Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 7

Morgunblaðið - 28.07.1988, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 7 Hljómsveitarverk munu skipa öndvegi á seinni tónleikum á laug- ardag og á sunnudagstónleikun- um. Þá leikur barokksveitin tvö Concerti Grossi eftir A. Corelli og konsert fyrir blokkflautu og bar- okkþverflautu eftir G. Ph. Tele- mann. í frétt frá aðstandendum tón- leikanna segir að leikið verði að mestu á hljóðfæri af upprunalegri gerð og sé það einsdæmi hérlendis. Hefur Þjóðhátíðarsjóður ákveð- ið að veita styrk til hljóðfærakaupa og endurverkja þannig forna tón- listahefði í Skálholti. Áætlunarferðir eru í Skálholt á sunnudögum kl. 13 frá Umferðar- miðstöðinni. Sumartónleikamir hafa verið vel sóttir í sumar sem endranær en aðgangur að þeim er ókeypis. Frá Sumartónleikunum í Skál- holti. Eins og sjá má var Skál- holtsdómkirkja þéttsetin. er tækifærið að fá sér sumarfatnað fyrir aðal helgi sumarsins á stór- kostleguverðil! ÚTSALAN Á FULLUM Allt nýjar og nýlegarvörur 40-60% V er slunarmanna- helgin: Fjölskylduhá- tíð að Kirkju- bæjarklaustri Fjölskylduliátíðin Klausturlíf '88 verður haldin um verslunar- mannahelgina. Að hátíðinni standa Ungmennafélagið Ár- mann og Félagsheimilið á Kirkjubæjarklaustri. Unglingadansleikur verður haldinn á fimmtudagskvöldið en hljómsveit Stefáns P. leikur fyrir dansi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hallbjörn Hjart- arson skemmtir mótsgestum og haldið verður pollamót í knatt- spymu. Fyrir bömin yerður haldin söngvakeppni yngstu kynslöðar- innar. Einnig verður flugeldasýn- ing og varðeldur. Aðgangseyrir að hátíðinni er enginn en selt verður inn á dans- leiki og borga þarf leigu á tjald- stæði. Laugavegi 66, sími 22950. Austurstræti 22, sími 22384. Glæsibæ, sími 34004. SÍMI 22384. Sumartónleikum í Skálholti að ljúka Sumartónleikum í Skálholts- kirkju 1988 lýkur um verslunar- mannahelgina. Verða þá haldn- ir fernir tónleikar, kl. 15, laug- ardag, sunnudag og mánudag Fastir í Asbrandsáí átta tíma Selfossi. HOLLENSKUR ferðamannahóp- ur leitaði aðstoðar björgunar- sveitarinnar á Selfossi eftir að hafa steytt á steini og fest aðra af tveimur jeppabifreiðum í Ás- brandsá við upphaf Tungufljóts. Ferðamennirnir voru á tveimur Land Rover-jeppum og hugðust fara yfir ána á vaði. Annar jeppinn komst yfir en sá sem á eftir var fór skakkt í vaðið og lenti uppi á steini og sat þar. Þrátt fyrir góðan út- búnað tókst ferðamönnunum ekki að ná bílnum upp úr ánni. Þeir sem komust yfir óku þá línuveginn vest- ur á Uxahryggjaleið og á Þingvöll þaðan sem þeir báðu um aðstoð. Björgunarsveitarmenn voru á staðnum um hálfeitt um nóttina og gekk greiðlega að ná jeppanum upp. Þá höfðu farþegar í jeppanum mátt dúsa í ánni í 8 tíma og var orðið mál að komast í land. --Sig. Jóns. og kl. 17 á laugardag. Auk þess messar sr. Guðmundur Óli Ól- afsson kl. 17 á sunnudag en organisti verður Hilmar Öm Agnarsson. Þá verða og fluttir þættir úr tónleikaskrám helgar- innar. Á tónleikunum um þessa helgi verða flutt kammer- og hljómsveit- arverk frá 18. öld. Flytjendur eru barokksveit Sumartónleikanna auk einleikaranna Camillu Söder- berg og Kolbeins Bjamasonar en konsertmeistari er Ann Wallström. Tónleikarnir laugardag kl. 15 svo og á mánudag verða helgaðir kammertónlist J. S. Bachs, m.a. verður flutt tríósónata úr Tóna- fórninni. Kolbeinn Bjarnason, Ann Wallström, Bryndís Björgvinsdótt- ir og Helga Ingólfsdóttir leika á barokkhljóðfæri. Lögreglan: 78 bílar færð- ir til skoðunar LÖGREGLAN heldur upptekn- um hætti að stöðva illa útbúna bíla og bíla sem ekki hafa verið færðir til aðalskoðunar. í gær færði hún 78 bíla til skoðunar og var klippt af 17 þeirra. Að sögn Ómars Smára Ármannsson- . ar aðalvarðstjóra, fengu allflest- ir bílanna grænan eða rauðan miða í gluggann. Lögreglan ætlar að halda þessum skyndiaðgerðum áfram í dag en þá ætla þeir að færa sig um set í bænum. Ómar Smári sagði að þeir bíleigendur sem fá grænan eða rauðan miða fái viku- eða hálfsmán- aðarfrest eftir atvikum til að koma sínum málum á hreint en númer eru klippt af þeim bílum sem ekki hafa verið greidd bifreiðagjöld af. (Úr fréttatílkynningu)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.