Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 03.09.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA / ÓLYMPÍULEIKAR Fjórtán íslend- ingar til Seoul ÓLYMPÍULEIKARfatlaðra, þeir 8. í röðinni, verða haldnir í Seoul í S-Kóreu dagana 15.-24. október. Keppendur verða alls um 4000 en aðstoðarmenn um 1000. Notaðir verða sömu vell- ir og sömu hótel og á hinum hefðbundnu Ólympíuleikum. Fjórtán íslenzkir íþróttamenn taka þátt í leikunum, tíu sund- menn, þrír frjálsíþróttamenn og einn borðtennismaður. Með þessum fjórtán íþróttamönn- um fara þjálfarar, fararstjórar og aðstoðarmenn, samtals níu talsins. Þetta er í þriðja sinn sem Island tekur þátt í Ólympíuleikum fatlaðra. Árið 1980 fóru leikamir fram í Hollandi og unnu íslenzku ^■■■■1 keppendurnir þá til Guðmundur einna gullverðlauna Jóhannsson 0g einna bronsverð- skrifar launa. Árið 1984 fóm leikamir fram í tveimur löndum, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá unnu íslenzku keppendumir tvenn silfurverðlaun og níu bronsverðlaun. Gullið 1980 fékk Sigurrós Karlsdóttir fyrir 100 m bringusund. íslenzku þátttakendumir und- irbúa sig nú af krafti fyrir leikana og hafa meðal annars verið starf- ræktar æfíngabúðir fyrir þá tvisvar í sumar. Einnig er stefnt að því að þeir komist allir á mót erlendis fyr- ir Ieikana. Sundmennimir fóm fyrir skömmu á opna hollenzka meistara- mótið í sundi en fijálsíþróttamenn- irnir fara á mót í Þýzkalandi seinni hluta septembermánaðar. Erlingur Jóhannsson hefur að mestu annast þjálfun sundmannanna en fijálsí- þróttamennimir hafa notið leið- sagnar Stefáns Jóhannssonar, þjálf- ara. Góðir möguleikar Keppendumir íslenzku em á aldrinum 14-32 ára og þar af flest- ir í yngri kantinum. Vonast er til að þeir nái sínu bezta á leikunum. Miklar vonir em bundnar við Hauk Gunnarsson en hann á heimsmet í 400 m hlaupi í sínum flokki og á auk þess góða möguleika á sigri í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi. Kristín R. Hákonardóttir og Geir Sverrisson eru líkleg til afreka í sundi en þau settu heimsmet opna hollenzka meistaramótinu á dögun- um. Aðrir sundmenn eru einnig líklegir til að ná góðum árangri. Eftirtaldir íslendingar fara á Ólympíuleika fatlaðra: Sundmenn: ÍFS UMFN Lilja M. Snorradóttir ...Tindastóli ÍFA ÍFR ÍFR ÍFR ÍFR ÍFR Fijálsar fþróttír: Haukur Gunnarsson Ifr ÍFR Borðtennis: Elvar Thorarensson ÍFA Aðalfararstjóri: Ólafur Jensson Þjálfarar: Markús Einarsson Erlingur Jóhannsson Stefán Jóhannsson Sveinn Áki Lúðvíksson Aðstoðarmenn: Ólafur Magnússon Anna K. Vilhjálmsdóttir Sigrún Kjartansdóttir Enn vantar mllljón íþróttasamband fatlaðra hefur eigin ólympíunefnd sem annast undirbúning og fjáröflun fyrir leik- ana. Áætlaður kostnaður við þátt- töku er um 3,5 milljónir króna. Ein milljón króna hefur fengizt á §ár- lögum ríkisins og ein og hálf milljón hefur safnazt hjá ýmsum aðilum, svo sem sveitarfélögum, fyrirtækj- um og góðgerðafélögum. Ennþá vantar því um eina milljón króna til að dæmið gangi upp. Von- ast er til að endar náist saman á næstu vikum. „Æfi tvisvar á dag fram að leikunum" - segir Geir Sverrisson, sem setti nýlega heimsmet í 200 m bringusundi „ÉG byrjaði að æfa fyrir einu og hálfi ári en fyrir þann tíma hafði ég bara verið í skóla- sundi. Nú æfi ég tvisvar á dag fyrir leikana og á aðeins frí á sunnudögum", sagði Geir Sverrisson, sundmaður í samtali við Morgunblaðið. Geir er einn þeirra tíu sund- manna, sem keppa munu á Ólympíuleikum fatlaðra í Seo- ul íhaust. Geir keppir í flokki sund- manna sem vantar framan á hægri handlegg rétt framan við olnboga. Hann er 17 ára, á heima í Keflavík en stundar æfingar með UMFN og stundar nám við Fjöl- brautaskóla Suðumesja. Hann stundar æfíngar hjá Friðriki Ól- afssyni, sem einnig hefur þjálfað Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragn- heiði Runólfsdóttur. Auk þess æfir Geir í Reykjavík undir stjóm Erlings Jóhannssonar, sundþjla- fara. Bringusund er sérgrein Geirs og nýlega setti hann heimsmet í 200 m bringusundi í sínum flokki, 3.03,55 mín. Hann er fjölhæfur og tekur þátt í fleiri sundgreinum. „Eg geri mér vonir um að komast á verðlaunapall. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á þetta", sagði Geir, sem stöðugt hefur verið að bæta sig upp á síðkastið. á Laugardalsvelli í dag kl. 14.00 Tryggir Fram sér íslandsmeistaratitilinn í dag? Munið Evrópuleik Fram gegn Barcelona á miðvikudag. Haukur Gunnarsson. Morgunblaðið/KGA Er ekki eins taugaóstyrkur ogfyrst - segirHaukurGunnarsson, heimsmethafi Í400 m hlaupi ,u „ÉG er orðinn vanur því að keppa og er ekki eins taugaó- styrkur og ég var fyrst. Mór hef ur gengið vel í mótum en veit samt að ég á við nokkra erfiða keppinauta að eiga“, sagði Haukur Gunnarsson hlaupari í samtali við Morg- unblaðið. Haukur keppir í ákveðnum flokki „spastfskra" hlaupara. Hann setti nú í sumar heimsmet í 400 m hlaupi, 61,01 sek og á einnig góðar vonir um sigur í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi. Hauk- ur er 21 árs. Hann er í Iþróttafé- lagi fatlaðra í Reykjavík en æfir mikið með Ármanni undir stjóm Stefáns Jóhannssonar, ftjálsí- þróttaþjálfara. „Hættulegustu keppinautar mínir í 400 metrunum eru tveir Kanadamenn en í 100 og 200 metrunum er það Dani sem er erfíðastur. Það verður svo bara að koma í ljós hvemig mér geng- ur á leikunum en ég er bjartsýnn og ætla að gera mitt bezta", sagði Haukur. Geir Sverrisson heimsmethafi í 200 m bringusundi. Morgunblaðið/KGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.