Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 61
61 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ I988 ir. Landar mínir eru líka snillingar að rakka mig niður og margir eru að drepast úr öfundsýki. Þetta fínnst mér stundum frekar leiðin- legt.“ Þú ert þekktur fyri að vera „glaumgosi" og lifa lífinu! „Jaaaaa... ég lifi lífinu, en ég er ekki eins mikill glaumgosi og marg- ir vilja meina. Ég tek íþróttimar mjög alvarlega, því atvinna mín er fyrst og fremst hástökk. Fyrir utan það er ég afskaplega venjulegur ungur maður sem er svo heppinn að peningar eru ekkert vandamál. Mér finnst gaman að keyra kraft- mikla og hraðskreiða bfla, fara á diskótek, fá mér sígarettu og gjam- an drekka nokkra bjóra með vinum og kunningjum. Þetta er í raun ekkert óvanalegt fyrir unga menn eins og mig. Hvers vegna má ég ekki njóta lífsins eins og hver ann- ar, þótt ég sé bestur í hástökki í heiminum?" Margir eru þeirra skoðunar að þú reynir að vera sem mest í sviðsljósinu til þess að styrktar- aðilar þínir fái sem mest fyrir peningana? „Nei, það er bara kjaftæði. Ef mað- ur ætlar að ná langt í íþróttum er mikilvægt að vera hreinskilinn við sjálfan sig bæði utan vallar og inn- an. Á mínum unglingsámm lærði ég að lifa eftir ákveðnum reglum, en þessum reglum fylgdu líka nokkrar undantekningar. Að mínu áliti er mikilvægast að vera maður sjálfur og vera ánægður, annars er þetta vonlaust." Nú vinnur þú geysilega mikið við auglýsingastörf. Hefur þú ekki góð laun? Patrik brosir og hugsar síðan ör- litla stund. „Jú ég lifi vel af þessu og hef yfir engu að kvarta. En það er mikilvægt að hafa stjóm á þessu og ekki láta íþróttimar líða fyrir þetta, því það er auðvelt, ef skyn- semin ræður ekki ríkjum. En mér finnst gaman að vinna við þessa hluti og það er fyrir 811u.“ Hvernig er fjölskylduhögum þínum háttað, ertu giftur? „Ég er ógiftur en á föstu. Ég er ekkert á því að gifta mig strax enda ástæðulaust að flýta sér í þessum efnum. Að mínu áliti er nauðsynlegt að njóta lífsins meðan maður er ungur.“ Aö vera ég sjálfur „Hvernig er að vera heimsfræg- ur og vekja alls staðar athygli? „Ég reyni oftast að vera ég sjálfur og læt þessa hluti ekki hafa mikil áhrif á mig. Ég veit að töluvert margir af mínum félögum hafa lát- ið frægðina skemma fyrir sér og ég hef engan áhuga á að feta í fótspor þeirra. Maður verður að búa yfir ákveðnum hæfileika til að geta meðhöndlað frægðina. Að mínu áliti eru ekki allir sem geta þetta og láta frægðina stíga sér tií höfuðs. Einnig má geta þess að þjálfari minn, Viljo, hefur verið mér mikill styrkur í þessum efnum." Þú minnist á þjálfarann þinn. Hefur hann mikla þýðingu fyrir þ>J?? „An hans ætti Patrik Sjöberg ekki heimsmet í hástökki í dag. Hann hefur á vissan hátt mótað mig og alið mig upp. Hann er að mínu áliti einn sá besti í heiminum í dag. Hann hefur geysilega yfirsýn, hann veit allt um hástökk og er auk þess mjög fróður um líkamann og líffærafræði. Hann er alltaf vel með á nótunum. Hans veika hlið er helst að hann er ávallt mjög stressaður fyrir stór mót. Við höfum því tekið -þann kostinn að ræða lítið saman rétt fyrir mót.“ Hvernig hagar þú þínum andlega undirbúningi fyrir stórmót? „Eg hugsa aldrei um andlegu hiið- ina og gef í raun og veru bara skít í því um líkt. Ég er þeirrar skoðun- ar að ef maður hugsar um of um þessa hluti komi upp fleiri vanda- mál og maður verður bara ruglaður af öllu saman. Ég finn það á mér hvort ég er í góðu eða lélegu formi. Sjálfstraustið er yfirleitt fyrir hendi." Er takmark þitt að setja heims- met á OL? „Ég varð í öðru sæti 1984 í Los Angeles og vissulega stefni ég hærra í ár. Að sjálfsögðu væri gam- an að setja heimsmet á sjálfum leik- unum, en það er i raun aukaatriði. Annars eru Ólympíuleikamir frekar erfið keppni, því fyrst verður maður að fara í gegnum undankeppni og síðan stranga úrslitakeppni." Þú keppir á hveiju ári á Bisl- ett-leikunum. Er eitthvað sér- stakt við Bislett? „Bislett er frábær leikvangur og ég hef sterkar tilfinningar til Bisl- ett. Það er alltaf einstök stemmning hér og gaman að keppa. Á þessum leikvangi stökk ég í fyrsta skipti yfir 2.30 metra, en það er merkur áfangi fyrir alla hástökkvara. Auk þess er Svein Hansen, maðurinn á bak við Bislett-leikana, góður vinur minn.“ Hvað ráðleggur þú ungum íþróttamönnum? Hann hugsar sig lengi um. „Ég er ekki alveg viss, en að minnsta kosti mikla alhliða þjálfun og síðan sér- þjálfun, en ekki of snemma. Annars er ekki auðvelt að gefa ráðlegging- ar, því það er hægt að ná árangri á svo marga ólíka vegu. Það er ekki til einhver ein uppskrift að góðum árangri í íþróttum. Það er mikilvægt fyrir unga Sþróttamenn að hafa hugfast." Helstu af rek Patrik Sjöberg, fæddur 5. janúar 1965, 2 m/82 kg Heimsmeistari 1987, heimsmeistari innanhúss 1987, Evrópumeistari inn- anhúss ’85-’87, 8 sinnum sænskur meistari, 2. sæti á ÓL 1984. Þróunin í hástökklnu hjá Patrik: 1975 (10 ára) 1,30 m 1976 (11 ára) l,40m 1977 (12 ára) 1,59 m 1978 (13 ára) 1979 (14 ára) 1,91 m 1980 (15 ára) 2,07 m 1981 (16 ára) 2,21 m 1982 (17 ára) 1983 (18 ára) 2,33 m 1984 (19 ára) 2,33 m 1985 (20 ára) 2,38 m 1986 (21 ára) 2,34 m 1987 (22 ára) 2,42 m Onnur persónuieg met: Langstökk 7,72 (’87) þrístökk 15,87 (’83) Patrlk ásamt unnustu sinni, sem einnig er sænsk. KNATTSPYRNA / 3. OG 4. DEILD Slguröur Haraldsson, markvörður Stjörnunnar, horfir á eft- ir knettinum í netið — er Júlíus Pétur Ingólfsson jafnaði, 2:2, úr vítaspymu fyrir Grindavík. Á innfelldu myndinni vísar Geijr- Þorsteinsson dómari Hjálmari Hallgrímssyni af velli. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tíu Grindvíkingar rifu sig upp og jöfnuðu 2:2 SPENNULEIKUR er orðið yfir leik efstu liðanna i A-riðli 3. deildar, Stjörnunnar og Grindavíkur, í gærkvöldi. Þegar komið var fram í seinni hálfleik, og staðan orðin 2:0 fyrir Stjömuna, var einum leik- manni Grindvíkinga, Hjálmari Hallgrímssyni, vikið af leikvelli. Við það var eins og Grindvíkingum hefði verið gefín vítamínssprauta, og drifnir áfram af ótrúlegum eldmóði tókst þeim að jafna leikinn; 2:2, og þannig lauk þessum geysispennandi leik topplið- anna tveggja. Stjömumenn vom betri aðilinn í fytTÍ hálfleik; þeir spiluðu betur úti á vellinum og sóttu meira. Það var Ingólfur Ingólfsson, sem skoraði KristinnJens Sigurþórsson skrifar fyrra mark þeirra eftir góða fyrir- gjöf Áma Sveinssonar.. Síðara markið skoraði Ámi svo í seinni hálfleik, með þrumuskoti úr víta- spymu. Þá var Hjálmari vikið útaf og Grindvíkingar tóku við sér. Bæði mörk þeirra skoraði Júlíus Ingólfs- son, og var fyrra markið mjög fal- legt; hörkuskot í bláhomið, en það síðara skoraði hann úr vítaspymu. Leikurinn var nokkuð harður og þurfti dómari leiksins, Geir Þor- steinsson, að sýna gula spjaldið sjö sinnum. Áhorfendur vom fjölmarg- ir, eða 400 talsins. Njarðvík-ÍK............................1:4 Rúnar Jonsson - Steindór Elísson 2, Hörður Sigutjónsson og Bjöm Bjömsson. Leiknir-Víkverji......................0:1 - Finnur Thorlacius Reynir-Grótta.........................1:1 Sigutjón Sveinsson - Kristján Brooks 4. deild A-riðill Augnablik - Árvakur....................3:4 Sigurdur Halldórsson, Birgir Teitsson, Helgi Helgason - Guðmundur H. Guðmundsson, Ámi Guðmundsson, Guðmundur Jóhannsson og Snorri Gissurarson. Ægir - Ernir............................24^ Sigmundur Traustason, sjálfsmark - Einar Valdimarsson og Birgir Haraldsson. Snœfell - Haukar.......................8:3 Hinrik Þórhallsson 4, Rafn Rafnsson 2, Gunn- ar Þór Helgason, Alexander Helgason - Paul Paulsen 3. B-riðiil Ármann - Fyrirtak Gústaf Alfreðsson 3, Ingólfur Daníelsson, Magnús Hannesson, Konráð Ámason, ^jálfs- mark - Róbert Róbertsson. H veragerði - Víkingur Ó1..............2:0 Kristján Theodórsson, Amar Gestsson. Hafnir-Hvatberar.......................4:0 Sigurður Friðjónsson 2, Gunnar Bjömsson, Ari Haukur Arason. D-riðill Neisti - Kormákur......................1:1 Bjöm Sigtryggsson - Bjarki Gunnarsson KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILD KNATTSPYRNA / BIKAR KVENNA Valur áfram Valur sigraði Selfoss í gær- kvöldi með sex mörkum gegn engu. Leikurinn var í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ og Vals- liðið er þar með komið í undanúr- slit ásamt ÍA, KR og Stjömunni. Valsliðið hafði mikla yfirburði {leiknum og hefði sigurinn getað orðið mun stærri eftir gangi hans. Staðan f leikhléi var 3:0 fyrir Val. Kristín Briem, Magnea Magnúsdóttir, Margrét óskars- dóttir og Ragnheiður Víkings- dóttir skoruðu sitt hvort markið fyrir Val. Þá sendu Selfossdöm- umar knöttinn tvisvar sinnum í eigið mark. í fjögurra liða úrslitum mætast því Valur og KR á heimavelli Vals á Hlíðarenda og Stjarnan og ÍA í Garðabæ. Valsmenn án Leifs í vetur LEIFURGústafsson, leikmaður Vals í úrvalsdeildinnl í körfu- knattleik, mun ekki leika með liði sínu í vetur. Hann heldur til náms í Danmörku í haust og kemur ekki aftur fyrr en í vor. Eg ætla mér að læra tæknifræði og missi því af öllum vetrinum. Það er vissulega slæmt, en ég held að það komi ekki að sök,“ sagði Leifur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Valsmenn eru með svipað lið og í fyrra. en hin liðin hafa breyst töluvert. Ég held því að þetta verði ár Valsmanna og að þeir verði ís- landsmeistarar." 1 Nám í tæknifræði tekur þijú ár og því má búast við að Leifur leiki ekki með Valsmönnum fyrr en að því loknu. Valsmenn hafa fengið tvo nýja leik- menn fyrir næsta vetur. Matthías Matthíasson frá Bandaríkjunum og Hrein Þorkelsson frá ÍBK. Á móti kemur að Torfi Magnússon, fyrirliði liðsins, mun ekki leika með Vals- mönnum, heldur einbeita sér að þjálfun. Morgunblaðið/Einar Falur Leifur Gústafsson leikur ekki með Valsmönnum næsta vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.