Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 63 GOLF / LANDSMOTIÐ I GRAFARHOLTI . - ■ . 5wv ^^pfgl V.v:*- ' Morgunblaðiö/Árni Sæberg Ragnhildur SigurAardóttir hefur leikið mjög vel og hefur sjö högga for- ystu eftir fyrsta daginn í meistaraflokki kvenna. Meistaraflokkur kvenna: Ragnhildur byrjar vel Hefur sjö högga forystu eftir fyrsta dag RAGNHILDUR Sigurðardóttir GR byrjaði glœsilega í meist- araflokki kvenna á landsmót- inu. Hún lék á 78 höggum og hef ur sjö högga forystu á Steinunni Sœmundsdóttir GR sem er í 2. sæti. Eftir það er staðan jafnari og næstu konur eru Ásgerður Sverrisdóttir GR og Karen Sævars- dóttir GS. íslandsmeistarinn, Þórdís Geirsdóttir er svo í 5. sæti á 88 höggum. Ragnhildur lék vel í gær og hafði mikla yfirburði. Hún byijaði vel og kórónaði góðan leik sinn með glæsi- legum fálka á síðustu holunni. Sló boltann upp úr glompu og beint ofan í. Þrátt fyrir að Ragnhildur hafi gott forskot er ekki þar með sagt að hún sé örugg með sigur. Forskot getur horfíð á skömmum tíma og þess er skemmst að minnast í fyrra er Þórdís sigraði. Þá var hún 7 högg- um á eftir fyrstu konu eftir fyrsta daginn, en vann það upp og sigraði. Tryggvi Traustason, Keili, efstur í meistaraflokki karla: „Þetta kom mér ánæajulega á óvart“ TRYGGVi Traustason, Golf- klúbbnum Keili, er efstur í meistaraflokki karla eftir fyrsta dag landsmótsins í Grafarholti. T ryggvi lék á 74 höggum og hefur eins höggs forystu á Sig- urð Sigurðsson, GS sem er í 2. sæti. Jafnir í 3.-4. sæti eru svo Eiríkur Guðmundsson, GR og íslandsmeistarinn, Úlfar Jónsson, GK, með 76 högg. Tryggvi lék vel og örugglega allan hringinn og kom nokkuð á óvart, enda bjuggust flestir við Úlfari Jónssyni i efsta sætið. ^^gg| En það verður að LogiB. hafa í huga að að- Eiðsson eins einum degi er sknfar lokið og næstu þrjá daga mun staða ÚlfarJónsson: „Undir mikilli pressu“ Flestir hafa spáð íslandsmeistar- anum, Úlfari Jonssyni, sigri þriðja árið í röð. Hann byrjaði þó ekki eins vél og búist var við — er í 3.-4. sæti eftir fyrsta daginn. í fyrra byijaði hann hinsvegar glæsi- lega, setti vallarmet á Jaðarsvellin- um á Akureyri, og nánast tryggði sér sigur á fyrsta degi. „Það var allt annað á Akureyri. Aðstæður voru miklu betri. En ég átti von á betri byijun og hefði verið ánægður með 72-73 högg,“ sagði Úlfar. „En svona eftir á að hyggja er ég ánægður með 76 högg. Ég var kominn 6 yfír parið eftir 11 holur og má líklega þakka fyrir að hafa ekki farið á fleiri höggum. Það voru engar „sprengjur“ í þessu hjá mér, ég lék bara illa allan hring- inn.“ Úlfar fékk 7 skolla og tvo fálka. Aðspurður sagði Úlfar að ekki yrði auðvelt að sigra: „Ég er undir mik- illi pressu og allt tal um að ég sé í sérflokki er ekki rétt. Þetta verður hörð keppni, enda hafa margir æft vel í sumar. Það er erfítt að spá á fyrsta degi, en ég reikna með að línur fari að skýrast á morgun (í dag). Ég kann vel við völlinn. Flestar flat- imar eru góðar, en full hægar og mér gekk illa að pútta." Hvað með framhaldið? „Ég á eftir að bæta mig. Ég var ekki nógu ákvoðinn og þetta var eiginlega vamarspilamennska hjá mér í dag (í gær). En ég er ákveð- inn í að setja_ á fulla ferð og bæta mig,“ sagði Úlfar. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Mrdís Oeirsdóttlr, íslandsmeistari kvenna i golfi með fimm mánaða gamlan son sinn, Sigur- berg Guðbrandsson í Grafarholti í gær. „Þetta verður mjjög erfítt“ - segir meistarinn frá í fyrra Þórdis Geirsdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna í fyrra og stefnir að því að veija titilinn í ár. Hún á þó ekki von á að það verði auðvelt. „Það verður erfítt að halda titlinum, en ég ætla að reyna,“ sagði Þórdis. „Þetta verður mjög jöfn keppni og staðan á eftir að breytast. Veðrið setti svip sinn á fyrsta dag- inn, rok og maður vissi aldrei úr hvaða átt blés. En að- stæður hér eru mjög góðar og gætu varla verið betri. Ég get lofað spennandi keppni og ég held að það verði ekki ljóst fyrr en undir lokin hver sigrar.“ Morgunblaðiö/Árni Sœberg Tryggvi Traustason, GK er í efsta sæti eftir fyrsta daginn í meistara- flokki karla. STAÐAN Meistaraflokkur karla 1. dagur: Tryggvi Traustason, GK..............74 Sigurður Sigurðsson, GS.............75 Eiríkur Guðmundsson, GR.............76 Úlfar Jónsson, GK .................76 Ingi Jóhannesson, GR................77 Björgvin Sigurbergsson, GK..........77 Hannes Eyvindsson, GR...............78 Sveinn Sigurbergsson, GK.....'......78 Amar Már Ólafsson, GK...............78 Páll Ketilsson, GS..................78 Hjalti Pálmason, GV.................79 Gylfi Kristinsson, GS...............79 RagnarÓlafsson, GR..................79 GuðmundurSveinbjömsson, GK..........80 Ómar Öm Ragnarsson, GL..............80 Bjöm V. Skúlason, GS................80 Einar L. Þórisson, GR...............80 Óskar Sæmundsson, GR................80 Karl Ómar Jónsson, GR...............81 óskar Pálsson, GHH..................81 SigurðurH. Hafsteinsson, GR.........81 Bjöm Knútsson, GK....................82 Magnús Birgisson, GK................82 Siguijón Amarsson, GR...............83 Björgvin Þorsteinsson, GA...........84 Magnús Jónsson, GS................ 84 Karl Ómar Karlsson, GR..............85 Guðbjöm Ólafsson, GK................85 Gunnar Snævar Sigurðsson, GR........85 Meistaraflokkur kvenna 1. dagur: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR........78 Steinunn Sæmundsdóttir, GR..........85 Ásgerður Sverrisdóttir, GR...........86 Karen Sævarsdóttir, GS..............87 Þórdís Geirsdóttir, GK..............88 Kristín Pálsdóttir, GK..............89 Jónína Pálsdóttir, NK................89 Inga Magnúsdóttir, GA...............89 Jóhanna Ingólfsdóttir, GR...........93 Alda Sigurðardóttir, GK.............94 Ámý Ámadóttir, GA...................98 1. flokkur karla 1. dagur Ragnar Þ. Ragnareson, GL.......... 76 Magnús Hjörleifeson, GK.............76 Guðmundur Jónsson, GG..‘............77 Guðmundur Sigurjónsson, GS..........78 Magnús Karlsson, GA.................78 Sveinbjöm Bjömsson, GK..............78 Jónas Kristjánsson, GR...............78 1. f lokkur kvenna 1. dagur Ágústa Guðmundsdóttir, GR...........91 Aðalheiður Jörgensen, GR............92 Guðrún EirfkBdóttir, GR.............94 Andrea Ásgrímsdóttir, GG............95 2. flokkur karla 3. dagur 246 Jens G. Jensson, GR 248 Ólafur H. Jónsson, NK. 250 Ágúst Húbertsson, GK..! 250 Sigurður Aðalsteinsson, GK ........251 2. flokkur kvenna 3. dagur. Elísabet Á. Möller, GR 292 Gerða Halldórsdóttir, GS 303 Steindóra Steinsdóttir, NK 303 Anna Sigurbergsdóttír, GK Jóhanna S. Waagfiörð, GR 304 Sigurbjörg Gunnarsdóttir, GS 307 3. flokkur karla 3. dagur Hallgrimur T. Ragnarsson, GR 258 Oddur Jónsson, GA 259 Jóhann Friðbjömsson, GR 264 efstu manna án efa taka breyting- um. Það munar til dæmis aðeins fjórum höggum á keppendum í 3. og 18. sæti. „Það er alltaf gott að vera efstur og hafa eitthvað í pokanum. átti von á að verða meðal sex efstu og þetta kom mér ánægjulega á óvart," sagði Tryggvi í s.amtali við Morgunblaðið. „Nu er bara að reyna að gera sitt besta. Úlfar er geysi- lega sterkur og þetta er langt mót. Sigurður er einnig mikill képpnis- maður, en ég reyni að stríða þeim. Ég hugsa að baráttan verði um 2. sætið, en það eru enn margar holur eftir og ekkert hægt að spá enn.“ Sigurður Sigurðsson er einn á 75 höggum, en á eftir honum koma þeir jafnir Eiríkur Guðmundsson og Úlfar Jónsson. Úlfar Ormareson, GR.................266 Pétur Sigurðsson, GÍ.............. 266 Jónas Hjartareon, GR................269 Hermann Guðmundsson, GR.............269 Hannes Guðmundsson, GR..............269 Morgunblaöiö/Árni Sæberg Sigurður Pétursson gerir lítið annað en fylgjast með, enda axlar- brotinn. Slæí huganum fyriralla SEGJA má að íslandsmeist- arinn 1984 og 1985, Sigurð- ur Pétursson, fylgist með landsmótinu meðtárin í augunum. Hann axlarbrotn- aði fyrir skömmu og getur því ekki keppt, en hann hef- ur verið einn af fremstu kylf- ingum landsins undanfarin ár. Eg slæ fyrir hvem einasta mann í huganum," sagði Sigurður í spjalli við Morgun- blaðið. „Ég ætlaði að taka mér smá frí, svona rétt áður en aðal undirbúningurinn byijaði, en datt og brotnaði. Þar af leiðandi spila ég ekki með á landsmótinu og ekki meira í sumar, ja nema með vinstri! Það er náttúrulega hrikalega sárt að geta ekki verið með og þurfa að fylgjast með hinum, en það hjálpar mér að vinna við þetta.“ Sigurður var í 6. sæti á lands- mótinu f fyrra og ætlaði sér stóra hluti á þessu móti. „Ég hef hvorki æft mikið né keppt í sumar, en það var á stefhu- skránni að taka golfíð föstum tökum á landsmótinu. Ég held að það sé_ óraunhæft að spá öðmm en Úlfari sigri. Hann hefur mikla yfirburði og þó að hann hafí ekki byijað vel, þá held ég að hann sigri. Hins- vegar vona ég að mótið verði spennandi, en það hefur vantað síðustu ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.