Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 56

Morgunblaðið - 27.07.1988, Síða 56
Tork þorrkor. Þr#ar hrrínla-tf rr oatuHyo. «6 Vesturgötu 2 Pósthólf 826 121 Reykjavik Simi (91) 26733 Nýtt numer 692500 SJOVfl MIÐVIKUDAGUR 27. JULI 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Frankfurtflug Flugleiða: Flogið með 5 tonn af fiski í hverri ferð SAMFARA auknu flugi Flugleiða til Frankfurt við Main í Þýska- landi mun fyrirtækið hefja flutninga með ferskan fisk til borgarinn- ar. Flugleiðir munu einnig bjóða upp á framhaldsflutninga með bílum og flugvélum til annarra markaðssvæða í Þýskalandi frá Frank- furt, sem er ein helsta flutningsmiðstöð Evrópu. Að sögn Sigmars Sigurðssonar, forstöðumanns fragtsviðs Flugleiða, verður fyrsta flugið 11. september, og upp frá því tvö flug á viku. Að sögn Sigmars verða svokölluð „pallaflug" til Frankfurt; fragtrými fremst í flugvélunum en farþega- rými fyrir aftan. Reiknað er með að hægt verði að flytja um fimm tonn af fiski í hverri ferð. Fiskinum er pakkað í einangraða kassa og plastfilmu, þannig að ekki er hætta á að físklykt ónáði farþegana, að sögn Sigmars. „Við höfum reyndar flutt fisk til flestra áfangastaða okkar í Evrópu, en Frankfurt verður ný tengimið- stöð við meginlandið," sagði Sig- mar. Hann sagði að flugið til Frank- furt kæmi á vissan hátt í stað flutn- inga tii Lúxemborgar, en ferðum þangað verður nú fækkað vegna endurskipulagningar hjá Flugleið- um. „Það verða að einhveiju leyti viðskiptamenn, sem notað hafa Lúxemborgarflugið, sem munu senda fisk með vélum okkar, en allmargir hafa sýnt þessum flutn- ingum áhuga,“ sagði Sigmar. T myí f r f&rfíjfjjjji 1 f ***■ * * ~ Morgunblaðið/KGA Miklar skemmdir hafa orðið á þeim hluta Laugavegar, sem end- urnýjaður var í fyrra. Malbikað yfir nýju steinana á Laugavegi Kostnaður 2,2 milljónir króna AÆTLAÐUR heildarkostnaður vegna viðgerða á skemmdum á Laugavegi milli Frakkastígs og Klappastígs er 2,2 milljónir króna. Að mati Inga Ú. Magnússonar gatnamálastjóra, er erfitt að draga einhvem einn aðila til ábyrgðar fyrir skemmdum og leggur hann til að kostnaði vegna viðgerða verði haldið í lág- marki með malbiki í stað steinlagningar á svipaðan hátt og milli Skólavörðustígs og Klapparstígs. Þetta kemur fram í greinargerð gatnamálastjóra, sem lögð hefur verið fram í borgarráði. Þar segir enn fremur að Verkfræðistofan Línuhönnun hafi kannað ástæður skemmda á Laugavegi og komist að þeirri niðurstöðu að þær séu margþættar og erfitt að greina hvað hafí valdið þeim. Til að lag- færa skemmdirnar þarf að taka upp steina í götunni, hellur á bif- reiðastæðum og fjarlægja þurr- steypulag. Þá má reikna með að hitalögn hafi skemmst þegar steinar í yfírborði gengu til. Með því að malbika yfír stein- lögnina verður komist hjá lokun götunnar á versiunartíma. Ljósmynd/Óskar Sæmundsson Mávur stelur steikum af grillum borgaranna MÁVUR nokkur hefur undanfarnar þijár vikur ver- ið staðinn að verki við þjófnað af grillum Breið- hyltinga. Mávurinn er greinilega góðu vanur því hann sækir mest í grillað nautakjöt og pylsur. Að sögn Óskars Sæmundssonar, sem náði að mynda mávinn þegar hann bjóst til að krækja sér í bita af grilli í næsta húsi, hefur hans orðið vart víðar í Breiðholtinu. Þannig varð vinafólk Óskars fyrir bú- sifjum þegar mávurinn stal fínni nautasteik af grilli fjölskyldunnar í Flúðaseli. „Það er eins og hann finni á lyktinni að verið sé að grilla því að hann sveimar um þolinmóður og bíður þess að fólk skreppi frá. Þá lætur hann til skarar skríða og sest á grillið, grípur góðgætið í gogginn og flýgur upp á næsta húsþak og gæðir sér á velgjörningnum," sagði Óskar. Siglufjörður: Tveggja manna á gimimíbát saknað TVEGGJA manna frá Siglufirði var saknað í gærkvöldi. Leit hófst þegar en hún hafði ekki borið árangur þegar Morgunblaðið hafði síðast fregnir eftir miðnætti í nótt. Mennirnir sem saknað er, eru báðir á þrítugsaldri. Mennimir fóru frá Siglufirði á 15 feta gúmmíbát með utanborðs- vél um klukkan 15.30 í gær. Talið var að þeir hafi aðeins ætlað stutt út. Hins vegar sást til bátsins við Sauðanessvita rétt fyrir klukkan 6 í gærkvöldi og virtist hann þá vera á leiðinni inn til Siglufjarðar. Björgunarsveitin Strákar í Siglu- fírði hóf leit í gærkvöldi. Þrir bátar fóru til leitar en urðu að snúa við vegna veðurs. Komu þeir inn til Siglufjarðar rétt um miðnætti. Norðaustan fímm til sex vindstig voru við Sauðanessvita í gærkvöldi og haugabrim, að sögn Trausta Magnússonar vitavarðar. Skyggni var mjög slæmt. Björgunarsveitar- menn gengu einnig fjörur í gær- kvöldi en sú leit hafði engan árang- ur borið. Mjög slæmt veður var I Siglufirði í gær, rok og úrhellis rigning. Veg- ir fóru sundur í vatnavöxtunum og torveldaði það björgunarmönnum leitarstörf. Veðurhorfur um verslunarmaimahelgina: Bjart sunnanlands Morgunblaðió/ AM GERT er ráð fyrir svipuðu veð- urfari næstu daga allt fram á laugardag. Ekki var komin spá fyrir sunnudaginn, þegar haft var samband við Veðurstofuna í gærkvöldi. Föstudagurinn verður með svip- uðu veðri og nú, en dregur þó úr vindi, norðan- og norðaustanátt ríkjandi. Á laugardag verður norð- austanátt, líkur á léttskýjuðu veðri sunnanlands, en skýjuðu með úr- komu norðan- og austanlands. Sex útihátíðir verða um helgina, í Bjarkalundi, á Melgerðismelum, í Atlavík, Galtalæk, Vík í Mýrdal og Hetjólfsdal í Vestmannaeyjum og búast má við þúsundum gesta á hveija. Forráðamenn „Fjörs ’88“ á Melgerðismelum búast til dæmis við 8.000 manns á hátíðina. Auk þess er búist við fjölda manns á aðra ferðamannastaði. Tugþúsundir verða því á faraldsfæti eða í tjöldum þessa helgi. Sjá upplýsingar um útihátíðir á siðu 22. fHtfgtsnttbiMfe Auglýsend- ur athugið Athygli auglýsenda er vakin á því að síðasta blað fyrir verzl- unarmannahelgi kemur út laugardaginn 30. júlí. Auglýs- ingar, sem birtast eiga í blað- inu, þurfa að berast auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16 fimmtudaginn 28. júlí. Fyrsta blað eftir verzlunar- mannahelgi kemur út miðviku- daginn 3. ágúst og þurfa aug- lýsingar í það blað að berast fyrirkl. 17 föstudaginn 29.júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.