nú ekki mikils virði
sem fyrsti stafur í tölu.
Hin nýja stétt
Meðal okkar er risin upp ný
stétt, verðbréfaspekúlantar. Þar er
lífið ekki saltfiskur, heldur verð-
bréf. Þar er lífssýnin afföll og vext-
ir, skattfijáls arður, tvöföldun á
raungildi höfuðstóls á 5 ára fresti.
Lífsgleðin er þar mæld með láns-
kjaravísitölu. Hamingjan felst í vax-
andi höfuðstól. Hefðbundin upp-
bygging atvinnulífs telst hégóminn
einn.
Mesti óvinur láglauna-
mannsins
Eitt af stærstu vandamálum
íslenskra fyrirtækja er launakostn-
aðurinn. Hann er alltof hár. Vanda-
málið er ekki láglaunamaðurinn,
sem með hálfgerðum töfrabrögðum
tekst að framfleyta sér og sínum,
heldur hinir sem ævinlega ryðjast
inn um hurðina sem þjóðfélagið
telur sig vera að opna fyrir lág-
launamanninum. íslenski láglauna-
maðurinn er notaður sem trójuhest-
lyftí*
vognar
'a Eigum ávallt fyrirliggjandi
r.................... ■
hina velþekktu BV-hand-
lyftivagna meö 2500
og1500kílóa lyftigetu.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
B/LDSHÖFÐA 16 SÍML 6724 44
ur fyrir þá sem í raun halda kjörum
hans niðri. Hafi menn talið að það
séu atvinnurekendur sem halda
kjörum láglaunamanna niðri, hljóta
þeir að komast að öðru, þegar fyrir-
tækin fara nú á hausinn hvert af
öðru. Mesti óvinur láglaunamanns-
ins er verkalýðsfélag hálauna-
mannsins, sem af ótrúlegri óbilgirni
herðir að hálsi atvinnulífsins með
skæruverkföllum, hópuppsögnum
og vinnutöfum, allt í skjóli þeirra
samninga sem menn voru sammála
um að óhjákvæmilegt væri að gera
við láglaunahópana.
„Tölvustýrðirjarðskjálfta-
mælar“
íslenskir fjölmiðlar tíunda sam-
viskusamlega fyrir okkur ná-
grannakritur út á annesjum, skýra
frá sinubruna í Fossvogi og sýna
magnað hugvit í endalausri viðleitni
sinni við að etja saman barnalegum
ráðherrum. Á meðan brennur Róm
íslenska hagkerfisins, atvinnulífið,
sem allt stendur og fellur með, án
þess að menn á fjölmiðlabænum
rumski. Athyglisvert er t.d. að lesa
baksíðu Mbl. laugardaginn 23. júlí
1988. Þar standa hlið við hlið ein-
dálka frétt af fíkniefnasmyglara í
Leifsstöð og önnur eindálka frétt
um að „Gjaldþrot séu komin langt
yfir eðlileg mörk“. Hálf baksíðan,
með fjögurra dálka frétt, er þessi:
„Tölvustýrðir jarðskjálftamælar
reyndir við Kröflu“. Það mega
íslenskir fjölmiðlar vita að það er
víðar heitt undir fæti en við Kröflu.
Stærsta auðlindin ónotuð
í sjálfsævisögu Lee Iacocca, hins
litríka forstjóra Chrysler-bílaverk-
smiðjanna í Bandaríkjunum, segir
hann frá baráttu sinni við að endur-
reisa fjárhag verksmiðjunnar, en
þar blasti hrun við. Hann boðaði til
fundar með fulltrúum launþega-
samtakanna. í stað þess að láta
framleiðsluna stöðvast vildi hann
freista þess að ná samstöðu um að
launin yrðu lækkuð um stundarsak-
ir svo takast mætti að fá hjól fyrir-
tækisins til að snúast. Launþegar
mátu stöðuha svo að betri væru
lægri laun en engin laun. Á stuttum
tíma var síðan vöm snúið í sókn og
í dag stendur fyrirtækið með mikl-
um blóma og greiðir sínu fólki góð
laun. Fyrir nokkrum árum nefndi
ég það við þýskan athafnamann,
sem hér hefur starfað í áratugi og
víða farið, að ég dáðist mjög að
dugnaði Þjóðverja. Hann svaraði
að bragði að íslendingar væru miklu
duglegri, það kæmist engin þjóð í
hálfkvisti við þá. Trúlega er þetta
ekki fjarri sanni. Við höfum öll skil-
yrði til þess að afla vel, en þá verð-
um við líka að róa. Það dugar ekki
að hanga í landi og rífast um hvern-
ig skipta eigi ófengnum afla. Við
kveinkum okkur undan því að fiski-
miðin séu ekki lengur sú auðlind
sem var. Það má rétt vera, en við
eigum samt okkar stærstu auðlind
rétt við bæjardyrnar. Það er vinnu-
friður og samstaða launafólks, at-
vinnurekenda og stjórnmálamanna.
Stærstur hluti íslenskra atvinnurek-
enda eyðir vinnudegi sínum í aðkall-
andi björgunaraðgerðir af margvís-
legu tagi og vinnst hreinlega ekki
tími til að skipuleggja betur rekst-
urinn. Smáu málin verða stórmál —
stóru málin verða að bíða. Ná-
kvæmlega sama virðist vera að ske
á stjórnarheimilinu. Ráðherrar hafa
ekki vinnufrið hver fyrir öðrum. Það
væri óskandi að okkur tækist að
standa saman. í því felst von okk-
ar. Þar bíður okkar stærsta auðlind-
in.
Höfundur er héraðsdómslögmað-
ur og rekur fasteignasöluna Húsa-
kaup.
SKYWDIHAPPORJÍTTI
Et sJiml I) aihÆom
birtxit fwtivar. Kafió
dí'nanhjf lienutr
Það er engin tilviljun hvað Happaþrennan nýtur
mikilla vinsælda - ástæðan er einfaldlega sú að það
vinna svo margir! Á undanförnum 15 mánuðum hafa
samtals fimm hundruð milljónir verið greiddar út í
vinninga! Þar af hafa 150 þátttakendur hreppt stærsta
vinninginn, 500.000 kr., 750 manns hafa fengið 25.000 kr.
og svo hafa þúsundir hlotið lægri vinningana.
mm
Q
□
HAPPAÞRENNAN HAPPAÞRENNA
HEFUR VINNINGINN! HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS