Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 45 Hvernig er með tónleikahald? Það verður ekkert úr slíku fyrr en I september/október. Viðbrögð fólks eru frekar ein- dregin, annað hvort er fólk yfir sig hrifið eða þá að það fyllist við- bjóði. Finnst ykkur æskilegt að fá fram þetta sterk viðbrögð? Já, við viljum að fólk ýmist hati okkur eða elski og við vorum til að Ljósmynd/SS mynda mjög ánægðir með dóm sem við fengum hjá Andrési vini okkar á sínum tíma, þar sem hann sagði margt Ijótt um hljómsveitina. Upp- haflega hugsunin með stofnum hljómsveitarinnar var að fá fólk til að þurfa að velja eða hafna hvort það ætlaði að hlusta eða forða sér; aö enginn gæti bara setið bara af því hann hafði ekkert annað að gera. Duus-hús, 14. júlí, fimmtu- dagskvöld. Jóhamar, Ham, Annie Anxiety. Góðir tónlelkar en sjaldan skemmtilegir: Ekkert kemur á óvart. Jóhamar les okkur inn í kvöld- ið. Það er alltaf gaman að hlusta á hann, en í þetta sinn kannski ekki eins gaman og venjulega. Of langt, of hrátt, ómeitlað: eitt Ijóð. Samt ágætur inngangur að Ham, sem hefja leik sinn nokkru síðar. Nýju lögin hjá Ham virðast loksins vera farin að skila arði. Hluta hans dreiföu hljómsveitar- menn meðal áheyrenda þetta kvöld, hafi mér ekki misheyrst. Hljómsveitin er greinilega að yfirstíga helsta vanda sinn til þessa: lagasmíðarnar. Annars var eins og þá skorti allan reglu- legan djöfulskap í rokkinu á þess- um tónleikum; enda tókst þeim ekki að særa fram nema miðl- ungsvillidýr í fólki. Samt stað- festu þeir enn frekar öndvegis- sess sinn í íslenskri undirdjúpa- tónlist. Sem stendur ramba þeir á barmi þess að verða frábærir. Kannski er kominn tími til að ein- hver ýti þeim fram af brúninni. Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn leiddist mér Annie Anxiety. Best þótti mér hún um miðbik dagskrárinnar þegar hún tók nokkra vel valda soul-sálma. Annars staðar trosnaði rödd hennar upp í ósamstæða þræði, sem slitnuðu síðan fyrir athygl- inni, einn og einn. Ekki misskilja mig. Hún hefur sterka og góða rödd. Hún hefur mikla og ótví- ræða hæfiieika. Ég veit eiginlega ekki hvað var að hjá henni; held helst að hún hafi veriö of ham- ingjusöm og glöð. Slíkt fer henni vel sem manneskju, en líklega ekki sem listamanni. Baldur A. Kristinsson Morgunblaðið/KGA Spírandi ómark Ástin Langt er nú liðið síðan lag Mosa frænda, Katla kalda, fór hamförum á vinsældalistum út- varpsstöðva. í kjölfar þess lýsti sveitin því að framundan væri plötuútgáfa og síðan hafa öðru hvoru komist á kreik sögusagnir um að platan væri komin eða rétt ókomin, án þess þó að nokk- uð hafi bólað á henni. Nú er platan loks komin, sjö- tomma sem ber nafnið Ástin sigr- ar, og einn liðsmanna Mosa frænda var beðinn um að segja alla sorgar-og hörmungarsöguna. í enduðum maí lýstuð þið því yfir að stutt væri í að fyrsta plat- an sveitarinnar sæi dagsins Ijós. Nú er endaður júlf og platan kom loks í síðustu viku. Hvað veldur? Til að byrja með fengum við vit- lausar upplýsingar að utan um það hvað langan tíma vinnslan tæki. Okkur var tjáð að það tæki ekki nema tvær til þrjár vikur að vinna plötuna og við stefndum því ótrauðir á sautjánda júní sem út- gáfudag. Nokkru fyrir þann tíma fengum við aftur þær upplýsingar að ekki myndi það nást og nokkru síðar var okkur sagt að tvær til sigrar wu ..AS^* Morgunblaðið/Bjarni þrjár vikur myndu líða þar til við fengjum plötuna í hendurnar. Þá voru þrjár vikur í 4. júlí og það því stefnt á þann dag sem útgáfu- dag. 1. júlí hringdum við út til að grennslast eftir þvi hvers vegna platan væri ekki komin og þá var ekki byrjað að pressa hana. Okkur var lofað því að það yrði gert þeg- ar, en þá bilaði pressunarvélin. Hún var biluð í viku og þegar hún var komin í lag var komin út ný smáskífa með hljómsveitinni BROS og við urðum því að bíða enn um sinn á meðan sú plata var pressuð í miklu magni. Platan var síðan pressuð nú fyrir stuttu. Hvernig hefur platan elst, hvernig hljómar hún eftir allt þetta streð? Hún er með betri partíplötum ársins að mínu mati. Lögin öru jafn góð og þegar við sendum seg- ulböndin út. Ég var frekar óánægð- ur með hljóminn á plötunni til að byrja með, en komst síðan að því að það var bara ryk og hún hljóm- ar mjög vel. Þið auglýstuð heimsendingar- þjónustu, hvernig hefur gengið að selja plötuna með þeim hætti? Það hefur gengið mjög vel og daginn sem platan kom fórum við í að dreifa henni og seidum óheyri- lega mikið af henni, en upplagið er takmarkað eins og menn vita, 500 plötur, og það er drjúgur hluti af því farinn. Ekki er loku fyrir það skotið að eitthvað smáræði verði pressað ef eftirspurn verður mjög'' mikil, en við stefnum að frekari útgáfu með lækkandi sól. Eigið þið nóg af efni til að gefa út? Já, við eigum nóg af lögum og það sem við ekki eigum fáum við bara hjá öðrum. Er eitthvað sérstakt um þessa plötu að segja? Nei, hún talar fyrir sig sjálf. Katla kaida hefur verið kallað verst spilaða lag sem heyrst hef- ur í útvarpi. Mér finnst það ekkert svo illa spilað þó það sé ekkert ofsalega vel spilað. Við erum ekki Dire Stra- its en lagið er ekkert verra fyrir það. Það er ekki langt síðan Purrk- ur pillnikk lýsti því yfir að það væri dyggð að kunna ekki að spila á hljóðfæri; þeir sögðu að maður þyrfti ekki að kunna á hljóðfæri til að spila í hljómsveit og nú komura við og segjum að maður þurfi ekki að kunna á hljóðfæri til aö verða frægur. Don og Soná útgáfutónleikum Ham í Casablanca fyrir skemmstu. Hold Hljómsveitin Ham sendi frá sér nýverið fimm laga tólftommu sem ber heitið Hold. Sú plata hefur farið fyrir brjóstið á mörgum, á meðan aðrir hafa talið plötuna með því besta sem út hafi komið á árinu og þótt víðar væri leitað. Rokksíðan hitti þá Óttarr Proppé og Sigurjón Kjartansson á kaffihúsi. Mér skilst að Smekkleysa s/m hafi leitað eftir því við ykkur að fyrra bragði að gefa út plötu eftir að Ham lék með Sykurmolunum í Duus f enduðum aprfl. Já, við ætluðum okkur ekki að gera plötu strax. Eruð þið þá sattir við útkomuna? Já og nei. Fyrir okkur er þetta dágóð rokkplata, ágæt miðaö við það sem við vorum að gera, en það er ýmsu ábótavant, enda voru upp- tökurnar unnar á sextán tímum. Sumum þykir inntak texta vera ókræsilegt og jafnvel ókristilegt og margur telur sig finna að það túri ofbeldi á bak við þá. Þetta er bara væll, því þetta er bara líf, okkar líf. Textarnir eru mjög íhaldssamir og alls ekki krassandi. Þetta er allt ástarlög. Trúboðasleikj- arinn er til að mynda bara vinur okk- ar og við erum að syngja til hans. Það lag er byggt upp sem dúett og ég (Sigurjón) syng hlut trúboðasleikj- arans, en ég gef ekkert komment á það hvort ég sé trúboðasleikjarinn eða ekki. Við stökkvum á milli hlut- verka, erum að syngja hvor til ann- ars og sem lykil að plötunni má nefna að við erum í hlutverkunum Don og Son, en fyrir slysni er Son ávarpaður tvisvar en Don ekki. Nöfn- in sjálf koma frá frá Lon Cheyney. Allir textarnir eru ástartextar, en Auður Sif og Transylvanía eru senni- lega einu „eðlilegu" ástartextarnir að því leyti að það er verið að syngja til kvenna. Aðrir textar virðast vera hómósexúalískir, þeir koma a.m.k. þannig út í það minnsta í nýju lögun- um sem við komum betur inná í haust. Eru lögin á Hold hér með úr sögunni sem tónleikalög? Við munum kannski halda eitt- hvað áfram með Trúboðasleikjar- ann, því við fáum enn gæsahúð við að flytja hann. Hold eigum við kannski eftir áð vinna eitthvað meira með en Transylvaníu tökum við aldr- ei aftur, það er svo leiðinlegt lag. Svo getum við aldrei sungið það al- mennilega á tónleikum, við verðum alltaf að syngja það áttund ofar, þannig að þetta verður hálfgert væl. Hundleiðinlegt lag. Við vorum reyndar orðnir leiðir á því um leið og við sömdum það. Hvernig er með nýju lögin. Lögin á Hold eru komin vel til ára sinna, eru nýju lögin mikið frábrugðin? Nei, þetta er allt eðlileg þróun. Trúboðasleikjarinn er kannski líkast- ur nýju lögunum, því hann er yngsta lagið. Við vorum búnir að setja sam- an nokkur af þeim lögum sem við ætlum að taka upp í haust þegar við fórum i að taka upp Hold. Er bergmál frá textanum við Heitt kjöt Molanna (Cold Sweat á ensku) í textanum við Hold. Við munum nú ekki eftir því að hafa heyrt lagið á íslensku hjá Mol- unum, þannig að þar eru engir þræð- ir á milli. Textinn við Hold var sam- inn hálftíma fyrir tónleika vegna þess aö okkur vantaði orð við lag og inni- haldið er ekkert sérstakt. Þetta er bara safn af flottum orðum sem hljómuðu vel saman. Ég (Sigurjón) kann textann ekki og gæti ekki sung- ið hann á tónleikum. Verða margir textar til óforvar- andls? Nei, þó þeir verði oft til á skömm- um tíma. Við höfum yfirleitt eitthvað þema í huga sem okkur finnst passa vel við lag sem við höfum sett sam- an og semjum textann út frá því. Þegar við sömdum textann viö For- boðnar ástir, sem verður komið bet- ur inná í haust, sátum við í bíl við Kópavogskirkju og vorum í hálfan annan tíma að semja textann, auk þess sem við urðum vitni að bana- slysi, en það komum við inná í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.