Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Bensínleysi hjá ferjuflugmanni: Náði með naumind- um til Keflavíkur Hefur tvisvar áður þurft á aðstoð að halda FLUGMAÐUR lítiUar eins hreyf- ils flugvélar í feijuflugi lenti í erfiðleikum i fyrrinótt á leiðinni frá Narsassuaq tíl Reykjavíkur. Flugvél Flugmálastjórnar og þyria Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, fóru tU móts við hann. Hon- um tókst að lenda á Keflavikur- flugveUi á siðustu bensindropun- um. Þessi flugmaður hefur tvisv- ar áður lent i hrakningum og þurft á aðstoð að halda. Flugmaðurinn gaf upp tíu tíma flugþol þegar hann lagði upp frá Grænlandi. Þar fékk hann veðurspá um mikinn mótvind á leiðinni, en svo virðist sem hann hafí ekki gert sér grein fyrir þýðingu spárinnar. Þegar hann hafði samband við flug- umsjón í Reylq'avík, varð fljótt ljóst miðað við staðsetningu hans og tíma, að það stæði mjög tæpt að hann næði landi. Flugvél Flugmála- stjómar fór því til móts við hann og fann hún flugvélina um 100 mflur út af landinu. Stuttu seinna var þyrlan einnig kölluð til. Um síðir tókst flugmanninum þó að ná til Keflavíkur og átti þá eftir eldsneyti til um níu mínútna flugs. Flugmaður þessi er Pakistani, Shiv Chutani að nafni og rekur eig- ið feijuflugsfyrirtæki í Englandi. Hann hefur áður komið við sögu vegna ævintýra á feijuferðum sínum. Fýrra sinnið þegar hann villtist á leið frá. Færeyjum til Reykjavíkur. Þá taldi hann sig vera yfír suðurströnd landsins, en var yfír Þingvallavatni. Síðara sinnið nauðlenti hann á Grænlandsjökli og var bjargað þaðan á ævintýralegan hátt. Flugvélin sem hann flaug að þessu sinni er af gerðinni Piper TA-38 Tomahawk og er eins hreyf- ils, tveggja sæta hægfleyg kennslu- vél. » Geysisgos Ákveðið hefur verið að setja sápu í Geysi laugardaginn 30. júlí nk. kl. 15.00 og má þá gera ráð fyrir gosi nokkru síðar, ef veðurskilyrði verða hagstæð. Skák: Margeir tef 1- ir í Næstved ■ Morgunblaðið/KGA 140 ára gömulhlaða enn notuð Á BÆNUM Grænavatni í Mý- vatnssveit er heyhlaða úr torfí og gijóti, sem var full af ilmandi heyi er Morgunblaðsmenn bar að á dögunum. Að sögn Sigurðar Þórissonar Grænavatnsbónda reisti Lundarbrekku-Jón hlöðuna á fímmta áratug aldarinnar sem leið. „Það er enn sami dyraum- búnaður og í upphafí; hurðin ófú- in þótt aldrei hafl hún verið máluð eða fúavarin og lamirnar óryðgað- ar. Þessu trúa Sunnlendingar ekki, en svona langt inni í landi er loftið ósalt og þurrt,“ sagði Sigurður. Sigurður bendir hér á hlöðu- homið, en það hrundi í vor. „Það var sextug kona, sem hlóð þetta aftur upp, það kunna ekki margir að hlaða torfvegg nú til dags," sagði Sigurður. Jámþak var sett á hlöðuna fyrr á þessari öld, en að öðm leyti er hún í uppruna- legri mynd. Ef vel er að gáð má sjá að dyrunum er lokað_ með skeifu og tveimur kengjum. í löm- unum em heimatilbúnir naglar og undir þakskeggið lengst til hægri hefur verið stungið gömlum ljá — þetta hús er minning um tíma sem var, en á Grænavatni er nú heyjað með stórvirkum vélum og nýtísku steinsteypubyggingar hýsa Sig- urð bónda og búalið hans. JllOTgttSlflfðttfe Auglýsend- ur athugið Athygli auglýsenda er vakin á því að síðasta blað fyrir verzl- unarmannahelgi kemur út laugardaginn 30. júlí. Auglýs- ingar, sem birtast eiga í blað- inu, þurfa að berast auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16 fímmtudaginn 28. júlí. Fyrsta blað eftir verzlunar- mannahelgi kemur út miðviku- daginn 3. ágúst og þurfa aug- lýsingar í það blað að berast fyrir kl. 17 föstudaginn 29. júlí. MARGEIR Pétursson stórmeist- ari teflir nú á opnu móti í Næstved í Danmörku. Eftir fimm umferðir hefur hann þrjá og hálfan vinning, vann fyrstu tvær skákirnar en tapaði þeirri þriðju gegn Svíanum Brynell og gerði jafntefli við Bandaríkjamanninn Ginsburg í fjórðu umferð. í fimmtu umferð, sem tefld var í gær, vann Margeir með hvítu ungverska alþjóðlega meistar- ann Hal Asz. Sovétmaðurinn Barejev er einn í efsta sæti með fjóra og hálfan vinn- ing. Margeir sagði í gær, að hann hefði teygt sig of langt til vinnings í skákinni á móti Brynell og tapað klaufalega. Níu umferðir verða tefldar á mótinu og lýkur því á sunnudag. Viðræður fjármálaráðuneytis og lánastofnana: Ríkissjóðiir fái aUt að 3,6 milljörðum í lán í viðræðum fjármálaráðuneytis við lánastofnanir hefur verið rætt um að ríkissjóður fái allt að 3,6 milljarða króna að láni á innlendum markaði. í tengslum við það hefur verið rætt um nýtt sölukerfi fyrir spariskirteini rikissjóðs sem miði m.a. að vaxtalækk- un. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir gangi þessara viðræðna á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Fulltrúar fjármála- og við- skiptaráðuneyta og Seðlabanka Reynt að knýja fram staðfestingarkæru á íslendinga: Hæstaréttardómur gæti veikt málstað grænfriðunga „ÉG HEF ekki séð kæruna gegn viðskiptaráðherra, en ég veit að grænfriðungar hafa tilkynnt ráðherranum um hana,“ sagði Brian Gorman, upplýsingafull- trúi bandaríska viðskiptaráðu- neytisins, er Morgunblaðið bar undir hann tilraun grænfriðunga og annarra samtaka til að knýja fram staðfestingarkæru gegn íslendingum fyrir dómstólum. Gorman sagði að samkvæmt Svíþjóð: Óperu Karólínu vel fagnað ÓPERAN „Nágon har jag sett“ eftir Karólinu Eiríksdóttur við samnefndan ljóðaflokk sænsku skáldkonunnar Marie Louise Ramnefalk var flutt f gær- kvöldi í höllinni í Vadstena í Sviþjóð. Að sögn Jóns Asgeirssonar, tónlistargagnrýnanda Morgun- blaðsins, sem var viðstaddur flutning óperunnar, fékk hún glæsilegar móttökur og sagði hann óhætt að fullyrða að Karó- lína hefði unnið markverðan lista- sigur með þessu verki. Óperan hefði verið frábærlega flutt af ungum sænskum listamönnum undir stjóm Per Borin. Karólina Eiríksdóttir dómi Hæstaréttar Banda- rikjanna i svipuðu máli fyrir nokkrum árum, sem varðaði hvalveiðar Japana, hefði við- skiptaráðherra töluvert svigrúm í túlkun sinni á þvi hvenær gripa þyrfti til staðfestingarkæru. Telji dómstólar málin sambærileg má búast við því að erfítt verði að hnekkja ákvörðun viðskiptaráð- herrans um að leggja ekki fram staðfestingarkæru á hendur fslend- ingum, en slík kæra myndi opna leiðir til að setja höft á fiskinnflutn- ing fslendinga. Gorman sagðist að- spurður ekki þora að segja hvort málin væru að öllu leyti sambærileg í lagalegum skilningi. Hann benti á að í máli Japana hefði verið um að ræða yfirlýstar veiðar í ágóða- skyni, en veiðar íslendinga væru í vísindaskyni. Eins og kunnugt er féllu Banda- ríkjamenn frá því að bera fram stað- festingarkæru vegna hvalveiða ís- lendinga samkvæmt samkomulagi þjóðanna frá því í júní. Grænfríð- ungar telja hins vegar að bandarísk lög skyldi viðskiptaráðherrann til að leggja slíka kæru fram, þar sem íslendingar bijóti gegn samþykkt- um Alþjóðahvalveiðiráðsins. annars vegar og banka, sparisjóða og verðbréfafyrirtækja hins vegar hafa undanfarið átt viðræður um fjármögnun ríkissjóðs. Er þar ver- ið að leita eftir samkomulagi sem tryggi sölu á spariskírteinum og ríkisskuldabréfum en samkvæmt lánsQáráætlun er miðað við að bankar kaupi ríkisskuldabréf fyrir 1.260 milljónir og einnig er gert ráð fyrir að sala á spariskírteinum afli ríkissjóði 400 milljóna króna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er til viðbótar m.a. rætt um Qármögnun á halla ríkis- sjóðs á árinu, sem nú er áætlaður um 700 milljónir króna, og einnig á gjaldföllnum útflutningsbótum sem nema nú um 470 milljónum. Að hámarki er talað um að afla ríkissjóði allt að 3,6 milljörðum króna á þennan hátt. í tengslum við þetta er rætt um að koma upp nýju sölukerfi fyrir spariskírteini ríkissjóðs. Þar er gert ráð fyrir að viðskiptabankar, sparisjóðir og verðbréfafyrirtæki annist þessa sölu gegn sölutrygg- ingu, þ.e. ábyrgist ákveðna fasta upphæð mánaðar- eða ársfjórð- ungslega. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er verið að leita að samkomulagi sem tryggi að ekki verði um að ræða tilslökun varð- andi aðhald á peningamarkaði, einnig að sölukerfið verði sam- ræmt innlendri lánsfjáröflun ríkis- sjóðs og að samkomulagið miðist við að vextir lækki frekar en hækki. í því fælist helst að ríkis- sjóður myndi einbeita sér að sölu spariskírteina til lengri tíma sem gæti stuðlað að lækkun vaxta á skammtímaskuldbindingum. Heilbrigðis- og fjármálaráðuneyti: Samkomulag' um bætur vegna alnæmissmits RÁÐUNEYTI heilbrigðismála og fjármála hafa náð samkomu- lagi um bótagreiðslur til konu sem smitaðist af alnæmi við blóðgjöf. Guðmundur Bjarna- son heilbrigðisráðherra stað- festi þetta við Morgunblaðið en vildi ekki upplýsa hver upphæð bótagreiðslnanna væri. Konan, sem býr á Suðumesjum, varð fyrir alvarlegu slysi og var flutt á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem henni var gefíð blóð. Þegar hafið var að skima blóð hér á landi til að koma í veg fyrir alnæmis- smit með blóðgjöf kom í ljós að konunni hafði verið gefið blóð úr alnæmissjúklingi. Við afgreiðslu íjárlaga fyrir þetta ár samþykkti Álþingi heimild til fjármálaráð- herra um að greiðakonunni bætur í samráði við heilbrigðisráðherra. Guðmundur Bjamason sagði að í þessu tilfelli væri í raun ekki um það að ræða að yfirvöld bæru sök í málinu en ákveðið hefði verið að greiða bætur þrátt fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.