Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 1

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 1
72 SIÐUR B 170. tbl. 76. árg.__________________________________FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988________________________________Prentsmiðja Morgnnblaðsins AP Einkavæddir almennings símar Fyrstu einkavæddu símklefarnir á Bretlandi voru teknir í notkun í gær þegar Young lávarður, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra Bret- lands, afhjúpaði símklefa einka- fyrirtækisins Mercury. Símkle- famir verða af þremur tegund- um, en hin nýklassíska, sem sést að ofan, hefur vakið mestar efa- semdir sjálfskipaðra fagurkera. Aðrir segja þá þó vart ljótari en „hin gulu plastskrímsli" British Telecom. Einungis er hægt að nota simakort eða greiðslukort í klefum Mercury. 25 síkkar á rekí undan Jótlandi Ahöfn skipsins gufuð upp Thyboren, Danmörku. Reuter. TUTTUGU og einum sikka frá Indlandi var bjargað í gær úr strandferðaskipi við mynni Limafjarðar á Jótlandi og var áhöfnin á bak og burt. Ekki var ljóst hvaðan skipið kom en talsmaður dönsku lögreglunnar sagði að akkerum hefði verið kastað útaf bænum Thyboren vegna vélar- bilunar. Þegar annar bátur kom þar að voru skipveijarnir famir frá borði en sikkarnir einir eftir. Tals- maðurinn gat ekki staðfest þær fregnir danskra fjölmiðla að skipið hefði verið á leið frá Belgfu til Kanada. Hann sagði ekki ólíklegt að sikkamir ætluðu að biðja um hæli í Danmörku. I júlí í fyrra handtóku yfirvöld í Kanada 174 Asíumenn, flesta sikka, sem lónuðu fyrir utan Nova Scotia eftir að þeim hafði verið smyglað yfir Atlantshaf frá Rott- erdam. Sænskur skipstjóri sem flutti þá var síðar fangelsaður fyrir að taka þátt í þessum ólöglega inn- flutningi. Wörner í kurteisisheimsókn Manfred Wörner, hinn nýi framkvæmdastj óri Atlantshafsbandalagsins, kom í kurteisisheim- sókn til Lundúna í gær og átti þar viðræður við Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta. Að sögn talsmanns forsætisráðherrans var hér fyrst og fremst um óformlegar viðræður í kynningar- skyni að ræða, en Wörner er nú á ferðalagi um bandalagslöndin 16. Þegar hefur hann komið til Noregs, Spánar og Frakklands, en hann er vænt- anlegur til íslands í byijun október. Allt er fertugum fært David Horning frá Berkeley í Kaliforníu ákvað að gera víðreist á fertugsafmælinu í gær. Hann byijaði daginn á þvi að synda 6V2 km í Moskvufljóti og hér sést hann ausa sig kranavatni með Kreml'í baksýn. Síðan flaug hann til New York þar sem til stóð að synda undir Brooklyn-brúna. Kvöldinu ætlaði afmælisbarnið svo að eyða á sundi yfir San Francisco-flóa. Bandaríkin: Yerðbólga hin mesta í fjögnr ár Washin^ton, Reuter. HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum nam 3,1% á öðrum ársfjórðungi 1988 og er talið að aukinn út- flutningur og fjárfestingar fyrir- tækja ráði þar mestu um. Þetta kom fram í hagtölum, sem Banda- ríkjastjóm birti í gær. Þann skugga bar þó á, að þær tölur, sem helst segja til um verðbólgu, vom hinar hæstu frá árinu 1984. Samkvæmt þeim tölum nam hún 4,1% á þessum ársfjórðungi, en var aðeins 1,7% í hinum næsta á undan. Af þessum völdum lækkaði Bandaríkjadalur talsvert í verði á gjaldeyrismörkuðum, en það hafði einnig nokkuð að segja, að hagvöxt- urinn var minni en gjaldeyrisvíxlarar höfðu talið. Olíuverð tók litlum breytingum í gær og kenna menn um eftirvænt- ingu eftir tíðindum af Persaflóa. í gær var tilkynnt að verðlagsnefnd OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, myndi koma til fundar hinn 3. ágúst, en á þeim fundi verða ræddar að- gerðir vegna offramboðs á olíu, sem á sér stað þrátt fyrir framleiðslu- kvóta samtakanna. Talið er að lítilla breytinga sé að vænta á olíuverði fram að fundinum. Persaflói: Átök harðna í upphafi friðarumleitana SÞ Nikósíu og New York-borg, Daily Telegraph. FREKARI bardagar brutust út á mílli írans og íraks í sama mund og friðarumleitanir Sameinuðu þjóðanna hófust af alvöru í New York-borg og Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti því yfir að friðarvilji væri fyrir hendi hjá báðum styijaldaraðilum. Af miðsvæði víglínunnar við Persa- flóa bárust þær fregnir að her- sveitir íraka og iranskra upp- reisnarmanna hefðu náð bænum Islamabad aftur á sitt vald, en um hann hefur verið hart barist frá því á þriðjudag. íranir sögðust í gær hafa náð tals- verðum árangri á suðurhluta víglínunnar og kváðust hafa hrakið Íraka frá landræmu norður af írönsku hafnarborginni Khorrams- hah, en sú borg er nánast í eyði eft- ir hemaðinn undanfarin ár. írakar sögðust á hinn bóginn hafa skotið niður íranska orrustuþotu af gerðinni F-5, en gátu ekki um að frekari átök hefðu átt sér stað. Bardagamir undanfama daga hafa að miklu leyti snúist um bæinn Islamabad, sem er um 100 km innan við írönsku landamærin. Á þriðjudag skýrðu talsmenn Þjóðfrelsishers Mujahideen-E Khalq, sem írakar styðja, frá því að þeir hefðu hemum- ið Islamabad hjálparlaust auk þorps- ins Karand, sem er skammt frá. íranir skýrðu síðar fTá því að þeir hefðu náð Islamabad aftur á sitt vald, en játuðu að írakskar hersveit- ir og „andbyltingarsinnaðir málalið- ar“ hefðu enn á ný hemumið bæinn og kváðu „gífurlega harða“ ormstu vera háða um yfírráð svæðisins. írakar segjast hafa tekið 12.207 stríðsfanga í liðinni viku og hafa þeir því alls tekið um 30.000 manns til fanga frá því að stríðsgæfan sner- ist þeim í hag í apríl síðastliðnum. írakar leggja áherslu á að taka stríðsfanga til þess að hafa að veði þegar viðræður hefjast um fanga- skipti og aðra skilmála hugsanlegs vognahléssamnings ríkjanna. Irakar komu til fyrstu vopnahlés- viðræðnanna í höfuðstöðvum SÞ í gær, en áður en utanríkisráðherra Irans, Tariq Aziz, fór til fundar við de Cuellar ítrekaði hann fyrri kröfur stjómar sinnar um beinar vopnahlés- viðræður við írani og sagði þær skil- yrði fyrir því að ríkin gætu treyst hvort öðru. Samþykktu lranir slíkar viðræður ekki „þýðir það að friðar- vilji þeirra er ekki einlægur — og við munum hafa í huga hvað leiðtogi þeirra sagði." Khomeini erkiklerkur sagði þegar hann kynnti ákvörðun sína um að íranir myndu fara að samþykkt Öryggisráðs SÞ um tafar- laust vopnahlé, að hún hefði reynst sér erfiðari en „að taka inn eitur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.