Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 GOLF / ADIDAS DRENGJAMOTIÐ Haukur 1.42 metra frá holu Opna Adidas drengjamótið í golfi fór fram um helgina og voru þátttakendur 41 talsins. Mótið fór fram í miklu blíðskapar- veðri á Nesvelli, og var keppt um margvísleg verðlaun. Leiknar voru 18 holur, og var keppt í tveimur flokkum; með og án forgjafar. Þá var einnig keppt um hver yrði næst holu á 3 og 12 braut, og sá sem sigraði í þeirri keppni var Haukur Oskars- son, sem reyndist hafa slegið kúl- una 1.42 metra frá stönginni. Urslit voru annars sem hér segir: Keppni án forgjafar: 1. Ólafur Þór Ágústsson, GK ....76 2. Gísli Hall, NK..............77 3. RúnarG. Gunnarsson, NK ....77 Keppni með forgjöf: 1. Snæbjörn Eyjólfsson, GR.....59 2. Albert Elísson, GK..........59 3. Þórður E. Ólafsson, GL......65 V' V*- KOSTUR FYRIR ÞIG stálpottab - hÆst. GÆOAFLOkkUB skaftpottaR 1 1 1,4 LTR. Kfí. 1°46' 2,25 LTR- Kfí 1-179' 1,4 LTR- KR- 1°46' pOTTAR.VÍ£,IR 2,25 L.TR- Kfí 1-179' 3.75 LTR- kr. 1 II 2,0 LTR- KR. 998•• pottar,hA'R 3,75 LTR- Kfí. 1302' II 6,5 LTR' Kfí. 1-699' II 24 CM KR. 935-' panna m/loki KR. 1.685.- .,.C 28 panna. loklaus KAUPFÉLÖGIN UM U\ND ALLT! KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Reuter Brasilíumaðurinn Ayrton Senna hefur smám saman saxað á forskot Alain Prost í baráttunni um heimsmeistaratitil Formula 1-ökumanna. Hann vann vestur-þýska kappaksturinn um helgina og hélt 193 km meðalhraða á hálli brautinni. Senna sigurviss ÞAÐ hlýtur að vera farið að fara um Frakkann Alain Prost, því Brasilíumaðurinn Ayrton Senna vann sína aðra keppni í röð í Formula 1-kappakstri á sunnudaginn. Hann vann vest- ur-þýska kappaksturinn á Hockenheim-brautinni, en Prost varð annar, en þeir berj- ast um heimsmeistaratitil öku- manna og örfá stig skilja þá nú að. Báðir aka McLaren- keppnisbílum. Keppnin um helgina fór fram í hellirigningu og í slíku veðri er Senna í essinu sínu. Hann leiddi enda keppnina frá upphafi til enda þó Prost reyndi á tímabili að fylgja honum eftir. Prost snarsneri hins vegar bílnum í 33. hring af þeim 44 sem eknir voru og sigur Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar var þar með úr sögunni. Hann hélt hins vegar öðru sæti á undan Ferr- ari-ökumönnunum Gerhard Berger og Michele Alboreto sem náðu þriðja og fjórða sæti. Heimsmeistar- inn Nelson Piquet gerði óskiljanleg mistök í upphafi keppni, setti venju- leg malbiksdekk undir Lotus-bíl sinn á meðan aðrir notuðu gróf- munstruð dekk vegna bleytunnar. Piquet þeyttist á grindverk eftir nokkrar beygjur og varð að hætta keppni. Lokastaðan á Aksturstími Hockenheim klst. 1. Ayrton Senna McLaren Honda 1;32,54 2. Alain Prost McLaren Honda 1:33,07 3. Gerhard Berger Ferrari 1;33,44 4. Michele Alboreto Ferrari 1;34,30 5. Ivan Capelli March 1;35,30 6. Thierry Boutsen Benetton hring á eftir Staðan í keppni ökumanna stig 1. Alain Prost Frakklandi 60 2. Ayrton Senna Brasilíu 57 3. Gerhard Berger Austurríki 25 4. Michele Alboreto Ítalíu 16 5. Nelson Piquet Brasilíu 15 KNATTSPYRNA / 3. & 4. DEILD FOLK ■ JEFF Gutteridge var í gær útilokaður frá keppni um lífstíð, fyrstur allra brezkra fijálsíþrótta- manna. Gutteridge, sem er 31 árs stangarstökkvari, var dæmdur í bannið af samtökum brezkra áhugamanna í fijálsum íþróttum eftir að tvö lyfjapróf sýndu fram á að hann hefði tekið inn ólögleg lyf. Gutteridge vísaði dómsniðurstöð- unni á bug og sagðist áfrýja til þess að hreinsa mannorð sitt. Hann hafði stefnt að því að komast á sína aðra Ólympiuleika nú í haust. MTÓRINÖ, ítalska 1. deildarliðið, kvaddi í gær brasilíska framheijann Muller aftur heim til Ítalíu, eftir að honum hafði verið vísað úr bras- ilíska landsliðinu, sem er á keppnis- ferð um Evrópu. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú, að hann mætti degi of seint til Ósló þar sem brasilíska landsliðið keppir við það norska í dag. Brasilíska knatt- spyrnusambandið hefur gefið í skyn, að vera kunni, að Muller verði refsað fyrir að hafa komið of seint með því að fá ekki að leika með Tórínó en forseti félagsins segist ekki hafa áhyggjur af þessi máli enda hefði ekkert formlegt erindi borist frá brasilíska sam- bandinu. ■ ÍÞRÓTTASKÓLl Vals hefur verið með fjögur hálfsmánaðarná- mskeið í íþróttum fyrir börn og unglinga í su mar. Ákveðið hefur verið að bæta einu námskeiði við og hefst það 2. ágúst en lýkur 15. ágúst Það stendur yfir virka daga frá 9:00-16:00. Megináherzla verð- ur lögð á knattspyrnu og knatt- þrautir. Verðlaun verða.veitt fyrir bezta frammistöðu og afhent á ein- hveijum stórleik hjá Val í haust. Knattspyrnuþjálfarar á námskeið- inu verða Atli Eðvaldsson og Sig- urbergur Sigsteinsson. Innritun og upplýsingar eru á skrifstofu Vals að Hlíðarenda. MÞAU mistök urðu síðastliðinn þriðjudag í frásögn _af leik Vals og Leifturs í 1. deild Islandsmótsins í knattspyrnu, að ekki var getið um dómara og línuverði. Dómari leiks- ins var Sæmundur Víglundsson og fékk hann einkunnina 7. Línu- verðir voru Bragi Bergmann og Þorvarður Björnsson. Fjöldi áhorfenda var ekki gefinn upp á leiknum. HANDBOLTI Sumar- mót HSÍ íágúst Sumarmót Handknattleiks- sambands Islands verður haldið um miðjan ágúst. Lið geta tilkynnt þátttöku á skrif- stofu HSI í síma 685422/687880 fyrir 4. ágúst. Þeim aðilum sem hafa áhuga á að halda mótið er bent á að hafa samband við skrifstofu HSÍ. Eitt lið fellur úr A-riðli þriðju deildar í stað tveggja áður ÞAÐ verður aðeins eitt lið sem fellur niður í 4. deild úr A-riðli 3. deildar í haust í staðtveggja áður vegna þess að ÍBÍ dró sig út úr keppni þar í vor. ÍB-riðli 3. deildar falla tvö eins og áður. Sigurvegararnir í D- riðli og E-riðli 4. deild fara beint upp í B-riðil 3. deildar. Efstu liðin í A-riðli, B-riðli óg C- riðli 4. deildar leika um tvö laus sæti í A-riðli 3. deildar. Eins og áður verður sérstök úrslita- keppni í 4. deild þar sem öll efstu liðin í riðlunum fimm leika til að fá úr því skorið hvaða lið telst sigur- vegari í 4. deild. lO ,nc>2di>f.L it.LÍ liUiCl. 1I X1J I )
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.