Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 íslenska loftvarnakerfið: Islendíngar í forystusveit á tölvusviðinu í heiminum - segja bandarískir sérfræðingar UNDANFARNA daga hafa full- trúar íslands og Bandaríkjanna unnið að samningi um þáttöku íslendinga i LADS verkefninu svokallaða eða íslenska loft- vamakerfinu sem Atlantshafs- bandalagið ætlar að byggja hér og komast á í gangið 1994. Að sögn bandarískra sérfræðinga þýðir þátttaka íslendinga í þessu verkefni að þeir verða í forystu- sveit á tölvusviðinu i heiminum næstu árin þar sem hugbúnaður- inn í tölvukerfi IAlDS verður byggður upp með Ada forritun. Ada er nýtt og fullkomið forrit- unarmál sem talið er að hafa muni mikil áhrif á þróun hug- búnaðarkerfa í framtíðinni. Vegna þátttöku íslendinga í þessu verki og starfs þeirra við kerfíð í framtíðinni eru nú uppi áform um að koma á fót kennslu í Ada forritun við Háskóla íslands enda talið að á milli 20 og 40 islenska forritara þurfí til að annast verkið. Sem kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins er það Mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins sem stendur að smíði IADS hérlend- is og ætlar að veija til þess sem svarar 13 milljörðum íslenskra króna. Staða þessa verkefnis nú er sú að send hafa verið útboðsgögn til þeirra verktaka sem áhuga hafa á að bjóða í verkið og eiga þeir að skila inn tilboðum sínum innan 84 daga. Hægt er að veita 21 dags viðbótarfrest. Alls hafa 95 aðilar fengið útboðsgögnin, bæði banda- rískir og evrópskir en af þeim er áætlað að aðeins 6-8 bjóði í verkið sem aðalverktakar. í þeim hópi má fínna fyrirtæki á borð við Hughes- samsteypuna, Boeing, Lockheed og Unisys. íslendingar eiga þess kost að vera undirverktakar í uppbygg- ingu IADS og er slíkt áskilið í út- boðsgögnunum. Hinsvegar verða þeir aðalverktakar í viðhaldi og rekstri LADS er það kemst í gagn- ið. íslensk hugbúnaðarsamsteypa hefur þegar verið stofnuð vegna þessa, Icelandic Software Consor- tium eða ISC, en hana mynda Ar- tek, VKS og Tölvumyndir hf. Morgunblaðið ræddi við hina bandarísku forsvarsmenn IADS og Þorstein Ingólfsson skrifstofustjóra Vamarmálaskrifstofunnar sem ver- ið hefur í forsvari íslensku viðræðu- nefndarinnar. Hinir bandarísku for- svarsmenn em m.a. Bob Johnson undirofursti við Electroic Systems Division (ESD) sem sér um bygg- ingu á tækjakostinum og Harry A. Pearce ofursti við Tactical Air Com- mand (TAC), sem annast mun upp- setningu hugbúnaðarins og rekstur hans. Bob Johnson segir að þátttöku íslendinga í verkinu megi rekja til hins einstæða sambands sem er á milli íslands og Bandaríkjana og byggi á vamarsáttmálanum frá 1951. Samningurinn nú geri ráð fyrir að íslenskir starfskraftar verði notaðir eins og mögulegt er. Joel Cocks ofursti og tölvusérfræðingur hjá TAC segir að það séu fá lönd í heiminum utan íslands sem Bandaríkjamenn myndu treysta sér til að eiga samstarf við á svipaðan hátt og raun verður með IADS...„Það sem liggur til grund- vallar er hin mikla almenna mennt- un sem til staðar er á íslandi svo og að íslendingar eru almennt mjög traustir og ábyggilegir starfs- rnenn," segir Cocks. Johnson segir að í samningum um IADS muni verða einstætt ákvæði sem kveður á um að verk- taka þeim er fær verkið sé skylt að nota íslenska starfskrafta eins Þorsteinn Ingólfsson og unnt er og að honum beri að láta íslensk stjómvöld vita með nægum fyrirvara hvaða verk beri að vinna og hvenær eigi að vinna Joel Cocks ofursti Dr. Þorgeir Pálsson það. Eignm að geta unnið þetta verk Þorsteinn Ingólfsson segir að enginn vafi sé á því að íslendingar geti veitt aðalverktaka verksins þann stuðning sem hann þurfí hér innanlands...„Við höfum verið að vinna að upplýsingaöflun á þessu sviði og hefur Félag íslenskra iðn- rekenda verið þar í forystu." í máli Þorsteins kemur fram að ekki er endanlega séð fyrir hve mikill hlutur íslendinga í verkinu geti verið en það er skýrt markmið að hann verði sem mestur. í þessu sambandi nefnir Bob Jo- hnson að Pearce hjá TAC hafi farið fram á það við ESD að þeir standi að þjálfun þeirra íslendinga sem komi til með að vinna að viðhaldi hugbúnaðarins fyrir kerfíð er það kemst í gagnið. Slíkt sé einstætt að því leyti að það gerir ESD kleyft að koma íslendingum inn í dæmið hjá verkfræðingum hugbúnaðarins frá upphafí þannig að þeir hljóti reynslu og þekkingu í rekstri hug- búnaðarins yfír nokkurra ára tíma- bil...„Slíkt myndi gera íslendingum kleyft að taka að sér viðhald og rekstur hugbúnaðarins frá því að kerfíð kemst í gagnið án nokkurra vandkvæða," segir hann. Háskólinn taki upp kennslu í Ada forritun Aðspurður um þátt Háskóla ís- lands í þessu máli segir Þorsteinn að Ada forritun sé ekki til staðar þar nú. Koma þurfí' á fót kennslu á þessu sviði, í samráði við stjóm skólans. Hinsvegar sé ekki farið að ræða það mál enn að ráði, þótt háskólayfírvöld viti af því og hafí sýnt málinu áhuga. Harry Pearce segir i þessu sam- bandi að Bandaríkjamenn sjálfír séu enn tiltölulega skammt á veg komn- ir í þróun Ada forritunar. Þetta sé mjög flókið forritunarmál en allir sem vit hafa á tölvumálum telji að það sé mál framtíðarinnar á þessu sviði. „Það eru til margir ólíkir kost- ir á forritunarmáli en við völdum Ada þar sem við teljum að það sé mál framtíðarinnar. Auk þess hefur ríkisstjóm okkar fyrirskipað okkur að nota þann kost,“ segir Pearce. Bob Johnson bætir því hér við að Atlantshafsbandalagið hafí áhuga á Ada þar sem viðhald og rekstur kerfísins með því sé auð- veldur. Og ekki sé það síður mikil- vægt í framtíðinni að nota á Ada við frekari uppbyggingu á loft- Bob Johnson undirofursti vamakerfum bandalagsins í Evr- ópu. Dr. Þorgeir Pálsson segir að enn sé of snemmt að segja fyrir um hve marga forritara þurfí er IADS kemst í gang en það verði ein- hversstaðar á bilinu 20 til 40 manns....„Fyrst verðum við að þróa Ada hæfni, vélar og hugbúnað, við Háskólann og svo vill til að bæði innan tölvu-og verkfræðigeirans þar er mikill áhugi á því. Það er ekki síður mikilvægt að til staðar sé hæft starfsfólk sem miðlað getur af reynslu sinni á þessu sviði," seg- Harry A. Pearce ofursti ir dr. Þorgeir. „Við þyrftum því að fá kennara til skólans." Reynsla í þróun Ada forritunar er þegar til staðar hérlendis í ein- hverjum mæli þar sem Artek, eitt af ISC fyrirtækjunum, hefur gert Ada þýðanda fyrir PC tölvur. ísland í forystusveit Joel Cocks segir að enn sem kom- ið er sé lítil sérfræðiþekking til stað- ar á Ada í heiminum. Þátttaka ís- lendinga í þessu verkefni þýði að þeir verði í forystusveit þeirra sem þróa forritunarmálið. „Mín spá er að Ada muni hafa gífurleg áhrif á þróunina á hinum almenna tölvu- markaði í heiminum næstu árin,“ segir Cocks. Johnson bætir því hér við að þetta sé eitt af því sem vak- ið hafí áhuga íslendinga á því að vera með frá upphafi. Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins hafa Frakkar og Þjóðveijar enn ekki formlega staðfest samning þann sem gerður var innan Mannvirkjasjóðsins um IADS. Bob Johnson segir að því valdi minniháttar ágreiningsatriði og að hann hefði aldrei sent út út- boðsgögnin nema því aðeins að hann teldi að þessi ágreiningur myndi leysast á næstunni....„Ég er ekki viss um að Þjóðveijar hafí nokkuð við þennan saming að at- huga en mér skilst á Frökkum að þeir séu óánægðir með að ekki skuli varið fé til hvortveggja, að þróa Ada á íslandi og svo aftur í Evr- ópu. Einnig skilst mér að þeir vilji að þátttaka Evrópuríkja í verkefn- inu sé tryggð," segir hann. Samningurinn í samkomulagi því sem rætt var um undanfarna daga og báðir aðil- ar eru sáttir við felst framlenging á samkomulaginu um uppsetningu ratsjárstöðvanna hérlendis. Gert er ráð fyrir byggingu tveggja eftirlits- stöðva auk hugbúnaðarins. Önnur stöðin yrði varastöð fyrir hina en báðar yrðu á Keflavíkurflugvelli. Kerfíð verði fullbyggt 1992 en næstu tvö árin verður unnið að uppsetningu þess og prófunum á því. Eftir að kerfíð er komið í gang- ið munu Islendingar alfarið sjá um viðhald þess og rekstur undir stjóm Ratsjárstofnunnar. Sökum þessa er nauðsynlegt að íslenskir starfs- kraftar hljóti ítarlega þjálfun, sér- staklega hvað hugbúnaðinn varðar. Bandaríkjamenn munu koma upp íslenskum tengilið við ESD í Massachusetts þar sem flugherinn myndi þjálfa hann og gefa honum innsýn í heildarmyndina. Hann myndi svo aftur aðstoða við frekari þjálfun íslenskra starfskrafta. Tveir reyndir íslenskir hugbúnað- arverkfræðingar verða sendir til þess aðila sem verður aðalverktaki IADS og munu þeir vinna í nánum tenglsum við hönnuði hugbúnaðar- ins. Fjöldi þeirra Islendinga sem hlýtur þessa þjálfun mun stöðugt aukast og er áformað að þeir verði orðnir 8 talsins tvö ár eftir að verk- takinn tekur við verkefninu en 15 er lokaprófanir fara fram á því. Þessi mannskapur myndar kjarnan af þeim starfsmönnum sem síðar vinna við viðhald og rekstur kerfis- ins. Aðalverktakinn mun einnig þjálfa þá menn sem síðan skortir til að vinna verkið, en sem fyrr segir verða þeir á bilinu 20-40. Allri þjálfun þessa starfskrafts á að vera lokið fyrir 1994. Þess má geta að Ada er kvenn- mannsnafn, nánar tiltekið nafn dóttur Byrons lávarðar er hét Ada Augusta Lovelace.Hún er talin vera fyrsti forritari í heiminum og er forritið skírt í höfuð hennar. Byggingarsjóður ríkisins: Lánað til kaupa eða bygginga á sérhönnuðum þjónustuíbúðum Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um lán úr Bygg- ingarsjóði ríkisins, samkvæmt nýjum lánaflokki, vegna lána til kaupa eða bygginga á sérhönnuðum ibúðum fyrir fólk 60 ára og eldra. Markmið þessa lánaflokks er að auðvelda fólki 60 ára og eldra að komast i sérhannaðar þjónustuíbúðir. Samkvæmt reglugerðinni er fyrir að umsækjandi sem er að gert ráð fyrir að veitt verði fram- skipta um íbúð þurfí að selja hana kvæmdalán ef um nýbyggingar er að ræða, til sveitarfélaga eða félagasamtaka, sem hlotið hafa samþykki félagsmálaráðuneytis- ins. Þegar framkvæmdum er lokið og fram hefur farið úttekt á þeim er framkvæmdaláninu breytt í skammtíma- eða langtímalán til kaupenda íbúðanna. Skammtímalán á að koma í veg fyrr en hann getur flutt inn í þjón- ustuíbúðina. Langtímalánið verður til allt að 40 ára og eru tvö fyrstu árin afborgunarlaus. Umsækjandi sem er að eignast sína fyrstu íbúð á kost á hámarksláni samkvæmt reglum Bygginarsjóðs um lán til nýbygginga. Sömu reglur um láns- rétt gilda um skammtíma- og langtímalán. Reglugerð þessi er liður í san ræmingu og endurbótum á húí næðismálum aldraðra. í tengslui við stofnun þessa nýja lánaflokk hefur félagsmálaráðherra óska eftir því við húsnæðismálastjór að ráðgjafarstöð Húsnæðisstofr unar ríkisins veiti fólki 60 ára o eldri sérstaka ráðgjöf varðani íbúðaskipti. Ætlunin er að veita 100-20 milljónum króna til framkvæmda lána vegna þessa lánaflokks þessu ári. (Úr fréttatilkynningu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.