Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 Það eru 39 kryddtegundir í |og steikarolíunni lCaj P. JR a egar þú grillar, steikir eða marinerar skaltu nota Caj P.’s grill- og steikarolíuna. Caj P.’s inniheldur 39 ólíkar krydd- tegundir og þegar þú finnur kryddlyktina kemstu að raun um, að Caj P.-’s griil- og steik- arolían er allt sem þarf til að gera steikina bragðbetri og bragðmeiri. SjP.’s Stek. & Cril!«t TnTT kollel. broilern ollerfiskeomed®* ífefean den fina kryddsmaken iUt5SAHAR .t Trs,ek-och9rilfo))3ntgrrtp sV TS kVckling. költ eller fsk 1 Ca) P , : þ <4 timmar. , ntfiAn,& ■ ^AKa? vo9- olja. soya, vináge'-^ ^ lietfa uppj vánnenMK*^ ssísrð?- HSundef Siek- & G .kryddor^58" I pLASK^* 16 30 © VÖRUMIÐSTUÐ Innflutningur og dreifing á góðum matvörum & Tveggja sek- úndna sigur „ÉG HAFÐI það alltaf á tilfinn- ingunni að ég næði að sigra, þó ég væri fyrir aftan Steingrím mest alla keppnina. Ég hef keyrt af öryggi í undanförnum mótum en náði mér á skrið núna og tókst loks að vinna,“ sagði Jón Ragn- arsson en hann vann Ólafsvíkur- rallið um helgina ásamt syni sínum, Rúnari Jónssyni, á Ford Escort RS. Þeir háðu harða keppni við Steingrím Ingason og Witek Bogdanski á Nissan, sem leiddu keppnina þar til undir lok- in. Lokaspretturinn var æsi- spennandi en feðgarnir höfðu sigur, en voru aðeins tveimur sekúndum á undan þegar akst- urstímarnir höfðu verið reiknað- ir. Harkan eykst með hverri keppni og bílakosturinn hefur aldrei verið betri og því var skipulagið í Ólafs- víkurkeppninni í engu samræmi við styrkleika keppenda. Óstjóm og skipulagsleysi gerði keppnina leið- inlega fyrir áhorfendur, þó kepp- endur berðust um hvetja sekúndu. Þegar keppendur voru mættir í slaginn reyndist ekki leyfi fyrir keppninni og tók_ tímana tvo að koma öllu í gang. Á endanum lögðu 17 keppendur af stað, allir toppöku- menn ársins þar á meðal. Á fyrsta degi var ekin erfið leið upp á Snæ- fellsjökul og Steingrímur reyndist kaldastur þar og náði forystu í keppninni. Steingrímur leiddi síðan keppn- ina fram eftir laugardegi en það var mikil barátta milli hans og Jóns Ragnarssonar. Tveir af toppunum voru út úr myndinni, Guðmundur og Sæmundur Jónssynir á Nissan náðu sér aldrei í rétt skap fyrir aksturinn og Jón S. Halldórsson og Guðbergur Guðbergsson á Porsche heltust úr lestinni eftir að hafa misreiknað hraða beygju og festust dágóða stund upp á moldarbarði. Á laugardeginum bilaði síðan innspýt- ing í vélarsal Porsche-bílsins, en þeir höfðu þó aldrei ógnað tveimur fyrstu áhöfnunum. Steingrímur náði 25 sekúndna forskoti á Jón sem varð að engu þegar hann sprengdi dekk í Ber- serkjahrauni á mjög hlykkjóttri leið. „Eg tapaði 30 sekúndum og Jón komst í forystu, var fimm sekúnd- um á undan," sagði Steingrímur. „Síðan bilaði dempari hjá mér og Jón náði 22 sekúndna forskoti, sem ég var staðráðinn í að vinna upp á tveimur síðustu leiðunum. Ég náði 19 sekúndum betri tíma á Eyrar- fjalli þar sem Jón sprengdi og fyrir síðustu leiðina, sem var bara 2 kíló- metrar, tók ég allt út úr bflnum til \ að létta hann. Ég reif hlífðarpönn- una undan, tók út varadekkið, mið- stöðina og tjakkinn, losaði mig við 50 kg. Keyrði síðan með gjöfina í botni og stýrði bara. Ég náði sek- úndu betri tíma en það dugði ekki, það vantaði tvær í viðbót," sagði Steingrímur. Jón Ragnarsson og Rúnar Jóns- son hafa núna ágætt forskot í ís- landsmeistarakeppninni í rallakstri eftir að hafa lokið öllum mótum, „Maðilr getur alltaf á sig blómum bætt4t Svona blómlegt er í sólstofu úr plastinu frá SINDRA STÁLI. Sannkallað gæðaplast framleitt af GENERAL ^ ELECTRIC PLASTICS ogertil einfalt, tvöfalt eða þrefalt. Sláðu á þráðinn til okkar og aflaðu þér frekari upplýsinga. Við erum alltaf í sumarskapi. Með blómlegum kveðjum, BORGARTÚNI 31 SlMI: 91 • 2 72 22 SINDRA /mSTALHF ÚNI 31 ^ SÍMI: S plasMld Ný stjórn í Byggung AÐALFUNDUR Byggung var haldinn 15. júlí sl. í Atthagasal Hótels Sögu. Fundurinn var mjög fjölsóttur og að afloknum venju- legum fundarstörfum var kosið í nýja stjórn félagsins. Eftirtaldir aðilar hlutu kosningu og hafa þeir skipt með sér verkum: Gunnar Lúðvíksson formaður, Björn Aðalsteinsson varaformaður, Kjartan Birgisson ritari, Gunnar Guðmundsson, Ágúst Ó. Sigurðsson og til vara Tryggvi Harðarson og Konráð Eyjólfsson. Fréttatilkynning. Valsflug á Sel- foss og Bakka LEIGUFLUG Vals Andersen eða Valsflug í Vestmannaeyjum verð- ur í stanslausum ferðum á tveimur vélum milli lands og Eyja alla Þjóðhátíðina. Onnur vél Valsflugs mun flúga milli Eyja og Bakka í Austur- Landeyjum, en það er aðeins 5 mínútna flug þar á milli og er einhver ódýrasti ferðamögu- leikinn yfir hafið. Stærri vél Vals- flugs mun fljúga stanslaust eftir þörfum milli Eyja og Selfoss. Fréttatilkynning <V % ^ Skemmtun 00 ÁN ÁFENGIS % O 88 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.