Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 46
YDDA F5.25/SIA
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
SKORAÐU
KÖRFU
FYRIR
ÍSLAND!
Höldum landinu hreinu!
Það var ekki tilviljun að við völdum full-
komnar dósir, með áföstum upptakara, fyrir
Egils drykkina; þær hafa í för með sér mun
minni umhverfismengun.
Nú er komið að þér. Sýndu hæfni þína;
hentu tómu Egils dósinni þinni í ruslakörfuna
og skoraðu körfu fyrir ísland.
Vertu með, höldum landinu hreinu. Wj
- áskorun um bætta umgengni!
HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON
Minning:
Höskuldur Stefáns-
son, rafvélavirki
Fæddur 5. apríl 1941
Dáinn 18. júli 1988
í dag verður jarðsettur vinur
minn, Höskuldur Stefánsson. Hös-
kuldur, sem við öll héldum að ætti
ótal mörg ár ólifuð og væntum að
fá að njóta með honum. En skyndi-
lega er kallið komið og við stöndum
agndofa frammi fyrir þeirri hel-
köldu staðreynd að Höskuldur, þessi
elskulegi góði drengur er ekki leng-
ur hjá okkur.
Minningarnar hrannast upp. Arin
sem ég vann í Hrísnesi hf., fyrir-
tækinu sem hann byggði upp ásamt
konu sinni. Þar var nákvæmni og
lipurð alltaf í fyrirrúmi gagnvart
viðskiptavinum eins og starfsfólki.
Ef búið var að lofa einhveiju vildi
Höskuldur að staðið væri við það.
Ég sem starfsmaður fann þá alúð
og einlægni sem hann sýndi starfi
sínu, starfsfólki og fjölskyldu. Ég
laðaðist að þessum manni sem lét
sig varða og gaf tíma þeim sem á
þurftu að halda. Þá og alla tíð síðan
hef ég verið svo lánsamur að fá að
kalla Höskuld, þennan jákvæða
mannlega persónuleika, einn af
mínum bestu vinum.
Höskuldur átti mörg áhugamál.
Meðal annars var hann skíðamaður
góður og einnig hafði hann mikið
yndi af að fljúga litlu flugvélinni
sinni. Stærsta áhugamál hans var
þó íjölskyldan, hennar velferð og
afkoma. Eftirlifandi eiginkona Hös-
kuldar er Sigurbjörg Björnsdóttir
og áttu þau þtjá syni, þá Valbjörn,
Rúnar og Þröst. Þau syrgja nú
góðan eiginmann og föður. Ég votta
þeim mína dýpstu samúð, einnig
Guðrúnu móður hans og öðrum
aðstandendum.
Finnur
Þegar ég tek mér penna í hönd
og sendi fátækleg skrif um Hösk-
uld frænda minn, sem lést á gjör-
gæsludeild Borgarspítala 18. þ.m.,
af völdum slyss, sem hann varð
fyrir á mótorhjóli, er hann ók aust-
ur undir Eyjafjöllum tveim dögum
fýrr, þá er í huga mínum slíkt tóm,
að ég fæ ekki orðum að komið.
Hann, þessi sterki hlekkur í fjöl-
skyldukeðju okkar, er numinn brott
með sviplegum hætti. Slysin gera
ekki boð á undan sér segja menn
oft, og svo sannarlega er það rétt.
Sú spurning verður þó alltaf
áleitin, hver sé tilgangur lífsins.
Er þetta skóli okkar, sem eftir lif-
um, er sorgin einn af þeim þáttum
lífsins, sem þroska okkur til dáða?
Hún fer sannarlega ekki í mann-
greinarálit og löngum hlífir hún
engum. Eru menn kallaðir til ann-
arra starfa á besta aldri í miðju
lífsstarfi frá konu og börnum. Svör
við þessum hugrenningum kann ég
engin, en genginn er góður dreng-
ur, sem ég veit að er sárt saknað
af öllu frændfólki okkar og að því
kveðinn mikill harmur.
Ég bið góðan guð að styrkja og
annast hans elskulegu eiginkonu,
Sigurbjörgu Björnsdóttur, drengina
þeirra, tengdadóttur og sonardótt-
ur, aldraða móður, systkini og fjöl-
skyldur þeirra.
Höskuldur var fæddur 5. apríl
1941 á Kirkjubóli í Korpudal í On-
undarfirði. Hann var sonur hjón-
anna Guðrúnar Össurardóttur og
Stefáns R. Pálssonar, er þar
bjuggu, og var hann þriðji í röðinni
af fimm systkinum er upp komust.
Skúlína og Kjartan voru honum
eldri, en Páll og Össur yngri. Ég
þekkti vel æskuheimili Höskuldar
og naut þar sem barn og unglingur
mikils kærleika og umhyggju. Þar
dvaldist líka öldruð amma, sem var
okkur öllum svo kær.
Með veganesti frá þessu myndar-
heimili fór enginn illa búinn. Hösk-
uldur lærði rafvirkjun og rak um
t
BJÖRG JÓNASDÓTTIR
tannsmiður,
Hverfisgötu 3, Hafnarfirði,
er látin.
Fyrir hönd vandamanna,
Helga Jónasdóttir,
Eli'as B. Elfasson.
t
Stjúpmóðir okkar og fósturmóðir,
SIGURBJÖRG VIGDÍS GUÐBRANDSDÓTTIR,
Hringbraut 42,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. júlí
kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
Gunnar Guðmundsson,
Halldóra Guðmundsdóttir, Ingimar Jónsson,
Þorsteinn Guðmundsson, Valtraut Paulsen,
Hjörtur Guðmundsson, Auður Sigurbjörnsdóttir.
MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ
FLUGUHJÓL
Fóst í nœstu sportvöruverslun.