Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 15 Norrænar kon- ur og jafnrétti eftirNils Ove Gottlieb Norræna ráðherranefndin sendi nýlega frá sér handbók um stjóm- málaþátttöku kvenna eftir Drude Dahlerup og kemur þar fram að nokkurrar óþolinmæði sé farið að gæta meðal norrænna kvenna og þyki þeim sem þær hafí „beðið nógu lengi“ eftir því að fá hlutdeild í völdúnum. Bókin er inngangur að því, sem á döfinni er í málefnum kvenna í Osló á næstunni á vegum Norðurlandaráðs og norrænu ráð- herranefndarinnar. Annars vegar verður þar opinber jafnréttisráð- stefna dagana 3.-5. ágúst með um það bil 130 fulltrúum og hins vegar norrænt kvennaþing með 10—20 þúsund þátttakendum dagana 30. júlí til 7. ágúst. Verður þar reynt að komast að niðurstöðu um að- stæður kvenna á Norðurlöndum og reynt að fá úr því skorið hveijar eru óskir þeirra og hvaða tækifæri við þeim blasa. Fmmkvæði Norðurlandanna í þessum efnum er í eðlilegu fram- haldi af starfi sem miklu skiptif fyrir þróun jafnréttismála og hefur einkennt opinbert samstarf nor- rænna þjóða lengst af á starfsferli Norðurlandaráðs. Oft er þess spurt, hvem árangur norræn samvinna hafí borið. Af hálfu kvenna er fljótlegt að benda á ýmis atriði, sem hún hefur haft forgöngu um og stuðlað hafa að auknu jafnrétti og bættri stöðu kvenna í þeim mæli, að þær telja sig nú í stakk búnar til að auka hlutdeild sína í póiitísku valdi. Frá því að Norðurlandaráð var stofnað árið 1952 og norrænni sam- vinnu komið á, hefur samstarfið að miklu leyti snúizt um margs kyns framfaramál til heilla fyrir íbúa Norðurlanda, konur sem karla. Eft- ir 1960 hafa spurningar um stöðu kvenna í samfélaginu vakið vaxandi athygli og umræðu um öll Norður- lönd. Norrænu kvennasamtökin fóru þess á leit við Norðurlandaráð að ríkin lögleiddu sams konar ákvæði um jafnrétti kynjanna, og frá lokum sjöunda áratugarins hafa jafnréttismál og málefni kvenna verið stöðugt til umræðu á þingum Norðurlandaráðs. Á vettvangi Norðurlandaráðs kom fram tillaga þegar árið 1956 um að Norðurlöndin reyndu í sam- einingu að gera athuganir á at- vinnuþátttöku kenna. Ur þessu varð þó ekki, því að ráðið leit svo á að slíkar athuganir hlytu að eiga sér stað í hveiju landi sérstaklega og málið varðaði því ekki norræna samvinnu. Jafnrétti kynjanna í launamálum kom til umfjöllunar á Norðurlanda- ráðsþingi árið 1960 en var vísað frá þar eð Svíum þótti sem þar væri um að ræða íhlutun í fijálsan samn- ingsrétt. Af hálfu Norðurlandaráðs markaði m.a. alþjóðleg verkalýðs- málaráðstefna 1975 upphaf alþjóð- legs kvennaárs, sem varð kvenna- áratugur Sameinuðu þjóðanna. Að frumkvæði norrænu ráðherra- nefndrainnar var lögð fram á þess- ari ráðstefnu tillaga um að rannsak- aðar yrðu aðstæður kvenna á nor- rænum vinnumarkaði. Á fyrstu árum Norðurlandaráðs var einkum fjallað um máleftii kvenna í tengslum við sifjarétt og hjúskaparlöggjöf. Smám saman hafa ýmis atriði jafnréttismála sótt fram á þessum vettvangi og hefur athyglin þá einkum beinzt að sam- starfí á vinnumarkaði, atriðum varðandi vinnuumhverfi og mennt- unarmál. Það hefur síðan leitt til þess að Norðurlandaráð hefur fyall- að um málefni, sem hefur beina þýðingu fyrir þróun jafnréttis karla og kvenna. Mörg skeyti bárust frá kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í Nairobí árið 1985. Þar á meðal var eitt sem skýrði frá því að leiðtogi bandarísku sendi- nefndarinnar, Maureen Reagan, dóttir forsetans, hefði sýnt sér- stakan áhuga á jafnréttisbaráttu kvenna á Norðurlöndum og að hún vonaðist til að sú barátta einkenndi ráðstefnuna. Kjörorð þessarar alþjóðlegu ráð- stefnu voru: Jafnrétti, framþróun, friður. Að þeim var reynt að vinna með því að leggja megináherzlu á atvinnu, heilbrigði og menntun. Mörkuð voru nokkur svið, sem vinna skyldi á í einstökum löndum og snertu þau meðal annars pólitiskan ákvörðunarrétt, menntun og fræðslu, atvinnu, heilbrigðis- og framfærslumál, fjölskyldu- og hús- næðismál, en í öllum þessum mála- flokkum hefur Norðurlandaráð gert átak til verulegra hagsbóta fyrir íbúa Norðurlanda,’ böm og full- orðna, konur og karla. Gaumgæfí- leg athugun á þeirri þróun hefði ef til vill mikla þýðingu fyrir fram- gang jafnréttismála í einstökum löndum, heimshlutum eða jafnvel fyrir heim allan. Tveir fulltrúar frá Norðurlanda- ráði tóku þátt í ráðstefnunni í Nair- obí. Annars vegar Dorte Benned- sen, þingmaður og fyrrverandi kennslumálaráðherra frá Sósíal- demókrataflokknum í Danmörku, en hins vegar Elsi Hetemáki-Oland- er, þingmaður frá Þjóðlega samein- ingarflokknum í Finnlandi, en hún er fulltrúi í forsætisnefnd Norður- landaráðs og formaður fínnsku sendinefndarinnar á þingum ráðs- ins. Þær notuðu tækifærið til að sýna fram á hvemig samvinna nokkurra landa getur stuðlað að því að þoka jafnréttismálum áleiðis og gefíð byr undir báða vængi þeim stefnumálum, sem mörkuð vom með kvennaáratug Sameinuðu þjóð- anna 1975—85. Þegar árið 1973 lagði Norður- landaráð til að réttarfarsreglur á Norðurlöndum yrðu skoðaðar gaumgæfilega til þess að betri yfir- sýn fengist yfír framfærsluhlutverk karla og kvenna. Framfærsluhugtakið og ýmis vandamál þar að lútandi hafa síðan verið stöðugt til umræðu á þingum Norðurlandaráðs og jafnframt ýmiss konar atriði er varða hjúskap og sambúð. Á hinu alþjóðlega kvennaári 1975, sem síðar var gert að kvenna- áratug, samþykkti Norðurlandaráð ályktun um að tryggður yrði jafn réttur karla og kvenna. Sú sam- þykkt varð tilefni til ráðstefnu um baráttu gegn kynjamisrétti, meðal annars með því að auka lýðræði í atvinnulífí. Síðar var samþykkt norræn starfsáætlun og er hún eins konar umgjörð um samstarf Norð- urlanda í jafnréttismálum á öllum sviðum samfélagsins er máli skipta. Margir þættir í norrænni sam- vinnu snerta heilbrigðisástand al- mennings á einn eða annan hátt, en slíkt er jafnframt mikilsvert at- riði í öllu starfi, er lýtur að jafn- rétti og jafnri stöðu karla og kvenna. Samstarfsáætlun í félags- og heilbrigðismálum, til að mynda í baráttu gegn fíkniefnaneyzlu, virku eftirliti gegn útbreiðslu sjúk- dóma, tómstundamálum bama og unglinga og varðandi ráðstafanir gegn sjúkdómum og næringar- skorti, gæti haft umtalsverð áhrif á þróun fyrirbyggjandi ráðstafana af ýmsum toga, sem jafnframt gætu falið í sér úrbætur í heilbrigð- ismáluni kvenna. Aðstæður bama, aðgangur þeirra að fræðslu og tækifæri til framhaldsmenntunar, skipta miklu máli fyrir þroska þeirra og stöðu í samfélaginu þegr fram f sækir. Þessar aðstæður hafa þar af leið- andi úrslitaþýðingu fyrir þjóðfé- lagsstöðu kvenna. Frá árinu 1976 hafa margs konar samþykktir verið gerðar um stefnumið á sviði menn- ingar bama en jafnframt um að- búnað bama og aukið átak í fullorð- insfræðslu. Þá hefur Norðurlandaráð mælt með þvi að Norðurlandaþjóðir hafí með sér aukna samvinnu varðandi starfsmenntun í því skyni að tryggja öllu æskufólki jöfn tæki- færi til fræðslu og þroska. Reynt er að stuðla að því að menntunar- og starfsval byggist í minna mæli en áður á hefðbundnum hlutverkum kynjanna. Allt sem lýtur að atvinnulífi og vinnumarkaði hefur. mjög mikla þýðingu fyrir jafnstöðu karla og kvenna, en þessi atriði hafa verið á meðal hinna mikilvægustu í nor- rænu samstarfi frá því að sameigin- legum norrænum vinnumarkaði var komið á fót árið 1954. EIsi Hetemáki-Olander Lengd vinnudagsins skiptir miklu fyrir aðstöðu kvenna á vinnumark- aði og jafna stöðu þeirra á við karla. Norðurlandaráð hefur mælt með því að fram fari rannsókn á hagfræðilegum og félagslegum af- leiðingum af styttingu vinnutímans. Athuganir hafa varpað ljósi á ýms- ar forsendur fyrir umtalsverðri styttingu vinnutímans. Þá hefur Norðurlandaráð lagt til að komið verði á laggimar nor- rænni vinnumálastofnun, meðal annars í þeim tilgangi að koma í veg fyrir atvinnuleysi og gera ráð- stafanir gegn því en jafnframt til þess að þróa áfram samstarf á sviði jafnréttismála og spá í framtíðar- horfur. Árangurinn af þessu frum- kvæði er kominn skammt á veg en þó liggja fyrir sameiginlegar tillög- ur um rannsóknir og greiningu. Ennfremur liggur fyrir, og ekki sízt að tilhlutan Norðurlandaráðs, starfsáætlun um efnahagsþróun og fulla atvinnu með tillögum um sér- stakar ráðstafanir í atvinnu- og menntúnarmálum. Mun hún hafa áhrif til úrbóta fyrir margar konur, sem eru atvinnulausar eða hafa ekki tök á að afla sér æskilegrar menntunar. Oft og tíðum hefur Norðurlanda- ráð útfært ályktanir sfnar á þann veg að þær geti tekið til þjóðfélags- legra umbóta á alþjóðlegum vett- vangi. Á hinum alþjóðlega kvenna- áratugi var einkum leitazt við að Dorte Bennedsen beina athyglinni að konum í þróun- arlöndunum og þar af leiðandi sam- þykkti Norðurlandaráð ýmsar ályktanir um norræna samvinnu til hagsbóta fyrir þróunarlönd og gætu þær orðið aflvaki þjóðfélagslegra breytinga, sem konur í þróunar- löndunum nytu ekki sízt góðs af. Ráðstefnumar í Osló á næstu dögum verða í framhaldi af þremur alþjóðlegum ráðstefnum, sem haldnar voru á vegum Sameinuðu ■ þjóðanna á kvennaáratugnum 1975—85. Markmiðið með þessum norrænu ráðstefnum er það meðal annars að fínna úrræði til að þróa áfram norræna samfélagsgerð eftir að kvennaáratugurinn hefur runnið sitt skeið. Ennfremur er tilgangur- inn sá að fá nákvæmari hugmyndir en áður um hvar og með hvaða hætti er hægt að halda áfram við- leitninni við að ná fullkominni jafn- stöðu karla og kvenna. Þessi eftirmáli eftir ráðstefnur Sameinuðu þjóðanna með kröfum um aukið framlag til að bæta kjör kvenna getur leitt til vaxandi áhuga um heim allan á samvinnu, sam- kennd og sameiginlegum verðmæt- um norrænna þjóða, sem er jafn- framt grundvöllur fyrir framsókn kvenna og bættri stöðu þeirra í samfélaginu. Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Danmerkurdeildar Norðurlandaráðs. Samband vestfirskra kvenna: Stjórnvöld lækki orku- verð á landsbyggðinni AÐALFUNDUR Sambands vestfirskra kvenna var haldinn á BQdudal 2. og 3. júlí síðastlið- inn i boði Kvenfélagsins Fram- sóknar á Bildudal. Mörg mál voru til umræðu og gerð voru um þau ályktanir, segir í frétt frá Sambandi vestfirskra kvenna. Á fundinum var rætt um réttar- stöðu heimavinnandi fólks og um vegamál á Vestfjörðum, sem kon- um þótti vera í miklum ólestri, segir í fréttinni. Þá voru umhverf- ismál reifuð og lýsti fundurinn yfír áhyggjum sínum af mengun sjávar. Orkukostnaður heimilanna var stærsta málið á þessum aðalfundi og vildi fundurinn senda harðorðar ályktanir til stjórnvalda. Eftirfar- andi ályktun var samþykkt á fund- inum: „Orkuverð á Vestfjörðum er stór kostnaðarliður í útgjöldum heimilanna. Það er brýnt hags- munamál heimila á Vestfjörðum og víðar á landsbyggðinni að orku- verð sé lækkað. Okkur fínnst tími til kominn að þingmenn kjördæm- isins geri sér grein fyrir því að á sama tíma og Landsvirkjun greiðir hagnað af rekstri sínum, er orku- verð á Vestfjörðum svo hátt að stór hluti af tekjum heimilanna fer í raforkukaup. Staðreynd er að fólk flýr héðan vegna þessa. Við skorum á stjómvöld að beita sér fyrir því að orkuverð á lands- byggðinni lækki og verði það sama um allt land.“ I lok fundar fór fram kosning ritara og var Guðrún Jóhannesdóttir frá Bolungarvík kosin. Jóhanna Kristjánsdóttir Kirkjubóli, baðst undan endur- kosningu í varastjóm. Voru henni þökkuð góð störf í þágu kvenfé- lagshreyfingarinnar á Vestfjörð- um og hún einróma kosin heiðurs- félagi Sambandsins, segir í frétt- inni. Formaður Sambands vest- firskra kvenna er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og gjaldkeri er Kristín Björk Bjamadóttir. Stöð 2 sýnir ekki frá Ólympíuleikunum STÖÐ 2 mun ekki verða með útsendingar frá Ólympíuleikun- um í Seoul í Suður-Kóreu í sept- ember næstkomandi. Ríkissjónvarpið hefur einkarétt á sýningu efnis frá Ólympíuleikun- um en það er í Sambandi evróp- skra sjónvarpsstöðva. íslenska sjónvarpsfélaginu hefur enn ekki verið veitt innganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva. Þótt Stöð 2 hafi ekki sýningar- rétt á efni frá Ólympíuleikunum mun greint frá gangi leikanna í íþróttaþætti og fréttaþættinum 19:19 eftir því sem kostur er, að því er forráðamenn Stöðvar 2 segja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.