Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 33 Útgefandi ntWfofeffe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Hættuástand að magn erlends kvik- mynda- og sjónvarpsefnis, sem er á boðstólum hér á ís- landi eykst stöðugt. Langmest af þessu efni kemur frá Banda- ríkjunum og að einhverju leyti frá Bretlandi. Auk kvikmynda- húsanna, sem hér hafa verið starfrækt frá gamalli tíð, eru nú starfandi tvær sjónvarps- stöðvar. Myndbandstæki eru orðin nokkuð almenn á heimilum og nú má glögglega sjá merki þess, að móttökudiskum fyrir erlent gervihnattasjónvarp fjölgar sföðugt. Myndefni á amerísku og ensku dembist yfir þjóðina í stórum stíl. íslenzk tunga og menning eru í hættu af þessum sökum. Sum- ir vilja líkja sókn hins engilsaxn- eska myndefnis inn í Island við styrjaldarástand. Margir telja ólíklegt, að tunga okkar og menning standist þessa erlendu menningarsókn. Á hveijum ein- asta degi, allt árið um kring, er enska og ameríska töluð á íslenzkum heimilum — út úr sjónvarpstækinu. Omálga böm hlusta á þetta ekki síður en aðr- ir. Böm skilja þetta erlenda tungumál löngu áður en þau byrja að læra það í skóla. Það ríkir hér hættuástand og þjóðin gerir sér tæpast grein fyrir því. Sjónvarpsstöðvamar hafa tekið upp þann hátt að fá íslenzka leikara til þess að tala inn á bamamyndir. Það er mik- ilsvert framlag af þeirra hálfu til þess að veija tunguna áföll- um. Hins vegar hafa hvorki kvikmyndahús né sjónvarps- stöðvar talið sig hafa efni á að láta tala inn á kvikmyndir og sjónvarpsmyndir almennt. Það er skiljanlegt. Kostnaður við það yrði svo mikill, að þessi fyrir- tæki hafa ekki fjárhagslegt bol- magn til þcss. I löndum (úns og Frakklandi og Þýzkalandi hefur það tíðkazt árum og áratugum saman, að lesið er inn á erlendar kvikmynd- ir þar. Franskir og þýzkir áhorf- endur sjá yfirleitt ekki myndir með ensklu tali. Þær eru að jafn- aði með þýzku og frönsku tali. Þessum þjóðum hefur gengið vel að veija tungu og menningu fyrir ásókn engilsaxneskra áhrifa. Amerísk menning í víðtækri merkingu þess orðs setur svip sinn ekki á þýzkt þjóð- félag o g franskt með sama hætti og gerist víða annars staðar, því miður í verulegum mæli á Norð- urlöndum — og við eigum undir högg að sækja. Við verðum að taka upp harkalegri vamir gegn þessari sókn erlendra áhrifa en við höf- um gert hingað til. Ef við gerum það ekki er mikil hætta á, að við glötum tungunni á næstu öld og þar með sérstæðri arf- leifð okkar, sem er forsenda sjálfstæðis og tilveruréttar íslenzku þjóðarinnar. Þessar vamaraðgerðir hljóta að kosta peninga og þeir koma ekki frá öðmm en landsmönnum sjálf- um., Hið erlenda myndefni er orðinn ríkur þáttur í daglegu lífi okkar. Þess vegna er ástæða til að ræða það' í alvöru, að íslenzkt tal — ekki einungis íslenzkur texti — verði sett inn á nánast allt myndefni, sem hingað berst. Það eiga ekki að vera tæknileg vandamál þessu samfara. Eini vandinn er sá, að greiða kostnaðinn við að Iesa inn á myndimar. Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að með rökum sé hægt að halda því fram, að greiða eigi þennan kostnað úr ríkissjóði, að skattgreiðendur sjálfír standi undir þeim her- kostnaði, sem nauðsynlegur er til að tryggja sjálfstæði og til- vem íslenzku þjóðarinnar á næstu öld. Vafalaust munu einhveijir segja sem svo, að óþolandi sé að horfa á erlendar kvikmyndir með þekktum erlendum leikur- um en hlusta á raddir íslenzkra leikara í þeirra stað. Þeir hinir sömu geta leyst það vandamál með því að horfa á slíkar kvik- myndir eða sjónvarpsþætti á myndböndum. En úr því að menningarþjóðir Vestur-Evrópu geta horft á amerískar kvik- myndir með þýzku eða frönsku tali, sér til ánægju, hljótum við að geta gert það líka. Full ástæða er til að hvetja stjómvöld og þá menntamála- ráðherra, Birgi ísl. Gunnarsson, sérstaklega, til þess að huga að þessu máli. Sjálfsagt er með til- tölulega einföldum hætti hægt að gera sér grein fyrir umfangi þessa verkefnis og hver kostnað- ur væri því samfara. Við getum hins vegar ekki lengur horft aðgerðalaus á það, að stöðugt halli undan fæti. Það er skylda okkar, sem nú búum í þessu landi að veija tungu okkar og menningu. Hættan hefur aldrei verið meiri en nú. Þess vegna þarf að grípa til gagnráðstafana sem duga. Það hefur einnig sýnt sig, að íslenzkt efni í sjónvarps- stöðvum er vinsælast og mikil- vægt fyrir sjónvarpsstöðvarnar báðar að hafa markað sér íslenzkan farveg áður en þær kafna í erlendu gervihnattaflóði næstu áratuga. -f Demókrataflokkurinn: Einkennilegt tvíeyki, en sigurstranglegt Michael Dukakis og Lloyd Bentsen eiga fátt sameiginlegt annað en spænskuna eftir Óla Björn Kárason ÞEIR eiga lítið sameiginlegt, annað en vera taldir fremur litlausir. Annar styður fjárstuðning til kontraskæruliðanna í Nicaragua, hinn er eindreginn andstæðingur. Þá greinir á um fóstureyðingar, bænir í barnaskólum, skattastefnu Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, geimvarnaráætlunina, og hvort takmarka beri byssueign Bandaríkjamanna. Sá stærri er auðugur Texasbúi, en sá minni býr í tvíbýlishúsi í Brookline í Massachusetts. Texasbúinn er hlynntur tollum á innflutta olíu, en Norðurríkjamaðurinn má ekki heyra á það minnst. Eitt af því fáa sem þeir eiga sammerkt er að báðir tala reiprennandi spænsku. Þessir tveir ólíku menn hafa tekið höndum saman í von um að binda enda á Reag- an-tímabilið. Michael Dukakis, ríkisstjóri Massachusetts, vonast til að verða næsti forseti Bandaríkjanna með Lloyd Bentsen, öldungadeildarþingmann, sér við hlið sem varafor- seta. Og þeir eiga góða möguleika á því að sjá drauminn rætast í nóvember næstkomandi. Það kom flestum fréttaskýrend- um á óvart að Lloyd Bentsen varð fyrir valinu sem varaforsetaefni demókrata. Bentsen, sem er kom- inn af auðugum landeigendum, þykir íhaldssamur og á meiri sam- leið með repúblikönum en félögum sínum í Demókrataflokknum í mörgum veigamiklum málum. Það kemur því kannski ekki á óvart að Richard Nixon, fyrrverandi for- seti, og Bob Dole, leiðtogi repúblik- ana í öldungadeildinni, hafi góð orð um Bentsen. Bentsen var kjörinn í fulltrúar- deild Bandaríkjaþings árið 1948, aðeins 27 ára gamall. Eftir að hafa setið þijú kjörtímabil ákvað hann að láta af þingmennsku og freista gæfunnar í atvinnulífinu. Bentsen var staðráðinn í að auðg- ast og með fimm milljónir dollara frá föður sínum, haslaði hann sér völl í viðskiptum. Árið 1970 snéri hann sér aftur að stjórnmálum og eftir að- hafa unnið forkosningar demókrata í Texas háði hann harða kosningabaráttu við fulltrúa repú- blikana. Bentsen hafði betur, en keppinautur hans var George Bush, núverandi varaforseti. Duk- akis vonast til að Bentsen endur- taki leikinn á þessu ári og tryggi demókrötum sigur í Texas í nóv- ember. Þeir eru líkir, Bentsen og Bush Róttækar skattkerfisbreytingar árið 1981 lögðu grunn að efna- hagsstefnu Ronald Reagans for- seta. Þessar breytingar hafa alla tíð verið mjög umdeildar og leið- togar demókrata hafa haldið því fram rekja megi efnahagsvanda- mál Bandaríkjanna til þeirra. Duk- akis hefur verið mjög gagnrýninn á efnahagsstefnu Reagans, ekki síst á umræddar breytingar. Bents- en var hins vegar eindreginn stuðningsmaður Reagans á þingi, þegar forsetinn barðist fyrir að koma breytingunum í lög. í þessum efnum ganga Bentsen og Bush sömu Ieið. Bentsen og Bush eru báðir fylgj- andi smíði MX-kjamorkueldflauga en Dukakis er henni andvígur. Og það er fleira sem sameinar Texas- búana: Þeir styðja báðir tillögu um að binda í stjómarskrá að reka verði ríkissjóð hallalausan, en Duk- akis er þeim ósammála. Á sama tíma og Dukakis er talsmaður þess að settar verði skorður við byssu- eign almennings, eru Bentsen og Bush þeim andvígir. Þeir „félagar" eru hlynntir dauðarefsingum, en Dukakis hefur ætíð verið þeim andsnúinn. (Afstaða Dukakis til refsimála kann að valda honum erfiðleikum. Hann hefur það orð á sér að vera mildur í refsingum glæpamanna, nokkuð sem æ fleiri kjósendur sætta sig ekki við. Refsi- kerfið verður eitt mikilvægasta kosningamálið í nóvember, að öllu óbreyttu.) Bush og Bentsen eru sammála um að Bandaríkin eigi að veita kontraskæruliðunum í Nicaragua hernaðaraðstoð, Duk- akis er þeim ósammála. Dukakis er meðmæltur opinberum fíár- framlögum vegna fóstureyðinga, ólíkt Bush og Bentsen. Bush og Bentsen eru einhuga um að leyfa bænir í ríkisreknum barnaskólum, en Dukakis ekki. Allt eru þetta mál sem snerta milljónir kjósenda og geta ráðið úrslitum um það hvorn forsetaframbjóðandann þeir styðja. Fyrirgreiðslumaður Bentsen hefur lengi verið talinn fyrirgreiðslumaður. Hann er í miklu uppáhaldi hjá fulltrúum þrýstihópa, einkum fyrirtækja. Á þingi hefur Bentsen verið góður talsmaður olíuiðnaðarins og berst fyrir tollum á innflutta olíu. Og Bentsen hefur uppskorið þess ríku- lega að tala máli fyrirtækja á þingi. Frá því að hann var formað- ur fíármálanefndar öldungadeild- arinnar í ársbyijun 1987, hefur hann fengið 1,5 milljónir dollara (um 69 milljónir ísl. króna) í kosn- ingasjóð sinn frá pólitískum sjóð- um atvinnulífsins (political-action commmittees, PÁC). Engum stjómmálamanni hefur tekist að fá og/eða þegið jafnmikla flármuni frá PAC-nefndum. Bentsen hefur gengið mjög hart eftir að afla fjár í kosningasjóð sinn og stundum seilst of langt. „Morgunverðarklúbburinn“ er frægt dæmi. Þar bauðst fulltrúum þrýstihópa að snæða morgunverð með þingmanninum einu sinni í viku, gegn því að greiða 10 þúsund dollara (um 460 þúsund fsl. krón- ur) í kosningasjóðinn. Bentsen Dukakis ásamt Lloyd Bentsen, varaforsetaefni Demókrataflokksins. greiddi hins vegar alla peningana til baka, eftir að fjölmiðlar komust í málið. Fyrirgreiðslupólitík Bentsens og tengsl hans við sérhagsmunahópa atvinnulífsins kunna að verða Duk- akis fjötur um fót. Dukakis hefur státað mjög af því að þiggja ekki fé frá pólitískum þrýstihópum og vera því ekki á neinn hátt þeim háður. Hann benti gjarnan á þessa staðreynd í forkosningunum og gagnrýndi mjög þá stjómmála- menn sem þiggja fé frá PAC- nefndum. Nú verður Dukakis að svara því hvort hætta sé á að þeir sérhagsmunahópar sem hafa fjár- magnað stóran hluta af stjóm- málaferli Bentsens fái talsmann í Hvíta húsið, nái þeir félagar kjöri. Hugmyndaf ræðin látin víkja Eins og svo oft í stjómmálum varð hugmyndafræðin að víkja fyr- ir bláköldum veruleika, þegar Duk- akis valdi Bentsen sem varafor- setaefni. Eins og áður segir kom valið flestum á óvart. Flestir áttu von á að Dukakis útnefndi annað hvort John Glenn, öldungadeilar- þingmann frá Idaho og fyrrverandi forsetaframbjóðanda í forkosning- um og geimfara, eða Albert Gore, öldungadeildarþingmann frá Tenn- essee, til embættisins. John Glenn var reyndar svo viss um að verða fyrir valinu að stuðningsmenn hans höfðu látið framleiða nælur og veggspjöld með nöfnum hans og Dukakis. En í stjómmálum rætast draumar sjaldan, eins og Glenn gerði sér grein fyrir þegar hann var á leið til þinghússins og heyrði í útvarpinu að Bentsen hefði hreppt hnossið. En hvers vegna Bentsen? Meg- inástæðan er landfræðileg. Dukak- is er frá Norð-austurríkjum Banda- ríkjanna og til að öðlast meiri hljómgrunn í Suðurríkjunum lá beint við að velja Suðurríkjamann sem varaforsetaefni. Og ekki skemmdi fyrir að viðkomandi væri frá Texas, heimaríki Georg Bushs. Skoðanakannanir benda til að Bentsen hafí verið rétti maðurinn. Lítill munur er á fylgi demókrata og repúblikana í Texas og em það mikil umskipti frá því sem áður var. Fram til þessa hafði verið ta- lið öruggt að Bush nyti ótvíræðs stuðnings Texas-búa. Suðurríkin mikilvæg Suðurríkin skipta mjög miklu í forsetakosningunum. Það er nær útilokað fyrir forsetaframbjóðend- ur í Bandaríkjunum að ná kjöri, án þess að njóta víðtæks stuðnings í Suðurríkjunum, og einmitt þess vegna vildi Dukakis fá Lloyd Bent- sen til liðs við sig. (Hvert ríki hef- ur ákveðinn fjölda kjörmanna og Michael Dukakis ávarpar kjósendur í bænum Manchester í New Hampshire. Michael Dukakis og Kitty, eiginkona hans, fagna er tilkynnt var á landsfundi Demókrataflokksins að hann hefði formlega verið útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins í kosningunum í haust. um þá er kosið í nóvember. Kjör- mennirnir kjósa endanlega Banda- ríkjaforseta. Til að ná kjöri verður viðkomandi að njóta stuðnings að minnsta kosti 270 kjörmanna. Fjöldi þeirra frá hveiju fylki ákvarðast af íbúafjölda.) Texas hefur 29 kjörmenn og aðeins New York-ríki (36) og Kalifornía (49) hafa fleiri. Þessi þijú ríki geta ráðið úrslitum í kosningunum. Demókratar gera sér ekki aðeins vonir um að Dukakis takist að vinna Texas með Bentsen sér við hlið, heldur einnig Kaliforníu, ásamt fleirum Vestur- og Suð- urríkjum. Fréttaskýrendur eru sammála um að Bentsen höfði mjög til kjósenda á Vesturströnd- inni. Og saman eiga Dukakis og Bentsen góða möguleika á því að tryggja demókrötum víðtækan stuðning meðal spænskumælandi kjósenda, þar eð þeir tala báðir reiprennandi spænsku. Spænsku- mælandi kjósendur eru mjög fjöl- mennir í Kalifomíu, Florída (21 kjörmaður) og New York-borg. Höfðar til íhaldsmanna En það voru ekki aðeins land- fræðilegar ástæður sem réðu ferð- inni. Dukakis þykir með fijálslynd- ari stjórnmálamönnum og vinstra megin í Demókrataflokknum. Slíkir stjórnmálamenn eiga yfirleitt ekki upp á pallborðið hjá Suð- urríkjamönnum. Bentsen höfðar til íhaldssamra demókrata sem hefðu ekki litið við frjálslyndum ríkis- stjóra frá Massachusetts. Demó- kratar geta ekki gert sér vonir um sigur í nóvember án þess að endur- heimta traust og stuðning þeirra demókrata og óháðra kjósenda, sem studdu Ronald Reagan 1980 og þó sérstaklega 1984. Bentsen getur gert þessar vonir að vem- leika. Fyrir réttum mánuði bentu skoð- anakannanir til þess að Dukakis ætti enga möguleika á að vinna í Suðurríkjunum. í besta falli gat hann gert sér vonir um að vinna Tennessee og Kentucky, sem hafa samtals 20 kjörfulltrúa, eða 9 færri en Texas. Bjartsýni hefur hins vegar aukist í röðum demókrata eftir útnefningu Bentsens. Og þeir horfa aftur til ársins 1960, þegar John F. Kennedy, vann sigur í for- setakosningunum Lyndon B. Jo- hnson, þáverandi öldungardeildar- þingmann frá Texas, sér við hlið. Andstæðingur þeirra var Richard Nixon, þáverandi varaforseti. Að- eins liðlega 100 þúsund atkvæði skildu demókrata og repúblikana að. Demókratar em vonglaðir um að sagan frá 1960 endurtaki sig. Bush á næsta leik Á síðustu 20 ámm hafa demó- kratar aðeins ráðið ríkjum í Hvíta Húsinu í flögur ár, 1976-1980. Þeir hafa aðeins unnið einu sinni í síðustu fimm forsetakosningum. Hvort draumur þeirra um sigur á þessi ári rætist eða ekki, ræðst að öllum líkindum í Suðurríkjunum. Samkvæmt skoðanakönnunum lítur meirihluti kjósenda í Suð- urríkjunum jákvætt á útnefningu Bentsen. Bush hefur þó enn vinn- ingin, þó munurinn hafi minnkað. Sömu kannanir benda einnig til að Dukakis hafi tekist að vinna að minnsta kosti 20% þeirra Suð- urríkjamanna sem studdu Reagan 1984. Demókratar gera sér hins vegar gjein fyrir að Bush getur unnið Suðurríkin, vegna þess að repú- blikanar eiga þar djúpar rætur, jafnvel of djúpar fyrir demókrata þegar kemur að forsetakosningum. Og það eru fleiri blikur á lofti. Fjórir af hveijum tíu stuðnings- mönnum Dukakis telja að hann sé íhaldssamur. Fréttaskýrendur eru hins vegar allir á einu máli um að Dukakis sé frjálslyndur og tilheyri fremur „vinstri“ armi Demókrata- flokksins. Repúblikanar munu not- færa sér þetta og reyna að sann- færa fylgjendur Dukakis um það að hann sé í raun frjálslyndur. Kannanir benda einnig til að 40% stuðningsmanna Dukakis fylgi honum að málum fremur vegna þess að þeim líst ekki á Bush en að þeim líki við Dukakis. Neikvæð ímynd Aðalvandamál George Bushs er hve neikvæða ímynd hann hefur í hugum margra kjósenda. Það skiptir því miklu hvern hann velur sem varaforsetaefni og það kann raunar að ráða úrslitum í kosning- unum. Bush hefur lýst því yfir að hann ætli að halda því leyndu hver verður fyrir valinu, fram að lands- fundi Repúblikanaflokksins í næsta mánuði. Það eru einkum fjórir einstaklingar sem fréttaský- rendur veðja á: Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni og fyrrverandi keppinautur Bush um útnefningu repúblikana; Elisabeth Dole, eiginkona Bobs og fyrrver- andi ráðherra; Jack Kemp, full- trúadeildarþingmaður og keppina- utur Búsh um útnefninguna; og Jeane Kirkpatrick, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Deukmej- ian, ríkisstjóri Kalifomíu, þykir einnig álitlegur sem varaforseta- efni. Baráttug'laðir demókratar En hvem svo sem Bush tilnefn- ir sem varaforsetaefni, em demó- kratar baráttuglaðir, — baráttu- glaðari en í mörg ár. Þeir em sann- færðir um að þeir eigi í fyrsta skipti í átta ár góða möguleika á að vinna forsetaembættið. Ríkis- stjóranum frá Massachusetts tókst það sem fáum óraði fyrir; að sam- eina demókrata á nýafstöðnum landsfundi og blása vonum og bar- áttugleði í bijóst þeirra. Dukakis hefur skipað sér sess sem einn af fremstu núlifandi stjómmálaleið- togum Bandaríkjanna. Eftir 15 mánaða baráttu um útnefningu demókrata til forsetakjörs stendur hann á hátindi stjómmálaferils síns. En eins og stjórnmálamenn vita best, þá er erfitt að komast á toppinn en auðvelt að falla í gjá gleymskunnar. Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins í Boston í Bandaríkjun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.