Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
Hann fer í matarboð til
tengdamömmu sinnar eft-
ir nokkra daga og er að
safna matarlyst...
HÖGNI HREKKVÍSI
Stórabróðurviðhorf
í garð Færeyinga
Til Velvakanda.
Sem Færeyingur búsettur á Is-
landi í rúm 30 ár er ég ennþá
ekki búinn að sætta mig við undar-
legar, úreltar og skrýtnar hug-
myndir margra íslendinga um
okkur Færeyinga. Fyrst þótti mér
það bara fyndið, að skrýtnar sögur
og úrelt orðatiltæki væru allsráð-
andi, jafnvel meðal svonefndra
menntaðra íslendinga. En satt að
segja hélt ég að með bættum sam-
göngum og samskiptum mundu
Islendingar opna augun fyrir því,
að Færeyingar lifa ekki allir í
miðaldaþjóðfélagi með þar til-
heyrandi menningu. Og að fæstir
Færeyinga í dag eru fiskimenn eða
bændur. íslendingar hafa kannski
einungis kynnst ákveðnum hópi
Færeyinga?
Þegar ég er kynntur sem Fær-
eyingur í boðum hér á landi er
víst að ég verð spurður um eitt-
hvað varðandi fisk eða fiskvinnslu.
Og ég hef ekki hundsvit á fiski,
eins lítið og ég hef fiskyit á hundi.
Þau 25 ár, sem ég ólst upp og bjó
í Færeyjum, kom ég aldrei nálægt
fiskveiðum eða fiskvinnslu og get
þar af leiðandi varla greint milli
þorsks og ýsu. En það þori ég
ekki að segja opinberlega meðal
íslendinga því þá væri ég annað
hvort álitinn fáviti eða föðurlands-
svikari.
Mætti ég þess vegna bæta við
fróðleik næstu frænda okkar, ís-
lendinga, að Færeyingar og þjóð-
félagsmenningin þar árið 1988 er
ekki síður nútímaleg og alþjóðleg
og þjóðfélagið háþróað en hér á
íslandi. Heldur meira.
Stundum fer þetta „stórabróð-
ursviðhorf" og „klappábakið-
samskipti" í taugarnar á okkur.
Eins og skoðanir íslendinga á
Færeyingum eru fornar og úreltar
voru mínar skoðanir um Islend-
inga, áður en ég kom hingað og
kynntist ykkur, frekar ferkantaðar
líka. íslendingar voru í mínum
augum hrokafullir og montnir
„stórubræður" með stóra bíla og
örlítinn pening, en sveitamenningu
grunnt undir amerísku plastmenn-
ingunni. Meðal annars fékk ég
þessa ímynd af íslendingum, sem
á ferðalagi til okkar vildu ekki (af
monti einu?) tala annað en ensku.
Flestir Færeyingar sneru baki við
enskumælandi „norrænum frænd-
um“.
Mér datt allt þetta í hug þegar
ég las brot úr grein eftir Eyjólf
Konráð Jónsson um Reykjavíkur-
borg. Þar segir hann frekar
ósjálfrátt og sjálfvirkt svo menn-
ingarlega: „Eins og Færeyingur-
inn’ sagði: Onki gott, gamli."
Hvaða Færeyingur hefur sagt
þetta bull? Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem við Færeyingar á íslandi
verða að sætta sig við niðurlægj-
andi „nissuhúu-skoðanir" í garð
okkar. Það er kannski gott að
krydda blaðagreinar með úreltum
orðtökum um „Færeyinginn“ í
huga íslendinga; Færeyinginn,
sem ekki er til nema þar!
Kleppur í Götu.
Víkverji skrifar
Oft hefur verið kvartað yfir því
að leigubílar séu of fáir í höf-
uðborginni. Þeir sem hafa sótt öld-
urhús borgarinnar og reynt að nálg-
ast leigubíla að dansleikjum loknum
bölsótast oft yfir þessu, enda þarf
marga bílana til að koma skemmt-
anafíknum Reykvíkingum til síns
heima. Leigubílstjóri, sem Víkverji
hitti fyrir skömmu, sagði að það
væri ofur eðlilegt þó stundum vant-
aði leigubíla. Bílstjórarnir vildu
gjaman taka sér frí um helgar eins
og annað fólk, en þeim væri meinað
að fá aðra til að leysa sig af við
aksturinn, nema þeir gætu sýnt
fram á að forföll þeirra stöfuðu af
veikindum. Þá væri ekki heldur
leyfílegt að fá annan ökumann á
meðan leigubílstjórinn væri í sum-
arfríi. Satt best að segja stóð
Víkvetji í þeirri trú að reglur um
afleysingar væru rýmri. Þar sem
ekki er hægt að ætlast til þess að
leigubílstjórar keyri alla daga allan
ársins hring þætti ef til vill sumum
sem lausnin væri að fjölga bílunum.
En leigubílstjórinn sem Víkveiji
ræddi við var ekki á sama máli og
benti á að þá væri ekki næg at-
vinna fyrir alla nema eingöngu á
mestu annatímum. Lausnin væri
fremur fólgin í að setja aðrar reglur
um afleysingar, til dæmis að mönn-
um væri leyfilegt að fá aðra
bílstjóra til að aka fyrir sig ákveð-
inn fjölda stunda í mánuði. Svo
mikið er víst að þeir sem vilja nýta
sér þjónustu leigubílanna eiga
heimtingu á að geta gengið að henni
vísri.
•* XXX
Abaksíðu Morgunblaðsins í
síðustu viku var mynd, sem
tekin var við Jökullón á Breiða-
merkursandi. Þeir sem þangað hafa
komið vita að lónið er afar fallegt
og tignarlegt. Kunningi Víkveqa,
sem átti ^leið að lóninu fyrir
skömmu, átti vart orð ril að Jýsa
hrifningu sinni og hefur'hanfi þó
komið þar nokkuð oft. Hann sagði
aðeins eitt hafa skyggt á ánægjuna
af dvölinni þar, en það hefðu verið
óhljóðin í vél báts, sem dólaði um
lónið. Hann velti því fyrir sér hvort
ekki væri rúWfa að reyna að not-
ast við árabávíjlða rafknúna, hljóð-
láta báta, sem ékki spilltu ró staðar-
ins. Þó kvaðst hann þakklátur fyrir
að hafa verið laus við tónlistarglym,
en allt of algengt væri að ferðalang-
ar spilltu friði annarra ní£ð slíkum
ófögnuði úti í guðs grænni náttúr-
unni. Undir þau orð er éhætt að
taka.
X ' X X
egar kann^ð er hversu margir
hlusta á útvarp eða horfa á
sjónvarp virðist orðin viðtekin venja
að tala um „áhorf“, „horfun" og
„hlustun“. Víkveija fínnst þessi orð
öll, afar kauðaleg. Fyrir nokkru
auglýsti Stöð 2 svo eitthvað sem
þeir kalla „kostun". Af auglýsing-
unni mátti ráða að verið var að
§alla um það sem Bandaríkjamenn
kalla „sponsoring", þ.e. þegar fyrir-
tæki taka að sér að greiða kostnað
við gerð þátta. Vonandi geta þeir
Stöðvarmenn fundið betra orð en
„kostun" yfir s’íkan stuðning við
þáttagerð.