Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Mesta ferðahelgi ársins framundan UMFERÐARRÁÐ og lögreg-lan ætla að starfrækja upplýsingamið- stöð um verslunarmannahelgina þar sem veittar verða upplýsing- ar um ýmsa þætti umferðarinnar og annað sem getur orðið ferða- fólki að liði. Útvarpað verðu beint frá upplýsingarmiðstöðinni á öllum helstu útvarpsstöðvum. Að sögn Óla H. Þórðarsonar framkvæmdastjóra Umferðarráðs eiga flest slys sér stað yfír sumar- mánuðina og þá einkum í ágúst- mánuði. í fyrra urðu 22 bílveltur um það leyti, 40 árekstrar, ekið var á þtjá gangandi vegfarendur, ekið var á sjö skepnur úti á þjóð- vegum og 58 ökumenn voru tekn- ir ölvaðir við stjóm ökutækis. Umferðarráð býst við mikilli um- ferð um allt land um verslunar- mannahelgina og hvetur vegfar- endur til sérstakrar árvekni, tillits- semi og varkámi um þessa mestu ferðahelgi ársins. Löggæsla verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Að sögn Ómars Smára Armannssonar aðal- varðstjóra í Reykjavík verða 5 vegalögreglubílar úti á landi til þjónustu og eftirlits, einn í hveij- um landsfjórðungi og einn á há- lendinu. Auk þess nýtur lögreglan aðstoðar þyrlu Landhelgisgæsl- unnar. Þannig verður auðveldara- að fylgjast með hvar fólk hópast saman og verða lögreglubílar þá færðir til _á milli staða eftir álagi, að sögn Ómars Smára. Félag íslenskra bifreiðaeigenda verður með vegaþjónustuvakt í Borgartúni 33 alla helgina frá klukkan 10 árdegis til klukkan 22. Auk þess verða sex bílar úti á þjóðvegum. FÍB hefúr fækkað þeim bílum sem þeir hafa í förum en þess í stað samið við verkstæði út um allt land um þjónustu við bifreiðaeigendur. Félagið mun veita varahlutaþjónustu alla helg- ina. Morgunblaöið/Ámi Sœberg Sjúkraflug með tvo sovéska sjómenn ÞYRLA varnarliðsins sótti í gær sovéska sjómenn í tvo sovéska verksmiðjutogara, sem þá voru staddir um 270 mílur suðvestur af Reykjanesi. Annar mannanna hafði orðið fyrir slysi um borð í togaranum Bolsévik og var með opið beinbrot um olnboga annars handleggs en hinn, 54 ára gamall skipveiji á Timofey Khrykin, kvartaði undan mikl- um innvortis kvölum. Þyrlan lenti með þá við Borgarspítal- ann um klukkan 20 i gærkvöldi. Að sögn Hannesar Hafstein for- stjóra Slysavamafélags Íslands barst Slysavamafélaginu hjálpar- beiðni frá Bolsévik á þriðjudags- kvöld en þá var skipið um 400 mílur undan landi og var ákveðið að bíða með aðgerðir til morguns. Klukkan rúmlega níu í gærmorgun barst svo beiðnin frá Timofey Khrykin. Vamarliðið sendi um hádegið þyrlu og eldsneytisvél á móti skipunum og vom sjúkling- amir komnir um borð um klukkan 16. Þyrlan þurfti þrívegis að taka eldsneyti meðan á sjúkrafluginu stóð. VEÐUR I/EÐURHORFUR í DAG, 28. JÚLÍ 1988 YFIRLIT f G/ER: Skammt austur af landinu er hægfara 992ja mb lægð og þaðan lægöardrag til suðvesturs. Hiti verður á bilinu 4 til 10 norðanlands, en 8 til 15 stig syðra. SPÁ: Minnkandi norðanátt, skýjað norðanlands og dálítil rigning enn á norðausturlandi en víða bjart veður syðra. Heldur hlýrra en í dag. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FÖSTUDAQ: Fremur hæg norðaustanátt. Skýjað og sums staöar skúrir um norðan- og austanvert landið en bjart veð- ur suövestanlands. Hiti 5—10 stig norðantil en 10—15 stig syöra. HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg norðan eöa breytileg átt. Skýjað og sum staðar skúrir við norðausturströndina en annars þurrt og víða bjart veöur sunnan- og vestanlands. Áfram svalt í veðri. V f % VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veftur Akureyri 4 alskýjað Reykjavík 6 skúr Bergen 13 úrkoma Helsinki 20 skýjaö Kaupmannah. 16 léttskýjað Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk 2 þoka Ósló 13 lóttskýjað Stokkhóimur 14 rtgnlng skýjað Þórshöfn 11 Algarve 26 heiðskfrt Amsterdam 14 þokumóða Barcelona 20 mistur Chicago 17 helðskírt Feneyjar 21 heiðskírt Frankfurt 16 léttskýjað Glasgow 11 skúr. Hamborg 13 þokumóða Las Palmas vantar London 12 skýjað Los Angeles 19 þokumóða Lúxemborg 13 léttskýjað Madrfd 19 heiðskírt Malaga 21 þokumóða Mallorca 19 léttskýjað Montreal 20 skúr New York 22 skúr París 14 rigning Róm 22 heiðskirt San Diego 21 skýjað Winnipeg 24 léttskýjað Nýjar afskriftareglur refabúa: Yeðhæfni aukin Á FUNDI Stofnlánadeildar land- búnaðarins á þriðjudag var meðal annars fjallað um vandamál loð- dýrabænda og þær vinnureglur settar að loðdýrahús skuli vera án afskrifta fyrstu fimm árin. Síðan eru afskriftir hækkaðar úr 3% í 4% þannig að afskriftatiminn er svipaður og áður. Reiknað er með að lausaskuldalán til refa- bænda verði til 15 ára, séu verð- tryggð, beri 2% vexti og verði afborgunarlaus fyrstu tvö árin. Halldór Blöndal alþingismaður sem á sæti í stjóm Stofnlánadeildar sagði að með þessum hætti væri reynt að koma til móts við þá sér- stöku erfíðleika sem eru í loðdýra- ræktinni. „Þau dæmi sem við höfum fyrir okkur sýna þó að þetta muni ekki öllu. Samkvæmt lögum um stofnlánadeild er hámark lána 7096 af fasteignamati og eins og dæmin liggja fyrir þá er ekki allur munur á hvor aðferðin er viðhöfð," sagði Hall- dór. Hann sagðist telja nauðsynlegt að viðhalda refastofninum í landinu þannig að hægt verði að ná upp skinnaframleiðslu aftur þegar ástandið á markaðnum batnar. Til þess þarf að aðstoða refabændur. „Stjómvöld, einstakir stjómmála- menn og forysta bænda hvatti á sínum tíma til þess, að menn færu út í refarækt. Af þeim sökum eiga refa- bændur nú nokkra kröfu á samfélag- ið, að það bregðist við þeirra vanda. Þess vegna er nauðsynlegt að endur- skoða og endurmeta stöðu þeirra og þessarar atvinnugreinár í heild út frá markaðnum eins og hann stendur. Það er fyöldi refabænda sem hefur náð mjög góðum árangri í þessari ræktun og þá hljótum við að standa frammi fyrir að gera upp við okkur hvort við viljum að allir skeri niður og veðji á minkinn eða hvort við telj- um rétt að hafa einhver refabú í landinu, þó svo að við þurfum að borga eitthvað með þeim í bili. Eftir sem áður borgum við miklu minna með refabúum heldur en sauðfjárbú- um,“ sagði Halldór Blöndal. Borgarráð: Sótt um lán til kaup- leiguíbúða BORGARRAÐ hefur samþykkt tillögu minnihlutaflokkanna um að sótt verði um lán til allt að 60 kaupleiguíbúða á næsta ári. í greinargerð með tillögunni seg- ir, að við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar hafí ekki verið ljóst hvort yrði af hugmyndinni um kaupleiguíbúðir. Ljóst sé að Hús- næðisstofnun hafi nú um 273 millj- ónir króna til úthlutunar til kaup- leiguíbúða. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjómar, var til- lögunni vísað til borgarritara, sem sækja mun um lánið fyrir hönd borgarinnar. Vatnsveðrið á Norðurlandi: Úrkomumet slegin á Siglunesi og Gjögri ÚRKOMUMET voru slegin á Siglunesi við Siglufjörð og Gjögri á Ströndum í vatnsveðrinu sem gengið hefur yfir Norðurland að und- anförnu. Vegir, sem lokuðust norðanlands vegna aurskriða og vatna- vaxta sl. þriðjudag, voru opnaðir aftur í gær, að sögn Ólafs Torfason- ar vegaeftirlitsmanns. Á Siglunesi mældist úrkoman 76 millimetrar frá klukkan 9 sl þriðju- dag til klukkan 9 í gær. Á sama tíma mældist úrkoman á Gjögri 73 millimetrar. Mesta sólarhringsúr- koma, sem mælst hafði áður á Siglunesi, var 58,5 millimetrar í september 1983 en 57 millimetrar á Gjögri í september 1984, að sögn Öddu Báru Sigfúsdóttur á veður- farsdeild Veðurstofunnar. Næstu tvo sólarhringa dregur verulega úr vindi og úrkomu norð- anlands og á morgun, föstudag, verður hæg norðanátt og skýjað við norðurströndina en bjartara inn til landsins og sunnanlands. Gott veð- ur verður um allt land nk. laugar- dag, sunnudag og mánudag, að sögn Eyjólfs Þorbjömssonar veður- fræðings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.