Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 25 gerast. Hvatt var til sjálfsskoðunar og æfinga í því að koma fram á þann hátt, að viðbrögðin yrðu eins og til er ætlast. Þótt boðskapur hennar væri ekki nýr, er hollt og gott að rifja það upp, að við sjálf berum talsverða ábyrgð á okkur sjálfum, heilsu okk- ar, andlegri og líkamlegri. Við ráð- um ekki, hvað kemur fyrir okkur, en við ráðum nokkru um, hvemig við bregðumst við því, sem gerist. En það er enn einn hængur á þessari kenningu. Setjum svo, að einhver fari til jrfirmanns síns og segi honum skoðun sína, kurteis- lega og einarðlega, hann hlustar síðan á viðhorf hans með opnum eyrum og hlýjum huga. En yfírmað- urinn hefur þau boð að flytja, að hann vilji ráða og hinn eigi að hlýða. Hann er ekkert spenntur fyrir samningum. Frú Adams virð- ist ekki gera ráð fyrir slíkum mögu- leika. En það gerði Isabel Allende, chiieski rithöfundurinn, sem var hér á ferð í fyrra. Hún sagði, að þegar harðstjómin hefði flæmt hana úr landi og fótumtroðið mannréttindi, hefði hún fyrst lamast af þung- lyndi. Eftir nokkum tíma komst hún að raun um, að besta vopnið gegn harðstjóm er gleðin og það að sjá hið skoplega við hlutina. Þetta fannst mér skemmtileg kenning, en hversu haldgóð hún er, veit ég ekki. Aðrir bíða færis með byltingu eða flótta. Ég held, að fólk geri það, sem því fínnst borga sig fyrir það sjálft, og voni, að augu margra stjómenda opnist fyrir því, að gott og jákvætt samstarf er þeirra mesti gróði. Við getum lagt okkur sjálf fram um að hafa jákvæð samskipti við aðra. Við getum lagfært galla í fari okkar, ekki síst, ef við eigum svo góða vini, að þeir leggja það á sig að benda okkur á þá. I stuttu máli sagt: Kenningar ameríska sér- fræðingsins og annarra, sem fjalla um mannleg samskipti, fínnst mér hafa verið orðaðar ágætlega fyrir 2000 ámm: „Það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra." I fyrravor talaði ég við hjúkr- unarfræðinga um vinnugleði og vinnuleiða eða kulnun. Ég kynnti mér ýmsar rannsóknir, sem gerðar hafa verið hérlendis og erlendis til þess að kanna, hvemig hjúkmnar- fólki liði í starfí. Enda þótt kannan- imar væm meðal hjúkmnarfræð- inga komu fram ákveðin lögmál, sem eiga við alla starfshópa. Rann- sakendum kemur saman um, að starfsleiði geri vart við sig eftir ákveðinn árafjölda, 2—4 ár, eða þegar starfíð er fulllært, og geti, ef hann kemst á hátt stig, valdið vemlegri fötlun og fötmn, sem er nýyrði og þýðing á erlenda orðinu „fmstration". Flestum kemur saman um, að streita, einhæfni í starfí, skortur á áhugahvöt — motivation — undir- tyllustaða, leiðinlegir yfírmenn og og miklar eða of litlar kröfur, sem starfíð gerir til einstaklingsins, séu undirrót leiðans. Fólk verður þreytt og leitt, fínnst allt ómögulegt, miss- ir svefn, fær í magann eða höfuðið, sumir vinna stöðugt lengri og lengri vinnudag en afkasta þó minna og minna, aðrir flýja vinnustaðinn eða verkefnin eins og þeir geta. Starfsleiðinn er smitandi og af- leiðingin almenn óánægja. Uppeld- isfræðingur, sem ég hiustaði einu sinni á, sagði í fyrirlestri, að nám ætti að vera þannig, að það gerði þær kröfur til einstaklingsins, að hann þyrfti að neyta allra sinna krafta til að leysa verkefnið, en réði þó við það. Ætli hið sama gildi ekki um vinnu? Það er a.m.k. sam- hljóða niðurstöðum sænsku vísinda- mannanna, sem ég vitnaði til hér að framan. Þetta leiðir hugann að þarfapír- amída Maslows, sem margir þekkja. Hann telur, að þegar frumþörfunum er svalað, geri manneskjan kröfu til að njóta öryggis, félagsskapar og ástúðar, að vera virt og metin af sjálfri sér og öðrum og loks þrá- ir hún lífsfyllingu. Manneskjan vill, samkvæmt kenningu Maslows, vera fólk eins og Ugla í Atómstöðinni. Ég hef spurt ýmsa, hvað þeim sé mikilvægast í vinnunni. Svörin voru nokkuð mismunandi, en marg- fltoigtttiMatt* Listi yfir launatekjur NBA-leikmanna birtur í fyrsta akipti: Pétur Guðmundsson með 7,4 milljónir á ári tn Ma w I iy™u Y-t i ■ m M. ini n línurnar með starfsfólkinu, þannig að hver og einn fái þá tilfinningu, að hann sé einnig mikilvægur hlekkur og hann geti lagt sitt af mörkum til þess að mikilvægu markmiði sé náð. Skipulag er einnig nauðsynlegt til þess að eitthvað sé gert og árang- ur sjáist. Skipulagsleysi leiðir til óreiðu. Mörgum finnst þeir alltaf hafa svo mikið að gera, að þeir sjái ekki út úr því, en koma engu í verk. Slíkt leiðir til ófullnægju og starfs- leiða. Sá, sem gengur glaður til verks, skilar góðum árangri. Oánægður maður skilar lélegum afköstum. Þar af leiðandi er fjár- hagslega^ hagkvæmnt að hafa fólk ánægt. Óánægja leiðir til vinnu- svika og forfalla. Gleymum ekki að gleðja hvert annað. Hrós eflir og virkjar, skapar jákvæð viðhorf og styrkir sjálfs- mynd fólks. Aðfínnslur og skammir hafa gagnstæð áhrif. Þetta vita hundaeigendur. Það er ekki öllum gefið að vera stjórnendur. Þekkt eru dæmin um góðu kennarana, sem verða skóla- stjórar og reynast ekki vel. Kannski ætti fólk, sem stendur frammi fyrir því vali að verða stjómendur, að byija á því að kanna, hvort það muni henta því og hvort það sé til- búið að taka þeirri gagnrýni, sem allir stjómendur verða fyrir. Illt umtal á vinnustað er eins og krabbamein. Það grefur um sig og vex með óstöðvandi hraða. Til þess að koma í veg fyrir það, em opin og vingjarnleg mannleg sam- skipti, blönduð hreinskilni og vin- áttu, áreiðanlega besta leiðin og best fyrir alla. En eins og mér hef- ur þráfaldlega verið bent á, og ég hef margsinnis reynt, er lífið ekki dans á rósum og staðreyndin er sú, að við komum í vinnuna hlaðin öllu, sem tilheyrir okkur, mislyndi, von- brigðum, vanmáttarkennd og frekju, og ekki em allir svo heppn- ir, að á móti þeim sé tekið með kærleika, sem mildar þetta allt. Yfírmenn em stundum frekir og þröngsýnir og starfsfólk hyskið og skapvont. Hvað er þá til ráða? Ég sagði ykkur, að bandaríski félagsfræðingurinn, sem ég hlust- aði á í fyrrahaust, lagði ríka áherslu á, að það emm við sjálf, sem höfum alltaf möguleika á að snúa öllu okkur í hag. Það er oft erfitt og sumt er okkur kannski um megn, en við gétum æft okkur á smáatrið- um í vinnunni. Það er afstaða okkar sjálfra, sem skiptir mestu máli, þegar upp er staðið, og hvorki aðstæður, starfs- menn né kerfið hafa þar úrslitavald. Ég ætla að ljúka þessu með því að segja tvær dæmisögur. Annars vegar er frásögn sænskrar verka- konu, sem hafði þann starfa að gera kúlulegur í gríðarstórri kúlu- leguverksmiðju í Gautaborg. Þetta var alþýðukona, sem hafði enga skólamenntun, hafði stritað allt sitt ir nefndu launiri og góðan starfs- anda. Aðrir sögðu: Að fá að njóta hæfíleika sinna, að starfíð sé ein- hvers virði, að ná árangri. Þegar spurt var í hópi, virtust margir fegnir að geta talað um starfsleiðann. Þeir vom hissa og glaðir að heyra, að þeir vom ekki einir um hann, en vildu fá fljótvirk ráð gegn honum. En þá vandast málið. Ráðin, sem gefín em, em nokkur: Að skipta um vinnu. Að taka sér langt frí. Að halda starfs- mannafundi til uppörvunar og til að setja heildarmarkmið. Að séð sé til þess, að hver og einn fái að njóta sín og hafí einhverja ábyrgð. Líkamleg hreyfíng, hollt mataræði, reglusamt líf. Þessi ráð em mörg hver eflaust góð, en verka á mig eins og sagt sé: „Besta ráðið til að vera glaður — er að vera hamingju- samur." Það getur verið erfítt að skipta um vinnu og taka frí. Ef til vill em samstarfserfíðleikar á vinnustað, sem erfítt er að bæta úr. Orðin em ekki til alls nýt, þótt þau séu sögð til alls fyrst. í baráttunni við leið- ann eða kulnunina er manneskjan mestan part ein eins og víðar. En við skulum undir lokin taka saman fáeina þætti, sem taldir em mikilvægir til að fólki líði vel í vinn- unni: I stuttu máli: Launin skipta máli. Vinnan má hvorki vera of mik- il né of lítil. Hún verður að vera viðráðanleg og best er, ef starfíð gerir þær kröfur til starfsmannsins, að hann þurfí að nýta hæfíleika sína og þekkingu og ráði þannig við lausn viðfangsefnisins. Allir vilja sjá árangur erfiðis síns og hafa það á tilfínningunni, að það sem þeir eru að gera, skipti máli. Það er talið afar mikilvægt fyrir starfsmenn, að þeir hafí áhrif á það, sem þeir em að gera, að þeir taki þátt í ákvörðunum og skipu- lagningu starfsins. Þessi atriði stuðla að jákvæðum tilfinningum svo sem vinnugleði, stolti og sjálfstrausti. Ef fólki líður illa í vinnunni veldur það kvíða, óánægju og sorg. Þetta getur síðan leitt til líkamlegra kvilla. Stundum leiðir það þó „aðeins" til andlegrar vanlíðunar, sem hefur áhrif á alla aðra þætti svo sem fjölskyldu- og einkalíf. „Til þess að koma í veg fyrir, að mikill hluti manna lifl við sorg og sút, ættu vinnustaðirnir að vera þannig, að sérhver starfsmað- ur taki þátt í því að móta vinnustað- inn í virku samstarfí við leiðtoga Dg samstarfsmenn. Það þarf að vera samræmi á milli vinnuálags, starfshæfni og áhrifa,“ segja sér- fræðingamir, sem skrifa kaflann um sálræna og félagslega þætti í kennslubókinni í „arbejdsmedicin", sem ég vitnaði til í upphafí. Það er nauðsynlegt að skipu- leggja starfið. Það er að mínu áliti hlutverk stjómandans að leggja líf og nú var hún búin að standa við þetta einhæfa starf árum sam- an. Hún hafði einn fermetra til að hreyfa sig á, hún sá yfír til næsta manns og sagði, að þá væri öllu lokið, ef gerð yrði alvara úr að setja plötu á milli þeirra, svo þau sæju ekki hvort annað, þótt hávaðinn meinaði þeim að tala saman. Sam- heldnin og vináttan á vinnustaðnum var henni dýrmæt og hún segir: „Mér fínnst vinnan ekki leiðinleg. Jú, auðvitað er hún leiðinleg, en ef manneskjan á innri auð, þá bjarg- ast maður. Það verður maður að eiga. En hvemig eignast maður hann? Það er nú spumingin. Hjá mér eru það bækumar. Ég fæ lánaðar bækur á bókasafninu. Ég les mikið ljóð. Þá fer ég með ljóðabókina mina heim og les hana og svo skrifa ég upp ljóðin í bók, sem ég á heima, því að ég er búin að skrifa niður fjöldann allan af ljóðum. Svo fer ég með ljóð með mér í vinnuna, gott ljóð. Ég skrifa það upp og tek miðann með mér, og svo læri ég það utan að og les það fyrir sjálfa mig. Ég veit ekki, hvort það er lífsgleði eða vinnugleði eða af því að ég sef vel, en ég verð sjaldan þreytt. Ég held, að það sé fyrst og fremst félagsskapurinn. Við höldum vel saman, okkur líður vel saman." Þetta var hennar leið. En Albert Einstein fann önnur úrræði. Þegar hann var ungur mað- ur réðst hann til starfa á einkaleyfa- skrifstofu. Það var lítið að gera hjá honum og honum leiddist. Hann hafði með sér fíðluna sína og spil- aði, á meðan hann beið eftir verk- efnum, en þétta vann ekki bug á tilfínningu hans fyrir tilgangsleysi og leiða. Þá fór hann að hugsa og datt niður á afstæðiskenninguna. Þessar dæmisögur, hvort sem þær eru dagsannar eða ekki, eiga að vekja til umhugsunar. Sýna fólki fram á, að einstaklingurinn hefur ótrúlega möguleika við alls kyns aðstæður. En við erum fæst afreks- fólk. Þess vegna þurfum við að taka höndum saman og hjálpast að við að skapa góðan starfsanda á vinnu- stöðum. Þá líður öllum betur og afköstin aukast. Höfundur er hjúkrunstrfræðingur. Auglýsingar í íþróttablaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild fyrir kl. 16.00. á föstudögum. bmö allra landsmanna Veiði, bílar, hreysti og þáttur um hesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.