Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 170. tbl. 76. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988________________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins AP Einkavæddir almennings símar Fyrstu einkavæddu símklefarnir á Bretlandi voru teknir í notkun í gær þegar Young lávarður, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra Bret- lands, afhjúpaði símklefa einka- fyrirtækisins Mercury. Símkle- famir verða af þremur tegund- um, en hin nýklassíska, sem sést að ofan, hefur vakið mestar efa- semdir sjálfskipaðra fagurkera. Aðrir segja þá þó vart ljótari en „hin gulu plastskrímsli" British Telecom. Einungis er hægt að nota simakort eða greiðslukort í klefum Mercury. 25 síkkar á rekí undan Jótlandi Ahöfn skipsins gufuð upp Thyboren, Danmörku. Reuter. TUTTUGU og einum sikka frá Indlandi var bjargað í gær úr strandferðaskipi við mynni Limafjarðar á Jótlandi og var áhöfnin á bak og burt. Ekki var ljóst hvaðan skipið kom en talsmaður dönsku lögreglunnar sagði að akkerum hefði verið kastað útaf bænum Thyboren vegna vélar- bilunar. Þegar annar bátur kom þar að voru skipveijarnir famir frá borði en sikkarnir einir eftir. Tals- maðurinn gat ekki staðfest þær fregnir danskra fjölmiðla að skipið hefði verið á leið frá Belgfu til Kanada. Hann sagði ekki ólíklegt að sikkamir ætluðu að biðja um hæli í Danmörku. I júlí í fyrra handtóku yfirvöld í Kanada 174 Asíumenn, flesta sikka, sem lónuðu fyrir utan Nova Scotia eftir að þeim hafði verið smyglað yfir Atlantshaf frá Rott- erdam. Sænskur skipstjóri sem flutti þá var síðar fangelsaður fyrir að taka þátt í þessum ólöglega inn- flutningi. Wörner í kurteisisheimsókn Manfred Wörner, hinn nýi framkvæmdastj óri Atlantshafsbandalagsins, kom í kurteisisheim- sókn til Lundúna í gær og átti þar viðræður við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta. Að sögn talsmanns forsætisráðherrans var hér fyrst og fremst um óformlegar viðræður í kynningar- skyni að ræða, en Wörner er nú á ferðalagi um bandalagslöndin 16. Þegar hefur hann komið til Noregs, Spánar og Frakklands, en hann er vænt- anlegur til íslands í byijun október. Allt er fertugum fært David Horning frá Berkeley í Kaliforníu ákvað að gera víðreist á fertugsafmælinu í gær. Hann byijaði daginn á þvi að synda 6V2 km í Moskvufljóti og hér sést hann ausa sig kranavatni með Kreml'í baksýn. Síðan flaug hann til New York þar sem til stóð að synda undir Brooklyn-brúna. Kvöldinu ætlaði afmælisbarnið svo að eyða á sundi yfir San Francisco-flóa. Bandaríkin: Yerðbólga hin mesta í fjögnr ár Washin^ton, Reuter. HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum nam 3,1% á öðrum ársfjórðungi 1988 og er talið að aukinn út- flutningur og fjárfestingar fyrir- tækja ráði þar mestu um. Þetta kom fram í hagtölum, sem Banda- ríkjastjóm birti í gær. Þann skugga bar þó á, að þær tölur, sem helst segja til um verðbólgu, vom hinar hæstu frá árinu 1984. Samkvæmt þeim tölum nam hún 4,1% á þessum ársfjórðungi, en var aðeins 1,7% í hinum næsta á undan. Af þessum völdum lækkaði Bandaríkjadalur talsvert í verði á gjaldeyrismörkuðum, en það hafði einnig nokkuð að segja, að hagvöxt- urinn var minni en gjaldeyrisvíxlarar höfðu talið. Olíuverð tók litlum breytingum í gær og kenna menn um eftirvænt- ingu eftir tíðindum af Persaflóa. í gær var tilkynnt að verðlagsnefnd OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, myndi koma til fundar hinn 3. ágúst, en á þeim fundi verða ræddar að- gerðir vegna offramboðs á olíu, sem á sér stað þrátt fyrir framleiðslu- kvóta samtakanna. Talið er að lítilla breytinga sé að vænta á olíuverði fram að fundinum. Persaflói: Átök harðna í upphafi friðarumleitana SÞ Nikósíu og New York-borg, Daily Telegraph. FREKARI bardagar brutust út á mílli írans og íraks í sama mund og friðarumleitanir Sameinuðu þjóðanna hófust af alvöru í New York-borg og Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að friðarvilji væri fyrir hendi hjá báðum styijaldaraðilum. Af miðsvæði víglínunnar við Persa- flóa bárust þær fregnir að her- sveitir íraka og iranskra upp- reisnarmanna hefðu náð bænum Islamabad aftur á sitt vald, en um hann hefur verið hart barist frá því á þriðjudag. íranir sögðust í gær hafa náð tals- verðum árangri á suðurhluta víglínunnar og kváðust hafa hrakið Íraka frá landræmu norður af írönsku hafnarborginni Khorrams- hah, en sú borg er nánast í eyði eft- ir hemaðinn undanfarin ár. írakar sögðust á hinn bóginn hafa skotið niður íranska orrustuþotu af gerðinni F-5, en gátu ekki um að frekari átök hefðu átt sér stað. Bardagamir undanfama daga hafa að miklu leyti snúist um bæinn Islamabad, sem er um 100 km innan við írönsku landamærin. Á þriðjudag skýrðu talsmenn Þjóðfrelsishers Mujahideen-E Khalq, sem írakar styðja, frá því að þeir hefðu hemum- ið Islamabad hjálparlaust auk þorps- ins Karand, sem er skammt frá. íranir skýrðu síðar fTá því að þeir hefðu náð Islamabad aftur á sitt vald, en játuðu að írakskar hersveit- ir og „andbyltingarsinnaðir málalið- ar“ hefðu enn á ný hemumið bæinn og kváðu „gífurlega harða“ ormstu vera háða um yfírráð svæðisins. írakar segjast hafa tekið 12.207 stríðsfanga í liðinni viku og hafa þeir því alls tekið um 30.000 manns til fanga frá því að stríðsgæfan sner- ist þeim í hag í apríl síðastliðnum. írakar leggja áherslu á að taka stríðsfanga til þess að hafa að veði þegar viðræður hefjast um fanga- skipti og aðra skilmála hugsanlegs vognahléssamnings ríkjanna. Irakar komu til fyrstu vopnahlés- viðræðnanna í höfuðstöðvum SÞ í gær, en áður en utanríkisráðherra Irans, Tariq Aziz, fór til fundar við de Cuellar ítrekaði hann fyrri kröfur stjómar sinnar um beinar vopnahlés- viðræður við írani og sagði þær skil- yrði fyrir því að ríkin gætu treyst hvort öðru. Samþykktu lranir slíkar viðræður ekki „þýðir það að friðar- vilji þeirra er ekki einlægur — og við munum hafa í huga hvað leiðtogi þeirra sagði." Khomeini erkiklerkur sagði þegar hann kynnti ákvörðun sína um að íranir myndu fara að samþykkt Öryggisráðs SÞ um tafar- laust vopnahlé, að hún hefði reynst sér erfiðari en „að taka inn eitur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.