Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
Það eru 39 kryddtegundir í
|og
steikarolíunni
lCaj P.
JR
a
egar þú grillar, steikir eða marinerar
skaltu nota Caj P.’s grill- og steikarolíuna.
Caj P.’s inniheldur 39 ólíkar krydd-
tegundir og þegar þú finnur
kryddlyktina kemstu að raun
um, að Caj P.-’s griil- og steik-
arolían er allt sem þarf til
að gera steikina bragðbetri
og bragðmeiri.
SjP.’s Stek. & Cril!«t
TnTT kollel. broilern ollerfiskeomed®*
ífefean den fina kryddsmaken
iUt5SAHAR .t Trs,ek-och9rilfo))3ntgrrtp sV
TS kVckling. költ eller fsk 1 Ca) P ,
: þ <4 timmar. , ntfiAn,& ■
^AKa? vo9- olja. soya, vináge'-^ ^
lietfa uppj
vánnenMK*^
ssísrð?-
HSundef
Siek- & G
.kryddor^58"
I pLASK^*
16 30
©
VÖRUMIÐSTUÐ
Innflutningur og dreifing
á góðum matvörum
&
Tveggja sek-
úndna sigur
„ÉG HAFÐI það alltaf á tilfinn-
ingunni að ég næði að sigra, þó
ég væri fyrir aftan Steingrím
mest alla keppnina. Ég hef keyrt
af öryggi í undanförnum mótum
en náði mér á skrið núna og tókst
loks að vinna,“ sagði Jón Ragn-
arsson en hann vann Ólafsvíkur-
rallið um helgina ásamt syni
sínum, Rúnari Jónssyni, á Ford
Escort RS. Þeir háðu harða
keppni við Steingrím Ingason og
Witek Bogdanski á Nissan, sem
leiddu keppnina þar til undir lok-
in. Lokaspretturinn var æsi-
spennandi en feðgarnir höfðu
sigur, en voru aðeins tveimur
sekúndum á undan þegar akst-
urstímarnir höfðu verið reiknað-
ir.
Harkan eykst með hverri keppni
og bílakosturinn hefur aldrei verið
betri og því var skipulagið í Ólafs-
víkurkeppninni í engu samræmi við
styrkleika keppenda. Óstjóm og
skipulagsleysi gerði keppnina leið-
inlega fyrir áhorfendur, þó kepp-
endur berðust um hvetja sekúndu.
Þegar keppendur voru mættir í
slaginn reyndist ekki leyfi fyrir
keppninni og tók_ tímana tvo að
koma öllu í gang. Á endanum lögðu
17 keppendur af stað, allir toppöku-
menn ársins þar á meðal. Á fyrsta
degi var ekin erfið leið upp á Snæ-
fellsjökul og Steingrímur reyndist
kaldastur þar og náði forystu í
keppninni.
Steingrímur leiddi síðan keppn-
ina fram eftir laugardegi en það
var mikil barátta milli hans og Jóns
Ragnarssonar. Tveir af toppunum
voru út úr myndinni, Guðmundur
og Sæmundur Jónssynir á Nissan
náðu sér aldrei í rétt skap fyrir
aksturinn og Jón S. Halldórsson og
Guðbergur Guðbergsson á Porsche
heltust úr lestinni eftir að hafa
misreiknað hraða beygju og festust
dágóða stund upp á moldarbarði. Á
laugardeginum bilaði síðan innspýt-
ing í vélarsal Porsche-bílsins, en
þeir höfðu þó aldrei ógnað tveimur
fyrstu áhöfnunum.
Steingrímur náði 25 sekúndna
forskoti á Jón sem varð að engu
þegar hann sprengdi dekk í Ber-
serkjahrauni á mjög hlykkjóttri leið.
„Eg tapaði 30 sekúndum og Jón
komst í forystu, var fimm sekúnd-
um á undan," sagði Steingrímur.
„Síðan bilaði dempari hjá mér og
Jón náði 22 sekúndna forskoti, sem
ég var staðráðinn í að vinna upp á
tveimur síðustu leiðunum. Ég náði
19 sekúndum betri tíma á Eyrar-
fjalli þar sem Jón sprengdi og fyrir
síðustu leiðina, sem var bara 2 kíló-
metrar, tók ég allt út úr bflnum til \
að létta hann. Ég reif hlífðarpönn-
una undan, tók út varadekkið, mið-
stöðina og tjakkinn, losaði mig við
50 kg. Keyrði síðan með gjöfina í
botni og stýrði bara. Ég náði sek-
úndu betri tíma en það dugði ekki,
það vantaði tvær í viðbót," sagði
Steingrímur.
Jón Ragnarsson og Rúnar Jóns-
son hafa núna ágætt forskot í ís-
landsmeistarakeppninni í rallakstri
eftir að hafa lokið öllum mótum,
„Maðilr getur alltaf á sig
blómum bætt4t
Svona blómlegt er í sólstofu úr plastinu frá
SINDRA STÁLI. Sannkallað gæðaplast framleitt
af GENERAL ^ ELECTRIC PLASTICS ogertil
einfalt, tvöfalt eða þrefalt. Sláðu á þráðinn til
okkar og aflaðu þér frekari upplýsinga. Við erum
alltaf í sumarskapi.
Með blómlegum kveðjum,
BORGARTÚNI 31
SlMI: 91 • 2 72 22
SINDRA /mSTALHF
ÚNI 31 ^ SÍMI: S
plasMld
Ný stjórn
í Byggung
AÐALFUNDUR Byggung var
haldinn 15. júlí sl. í Atthagasal
Hótels Sögu. Fundurinn var mjög
fjölsóttur og að afloknum venju-
legum fundarstörfum var kosið
í nýja stjórn félagsins.
Eftirtaldir aðilar hlutu kosningu
og hafa þeir skipt með sér verkum:
Gunnar Lúðvíksson formaður,
Björn Aðalsteinsson varaformaður,
Kjartan Birgisson ritari, Gunnar
Guðmundsson, Ágúst Ó. Sigurðsson
og til vara Tryggvi Harðarson og
Konráð Eyjólfsson.
Fréttatilkynning.
Valsflug á Sel-
foss og Bakka
LEIGUFLUG Vals Andersen eða
Valsflug í Vestmannaeyjum verð-
ur í stanslausum ferðum á tveimur
vélum milli lands og Eyja alla
Þjóðhátíðina. Onnur vél Valsflugs
mun flúga milli Eyja og Bakka í
Austur- Landeyjum, en það er
aðeins 5 mínútna flug þar á milli
og er einhver ódýrasti ferðamögu-
leikinn yfir hafið. Stærri vél Vals-
flugs mun fljúga stanslaust eftir
þörfum milli Eyja og Selfoss.
Fréttatilkynning
<V
%
^ Skemmtun
00 ÁN
ÁFENGIS
%
O
88
%