Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 51
ingar á lifnaðarháttum sem áttu sér stað í nágrannalöndum okkar, með uppbyggingunni eftir stríðið, settu jafnharðan svip sinn á lifnaðarhætti okkar Islendinga. En íslendingar létu sér ekki nægja að nota flugið til bættra sam- gangna, þeir vildu frekari hlutdeild í þessu mikla ævintýri, þeir vildu eignast það sjálfir, þeir skyldu sjálf- ir sjá um flugsamgöngur á landinu og til og frá landinu, og þeir skyldu einnig hasla sér völl á alþjóðlegum flugleiðum. Við þetta myndaðist ný atvinnu- grein á íslandi, hópar ungra manna fóru utan til náms, og komu til baka sem flugmenn, flugvélvirkjar, loft- siglingafræðingar og flugumsjónar- menn, svo eitthvað sé nefnt, og brátt stóðum við fyllilega jafnfætis öðrum þjóðum í hinni tæknilegu hlið þessar- ar atvinnugreinar. En einnig þurfti fólk til að sinna markaðsmálum, sölumálum og af- greiðslumálum, og til þessara starfa komu menn ur öllum áttum, misjafn- lega undirbúnir, en með einlægan áhuga á þessum málum og staðráðn- ir í því, að íslendingar yrðu ekki eftirbátar annarra þjóða á þessu sviði. Þar sem yfirleitt var ekki um að ræða sérþekkingu á þessum málum, urðu menn að fikra sig áfram og mistökin voru mörg, en smátt og smátt náðu menn einnig tökum á þessum þætti. Einn þessara frumheija sem stóðu um langt bil í eldlínunni, var Skarp- héðinn Árnason. Skarphéðinn hóf störf hjá Flugfélagi Islands árið 1954 við bókhald, skömmu síðar flyst hann til Kaupmannahafnar, til að hafa yfirumsjón með bókhaldinu á skrifstofu Flugfélags íslands þar. Þá voru þegar orðin mikil umsvif á Kaupmannahafnarskrifstofunni, langflestir farþegar voru á flugleið- inni milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar, auk þess annaðist skrifstofan í Kaupmannahöfn samn- inga ,um ýmiss konar leiguflug, mest í tengslum við Grænland. Þetta flug var bæði fyrir dönsku Grænlands- verzlunina og ýmsa rannsóknarleið- angra, og þessi Grænlands-verkefni voru mikil lyftistöng fyrir íslensk flugmál og svo er enn í dag. SKIPHOLTI 31 Kjörvari og Þekjukjörvari verja viðinn vel og lengi málning'f MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 51 Skarphéðinn vann störf sín í Kaupmannahöfn af þeirri lipurð og samviskusemi sem síðar var alkunn innan félagsins, og öðlaðist traust samstarfsfólks og yfirmanna, og því var það að þrem árum síðar var honum boðið að veita forstöðu skrif- stofunni í Ósló, og þar með starfsem- inni í Noregi. Að þessu sinni hafði Skarphéðinn ekki langa viðdvöl í Osló, því snemma árs 1960 hélt hann til Ham- borgar, til að stjórna starfsemi Flug- félags Islands þar. Árið 1964 snýr hann síðan aftur til Ósló, og var þar, þar til hann lét af störfum fyr- ir aldurssakir árið 1986. Skarphéðinn var ákaflega farsæll í öllum sínum viðamiklu og tíma- freku störfum. Skrifstofur Flugfélags íslands, veittu íslenskum ferðalöngum á sjötta og sjöunda áratugnum miklu ijölbreyttari fyrirgreiðslu en nú, og stafaði það meðal annars af því, að íslendingar voru þá ekki eins ferða- vanir og nú er, og því ekki eins við- búnir að mæta ýmsum vandamálum sem upp geta komið á ferðalögum. Orð fór af því, hvað Skarphéðinn var laginn við að aðstoða í slíkum tilfellum, og fór þá saman útsjónar- semi og eðlislæg nærfæmi, sem var þess valdandi að rétt aðstoð var veitt á réttum tíma, án þess að særa tilfinningar og stolt þess er hennar r.aut. Fiölmargir eru þeir íslendingar sem nutu þessarar fyrirgreiðslu Skarphéðins, og hugsuðu síðan ávallt til hans með hlýjum hug. Skarphéðinn var ákaflega mikill íslendingur, og eins og svo margir Islendingar, sem dveljast langdvöl- um erlendis, sá hann land og þjóð í meiri ljóma en við hin sem heima sitjum. Hann hafði gagngóða þekkingu á landinu, og hafði ánægju af að miðla öðrum af þeirri þekkingu, vekja hjá útlendingum áhuga á hrikalegri náttúrufegurð landsins og sérkenni- legri menningu þjóðarinnar, og þó hann sæi landið í dýrðarljóma, þá var hann raunsær þegar hann gaf öðrum upplýsingar og sagði kosti og löst á öllu eftir mestu vitund. Skarphéðinn var um árabil ein aðaldriffjöðurin í Islendingafélaginu í Ósló, og þar eins og allsstaðar annars staðar, vann hann af dugn- aði og heilindum. Um nokkur skeið var ég nákunn- ugur Skarphéðni í starfi, og bar ég mikla virðingu fyrir nákvæmni í vinnubrögðum, og ekki síður fyrir hreinlyndi og drengskap í samskipt- um við starfsfélaga. Eg virti einnig tillögur hans, sem ávallt voru fram- settar af vel íhuguðu máli, og með hógværð og sannfæringu. Þar sem hann fór var fals og undirferli hvergi nærri. Fyrir mörgum árum, er kona mín gekkst undir aðgerð, og lá á sjúkra- húsi í Ósló um nokkurt skeið, kynnt- umst við af eigin raun hlýju Skarp- héðins og hjálpsemi, og öll aðstoð var veitt á þennan rólega og hóg- væra hátt, sem honum var einum lagið og gerir svo auðvelt að þiggja. Fyrir þetta færum við honum inni- legar þakkir nú þegar leiðir skiljast að sinni. Ég hygg að Skarphéðinn hafi ver- ið mikill gæfumaður í sínu einkalífi, þó ekki fari hjá því að hann yrði fyrir áföllum, og kynntist hann því átakanlega hvað skammt er á milli gleði og dýpstu sorgar, er hann missti konu sína, Brynju Þ. Guð- mundsdóttur, skömmu eftir að hún hafði alið dóttur. Einnig veit ég að hin miklu veik- indi, er hann átti við að stríða síðustu árin, lögðust stundum þungt á Skarphéðin, eins og við er að búast. Að lokum vil ég aftur þakka Skarphéðni samveruna á þeirri ferð sem við áttum saman, og það fals- leysi og og drengskap sem ein- kenndi hann. Elínborgu Reynisdótt- ur eftirlifandi konu Skarphéðins, dætrum hans Helgu og Brynju, litlu, drengjunum tveim, sonum dætr- anna, vottum við Hulda innilega samúð. Einar Helgason Skarphéðinn Árnason er látinn og með honum er genginn einn trygg- asti vinur okkar. Við höfum þekkt Skarphéðin um árabil og kynntumst vel hvílíkur mannkostamaður hánn var. Hann var traustur og góður félagi sem gott var að leita til eða gleðjast með á góðri stund. Hann var höfðingi í lund, réttsýnn og því oft fastur fyrir. Við höfum átt marg- ar ánægjustundir með Skarphéðni og fjölskyldu hans, bæði hér heima og úti í Ósló og þó að þau Ella hafi dvalið langdvölum erlendis er heim- ili þeirra fyrst og fremst íslenskt heimili sem ber menningu okkar fallegt vitni og gestrisni þeirra hjóna var einstök. Við vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Vigdís og Steingrímur er stór- kostleg nýjung í ríslenskri málningar- framleiðslu. _______er fljótþornandi og auðunnin akrýlmálning ætluð á litað stál, þök og vegg- klæðningar, því allt litaö stál þarf viöhald. T.d. er ekkert litað stál varið gegn mengun úr andrúmsloftinu. Þótt stálið hafi ekki ryðgað eða yfirborö þess ekki byrjað að flagna, þarfnast það samt sem áður viðhalds. er fáanlegur í 8 staðallitum og hægt að fá hann í yfir 2000 sérlöguðum litum eftir litakerfi ALCRO. UÖRVl fæst í 1,4, og 10 lítra umbúöum. Málningarverksmiðja Slippfélagsins wssssstsssi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.