Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 31 Búrma: Sein Lwin treyst- ir valdastöðu sína Rangoon. Reuter. SEIN Lwin, uppgjafa hershöfðingi og nývalinn eftirmaðUr Ne Wins í formannsembætti sósialistaflokks Búrma, treysti valdastöðu sina í gær með þvi að bæta á sig forsetanafnbót. Þing Búrma útnefndi Tun Tin fyrrum fjármálaráðherra til emb- ættis forsætisráðherra en því emb- ætti gegndi Maung Maung Kha áður, einn af gömlu mönnunum sem nú víkja. Þessar mannabreytingar fylgja í kjölfar örlagaríks aukaþings sósíalistaflokksins. Þar með lauk 26 ára valdatíma Ne Wins sem breytt hefur „hrísgijónakistu Asíu“, eins og landið var áður nefnt, í eitt fátækasta land heims. Sendimenn erlendra ríkja segja að skipun Seins Lwins í embætti forseta og flokks- formánns boði síst betri tíma fyrir 38 milljónir íbúa Búrma. Sein Wlin er 64 ára gamall og hefur frá því flokkurinn hrifsaði til sín öll ,völd árið 1962 séð um að beija niður andstöðu við valdhafana og verið yfirmaður hinnar alræmdu Lon Htein óeirðalögreglu. Hann er hataður meðal námsmanna sem stóðu fyrir óeirðum á síðasta áratug og meðal miðaldra Búrma, hverra börn hafa orðið fyrir barðinu á hern- um. Stærsti stjómarandstöðuhóp- urinn í landinu er Kommúnista- flokkur Búrma sem náð hefur norð- urhéruðum landsins á sitt vald. Annað stjómmálaafl er Lýðræðis- fylkingin, samsteypa níu minni- hlutahópa sem berst gegn stjórn- inni. Búist er við þvi að Sein Wlin leggi sig allan fram við að hrinda efna- hagslegum umbótum í framkvæmd sem samþykktar vom á flokks- þinginu á mánudag. Hann hefur hins vegar gert flestum ljóst að hann kæri sig ekki um að önnur stjómmálaöfl en sósíalistaflokkur- inn verði heimiluð. Ne Win hafði vakið vonir þar að lútandi í síðustu viku. Sein Wlin segir að kerfinu sé ekki um að kenna hvemig komið sé fyrir landinu heldur spilltum embættismönnum. Einstök atriði efnahagsumbót- anna hafa ekki verið opinbemð en talið er að í þeim felist að leyft verði aukið einkaframtak, samstarf við erlend fyrirtæki og verðsam- keppni. Búrma var hluti af breska heims- veldinu frá 19. öld fram til 1942 er Japanir hernámu landið. í stríðslok náðu herir bandamanna landinu á sitt vald á ný og árið 1948 fékk Búrma sjálfstæði. Árið 1962 hrifsaði Ne Win hershöfðingi til sín völdin og tveimur ámm síðar bannaði hann önnur stjórnmálaöfl en sósíalistaflokkinn. Reuter Talsmenn deiluaðila í Kambódiu: Khieu Samphan, leiðtogi Rauðra khmera; Son Sann, leiðtogi Hvítra khmera og formaður í samtökum skæruliðahreyfinganna þriggja; Hun Sen, forsætisráðherra stjórnar- innar í Phnom Penh; Sihanouk og sonur hans, Norodom Ranariddith. Viðræður um frið í Kambódíu: Sihanouk fellur frá kröfunni um alþjóðlegar friðarsveitir Jakarta. Reuter. NORODOM Sihanouk prins og fyrrum þjóðhöfðingi í Kambódiu hefur fallið frá þeirri kröfu, að alþjóðlegar eftirlitssveitir fylgist með framkvæmd hugsanlegs samkomulags um frið i landinu. Þykja þetta nokkur tíðindi og eftirgjöf fyrir Rauðum khmerum, stjórninni í Phnom Penh og Víetnömum. Eftir sem áður veldur það mestum áhyggjum hvernig koma megi í veg fyrir valdatöku Rauðra khmera þegar víetnamska herliðið er farið. deilt um leiðir til að hindra, að Rauðir khmerar kæmust aftur til valda. Kvaðst Ijann hlynntur hug- myndum um alþjóðleg stríðsglæparéttarhöld þar sem leiðtogar Rauðra khmera yrðu látnir svara til saka fyrir glæpa- verkin'á árunum 1975-79. Á þriðja degi friðarviðræðn- anna, sem nú eru haldnar í Ja- karta í Indónesíu, skoraði Sihano- uk á fulltrúa allra hreyfinganna fjögurra, stjómarinnar í Phnom Penh, sinna eigin samtaka, Rauðra khmera og Hvítra khmera, að láta ekki úr greipum sér ganga það tækifæri, sem þeir hefðu til að Kína: Hallarekstur á fyrir- tækjum 1 ríkiseign Peking. Reuter. NÆRRI fimmtungur fyrirtækja í rekin með halla. Vandinn stafar og lélegri yfirstjórn. Háttsettur kínverskur embætt- ismaður lét hafa eftir sér að fyrir- tækin þyrftu að sameinast öðrum stærri eða vera tekin til gjald- þrotaskipta. Ifyrstu gjaldþrotalög- in taka gildi í Kína í nóvember en hingað til hefur ekkert ríkis- rekið fyrirtæki farið á hausinn en 15% útgjalda á fjárlögum þessa árs eru styrkir til ríkisfyrirtækja sem eru rekin með halla. Könnun sem náði til 120 verk- eigu hins opinbera í Kina eru af of mörgum starfsmönnum smiðja í leiddi í ljós að algengt er að starfsmenn séu óþarflega margir. Það hefði í för með sér mörg innantóm störf, rifrildi og skrifræði. Margar undriskriftir þyrfti áður en einföldum hlut væri komið í verk. Það er þó erfiðleikum bundið fyrir stjórnvöld að hætta rekstri fyrirtækjanna vegna andstöðu héraðsstjórna og lögreglu sem óttast ólæti og atvinnuleysi. semja um frið í Kambódíu. „Ég bið ykkur að fara ekki héðan fyrr en þið hafið sýnt okkar eigin fólki og öllum heimi fram á, að við getum orðið ásáttir um það, sem máli skiptir," sagði Sihanouk. Sihanouk hefur áður lagt til og krafist þess, að alþjóðlegar friðar- sveitir tryggi, að Rauðir khmerar, stærsta skæruliðahreyfingin, komist ekki aftur til valda í Kambódíu, en í gær kvaðst hann geta sæst á, að alþjóðleg fram- kvæmdarnefnd fylgdist með hugs- anlegu samkomulagi. Stjórnin í Phnom Penh, Víetnamar og Rauð- ir khmerar hafa öll verið andvíg alþjóðlegum eftirlitssveitum. Talið er, að Rauðir khmerar hafi á valdatíma sínum í Kambódíu myrt hundruð þúsunda eða jafnvel milljónir manna og Sihánouk sak- ar þá um að hafa ráðist á og drep- ið skæruliða, sem honum eru holl- Sihanouk hefur lagt fram frið- aráætlun í fimm liðum og er í henni gert ráð fyrir samstjórn allra hreyfinganna ijögurra. Hann gerir þó ráð fyrir, að stjómsýslan verði fyrst um sinn í höndum núverandi stjómvalda. Nguyen Co Thach, utanríkisráðherra Víetnams, sagði á fundunum í gær, að þótt sam- komulag væri um margt, væri enn Umdeilt dómsmál í Júgóslavíu: Fjórir Slóvenar dæmdir í fangelsi Ljubljana. Reuter. FJÓRIR Slóvenar voru í gær dæmdir til allt að fjögurra ára vist- ar innan fangelsismúra fyrir að hafa látið uppi hernaðarleyndar- mál. Þrír hinna dæmdu eru blaðamenn og hafa Slóvenar mót- mælt handtöku þeirra ákaft og sakað hermálayfirvöld um valdní- ðslu. Herdómstóll kvað dómana upp en mennimir vom dæmdir sam- kvæmt 224. grein hegningarlaga sem kveður á um refsingar þeirra sem gerast sekir um að skýra frá hernaðarleyndarmálum. Mennirnir vom handteknir í maí og í byijun júní eftir að tímarit sem þeir störf- uðu við hafði birt grein þar sem íjallað var um áform yfirmanna hersins um að bijóta á bak aftur fijálslyndisstefnu stjórnvalda í Slóveníu. Auk blaðamannanna þriggja var foringi í hernum hand- tekinn og hlaut hann þyngsta dóminn; fjögurra ára fangelsi. Tveir blaðamannanna fengu 18 mánaða dóma en sá þriðji fimm mánuði. Mennimir kváðust allir vera saklausir af ákærunni. Handtökum mannanna hefur verið harðlega mótmælt í Slóveníu. Stjómvöld þar þykja fylgja frjáls- lyndisstefnu og hafa þau deilt hart á yfirmenn herafla Júgóslavíu vegna þessa máls. Þá hefur verið boðað til ijöldafunda til að mót- mæla handtökunum. Um 10.000 manns söfnuðust saman við herstöðina í Ljubljana þar sem dómarnir vom kveðnír upp og lýstu andúð sinni er niður- staðan hafði verið kynnt. Hljóm- sveit lék ættjarðarlög frá Slóveníu og menn héldu á borðum þar sem á var letrað: „Við sættum okkur ekki við þessa dóma“. Hermálayfirvöld í Júgóslavíu segja að mennirnir hafí ekki verið handteknir og dæmdir vegna tíma- ritsgreinarinnar heldur hafi þeir haft undir höndum leyniskjal um viðbúnað og bardagahæfni júgó- slavneskra hersveita. SumartHboð Svínakótelettur 799. mkr. Kryddlegnar svínakótelettur899." kr. Kryddlegnar kambsteikur989.-kr. Gott á grillið - Allt kjöt afnýslátruðu - Gott á grillið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.