Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Polarfish í Nuuk: ísfirðingar fjölmenna FYRSTA alþjóða fiskveiðisýning- in, Polarfish 1988, verður haldin nú um helgina í Nuuk, höfuðstað Grænlands. íslendingar taka virk- an þátt í sýningunni og munu um 40 íslensk fyrirtæki taka þátt. Af þessum 40 fyrirtækjum eru 15 frá Isafirði og sýnir það glögglega hve mikla áherslu ísfirðingar leggja á viðskiptin við grænlensku rækju- togarana. Islenska útflutningsráðið hefur haft yfírumsjón með íslensku deild- inni, en atvinnumálanefnd ísafjarðar hefur séð um að ísfirsku fyrirtækin sameinuðust um ýmsa þætti svo sem gerð auglýsingabæklings og um fjölda fulltrúa til að dvelja í Nuuk meðan sýningin fer fram. Auk þess fór héðan þriggja manna nefnd undir forystu bæjarstjórans Haraldar L. Haraldssonar til að ræða við fulltrúa útgerðarfyrirtækjanna og stjórnmálamenn. Heimastjómin á Grænlandi og íslenska ríkisstjómin gerðu með sér samning fyrir um 8 árum um að grænlensk fískiskip fengju undan- þágu frá lögum um bann við löndun erlendra fískiskipa í íslenskum höfn- um, þar sem algjör hafnleysa er á austurströnd Grænlands og margra daga sigling til hafna á vesturströnd- anni. Var samið um að grænlensk fískiskip fengju að landa afla sínum á ísafírði. i fyrstu var um örfá skip að ræða en þeim hefur farið fjölg- andi og munu hafa verið milli 30 og 40 á síðasta vetri. Vegna þessarar viðbótar hafa skipamiðlarar og fleiri þjónustuaðilar á Ísafírði komið sér upp búnaði til að meðhöndla þennan afla eins og hagkvæmast er. Það kom því mönnum mjög á óvart þegar skip- in tóku að tínast til Hafnarfjarðar eitt af öðru þar til þau voru flest komin þangað í viðskipti á síðasta ♦etri. Eftir standa hér þjónustufyrir- tæki með dýran búnað og hafnarsjóð- ur með mannvirki sem eru að kom- ast í gagnið nú í haust og voru með- al annars ætluð til að þjóna þessum vaxandi flota. Hér er því um mikið hagsmunamál fyrir ísafjörð að ræða og ef til vill prófsteinn á byggðastefnu hvaða þró- un verður á þessum málum. Elías Oddsson formaður atvinnumála- Stuíningur vií ríkisstjórnina Apr 88 Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Isfirsku fulltrúarnir á Polarfish í Nuuk við brottförina frá ísafjarðar- flugvelli á þriðjudag. Þeir tilheyra tveimur nefndum, er önnur und- ir forsæti Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra en hin undir for- sæti Elíasar Oddssonar formanns atvinnumálanefndar ísafjarðar. ísfirðingar munu kynna framleiðsluvörur tengdar sjávarútvegi og þjónustu við fiskiskip, en ísafjarðarhöfn liggur best við veiðum skipa í fiskveiðilögsögu Austur-Grænlands. nefndar Isafjarðar sagði við Morgun- blaðið að samstaða ísfírðinga í þessu máli væri mjög góð, hins vegar hefði það komið sér mjög á óvart að báðir bankamir á staðnum, Landsbankinn og Útvegsbankinn, hefðu neitað að vera með í gerð auglýsingabæklings sem út var gefínn og borið við stefnu markaðsdeilda bankanna í Reykjavík. Sama var reyndar upp á teningnum hjá stóru þjónustufyrirtækjunum í Reykjavík. Níu manna sendinefnd lagði af stað á sýninguna á þriðjudag með flugvél frá flugfélaginu Emir, en Emir munu kynna þjónustu sína og vera með 10 sæta Titan-vél sína á Nuuk-flugvelli á meðan sýningin stendur. - Úlfar Á þessu súluriti sést hvemig stuðningur við rikisstjórnina hefur minnkað síðan í nóvember á siðasta ári samkvæmt niðurstöðum skoð- anakannana Skáís. Skoðanakönnun Skáís: Rúmlega þriðjungur styður ríkisstjórnina Rúm 40% þeirra sem afstöðu tóku telja ríkisstjórnina munu falla á næstunni í skoðanakönnun sem Skáis gerði fyrir Stöð 2 dagana 23. til 24. júlí var meðal annars spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Verslunar- mannahelgin: Hljómsveitin Karma leikur í Arnesi Hljómsveitin Karma leikur í Árnesi um verslunarmanna- helgina. Pálmi Gunnarsson kemur fram og syngur gömul og ný Mannakornslög. Einnig verður á staðnum plötu- snúðurinn Jón Bjarnason. Sæta- ferðir verða frá öllum helstu kaup- túnum og bæjum á Suðurlandi. (Úr fréttatilkynningu) Hljómsveitin Karma. Afmæliskveðja: Ottó Guðjóns- son klæðskeri Ég er viss um að sólin skein á Eskifirði 1. ágúst 1898, daginn sem Ottó Guðjónsson fæddist. Sólskinið settist að í skapi hans og brosi og ljómar þar enn í dag. Ekki naut hann móður sinnar lengi við, Guð- rún Jónsdóttir frá Hornafirði lést frá syni sínum þriggja daga og tveimur ungum dætrum. Úr hennar ætt er rauða hárið. Þriggja ára fluttist Ottó til Vopnafjarðar með föður sínum, Guðjóni Jónssyni -Vopnfjörð og ólst þar upp við gott atlæti hjá þeim Þorbjörgu Þorláks- dóttur, síðari konu hans, til fjórtán ára aldurs. 6. nóvember 1917 hóf pilturinn nám I iðninni sem varð aðalstarf hans í 50 ár upp á dag. Þegar við Ottó Guðjónsson, klæðskeri, kynnt- umst á kvöldvaktinni á Skúlagötu 4 fyrir aldarfjórðungi, þekkti ég engan skraddara nema þann hug- prúða úr Grimmsævintýrum og prakkarana tvo, sem saumuðu nýju fötin keisarans. Ottó er ekkert líkur þeim en hugprúður er hann og ævintýri líkastur. Ottó var orðinn 82 ára þegar hann fékk tíma til að láta gamlan draum rætast. Þá fór hann að læra fótspil á orgel hjá Magnúsi Jóns- syni. hann keypti sér támjóa skó, svo allt væri eftir kúnstarinnar regl- um og æfði sig 5 tíma á dag, oftast í Templarahöllinni, fékk líka leyfi til að æfa sig í Dómkirkjunni enda elsti nemandi í faginu. Hann tók pedalpróf í Neskirkju hjá Hauki Guðlaugssyni, söngmálastjóra Þjóð- kirkjunnar, og stóð sig með prýði, fékk einkunnina 7. Fjórum árum síðar lagði Ottó leið sína í Krists- kirkju að hlusta á Hauk og nemend- ur hans á organistanámskeiði. Hann fór með þeim í Dómkirkjuna og söngmálastjóri fékk hann til að segja frá sjálfum sér og náminu og spila sálm á Dómkirkjuorgelið fyrir organistana. Haukur segir að eftir það hafí enginn þeirra sagst vera orðinn of gamall til að læra. Það er eins og mann gruni að Ottó hefði valið sér tónlistina að starfi, ef hann hefði átt þess kost. Þrátt fyrir langan og erfiðan vinnu- dag hafði hann ætíð tíma fyrir hana. Árum saman stjómaði hann barna- kór, kvartetti og Söngfélagi IOGT. í því áhugastarfi var líf hans og sál. Gamalt útvarpsfólk á góðar minningar um kórinn sem hann stjórnaði á árshátíð forðum Þá vom lög okkar eigin lagasmiða og tónskálda sungin eins og á að syngja þau. Ottó fór niður af skraddaraborð- inu hjá Andrési Andréssyni, klæð- skera, í síðasta sinn 6. nóvember 1967. Ekki lagði hann nálina frá sér þótt hann væri hættur að sauma einkennisbúninga á skipstjóra og lögreglu, kjólföt og smókinga. Nú tók hann til við listsaum. Eftir mynstri úr Þjóðminjasafninu saum- aði hann Forsetateppið, teppi Jóns Sigurðssonar, og færði Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands að gjöf. Einnig heiðraði hann Stór- stúku íslands með fagurri vegg- mynd af Pilti og stúlku. Ekki var Ottó einn við listsaum- inn. Kona hans, Guðbrandína Tómasóttir deildi því áhugamáli með honum eins og öðmm. Þau giftu sig 1922. Þegar Guðbrandína lézt 1981 hafði hún legið 3 ár á Landakoti. Allan þann tíma vitjaði Ottó hennar tvisvar á dag svo kært var með þeim. Þegar hugurinn reikar til löngu liðinna Skúlagötuára, finnst manni alltaf hafa verið gaman, ekki síst árin fímm með Ottó. Ég tók mér stundum dömufrí þegar harmoníku- þátturinn dunaði, ungþulurinn bauð upp símastrák á sjötugsaldri og gangamir á 6. hæð vom teknir í skottís, valsi og ræl, með hlátra- sköllum. Ekki var heldur leiðinlegt að hlusta á hann segja frá, þegar tími gafst frá símtölum og lestri. Aldrei gleymist sagan af vandan- um, sem hann komst í þegar stúlk- umar fóm að láta sauma á sig Oxford-buxur. Það var enginn vandi að sauma þær, en erfíðara að taka málin. Ottó vann víðar en hjá Andrési og í útvarpinu. Fyrstu hjúskaparár- in var kona hans í vinnumennsku fyrir austan fjall meðan hann ferð- aðist um sveitirnar og saumaði. 1967 hóf hann störf í Seðlabankan- um og var bankamaður þar til hann varð 82 ára. Ekki hefur hann kom- ið sér illa þar fremur en annars staðar. Enn í dag snæðir hann há- degisverð í mötuneyti bankans, fær sér síðan hádegisblund í fínum leð- ursófa og er vakinn með ilmandi tjómakaffí. Ottó er gæfumaður. Hann átti góða konu og eignaðist 7 góð böm, 6 þeirra em á lífi, 3 dætur og 3 synir, en einn sona hans er látinn. Bamabömin munu vera 17. Þor- steinn Hauksson, kunnur tónlistar- maður meðal þeirra, og bama- bamabörnin orðin 6. Ekki er hann hniginn þrátt fyrir aldurinn. Það sýnir best hve em hann er, en hann stundar bingó 5 kvöld í viku með Þóm dóttur sinni. Ottó er fæddur 1. ágúst en ætlar að fagna níræðisafmælinu eftir klukkan 8 í kvöld, fimmtudag 28. júlí, á heimili Erlu, yngstu dóttur sinnar, og Erlings Kr. Stefánsson- ar, manns hennar, Hryggjarseli 15. Hann vonast til að sjá sem flesta af vinum sínum og vandamönnum þar. Þessum orðum fylgja harpingju- óskir til kærs vinar. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir Morgunblaðið greindi í gær frá niðurstöðum þessarar könnunar er varða fylgi stjómmálaflokk- anna. Könnunin fór þannig fram að hringt var í símanúmer eftir handahófsúrtaki og haft sam- band við 700 einstaklinga og svömðu 656 eða 93,7%. Spurt var hvort viðkomandi styddi ríkisstjómina eða ekki. Tæp- lega þriðjungur eða 30% aðspurðra kváðust styðja ríkisstjómina en rúmlega helmingur eða 55,6% sögð- ust ekki styðja hana. 12% að- spurðra vom óákveðin. Ef aðeins em reiknuð svör þeirra sem tóku afstöðu kemur í ljós að rúmlega þriðjungur eða 35,1% segjast styðja ríkisstjómina en tæplega tveir þriðju hlutar spurðra eða 64,9% segjast ekki styðja hana. I svömm við spumingu um hvort að ríkisstjómin myndi falla á næst- unni eða sitja út lcjörtímabilið kem- ur í ljós að 42% þeirra sem taka afstöðu telja að stjómin muni falla á næstunni, samtals 17,3% telja stjómina munu falla í haust eða á næsta ári, en rétt rúm 40% þeirra sem tóku afstöðu telja ríkisstjómina munu sitja út þetta kjörtímabil. Tæplega 15% svarenda vom óá- kveðin í þessum efnum. Að lokum var spurt hvort fólki fyndist að kjósa ætti aftur ef til stjómarslita kæmi eða hvort reyna ætti að mynda nýja ríkisstjóm án þess að ganga til kosninga. Yfír- gnæfandi meirihluti þeirra sem tóku afstöðu eða 74,4% telja að efna ætti til kosninga ef ríkisstjómin félli, en fjórðungur telur að að reyna ætti stjómarmyndun án þess að ganga til kosninga. Opið hús í Zanzibar ZANZIBAR, í húsnæði Casa- blanca við Skúlagötu, kynnir opið hús fimmtudaginn 28. júlí. Hljómsveitin Síðan skein sól mun verða gestur kvöldsins. Hljómveit- ina skipa Helgi Bjömsson sem syngur, Jakob Magnússon sem leik- ur á bassa, Eyjólfur Jóhannsson á gítar og Ingólfur Sigurðsson á trommur. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Prentvilla slæddist inn í grein Bergljótar Hreinsdóttur, „Bíllinn , þarf ekki að vera banvænn". Þar stendur: „ ... þar sem sérhæfðir lögreglumenn fylgjast með Stjóm- völdum . . .“, en á að vera „ . . . þar sem sérhæfðir lögreglumenn fýlgj- ast með tjónavöldum ...“. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.