Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 55

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 55 Nikita litli og njósnararnir Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Nikita litli („Little Nikita“). Sýnd í Stjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri: Richard Benjamin. Handrit: John HiII og Bo Goldman. Framleiðandi: Harry Gittes. Kvikmyndataka: Laszlo Kovacs. Tónlist: Marvin Hamlisch. Helstu hlutverk: Sidney Poitier, River Phoenix, Richard Jenkins og Caroline Kava. Eftir því sem sagan segir á rússn- eska leyniþjónustan, KGB, að vera svo bíræfin að planta niður njósnur- um sínum á meðal venjulegra Bandaríkjamanna þar sem þeir lifa og starfa eins og venjulegir Banda- ríkjamenn þangað til KGB telur henta að nota þá til njósnastarfa. Slíkir njósnarar eru kallaðir „svefn- genglar" í njósnaþrillernum Nikita litli („Little Nikita"), sem sýnd er í Stjömubíói, en KGB-sagan hefur áður verið notuð í myndum, síðastí „No Way Out“. Annars eiga þær fátt sameiginlegt þessar tvær myndir. Nikita litli er frekar máttlaus þriller sem leggur meira uppúr tilfinningasemi og fjöl- skyldumelódrama en hraða og spennu enda leikstjórinn, Richard Benjamin („The Money Pit“), lítt reyndur spennumyndasmiður sem fengist hefur meira við léttar gam- anmyndir. Leikstjórnin er óathyglis- verð og sumstaðar vandræðaleg og ósamkvæm sjálfri sér; þegar morð- ingi myndarinnar er fyrst sýndur er passað uppá að sjáist ekki framan í hann eins og til að fela hver hann er en næst þegar hann birtist er byrjað að sýna andlitið. Uppbygg- ingin er að sama skapi fyrirsjáanleg og æði klisjukennd og það er per- sónugerðin líka. Sidney Poitier, með allan sinn sjarma og eitthvað er kalla má prakkaraleg elskulegheit sem Benja- min leggur mikla áherslu á en ég veit ekki hvort fer þessum virðulega leikara svo vel eða efnivið myndar- innar, fær það verkefni að hafa uppá ákveðnum morðingja af því hann er „besti“ FBI-maðurinn (samt vinnur hann bara við að kanna umsóknir í Flugliðsforingjaskóla). Hann er líka í hefndarhug því morðinginn drap auðvitað félaga hans fyrir 20 árum. Morðinginn er njósnari Rússa sem Martin Short og Annette O’Toole, geðslegir leikarar sem ná ekki nógu vel saman í Sofið hjá. Amorsbrögð og undanbrögð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó Sofið hjá — Cross My Heart Leikstjóri Armyan Bernstein. Handrit Bernstein og Gail Par- ent. Kvikmyndatökustjóri Thom- as Del Ruth. Tónlist Bruce Broughton. Aðaileikendur Martin Short og Annette O’TooIe. Bandarísk. Universal 1987. Dálítið vandræðalegt gaman- drama um ungan mann og stúlku (Short og O’Toole), sem eru að draga sig saman. Myndin gerist mikið til inní svefnherbergi, þar sem elsta þráskák mannkynsins er í fullum gangi. Short beitir hróksókn ákaf- lega, en O’Toole verst með slælegri drottningarvörn. En reyndar snýst Sofíð hjá ekki eingöngu um hið gam- alkunna markmið, „að fá’ða“, heldur er hér einnig skyggnst undir yfír- borð persónanna. Short reynir að berast á á kostnað annarra; fær lán- aðan glæsibíl og lúxusíbúð til að flýta O’Toole úr fötunum, en hún reynir hinsvegar að fela fyrir Short að hún á sjö ára dóttur og reykir (sic). En sannleikurinn kemur smám saman í ljós um nóttina, á þriðja stefnumóti þeirra, sem næstum end- ar með ósköpum. Svefnherbergisdrömu hafa löng- um verið góðskáldum yrkisefni. En Bemstein er greinilega enginn Tenn- essee Williams né Bernard Slate. Umfjöllunin um þetta nútímapar er þó um margt forvitnilegt og skyn- samlegt en forsendurnar næsta bamalegar. Persónusköpunin er nokkuð skýr en meginvandamál Sof- ið hjá er samt val Shorts í hlutverk Casanova. Pilturinn er framúrskar- andi gamanleikari (Three Amigos, þó öllu frekar Inner Space), dramað lætur honum engan veginn eins vel. Og hann er hálfálappalegur við hlið- ina á hinni losta- og tígulegu O’To- ole. Short væri ágætur Ketill skræk- ur, en afleitur Skugga-Sveinn. Samt sem áður er viss hlýja í verkinu og heilindi koma fram sem er ungu fólki ágæt lexía. Handrit Bernsteins er upp og ofan en leikstjórn hans er ekki uppá marga fiska. Sofið hjá minnir alltof mikið á leikhús þar sem tökuvélinni er stillt upp frammí sal og taka hefst. ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105REVKJAVIK SlMI: (91)29711 Hlaupareikningur 251200 Búnaðarbankinn Hellu 'g.te ro «o ,J2 & E » ál <B -2 cn O'— Sidney Poitier í mynd Stjörnu- bíós, Nikita litli. tekið hefur uppá því að drepa kol- lega sína í Bandaríkjunum í fjárkúg- unartilraun og Poitier rekur morð- slóð hans til venjulegrar amerískrar millistéttarfjölskyldu. Það eru hjón sem eiga einn son, sem River Phoen- ix leikur af miklu kappi, en Poitier hafði einmitt um þetta leyti verið að grennslast fyrir um hvernig stæði á því að foreldrar stráksins væru skráð látin á 19. öld þegar hann var að kanna umsókn hans í liðsforingja- skólann. Við nánari athugun kemst hann að sannleikanum; foreldrar stáksins eru „svefngenglar” KGB. Handritið blandar stundum saman léttu gamni við söguna en fjarlægist mest njósnaþrillerinn þegar drengur- inn kemst að hlutverki foreldra sinna og heldur lýjandi melódrama tekur stjómina í sínar hendur. Hugmyndin er góð og hér standa margir ágætis- menn að baki, Hamlisch sér um tón- listina og Kovacs um kvikmyndatök- una, en úrvinnslan hefði getað orðið miklu betri. KRISTJAN KRISTJÁNSSON OG EINAR JÚLÍUSSON leika í kvöld FLUGLEIDA HOTEL Fritt innfyrirkl. 21.00 - Aögangseyrir kr. 300,- e/ kl. 21.00 Zanzibar á fimmtudagskvöldi ki.22-01. Uppákomur kvöldsins: Síðan skein sól o.m.fl. SRúlagötu 30, slmi 11555. Tískusýning í Blómasal á morgun á íslenskum fatnaði. Módelsamtökin sýna ullarlinuna '88 i hádeginu alla föstu- daga frá Rammagerðinni, Hildu, Finull, Álafossi ásamt skartgripum frá Jens Guðjónssyni gullsmið. Vikingaskipið er hlaðið islenskum úrvalsréttum alla daga ársins. Sjávarréttahlaðborð á aðeins 99S kr. Borðapantanir í sfma 22321. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL BINGO! Hefst kl. 19.30 í kvöld Aðalvinninqur að verðmæti ________100 þús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um _________300 þús. kr.________ TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 200/0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.