Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Niðurstöður nefndar um salmonellasýkingar HINN 2. júní 1987 skipaði þáverandi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, 7 manna nefnd, sem feng- ið var það hlutverk að gera úttekt á útbreiðslu salmonellasýkils- ins og með hvaða hætti mætti koma í veg fyrir að upp kæmu matarsýkingar af hans völdum. I nefndinni áttu sæti þeir Ingi- mar Sigurðsson, yfirlögfræðingur í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og var hann jafnframt formaður nefndarinnar, Hall- dór Runólfsson, dýralæknir, Franklín Georgsson, gerlafræðing- ur, dr. Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, Jóhannes Gunn- arsson, mjólkurfræðingur, dr. Guðni A. AJfreðsson, örveirufræð- ingur og Jón Höskuldsson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Aðdraganda að stofnun nefnd- reiðslufólks og almennings í ör- arinnar má fyrst og fremst rekja til aukinnar tíðni salmonellasýk- inga á undanfömum árum og þess að í apríl 1987 kom upp heiftarleg matarsýking af völdum salmonellasýkla í Búðardal. Það var mat þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að hér væri um svo alvarlega sýkingu að ræða, að freista yrði þess með öllum tiltækum ráðum að fyrir- byggja að slíkt endurtæki sig. Hér á eftir eru birtar al- mennar niðurstöður nefndar- innar. „Astand mála á sviði alifugla- ræktar hér á landi er með þeim hætti, að salmonellamengun kjúklinga og annarra kjötvara getur átt sér stað á öllum stigum, það er að segja frá notkun fóð- urs, jafnt Innflutts sem innlends, til neyslu. Eftirliti með innfluttu fóðri er mjög ábótavant. Eftirlit með fóðri framleiddu innanlands er nánast ekkert. Ástand fóður- bætisgeymslna er lélegt. Önnur aðstaða til fuglaeldis er mjög mis- jöfn og í mörgum tilfellum slæm. Skipulegt heilbrigðis- og fram- leiðslueftirlit er nánast ekkert og heilbrigðissköðun í sláturhúsum er ábótavant. Lítið fer fyrir sýkla- rannsóínum, sem þó hljóta að vera forsenda þess að hægt sé að halda uppi marktæku eftirliti. Þekkingarleysi starfsfólks, mat- veirufræðum og á hollustu- og hreinlætismálum varðandi þessa framleiðslu er mikið. Ef litið er ' til framleiðsluþáttanna kemur fram, að aðeins er krafist sérs- takra leyfa til fóðurinnflutnings, útungunar og slátrunar, en ekki til dæmis til eldis alifugla, fóður- framleiðslu, matargerðar í mötu- neytum og á veitingastöðum og til verslunar. Engar kröfur eru gerðar til læknisskoðunar starfs- fólks í þessum matvælaiðnaði, hvorki áður en það hefur störf, né í sérstökum tilvikuum, til dæmis eftir að fólk kemur frá suðlægum löndum. Þótt einstakir þættir eins og fóðurinnflutningur, útungun og slátrun séu háðir sérstökum leyf- um eru engar kröfur gerðar til leyfíshafa um hæfhi til starfa. Engar kröfur eru heldur gerðar til eftirlits við eldi alifugla, þar sem mest hætta er á sýkingu og mengun fuglanna. Erlendar þjóð- ir, sem hafa tekið salmonella- vandamálinu af festu, hafa komið upp virku eftirliti. Þetta eftirlit felst fyrst og fremst í rannsókn á heilbrigði eldisfugla nokkurra daga gömlum, síðar reglulega allt effeir því hvert heilbrigðisástand þeirra er við fyrstu rannsókn. Mengunarástand fuglanna ákvarðar síðan á hvem hátt þeim verður ráðstafað, til dæmis mikil mengun krefst förgunar allra fugla þegar í stað með tilheyrandi aðgerðum. Minni mengun gerir ráð fyrir að ala megi fuglana til manneldis og slátra þeim síðan undir ströngu eftirliti. Slíkir slát- urfuglar hljóta síðan hitameðferð, sem tryggir neytandanum heil- næma vöru. í stuttu máli má segja, að hér á landi hafi í alifuglarækt ríkt skipulagsleysi, sem byggist fyrst og fremst á töluverðu þekkingar- leysi framleiðenda og neytenda og afskiptaleysi stjómvalda. Opin- berum eftirlitsaðilum hefur heldur ekki verið gert kleift sem skyldi að útbúa fræðsluefni fyrir al- menning um matarsýkingar og þær hættur sem þeim fylgja. I þeim tilvikum sem opinberar stofnanir eins og Hollustuvemd ríkisins hafa dreift slíku efni hefur orðið að taka fé til þess af fjárveit- ingum, sem ætlaðar voru til ann- arra verkefna. Næsta engin fræðsla hefur verið um þessa þætti á skólaskyldustigi, hvorki í sambandi við heilbrigðisfræðslu almennt né líffræðifræðslu. Veld- ur þetta þekkingarleysi oft óeðli- legum viðbrögðum almennings, þegar upp koma matarsýkingar og ekki síst þegar fjallað er um þær af jafn miklu ábyrgðarleysi í íjölmiðlum eins og dæmin sanna, samanber umfjöllun um matar- sýkingar á síðastliðnu sumri. Það er því greinilegt að gera verður stórátak í fræðslumálum á næstu árum, bæði til þess að bæta núverandi ástand og til þess að koma í veg fyrir fordóma og óeðlileg hræðsluviðbrögð almenn- ings." Örn Bjamason, forstjóri Hollustuverndar ríkisins: Leggja þarf áherslu á auknar rannsóknir „ÞAÐ sem fjallað er um í skýrslunni um salmonellasýkingar er raunverulega samvinnuverkefni allra þeirra sem fara með mat- vælaeftirlit hér á landi, en þar er ekki einungis um að ræða yfir- dýralæknisembættið og Hollustuvernd ríkisins, heldur einnig allt heilbrigðiseftirlit á vegum sveitarfélaganna í landinu. Frá okkar sjónarhóli er ekki um neitt nýtt að ræða í málinu, því það ríkir eilif barátta við að halda matarsýkingum í skefjum og stuðla að því að þær geti ekki komið upp,“ segir Orn Bjarnason, forstjóri Hollustuverndar ríkisins. Að sögn Amar eru salmonella- sýkingar nokkuð vandamál í öllum nálægum löndum eins og til dæm- is á Bretlandseyjum og Norður- löndunum, og þegar matarsýking- Jónas Halldórsson, formaður Félags kjúklingabænda: Samvínna framleiðenda og heilbrigðiskerfis er of lítil „VTÐ erum alls ekki sáttir við allt sem fram kemur í þessari skýrslu sem nú hefur verið lögð fram, og okkur finnst dregin upp of dökk mynd af ástandinu ef á heildina er litið. Samvinna á milli framleiðenda og heilbrigðiskerfisins hefur verið alltof lítil hingað til, og framleiðendur hafa ekki verið boðaðir til sam- starfs um þessi mál. Ef samvinnan á að vera með þessum hætti verða þessi mál aldrei leyst, og alls ekki ef þetta á alltaf að vera sem leiðindamál í fjölmiðlum. Heilbrigðiskerfinu og fjölmiðla- fólki er raunverulega að takast að gera kjúklinga óseljanlega,“ segir Jónas Halldórsson, formaður Félags kjúklingabænda. Jónas segir framleiðendur vera leiðendanna. Margt sem sagt er fylgjandi auknu eftirliti, og sam- mála því að standa beri að fram- leiðslunni eins og best gerist í nágrannalöndunum, en telur þó vera alveg út í hött að setja strangari kröftir hér á landi held- ur en gert er á hinum Norðurlönd- unum. „Ég tel margt sem farið er fram á í skýrslunni vera alveg óraun- hæft, og þar sem fjallað er al- mennt um búskapinn og sagt að hann sé ekki í nógu góðu ástandi, þá er það mín skoðun að þama séu menn sem ekki hafa neitt vit á búskap að fullyrða um hluti sem þeir hafa enga þekkingu á. Varð- andi það sem sagt er um húsa- kynni þá tel ég alls ekki rétt að þau séu víða léleg, en það getur þó vel verið að þeim sé einhvers staðar ábótavant. Yfírleitt tel ég okkur standa nokkuð vel að vígi tæknilega og hvað húsakynni varðar. Hins vegar er margt í skýrslunni sem er þess eðlis að ég álít hana geta verið skref í átt til betri vöru og betri samvinnu á milli heilbrigðiskerfísins og fram- í henni ér jákvætt, en margt er með öllu óraunhæft. Til dæmis er talað um það í skýrslunni að safna beri úrgangi frá fuglabúum í einn haug og gæta þess að hann valdi ekki mengun, en þetta álít ég vera með öllu óframkvæman- legt. Hér á landi er úrgangurinn yfírleitt borinn á tún og flög og það er örugglega besta leiðin.“ Varðandi samvinnu framleið- enda og heilbrigðiskerfísins sagð- ist Jónas telja að hún hafí verið allt of lítil fram að þessu. „Við teljum að samvinna við okkur hafi verið fullkomlega snið- gengin, og ég fullyrði að enginn góður árangur næst varðandi þessi mál á meðan svo er. Við vorum til dæmis aðeins einu sinni kallaðir á fund með þeim sem unnu þessa skýrslu á meðan á rannsókn þeirra stóð. Við deilum annars í sjálfu sér ekki við heil- brigðiskerfið um þessi mál. Hér var um að ræða rannsókn á ákveðnu tilfelli, og í skýrslu nefndarinnar koma fram vissar tillögur að næstu reglugerðum og reglum og við erum jákvæðir að vinna með heilbrigðiskerfínu, en við erum mjög ósáttir við meðferð þess og fjölmiðla um málið. Sam- vinna heilbrigðiskerfisins við okk- ur hefði átt að hefjast fyrir löngu síðan í stað þess að þvæla með þetta mánuðum saman í nefndum og fjölmiðlaumfjöllun. Ég er á móti því hvemig farið hefur verið með þessi mál, en jákvæður gagn- vart því að leysa þau á besta mögulega hátt. Annars tel ég stöðuga umfjöllun um þessi mál í fjölmiðlum einungis til þess fallna að gera alla menn vitlausa. Þessi mál þarf að leysa annars staðar en á þeim vettvangi. Fjöl- miðlar hafa reyndar stóreyðilagt fyrir kjúklingabændum, og raun- verulega má segja að f dag sé alifuglabúskapurinn næstum dauður, og ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. í fyrsta lagi er það samkeppnisumræðan, sem höfð hefur verið í hávegum undanfarin 3—4 ár, í öðru lagi er það salmon- ellaumræðan í fjölmiðlum og í þriðja lagi er það umræða í þeim um að kjúklingar væru of dýrir og fengjust ódýrari erlendis frá. Þetta allt til samans er nokkum veginn búið að ganga að kjúkl- ingaframleiðslunni dauðri. Ég tel reyndar enga leið færa til að ræða þessi mál í fjölmiðlum vegna þess hve þau eru flókin. Þess vegna tel ég réttast að tala sem minnst um þessi mál, en vinna þeim mun betur að þeim." ar koma upp þá er í flestum tilfell- um um að ræða röð af tilviljunum sem leiða til þess að tiltekin mat- arsýking á sér stað. Matarsýking- ar geta þannig orðið hversu vel sem vandað er til hreinlætis, en vamir við þeim séu þó fyrst og fremst fólgnar í því að fólk gæti fyllsta hreinlætis heima fyrir, og ekki síður á matsölustöðum þar sem hættan á matarsýkingum er ennþá meiri. Öm segir það vera ljóst að for- vamir í þessum efnum skipti mjög miklu máli, og því verði fyrst og fremst að leggja áherslu á aukna rannsóknastarfssemi. Ef þannig komi í ljós að mengun af völdum gerla sé mikil, þá sé mögulegt að gera viðeigandi ráðstafanir í tíma. „Það sem mestu máli skiptir er að hreinlætið sé í svo góðu lagi að sýkingar geti ekki átt sér stað, en það sorglegasta við allar matarsýkingar er að það er í raun og veru óþarft að þær komi upp. Þær valda fólki þjáningu, óþæg- indum og vinnutapi, og geta jafn- vel í versta tilfelli valdið dauða, ef um svæsna sýkingu eða mjög smitnæmar og hættulegar bakter- íur er að ræða. Einn hlutur er nokkuð sérstæð- ur varðandi verslunarhætti og dreifingu hér á landi, en það er að allir kjúklingar eru gaddfrystir áður en þeir eru settir á markað. Við það drepast í þeim sýklar sem eru tíðir smitvaldar erlendis. Umræða um að fá ferska kjúkl- inga á markað hefur þess vegna strandað á því að sýnt hefur verið fram á að við höfum lítið haft af þessum sýkingum að segja, og því hefur verið algert bann við að dreifa þeim ófrystum vegna mengunarhættu." Að sögn Arnar eru salmonella- rannsóknir víðar stundaðar hér á landi en hjá Hollustuvemd ríkis- ins. Tilraunastöð háskólans í meinafræði að Keldum fær send sýni sem tekin eru á framleiðslu- stigi kjúklinga og þar eru gerðar margvíslegar prófanir. „Þau sýni sem við aftur á móti fáum eru tekin þegar kjúklingarn- ir eru komnir á markað. Þarna er því um að ræða mjög ákveðna verkaskiptingu. Það er fylgst með fóðrinu, og dýralæknar fylgjast með eldi kjúklinganna og ástandi húsa, og því að nagdýr til dæmis komist hvergi nærri á framleiðslu- stiginu. Þeir fylgjast síðan með kjúklingunum þar til búið er að slátra þeim og þeir eru komnir í frystingu. Það er sfðan ekki fyrr en farið er að dreifa vömnni sem heilbrigðiseftirlit sveitarfélag- anna kemur til skjalanna. Þama er því um að ræða algjöra verk- efnaskiptingu." Að áliti Amar er brýn nauðsyn á að samræma allt matvælaeftir- lit í landinu, en þar koma fleiri aðilar til skjalanna, bæði hvað varðar rannsóknir í landbúnaði, fískiðnaði og það sérhæfða eftirlit sem Hollustuvemdin hefur með höndum. „Varðandi það sem snýr beint að Hollustuvemdinni, þá þarf fyrst og fremst að efla aðstöðu til rannsókna. Það stendur að vísu allt til bóta þegar við komumst í nýtt húsnæði að Ármúla 2A, þar sem eyðnirannsóknir og aðrar veimrannsóknir em þegar komn- ar með aðstöðu, en vegna fjárs- korts hefur ekki getað orðið af því ennþá. Efnarannsóknir em ekki í þeim mæli sem skyldi, og aðstaðan hjá stofnuninni til að sinna þeim er ekki eins góð og hún ætti að vera. Hér er um að ræða rannsóknir á ýrrýss konar aukefnum og íblönd- unarefnum öðmm í matvælum og í umhverfi. Aftur á móti hefur mjög öflug starfssemi verið byggð upp varðandi gerlarannsóknir. Aðstaða til þessara rannsókna mun öll batna er húsnæðið fæst í Ármúlanum, en þar kemur jafn- framt til með að verða nánara samband við hluta af sýklarann- sóknadeild Landspítalans heldur en er í dag. Hollustuvernd ríkisins tekur ekki sýnishom sjálf heldur tekur hún einungis við aðsendum sýn- um, og hefur stofnunin þannig ekki með höndum beint heilbrigði- seftirlit, nema í undantekningatil- fellum þar sem það er ákveðið af ráðherra. Þá er það gert í sam- ráði við heilbrigðiseftirlit sveitar- félaganna, en það em þau sem bera ábyrgð á heiibrigðiseftirliti í landinu. Hollustuvernd ríkisins hefur einungis eftirlit með því að það sé framkvæmt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.