Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.07.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ 1988 55 Nikita litli og njósnararnir Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Nikita litli („Little Nikita“). Sýnd í Stjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri: Richard Benjamin. Handrit: John HiII og Bo Goldman. Framleiðandi: Harry Gittes. Kvikmyndataka: Laszlo Kovacs. Tónlist: Marvin Hamlisch. Helstu hlutverk: Sidney Poitier, River Phoenix, Richard Jenkins og Caroline Kava. Eftir því sem sagan segir á rússn- eska leyniþjónustan, KGB, að vera svo bíræfin að planta niður njósnur- um sínum á meðal venjulegra Bandaríkjamanna þar sem þeir lifa og starfa eins og venjulegir Banda- ríkjamenn þangað til KGB telur henta að nota þá til njósnastarfa. Slíkir njósnarar eru kallaðir „svefn- genglar" í njósnaþrillernum Nikita litli („Little Nikita"), sem sýnd er í Stjömubíói, en KGB-sagan hefur áður verið notuð í myndum, síðastí „No Way Out“. Annars eiga þær fátt sameiginlegt þessar tvær myndir. Nikita litli er frekar máttlaus þriller sem leggur meira uppúr tilfinningasemi og fjöl- skyldumelódrama en hraða og spennu enda leikstjórinn, Richard Benjamin („The Money Pit“), lítt reyndur spennumyndasmiður sem fengist hefur meira við léttar gam- anmyndir. Leikstjórnin er óathyglis- verð og sumstaðar vandræðaleg og ósamkvæm sjálfri sér; þegar morð- ingi myndarinnar er fyrst sýndur er passað uppá að sjáist ekki framan í hann eins og til að fela hver hann er en næst þegar hann birtist er byrjað að sýna andlitið. Uppbygg- ingin er að sama skapi fyrirsjáanleg og æði klisjukennd og það er per- sónugerðin líka. Sidney Poitier, með allan sinn sjarma og eitthvað er kalla má prakkaraleg elskulegheit sem Benja- min leggur mikla áherslu á en ég veit ekki hvort fer þessum virðulega leikara svo vel eða efnivið myndar- innar, fær það verkefni að hafa uppá ákveðnum morðingja af því hann er „besti“ FBI-maðurinn (samt vinnur hann bara við að kanna umsóknir í Flugliðsforingjaskóla). Hann er líka í hefndarhug því morðinginn drap auðvitað félaga hans fyrir 20 árum. Morðinginn er njósnari Rússa sem Martin Short og Annette O’Toole, geðslegir leikarar sem ná ekki nógu vel saman í Sofið hjá. Amorsbrögð og undanbrögð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó Sofið hjá — Cross My Heart Leikstjóri Armyan Bernstein. Handrit Bernstein og Gail Par- ent. Kvikmyndatökustjóri Thom- as Del Ruth. Tónlist Bruce Broughton. Aðaileikendur Martin Short og Annette O’TooIe. Bandarísk. Universal 1987. Dálítið vandræðalegt gaman- drama um ungan mann og stúlku (Short og O’Toole), sem eru að draga sig saman. Myndin gerist mikið til inní svefnherbergi, þar sem elsta þráskák mannkynsins er í fullum gangi. Short beitir hróksókn ákaf- lega, en O’Toole verst með slælegri drottningarvörn. En reyndar snýst Sofíð hjá ekki eingöngu um hið gam- alkunna markmið, „að fá’ða“, heldur er hér einnig skyggnst undir yfír- borð persónanna. Short reynir að berast á á kostnað annarra; fær lán- aðan glæsibíl og lúxusíbúð til að flýta O’Toole úr fötunum, en hún reynir hinsvegar að fela fyrir Short að hún á sjö ára dóttur og reykir (sic). En sannleikurinn kemur smám saman í ljós um nóttina, á þriðja stefnumóti þeirra, sem næstum end- ar með ósköpum. Svefnherbergisdrömu hafa löng- um verið góðskáldum yrkisefni. En Bemstein er greinilega enginn Tenn- essee Williams né Bernard Slate. Umfjöllunin um þetta nútímapar er þó um margt forvitnilegt og skyn- samlegt en forsendurnar næsta bamalegar. Persónusköpunin er nokkuð skýr en meginvandamál Sof- ið hjá er samt val Shorts í hlutverk Casanova. Pilturinn er framúrskar- andi gamanleikari (Three Amigos, þó öllu frekar Inner Space), dramað lætur honum engan veginn eins vel. Og hann er hálfálappalegur við hlið- ina á hinni losta- og tígulegu O’To- ole. Short væri ágætur Ketill skræk- ur, en afleitur Skugga-Sveinn. Samt sem áður er viss hlýja í verkinu og heilindi koma fram sem er ungu fólki ágæt lexía. Handrit Bernsteins er upp og ofan en leikstjórn hans er ekki uppá marga fiska. Sofið hjá minnir alltof mikið á leikhús þar sem tökuvélinni er stillt upp frammí sal og taka hefst. ÁTAK í LANDGRÆÐSLU LAUGAVEG1120,105REVKJAVIK SlMI: (91)29711 Hlaupareikningur 251200 Búnaðarbankinn Hellu 'g.te ro «o ,J2 & E » ál <B -2 cn O'— Sidney Poitier í mynd Stjörnu- bíós, Nikita litli. tekið hefur uppá því að drepa kol- lega sína í Bandaríkjunum í fjárkúg- unartilraun og Poitier rekur morð- slóð hans til venjulegrar amerískrar millistéttarfjölskyldu. Það eru hjón sem eiga einn son, sem River Phoen- ix leikur af miklu kappi, en Poitier hafði einmitt um þetta leyti verið að grennslast fyrir um hvernig stæði á því að foreldrar stráksins væru skráð látin á 19. öld þegar hann var að kanna umsókn hans í liðsforingja- skólann. Við nánari athugun kemst hann að sannleikanum; foreldrar stáksins eru „svefngenglar” KGB. Handritið blandar stundum saman léttu gamni við söguna en fjarlægist mest njósnaþrillerinn þegar drengur- inn kemst að hlutverki foreldra sinna og heldur lýjandi melódrama tekur stjómina í sínar hendur. Hugmyndin er góð og hér standa margir ágætis- menn að baki, Hamlisch sér um tón- listina og Kovacs um kvikmyndatök- una, en úrvinnslan hefði getað orðið miklu betri. KRISTJAN KRISTJÁNSSON OG EINAR JÚLÍUSSON leika í kvöld FLUGLEIDA HOTEL Fritt innfyrirkl. 21.00 - Aögangseyrir kr. 300,- e/ kl. 21.00 Zanzibar á fimmtudagskvöldi ki.22-01. Uppákomur kvöldsins: Síðan skein sól o.m.fl. SRúlagötu 30, slmi 11555. Tískusýning í Blómasal á morgun á íslenskum fatnaði. Módelsamtökin sýna ullarlinuna '88 i hádeginu alla föstu- daga frá Rammagerðinni, Hildu, Finull, Álafossi ásamt skartgripum frá Jens Guðjónssyni gullsmið. Vikingaskipið er hlaðið islenskum úrvalsréttum alla daga ársins. Sjávarréttahlaðborð á aðeins 99S kr. Borðapantanir í sfma 22321. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL BINGO! Hefst kl. 19.30 í kvöld Aðalvinninqur að verðmæti ________100 þús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um _________300 þús. kr.________ TEMPLARAHÖLLIN Eiríksgötu 5 — S. 200/0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.