Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 7 Hljómsveitarverk munu skipa öndvegi á seinni tónleikum á laug- ardag og á sunnudagstónleikun- um. Þá leikur barokksveitin tvö Concerti Grossi eftir A. Corelli og konsert fyrir blokkflautu og bar- okkþverflautu eftir G. Ph. Tele- mann. í frétt frá aðstandendum tón- leikanna segir að leikið verði að mestu á hljóðfæri af upprunalegri gerð og sé það einsdæmi hérlendis. Hefur Þjóðhátíðarsjóður ákveð- ið að veita styrk til hljóðfærakaupa og endurverkja þannig forna tón- listahefði í Skálholti. Áætlunarferðir eru í Skálholt á sunnudögum kl. 13 frá Umferðar- miðstöðinni. Sumartónleikamir hafa verið vel sóttir í sumar sem endranær en aðgangur að þeim er ókeypis. Frá Sumartónleikunum í Skál- holti. Eins og sjá má var Skál- holtsdómkirkja þéttsetin. er tækifærið að fá sér sumarfatnað fyrir aðal helgi sumarsins á stór- kostleguverðil! ÚTSALAN Á FULLUM Allt nýjar og nýlegarvörur 40-60% V er slunarmanna- helgin: Fjölskylduhá- tíð að Kirkju- bæjarklaustri Fjölskylduliátíðin Klausturlíf '88 verður haldin um verslunar- mannahelgina. Að hátíðinni standa Ungmennafélagið Ár- mann og Félagsheimilið á Kirkjubæjarklaustri. Unglingadansleikur verður haldinn á fimmtudagskvöldið en hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hallbjörn Hjart- arson skemmtir mótsgestum og haldið verður pollamót í knatt- spymu. Fyrir bömin yerður haldin söngvakeppni yngstu kynslöðar- innar. Einnig verður flugeldasýn- ing og varðeldur. Aðgangseyrir að hátíðinni er enginn en selt verður inn á dans- leiki og borga þarf leigu á tjald- stæði. Laugavegi 66, sími 22950. Austurstræti 22, sími 22384. Glæsibæ, sími 34004. SÍMI 22384. Sumartónleikum í Skálholti að ljúka Sumartónleikum í Skálholts- kirkju 1988 lýkur um verslunar- mannahelgina. Verða þá haldn- ir fernir tónleikar, kl. 15, laug- ardag, sunnudag og mánudag Fastir í Asbrandsáí átta tíma Selfossi. HOLLENSKUR ferðamannahóp- ur leitaði aðstoðar björgunar- sveitarinnar á Selfossi eftir að hafa steytt á steini og fest aðra af tveimur jeppabifreiðum í Ás- brandsá við upphaf Tungufljóts. Ferðamennirnir voru á tveimur Land Rover-jeppum og hugðust fara yfir ána á vaði. Annar jeppinn komst yfir en sá sem á eftir var fór skakkt í vaðið og lenti uppi á steini og sat þar. Þrátt fyrir góðan út- búnað tókst ferðamönnunum ekki að ná bílnum upp úr ánni. Þeir sem komust yfir óku þá línuveginn vest- ur á Uxahryggjaleið og á Þingvöll þaðan sem þeir báðu um aðstoð. Björgunarsveitarmenn voru á staðnum um hálfeitt um nóttina og gekk greiðlega að ná jeppanum upp. Þá höfðu farþegar í jeppanum mátt dúsa í ánni í 8 tíma og var orðið mál að komast í land. --Sig. Jóns. og kl. 17 á laugardag. Auk þess messar sr. Guðmundur Óli Ól- afsson kl. 17 á sunnudag en organisti verður Hilmar Öm Agnarsson. Þá verða og fluttir þættir úr tónleikaskrám helgar- innar. Á tónleikunum um þessa helgi verða flutt kammer- og hljómsveit- arverk frá 18. öld. Flytjendur eru barokksveit Sumartónleikanna auk einleikaranna Camillu Söder- berg og Kolbeins Bjamasonar en konsertmeistari er Ann Wallström. Tónleikarnir laugardag kl. 15 svo og á mánudag verða helgaðir kammertónlist J. S. Bachs, m.a. verður flutt tríósónata úr Tóna- fórninni. Kolbeinn Bjarnason, Ann Wallström, Bryndís Björgvinsdótt- ir og Helga Ingólfsdóttir leika á barokkhljóðfæri. Lögreglan: 78 bílar færð- ir til skoðunar LÖGREGLAN heldur upptekn- um hætti að stöðva illa útbúna bíla og bíla sem ekki hafa verið færðir til aðalskoðunar. í gær færði hún 78 bíla til skoðunar og var klippt af 17 þeirra. Að sögn Ómars Smára Ármannsson- . ar aðalvarðstjóra, fengu allflest- ir bílanna grænan eða rauðan miða í gluggann. Lögreglan ætlar að halda þessum skyndiaðgerðum áfram í dag en þá ætla þeir að færa sig um set í bænum. Ómar Smári sagði að þeir bíleigendur sem fá grænan eða rauðan miða fái viku- eða hálfsmán- aðarfrest eftir atvikum til að koma sínum málum á hreint en númer eru klippt af þeim bílum sem ekki hafa verið greidd bifreiðagjöld af. (Úr fréttatílkynningu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.