Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR SIGURGEIRSSON vólvirkja- og pipulagningameistari, Aðalgötu 14, Stykkishólmi, lést i St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi þriðjudaginn 26. júlí. Ingveldur Kristjánsdóttir, dætur og barnabörn. t Ástkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, HALLA KR. SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Smáraflöt 12, Garðabæ, er lést 22. júlí, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 29. júlí kl. 13.30. Guðjón Þorleifsson, Þórdi's Jóna Guðjónsdóttir, Svavar Heimir Guðjónsson, Erna Hrönn Guðjónsdóttir, Fred Bianga, Rafn Arnar Guðjónsson, Anna Marfa Þorláksdóttir, Víðir Þormar Guðjónsson, Málfrfður Elfsdóttir, Stella Dröfn Guðjónsdóttir, Jóhannes Jóhannesson og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN BALDURSSON, Háaleitisbraut 28, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. júlí kl. 13.30. Jófrfður Sveinsdóttir, Aron Björnsson, Edda Björnsdóttir. t Útför mannsins míns og föður okkar, INGIBJARTAR ÞORSTEINSSONAR pfpulagningameistara, Espilundi 1, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. júlí kl. 15.00. Kristfn Guðmundsdóttir, Kristrún Ingibjartsdóttir, Hugi Ingibjartsson. Skarphéðinn Ama- son — Minning Fæddur 22. september 1919 Dáinn 18. júlí 1988 Mér er bæði ljúft og skylt að setja nokkur kveðjuorð á blað við andlát og jarðarför vinar míns, Skarphéðins Amasonar. Við áttum samleið í 35 ár við störf að íslenskum flug- og ferðamálum, auk þess sem náin per- sónuleg tengsl sköpuðust okkar í milli á örlagastundu í lífi hans. Skarphéðinn var einn þeirra sem um iangt árabil störfuðu í forsvari fyrir Flugfélag Islands erlendis, und- ir yfírstjóm vinar okkar og félaga, Amar 0. Johnson. Það var ekki stór hópur, sem starfaði að sölu- og markaðsmálum hjá félaginu á þess- um áram, en samstaða okkar, sam- vinna og vinátta var mikil og góð.. Reglulega var komið saman til skrafs og ráðagerða, heima og er- lendis. Við litum á okkur sem vor- menn Islands í þessari atvinnugrein og gerðum okkur góða grein fyrir að við voram að sá í lítt plægðan akur, en voram jafnframt sannfærð- ir um að uppskeran yrði góð. Við hvem nýjan áfanga glöddumst við innilega saman og stefnan var sett á ný takmörk og enn frekari land- vinninga. Minningamar um liðna áfangasigra skjóta upp kollinum hver af annarri. Kaupin á fyrstu íslensku skrúfuþotunum til milli- landaflugs, fyrsta íslenska skrúfu- þotan tekin í notkun á flugleiðum innanlands og ef til vill stærsti áfanginn, þegar fyrsta íslenska þot- an, Gullfaxi Flugfélags íslands, kom til landsins í júní 1967. Skarphéðinn tók þátt í öllum þess- um atburðum af lífi og sál. Á þessum áram starfaði hann í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og síðan aftur í Noregi þar sem hans starfsdegi lauk hjá Flugleiðum. Það var sama hvar hann dvaldi. Alls staðar var hann vinsæll og vel látinn, enda vildi hann hvers manns vanda leysa. Ég veit að margir viðskiptavinir Flugfélags íslands á þessum áram minnast hans nú með þakklæti og virðingu. í Þýskalandi kvaddi sorgin dyra t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför HELGU ATLADÓTTUR, Houston, Texas. F.h. barna, barnabarna og systkina, Kristín Ögmundsdóttir Garver og Sherry Sebek. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÍÐAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs. Rebekka Guöfinnsdóttir, Kristján Einarsson, Karl Guöfinnsson, Hafdfs Jónsdóttir, Guðlaugur Guöfinnsson, Ásdfs Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, SIGURJÓN GUÐJÓNSSON, Efri-Holtum, Vestur-Eyjafjöllum, verður jarösunginn frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 30. júlí kl. 14.00. Jón Sigurjónsson, Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, Kristbjörg Sigurjónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ELLERTSSON, Miðbraut 1, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 29. júlíkl. 13.30. Valborg Guðjónsdóttir, Katrfn Ellertsdóttir, Guðjón Sigurösson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Stanton B. Perry og barnabörn. t Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SKÚLA JÓNSSONAR, Hróarslæk, Rangárvöllum. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala og á gjörgæsludeiid Landspítalans. Ingigerður Oddsdóttir, Helgi Skúlason, Guömundur Skúlason, Ragnheiður Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Sólveig Jóna Skúladóttir, Bjarni Sveinsson, Þóroddur Skúlason og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU ÞORSTEINSDÓTTUR, Njarðvíkurbraut 19, Innri-Njarðvík. Hákon Kristinsson, Þorsteinn Hákonarson, Kristfn Tryggvadóttir, Stefanfa Hákonardóttir, Sigurbjörn J. Hallsson, Bryndfs Hákonardóttir, Guðmundur Pálmason, Steinunn Hákonardóttir, Elvar Ágústsson og barnabörn. Lokað Lokað í dag, fimmtudaginn 28. júlí, vegna jarðarfarar HÖSKULDAR STEFÁNSSONAR. Hrísnes hf., Auðbrekku 16, Kópavogi. Lokað Vegna útfarar HÖSKULDAR R. STEFÁNSSONAR verð- ur lokað í dag frá kl. 12.00 á hádegi. Nylonhúðun hf., Lyngási 8, Garðabæ. Lokað Vegna útfarar HÖSKULDAR R. STEFÁNSS0NAR verð- ur verslun okkar lokuð eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 28. júlí. Álfaborg hf., Skútuvogi 4. hjá Skarphéðni þegar eiginkona hans, Brynja, lést af bamsföram og hann stóð einn eftir með dætumar tvær, Helgu og litlu Brynju. Okkur hjónunum veittist þá sú gleði að geta orðið honum að liði. „Dóttir ykkar biður að heilsa." Þetta sagði Skarphéðinn við mig nánast í hvert skipti eftir þetta þegar fundum okk- ar bar saman. En élin birtir, einnig þau dimmustu. Elínborg, seinni kona Skarphéðins, kom inn í líf hans. Saman byggðu þau upp nýtt heimili og Elínborg varð dætranum tveimur sem besta móðir. „Ég bið að heilsa öllum heima.“ Þetta sagði Skarphéðinn einnig í hvert skipti er við kvöddumst. Hug- urinn var alltaf mikið hér heima á Islandi. Hér átti hann marga vini, sem allir kunnu vel að meta dreng- skap hans, tryggð og einlægni. Aldr- ei lagði hann illt til nokkurs manns. Skarphéðinn var ef til vill of góður fyrir þennan heim. Slík var einlægni hans og trúmennska. Fari gamall vinur sæll á nýjum vegum. Starfsfélagar hans hjá Flug- félagi íslands óska honum góðrar ferðar, af sama hlýhug og hann ósk- aði svo mörgum þess sama, og þakka honum allt hans ágæti og vináttu. Við Ragnheiður vottum þér, Elín- borg, ykkur dætranum, Helgu og Brynju, og sonunum ykkar litlu inni- lega samúð. Við drúpum höfði í þakklæti fyrir samverastundirnar með Skarphéðni og í virðingu fyrir minningu hans. Birgir Þorgilsson Það var mánudaginn 18. þ.m. að mér var gengið út af skrifstofu minni, er ég sneri aftur að nokkram tíma liðnum, var miði á skrifborðinu er á stóð: Skarphéðinn andaðist í morgun. Ekki var um að villast um hvaða Skarphéðin var að ræða, það var Skarphéðinn Árnason, sem okkar á milli gekk undir nafninu Skarphéð- inn í Ósló, og mér brá við þessi tíðindi, þótt ég vissi um mjög erfið og alvarleg veikindi hans, þá leynd- ist sú von að honum auðnaðist að eiga rólegt ævikvöld með fjölskyldu sinni, að loknum erilsömum starfs- degi. En það er eins og svo oft áð- ur, enginn ræður því sjálfur hvenær hann leggur upp í þessa hinstu för, menn verða að hlýða þegar kallið kemur. Mér var hugsað til Skarphéðins og Kfshlaups hans, og mér var ljóst að erfitt mundi verða að fylla það skarð sem hann skilur eftir. Slík er háttvísi og hógværð sumra manna, að tómið sem þeir skilja eftir sig þegar þeir kveðja, er miklu stærra en rúmið sem þeir tóku upp í lifandi lífi, þú vissir af þeim og þeir vora til staðar, ef þú þurftir á að halda, en að óþörfu vora þeir ekki að troða þér um tær. Á sjötta og sjöunda áratugnum urðu stórstígar framfarir í íslensku þjóðlífi, og þessar framfarir stöfuðu ekki síst af stórbættu sambandi við umheiminn, _þær fjarlægðir sem haldið höfðu Islandi í einangrun frá upphafi vega, hurfu eins og dögg fyrir sóiu. Islendingar sem fram að seinni heimsstyijöld höfðu látið flest- ar tækninýjungar framhjá sér fara, hoppuðu allt í einu beint af hestbaki upp í flugvél. Flugsamgöngur rafu einangran ýmissa byggða á íslandi, og allt í einu var landið sjálft í þjóðbraut, og þær nýjungar í tækni og þær breyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.