Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.07.1988, Blaðsíða 38
P&Ó/SÍA 38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JULI 1988 Sæbólslandið í Kópavogi l inricteif rri lé n le ÞUNGAVIGTARÚNA UM GÓBAN ÚTBÚNAÐ 111111111 utiuf Sími 82922 eftirSvein Þórðarson Hótun bæjaryfirvalda Kópavogs um að segja upp erfðaleigusamn- ingnum og taka Sæból ef áfrýjun þeirra á málinu til Hæstaréttar fellur þeim í óhag er harla grunsamleg, en er samkvæmt yfirlýsingu bæjar- stjórnar, fyrir ýmis meint brot á erfðafestulögum, brot sem bæjarlög- maður Kópavogs, Þórólfur Beck Jónsson, impraði aldrei á öll þau ár sem hann sem fulltrúi Kópavogs- bæjar ræddi við föður minn um kaup á Sæbóli. Einnig sagði bæjarstjómin ekkert um brot á erfðafestulögum er þeir samþykktu samninginn árið 1980 eins og hefði mátt vænta ef um einhver brot var að ræða. Fullyrðing bæjarstjómar um að þeir ætli sér að taka Sæbólsland með eignamámi ef þeim ekki tekst að ná því með illa gerðum og ólöglegum samningi er furðuleg, en er í sam- ræmi við þeirra fyrri aðgerðir, er þessum einkennilega samningi var þrengt í gegn með óskiljanlegum hraða og mikilli leynd á hálfum degi eftir tíu ára samningsviðræður. Meirihluti bæjarstjómar Kópavogs samþykkti svo þessar athafnir bæjar- lögmanns fullvitandi þess að samn- ingurinn var undirritaður af sjúkum föður mínum og án þess að þeir eða bæjarlögmaður gerðu tilraun til þess að kynna sér hvort þar kæmi fram vilji hins aldraða, sjúka manns. At- hafnir þeirra em líkast til best skýrð- ar með ummælum eins bæjarfulltrú- ans er hann afsakar starfsaðferð Ertu tryggður gegn verðbólgu? Liggur þú með fé á lausu? í óðaverðbólgu átta sig ekki allir á því, að jafnvel himinháir vextir geta í raun verið neikvæðir, eða rétt skriðið yfir raungildi. Þá skiptir máli að ávaxta sparifé sitt með fullri verðtryggingu. Við bendum sparifjáreigendum því á, að ÁVÖXTUNARBRÉF og REKSTRARBRÉF - hafa skilað eigendum sínum verulegri ávöxtun umfram verðbólgu. ÁVÖXTUNARBRÉF eru óbundin og hægt aö öllu jöfnu, að innleysa hvenær sem er án alls aukakostnaðar. ÁVÖXTUNARBRÉF VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: REKSTRARBRÉF - MEÐ f. MÁN. UPPSACNARFR. VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU: ÁVfíXTUNSf^ Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LAUGAVEGl 97 - SÍMl 621660 bæjarlögmanns í sambandi við veik- indi föður míns: „Það varð að nýta tækifærið sem gafst.“ Það er orðið tímabært að þáttur bæjarlögmanns og meirihluta bæjar- stjómar Kópavogs í samningi þessum komi fram fyrir augu og eyru Kópa- vogsbúa. Ég bytja hér með því að gera stutt greinarskil á aðdraganda málsins. Foreldrar mínir, Þórður Þorsteins- son og Helga Sveinsdóttir, fengu nýbýlalandið Sæból úthlutað 1936 samkvæmt þáverandi erfðafestulög- um. Upprunalega var landið um 12 hektarar, þar með innifalinn partur af því sem nú er kallað Marbakka- land, og einnig landspilda austan núverandi þjóðbrautar í Fossvogi og er nú kennt við Lund. Endanlega vom það um tíu hektarar sem for- eldrar mínir, sem frumbyggjar hins nýja Kópavogs, gerðu að heimili sínu og stofnuðu gróðrarstöðina Sæból. Foreldrar mínir gerðu sér ljóst þegar byggð fór að aukast að Kópa- vogsbær myndi fá áhuga á landi Sæbóls, enda byijuðu samningsvið- ræður milli bæjarins og föður míns um 1970. Gengu umræðumar hægt til að byija með. Faðir minn, sem hafði gefið mér umboð til að sjá um mál sín ef hann félli frá, lét mig vita reglulega hvemig gengi í viðræðum við bæjarlögmann. Aleit hann að greiðsla sú sem kæmi í hans hönd fyrir landið mundi tryggja honum og móður minni þægilega elli. Þessi von föður míns átti þó ekki eftir að rætast. Hann veiktist árið 1978, skömmu eftir heimsókn hans og móður minnar til okkar í Kali- fomíu. Veikindin, sem orsökuðu minnisleysi meðal annars, felldu hann frá störfum í blómaskálanum og héldu honum meira og minna á sjúkrahúsum þar til hann lést árið 1983. Við veikindi föður míns féllu allar samningsumræður hans við Kópa- vogsbæ niður enda hann ekki fær um það vegna vanheilsu. Einnig seg- ir móðir mín mér í bréfi árið 1980 að ekkert sé að ske í sambandi við sölu á landinu svo hún viti. Það sem við ekki vissum var að nýr aðili var kominn inní samninginn án umboðs og vitneskju foreldra minna. Héldu umræður áfram við bæjarlögmann í leynd og án þess að bæjarlögmaður kynnti sér hvort þessi aðili hefði umboð frá foreldrum mínum. Þetta kom fram í vitnaleiðsl- um í undirrétti. Þann tíunda september 1980 er svo fengin „undirskrift" sjúks föður míns undir samning um sölu á Sæ- bólslandi til Kópavogsbæjar, undir- skrift sem var svo dæmd ógild í hér- aðsdómi og samningurinn felldur á þeim forsendum að faðir minn hafi ekki skilið hvað hann var að skrifa undir vegna vanheilsu. Ennfremur hafði komið fram í lok- in mjög óvænt og einkennileg breyt- ing á efni samningsins. Greiðslan sem faðir minn hafði sagt mér, að hann byggist við.að fá frá Kópavogs- kaupstað fyrir landið kom ekki til hans og móður minnar, heldur var greidd til tengdasonar þeirra, Guð- mundar Marinós Þórðarsonar, og Halldóru konu hans. Samkvæmt vitnisburði í undirrétti var ljóst að Guðmundur, sá sem hafði setið að samningum við bæjarlög- mann án umboðs foreldra minna og án þess að bæjarlögmaður kynnti sér rétt hans til þess, var ábyrgur, með samþykki bæjarlögmanns, fyrir þess- um efnislegu lokabreytingum. Þannig voru aldraðir foreldrar mínir, frumbyggjar Kópavogs, gerð algerlega eignalaus með þessum hörmulega samningi sem bæjarlög- maður, fyrir hönd Kópavogsbæjar. stóð að. Sorgleg var sú stund er ég tók saman aleigu foreldra minna í tvo bréfpoka og í lítinn kassa eftir lát þeirra á Sunnuhlíð. Slík voru laun bæjarfélagsins sem foreldrar mínir höfðu tileinkað sinn starfskraft í meira en fimmtíu ár með rekstri gróðrarstöðvar og blómasölu, og fað- ir minn sem fyrsti og eini hrepp- stjóri Kópavogs og móðir mín við kvenfélags- og kirkjustörf. Hvemig gátu svona breytingar á efni samningsins gerst eftir að faðir minn gat ekki lengur tekið þátt í viðræðunum við bæjarlögmann? Hvemig gat Kópavogsbær samið um kaup á eignum foreldra minna og greitt andvirði þeirra til annarra? Réttarskjöl frá undirrétti sýna að Þórólfi Beck Jónssyni bæjarlögmanni varð fátt um svör þegar hann var spurður hvort hann áliti að Guð- mundur Marinó hefði haft óeðlileg áhrif á efni samningsins og hvori, hann teldi efni samningsins eðlilegt. „Samningurinn segir sjálfsagt sína sögu um þessi mál,“ var eina svar bæjarlögmanns. Það hefði mátt ætla, að ef bæjar- lögmaður áleit áhrif Guðmundar Marinós á efni samningsins óeðlileg, mundi hann reyna að uppfylla skyldu sína sem lögmaður og samningsaðili og kynna sér vilja foreldra minna, og einnig ástæðuna fyrir fjarveru föður míns frá viðræðunum. Ekkert kom fram í vitnaleiðslum sem sýndi að bæjarlögmaður hafi gert það. Hann viðurkenndi sjálfur fyrir rétti að hann hefði ekkert rætt við föður minn í lok samningstímabilsins, að- eins Guðmund Marinó. Bæjarlög- maður vissi að faðir minn var veikur og hefði það átt að vara hann við T I L S Ö L U Skútan er sænsk af gerðinni Storebro Royal 33“ S/MS, árg. 1984. Skútan er mjög vel útbúin til úthafssiglinga, svo og kappsiglinga 7/8 rigg með aukinni masturshæð og auka kjölþyngd. Rúllufokka, belgsegl og aukasegla- búnaður, tekkdekk, gúmmíbjörgunarbátur og Zodiak- bátur. Meðal siglingatækja er dýptamælir, JVC-gervi- hnattamóttakari, sjálfstýring, radar, vind- og hraðamæl- ar, VHF-sendir. Allar vistarverur eru mjög vandaðar. Heitt vatn, sturta, miðstöð. Svefnpláss fyrir 6. Vél Volvo Penta 25 hp. Skútan er í mjög góðu ásigkomulagi. Verðhugmynd 3,7 millj. Upplýsingar í símum 686972 og 71412 milli kl. 18 og 19 næstu daga. y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.