Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 53 Guðbjörn Guðbjörnsson og kona hans Kathy. Þau kynntust á tónlist- arnámskeiði í Weimar, en hún leggur einnig stund á söngnám. ÓPERU SÖNGUR „Umboðsmaðurmn minn heyrði fyrst í mér í útvarpsþætti“ Rætt við Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvara rátt fyrir ungan aldur hefur Guðbjörn Guðbjörnsson óperu- söngvari vakið athygii hér á landi fyrir söng sinn á tónleikum og frammistöðu sína í ýmsum smærri óperuhlutverkum. Hljótt hefur verið um hann að undanförnu, enda hefur hann dvalist í Þýskalandií vetur, þar sem hann hefur haldið áfram söngnámi sínu og sungið á fjöi- mörgum tónleikum. Guðbjörn var á ferðinni hér á landi á dögunum og tók blaðamaður Morgunblaðsins hann þá tali. Aðspurður sagðist Guðbjörn kunna vel við sig í Þýskalandi. „Það er virkilega gott að vera íslending- ur þar. Þjóðveijar vita töluvert um land og þjóð og ótrúlega margir þeirra hafa komið til íslands. Það hjálpar mér svo auðvitað mjög mik- ið, hversu gott kerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna er. Ég skil ekki þá sem sífellt eru að agnúast út í það, því við megum vera þakk- lát fyrir þá þjónustu sem Lánasjóð- urinn veitir. En sennilega gerum við íslendingar okkur ekki fulla grein fyrir því, hvað við búum við góðar aðstæður í þessum efnum." Guðbjörn segist alltaf hafa sung- ið mikið. „í fjölskyldu minni er mik- ið söngfólk. Gunnar bróðir minn er einnig að læra söng og Ketill jens- son söngvari er föðurbróðir okkar. Átján ára söng ég hlutverk Perons í söngleiknum Evitu á Nemenda- móti Verslunarskólans. í kjölfar þess hóf ég nám í Söngskólanum og síðar í Nýja tónlistarskólanum hjá Sigurði Demetz Franzsyni. Eft- ir stúdentspróf byijaði ég í ensku og heimspeki í Háskóla íslands samhliða söngnáminu, en fljótlega ákvað ég að helga mig söngnum.“ Guðbjörn lauk prófi frá Nýja tón- listarskólanum á síðasta ári og hélt í haust sem leið til Þýskalands. „Ég hef stundað nám í vetur hjá dr. Hanne-Lore Kuhse í Austur-Berlín og hef í rauninni búið í báðum hlut- um borgarinnar." ‘Guðbjörn hefur haldið tónleika bæði í vesturhluta Berlínar og Vestur-Þýskalandi en sækir hins vegar söngtíma í Aust- ur-Berlín, auk þess sem hann kvæntist stúlku þaðan síðasta vor. Guðbjörn vinnur að því að skapa sér nafn í tónlistarlífinu í Vestur- Þýskalandi. „Síðasta vetur hélt ég fjölmarga tónleika, en hélt mig hins vegar frá óperusviðinu að ráði SEYÐISFJÖRÐUR Félagsstarf eldri borgara Seydisfirði. Félagsstarfsemi eldri borgara á Seyðisfirði hefur verið með mikl- um blóma I ár. Eldri borgarar hafa hist reglulega og margvísleg starfsemi verið í gangi, svo sem föndur- og spila- kvöld. Vorferð var farin til Akur- eyrar og Hriseyjar og nýverið var fann ferð til Borgarfjarðar eystra. • í Borgarfírði eystra tóku eldri borgarar staðarins á móti ferðafólk- inu og héldu kaffisamsæti í félags- heimilinu þar. Síðan var komið við á Edduhótelinu á Eiðum og þar var snæddur kvöldverður. Þetta var dagsferð og þátttakend- ur, sem voru þijátíu og tveir, voru mjög ánægðir með ferðina. Edda Blöndal var fararstjóri en hún hefur verið aðalhvatamanneskjan í starfi eldri borgara á Seyðisfirði. — Garðar Rúnar. kennarans míns. Hún telur skyn- samlegt fyrir mig að þjálfa mig í framkomu með því að syngja á tón- leikum áður en ég fer af alvöru að takast á við óperuhlutverk.“ „Viðtökur Þjóðveijanna hafa ver- ið góðar,“ bætti Guðbjörn við. „Til dæmis sóttu milli 70 og 80 fyrstu tónleikana sem' ég hélt í V-Berlín, en 400 komu á þá næstu. Ég held að allir sem mættu á fyrstu tónleik- ana hafi komið aftur á þá næstu og sérhver þeirra tekið nokkra vini og vandamenn með sér. Ég söng meðal annars nokkur íslensk lög á þessum tónleikum og vöktu þau mikla athygli. Undirtektir áheyr- enda voru reyndar mjög jákvæðar og ég söng fjögur aukalög fyrir þá.“ Guðbjörn kom fram í útvarps- þættinum „Kunstler aus dem Aus- land stellen sich vor“ í einni stærstu útvarpsstöð V-Þýskalands í vetur. Söng hann þar fimm lög og hlaut mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína. „Stjómandinn líkti mér við ýmsa þá tenóra, sem mestrar virð- ingar hafa notið í Þýskalandi, svo sem Jussi Björling og Helge Ros- vaenger. Hann lýsti því yfir, að ég ætti örugglega eftir að ná árangri og bauð mér að koma aftur í þátt- inn hvenær sem ég vildi. Ég varð auðvitað bæði stoltur og ánægður, en hins vegar verð ég að játa, að ég fór verulega hjá mér þegar ég heyrði þetta.“ Þessi útvarpsþáttur varð til þess að Guðbjöm komst í samband við umboðsmann sinn. „Hann var af tilviljun að hlusta á útvarpið og þegar hann heyrði í mér byijaði hann að taka upp á segulband. Skömmu síðar hafði hann samband við mig og bauð mér samning. Hann spilaði þessa upptöku fyrir hljómsveitarstjóra, sem nú hefur fengið mig til að syngja með Sin- fóníuhljómsveit Berlínar í tveimur uppfærslum af Messíasi eftir Hand- el næsta vetur.“ Guðbjörn hefur sungið sígilda tónlist af ýmsum toga. „Eg hef hins vegar mest gaman af að syngja þýsk ljóð og ítalskar óperuaríur,“ sagði hann. „Dramatíkin i óperun- um heillar mig, en svo er líka gam- an að vera einn á sviðinu og túlka ljóðin, án þess að hafa nokkurn annan stuðning en tónlistina og. textann." Varðandi aðrar áætlanir sínar sagði Guðbjörn, að hann ætlaði að einbeita sér að því að vinna sér sess í þýsku tónlistarlífi, bæði með tón- ieikahaldi og þátttöku í keppnum. „En ég ætla líka að leyfa íslending- um að heyra í mér á næstunni. Eg hafði ekki tíma til þess að syngja hér á Islandi í vetur, en reyni að bæta úr því fljótlega. f framtíðinni hef ég svo hugsað mér að búa bæði hér heima og erlendis. Ég vil ekki slíta tengslin við ísland, en maður sér ýmislegt í dálítið nýju ljósi erlendis. Ég hef til dæmis aldr- ei haft eins gaman af því að lesa bækur Þórbergs Þórðarsonar og Halldórs Laxness oir í Þvskalandi." IVIýjung 3 ísla^di 7 bekkja æfingakerfiÖ kemur þér íflott form. Mætti bjóða þérað leggj ast í leikfimi ? Við opnum fimmtudaginn 6. ágúst. Við bjóðum einn frían kynningartíma út ágústmánuð. Ath.: Byrjum að taka á móti pöntunum miðvikudaginn 5. ágúst. Þetta fonn er inhan seilingar SPURNING: Hve langan tíma tekur það að sjá árangur? SVAR: Vanalega fara sentimetrarnir að falla af þér eftir aðeins nokkra tima. Eins og með allar tegundir likams- ræktar, sést besti árangurinn með reglulegri notkun yfir ákveðið timabil. Styrkur, sveigjanleiki og heilbrigði eykst stig frá stigi. SPURNING: Get ég notað tækin eftir að hafa orðið barnshafandi? SVAR: Að sjálfsögðu. Þessar æfingar geta stórlega lagað og styrkt vööva eftir fæöingu. SPURNING: Mlnnka æfingarnar appelsínuhúð (cellolite)? SVAR: Appelsínuhúð er umdeild. Ekki eru allir sammála um ástæðuna fyrir henni, en margir sérfræöingar eru þeirrar trúar að aukið blóðstreymi og aukin vöðvastyrking á vandræðasvæöum minnki appelsinuhúð. SPURNING: Hver er munurinn á þessari tegund æfinga og aerobik-lelkfiml? SVAR: Aerobik-leikfimi er framkvæmd á bilinu 12 til 15 mínútum og eykur hjartslátt í 60% til 90% af hámarki, Þetta eykur þol hjarta- og æðakerfisins. Flott form æfinga- kerfið er ekki aerobik-leikfimi. Það eykur vöðvaþol og styrk- ir auk þess sem það eykur sveigjanleika vöðvanna. SPURNING: Hver er munurinn á j>essu æfingakerfi og öðrum líkamsræktartækjum? SVAR: Almennt virka likamsræktartæki þannig, að það spyrna gegn líkamshreyfingu. Flott form kerfið notar sömu grundvallarhugmyndina, en með einni mikilvægri undan- tekningu: Tækin okkar sjá um að hreyfa líkamann á með- an þú sérð um að spyrna á móti. SPURNING: Hvernig getið þið tryggt að fólk megrist? SVAR: Þar sem þessar síendurteknu hreyfingar styrkja vöðva án þess að þeir stækki, á meðan þyngd þin helst sú sama eða minnkar og þú fylgir leiðbeiningum okkar, mun sentimetrunum fækka, svo einfalt er það og þetta ábyrgjumst við. SPURNING: Nýtur gamalt fólk góðs af þessum tækjum ? SVAR: Já. Þessi þægilega leið við að hreyfa likamann er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á sinum hraða. Aukin sveigjanleiki og aukið vöðvaþol, sem kemur með þessum tækjum er kjörið, fyrir þá sem hafa stifa vöðva eða eru með liðagigt. Ath.:Verðummeð Wvnmngu' Kringlunm K’ 28.ogföstudagmn timmtudaginnaa.uv~6 Flott form - Hreyfing sf., Eingjateigi 1, (Dansstúdió Sóleyjar) sími 680677, Hreyfing sf., Kloif arseli 18, Breiðholti, sími 670370. Flottform- Stúdíó Disu, Smiösbúð 9, Garöabæ, sími 45399. Flottform- LíkamsræktÓskars, Hafnargötu 23, Keflavík, simi 92-14922. Söluumboð: Hreyfing sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.