Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988
27
Verður í Ljósufjöllum um
V er slunar mannahelgina
Aheitaganga Leifs Leópoldssonar:
„Mun sjá Reykjavík yfirgefna í suðri“
LEIFUR Leópoldsson er nú lagð-
ur af stað upp Bröttubrekku í
Borgarfirði og á þá eftir að
ganga í eina viku áður en ferð
hans lýkur við Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi. Tilgangurinn með
göngu Leifs er sem kunnugt er
að safna áheitum til styrktar
Krýsuvíkursamtökunum, en
markmið þeirra er að koma á fót
meðferðarstofnun og skóla í
Krýsuvík fyrir unglinga sem lent
hafa í vímuefnavanda.
Um síðustu helgi gekk Leifur
yfír Amarvatnsheiði. „Ég gekk í
vesturátt eftir áttavita mest allan
tímann. Það tók tvo daga að ganga
yfír heiðina í blindaþoku og hvassri
norðanátt. Mýrarkeldur og urðir til
skiptis; pollar og tjamir og kenni-
leitalaust. Á Amarvatnsheiði svaf
ég undir berum himni og sömuleið-
is síðustu nótt.“
Nú er Leifur kominn til byggða
og var staddur í Hreðavatnsskála
þegar Morgunblaðið náði tali af
honum. „Leiðin liggur nú áfram
Bröttubrekku í átt að Hítarvatni á
Snæfellsnesi. Sá hluti leiðarinnar
er á vissan hátt erfíðari en hálend-
ið, að því leyti tii að það er tiltölu-
lega bratt, en þó er visst öryggi í
því að vera því sem næst í byggð.
Nú er ég að leggja upp í þriggja
daga göngu og tek með mér nesti
til ferðarinnar. Næsti viðkomustað-
ur er í Hnappadal, við Heydalsveg
sem liggur yfír Snæfellsnesið."
Leifur kvaðst einkum vera farinn
að þreytast á því að bera bak-
pokann, en hann hefur enn ekki
náð sér eftir að hann gekk í 23 tíma
samfleytt með 30 kg á bakinu á
Gæsavatnaleið.
„Ég verð væntanlega í Ljósufjöll-
um um Verslunarmannahelgina og
mun þá horfa yfir Reykjavík yfír-
gefna í suðri. Ég ætla að skilja
prímusinn eftir nú þegar ég legg
af stað í næsta áfanga og verð því
að láta mér_ nægja kaldan mat í
þrjá daga. Ég tel það ekki eftir
mér þegar ég hugsa til þess að
margir munu ekki búa við betri
kost um næstu helgi þar sem þeir
veltast um drukknir," sagði Leifur.
Snorri Welding hjá Krýsuvíkur-
samtökunum sagði að söfnunin
gengi þokkalega þó enn vantaði
nokkuð á að tækist að safna þeim
sex milljónum sem stefnt var að.
„Það er byrjað að streyma inn fé
frá sveitarstjórnum, fyrirtækjum,
félagasamtökum og eins hefur
starfsfólk fyrirtækja tekið sig sam-
an og lagt sitt að mörkum. Okkur
hefur sömuleiðis verið gefið eitt-
hvað af húsgögnum, svefnbekkjum,
sófasettum og fleiru sem fer allt í
upp í Kiýsuvík, þar sem það flýtir
fyrir því að hægt verði að koma
fýrsta áfanga skólans í gagnið. Við
höfum sent út bæklinga til 3500
fyrirtækja, presta, safnaða, lækna,
og heilsugæslufólks, þar sem sam-
tökin og markmið þeirra eru kynnt,
og vonumst eftir sem mestum
stuðningi" sagði Snorri.
Göngugarpurinn Leifur Leópoldsson á leið yfir hálendið. Þríhyming-
urinn t.v. er merki Krýsuvíkursamtakanna.
ÚTSALA
Afsláttur af öllum karlmannafötum, jökkum,
terylenebuxum og ýmsum öðrum vörum.
* Karlmannaföt kr. 3.995 - 5.500 -
8.900 og 9.900.
* Jakkar kr. 4.995.
á Terylenebuxurkr. 1.195-1.595 og 1.795.
Andrés, Skólavörðustíg 22,
sími 18250.
Kvennaráðstefnan í Ósló:
„Undarleg ósköp að vera kona“
Morgunblaðið/KGA
Sigurður Karlson og Hanna María Karlsdóttir í hlutverkum sínum
í Guðrúnu Ósvífursdóttur. Til hliðar stendur Ásdís Skúladóttir leik-
stjóri, sem les millitextann.
Á kvennaráðstefnunni í Ósló,
sem hefst þann 31. júií næst-
komandi, verður framlag
Bandalags kvenna í Reykjavík
dagskrá er nefnist „Undarleg
ósköp að vera kona“. Ásdís
Skúladóttir hefur tekið saman
nokkra leikþætti eftir íslenska
höfunda og samið millitexta auk
þess hún stjórnar flutningi.
Leikarar í sýningunni eru
Hanna María Karlsdóttir og
Sigurður Karlsson en auk
þeirra syngur kór Bandalags
kvenna í sýningarlok.
Leikatriðin er úr fimm leikrit-
um; Guðrúnu Ósvífursdóttur eftir
Þórunni Sigurðardóttur,
Reykjavíkursögum Ástu Sigurðar-
dóttur í leikgerð Helgu Bachman,
Blýhólknum eftir Svövu Jakobs-
dóttur, Saumastofunni eftir Kjart-
an Ragnarsson og Jóa eftir sama
höfund.
Á milli atriða flytur Ásdís milli-
texta sem fenginn er víða að; úr
biblíunni, íslandsögunni, bók-
menntasögu, stjómmálasögu og
kirkjusögu auk fleygra orða sem
margt mætra manna hefur látið
fálla um konur. í lok sýningarinn-
ar, sem er um klukkutíma löng,
syngur Hanna María ásamt söng-
kór Bandalags kvenna lagið
„Kvennmannslaus í kulda og
trekki kúrir saga vor...“
Aðstæður til matf isk-
• •
eldis í Oxarfirði kannaðar
Borunum lýkur í haust
Rannsóknarboranir standa
nú yfir í Öxarfjarðarhreppi í
Norður-Þingeyjarsýslu, upp af
fjarðarbotninum við austan-
verðan Öxarfjörð. Verið er að
kanna aðstæður til matfiskeldis
í Öxarfirði og er leitað eftir
grunnvatni, jarðhita og jarðsjó.
Boranirnar hafa þegar skilað
nokkrum árangri, en þeim lýkur
í haust. Það eru þrír hreppar,
Kelduneshreppur, Öxarfjarðar-
hreppur og Presthólahreppur
sem fjármagna rannsóknirnar
auk iðnaðarráðherra og Orku-
stofnunnar, sem sér um fram-
kvæmdirnar.
Guðmundur Ómar Friðleifsson,
jarðfræðíngur hjá Orkustofnun,
sagði það ekki rétt sem komið
hefur fram í fréttum, að fundist
hafi gas í einni heitavatnsholunni
á svæðinu. Það hafi reyndar rétt
vottað fyrir lífrænu gasi, en hann
sagðist ekki vita hvort það ætti
sér eðlilegar orsakir eða hvort það
væri komið frá olíu sem notuð
hefur verið við borinn. „Við höfum
haft þetta meira í flimtingum okk-
ar á milli og kallað þetta „þin-
geyskt loft“. Þetta gæti verið skýr-
ingin á því. Annað er ekki hægt
að segja fyrr en niðurstöður liggja
fyrir og það verður ekki fyrr en
borunum líkur eftir tvær til þijár
vikur,“ sagði Guðmundur.
Boranir hófust í Öxarfirði fyrra-
sumar og eru, eins og fyrr segir,
tengdar rannsóknum á aðstæðum
til matfiskeldis á svæðinu. Leitað
hefur verið eftir jarðsjó og grunn-
vatni til að nota við fiskeldið og
sagði Guðmundur að tvær holur
hefðu skilað nokkrum árangri.
Niðurstöður borana eftir köldu
vatni komu þó nokkuð á óvart, þar
sem kalda vatnið sem búist var
við að væri um 10 gráður reyndist
vera 35 gráður. Boranir eftir heitu
vatni á 500 metra dýpi standa nú
yfir, en áður hefur verið borið á
innan við 100 metrum. Vatnið í
grynnri holunni reyndist 100
gráðu heitt, en vonast er eftir
meiri hita í nýju holunni.
Tjarnargata:
Fleirikærur
ÍBÚAR við Tjarnargötu hafa enn
kært til félagsmálaráðuneytisins
einstök atriði i undirbúningi ráð-
húsbyggingarinnar við Tjörnina.
Að þessu sinni er kærð sú ákvörð-
un byggingarnefndar Reykjavík-
ur að stækka lóðina Tjaruargötu
11 og úthlutun sömu nefndar á
þessu svæði til Reykjavíkurborg-
ar. Einnig kæra íbúarnir veitingu
byggingarleyfis fyrir ráðhúsið á
þeirri forsendu að Reykjavíkur-
borg sé ekki réttmætur eigandi
lóðarinnar.
í greinargerð með kæru íbúanna
leggja þeir fram skjöl frá borgar-
fógetaembætti um að engar séu til
eignarheimildir á svæði því, sem
bætt var við lóðina Tjarnargötu 11.
„Það er hins vegar alkunna að eig-
endur húsa við Tjarnargötu hafa
ávallt verið taldir eiga land að
Tjöminni og allan rétt sem því
fylgdi, t.d. ístökurétt á sínum tíma,“
segir í greinargerð íbúanna.
DAGVIST BARNA
Hollusta í fyrirrúmi
Dagheimiliö Sunnuborg, Sólheimum 19,
óskar eftir ráðskonu frá 1. ágúst. Starfid
krefst undirstöðuþekkingar í næringar-
fræði og felst í matargerð og matarinn-
kaupum í samráði við starfsfólk heimilis-
ins.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 36385.
fomhjólp
DAGSKRÁ SAMHJÁLPAR
YFIR VERSLUNARMANNAHELGINA
FYRIR ÞÁ, SEM EKKIKOMAST
ÍFERÐALAG
Fimmtudagur 28. júlí: Almenn samkoma kl. 20.30.
Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir.
Allir velkomnir.
Laugardagur 30. júlí: Opið hús frá kl. 14-17. Lítið inn
og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni.
Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Kl. 15.30 tökum við
lagið saman og syngjum kóra. Allir velkomnir.
Sunnudagur 31. júli: Samhjálparsamkoma kl. 16.00.
Mikill og fjölbreyttur söngur. Gunnbjörg Óladóttir syngur
einsöng. Vitnisburðir. Ræðumaður verður Óli Agústsson.
ALLIR VELKOMNIR f ÞRÍBÚÐIR,
HVERFISGÖTU 42.
S JÁ NÁNAR í FÉLAGSLÍFI.
Samhjálp.