Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.09.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 1988 ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA / ÓLYMPÍULEIKAR Fjórtán íslend- ingar til Seoul ÓLYMPÍULEIKARfatlaðra, þeir 8. í röðinni, verða haldnir í Seoul í S-Kóreu dagana 15.-24. október. Keppendur verða alls um 4000 en aðstoðarmenn um 1000. Notaðir verða sömu vell- ir og sömu hótel og á hinum hefðbundnu Ólympíuleikum. Fjórtán íslenzkir íþróttamenn taka þátt í leikunum, tíu sund- menn, þrír frjálsíþróttamenn og einn borðtennismaður. Með þessum fjórtán íþróttamönn- um fara þjálfarar, fararstjórar og aðstoðarmenn, samtals níu talsins. Þetta er í þriðja sinn sem Island tekur þátt í Ólympíuleikum fatlaðra. Árið 1980 fóru leikamir fram í Hollandi og unnu íslenzku ^■■■■1 keppendurnir þá til Guðmundur einna gullverðlauna Jóhannsson 0g einna bronsverð- skrifar launa. Árið 1984 fóm leikamir fram í tveimur löndum, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá unnu íslenzku keppendumir tvenn silfurverðlaun og níu bronsverðlaun. Gullið 1980 fékk Sigurrós Karlsdóttir fyrir 100 m bringusund. íslenzku þátttakendumir und- irbúa sig nú af krafti fyrir leikana og hafa meðal annars verið starf- ræktar æfíngabúðir fyrir þá tvisvar í sumar. Einnig er stefnt að því að þeir komist allir á mót erlendis fyr- ir Ieikana. Sundmennimir fóm fyrir skömmu á opna hollenzka meistara- mótið í sundi en fijálsíþróttamenn- irnir fara á mót í Þýzkalandi seinni hluta septembermánaðar. Erlingur Jóhannsson hefur að mestu annast þjálfun sundmannanna en fijálsí- þróttamennimir hafa notið leið- sagnar Stefáns Jóhannssonar, þjálf- ara. Góðir möguleikar Keppendumir íslenzku em á aldrinum 14-32 ára og þar af flest- ir í yngri kantinum. Vonast er til að þeir nái sínu bezta á leikunum. Miklar vonir em bundnar við Hauk Gunnarsson en hann á heimsmet í 400 m hlaupi í sínum flokki og á auk þess góða möguleika á sigri í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi. Kristín R. Hákonardóttir og Geir Sverrisson eru líkleg til afreka í sundi en þau settu heimsmet opna hollenzka meistaramótinu á dögun- um. Aðrir sundmenn eru einnig líklegir til að ná góðum árangri. Eftirtaldir íslendingar fara á Ólympíuleika fatlaðra: Sundmenn: ÍFS UMFN Lilja M. Snorradóttir ...Tindastóli ÍFA ÍFR ÍFR ÍFR ÍFR ÍFR Fijálsar fþróttír: Haukur Gunnarsson Ifr ÍFR Borðtennis: Elvar Thorarensson ÍFA Aðalfararstjóri: Ólafur Jensson Þjálfarar: Markús Einarsson Erlingur Jóhannsson Stefán Jóhannsson Sveinn Áki Lúðvíksson Aðstoðarmenn: Ólafur Magnússon Anna K. Vilhjálmsdóttir Sigrún Kjartansdóttir Enn vantar mllljón íþróttasamband fatlaðra hefur eigin ólympíunefnd sem annast undirbúning og fjáröflun fyrir leik- ana. Áætlaður kostnaður við þátt- töku er um 3,5 milljónir króna. Ein milljón króna hefur fengizt á §ár- lögum ríkisins og ein og hálf milljón hefur safnazt hjá ýmsum aðilum, svo sem sveitarfélögum, fyrirtækj- um og góðgerðafélögum. Ennþá vantar því um eina milljón króna til að dæmið gangi upp. Von- ast er til að endar náist saman á næstu vikum. „Æfi tvisvar á dag fram að leikunum" - segir Geir Sverrisson, sem setti nýlega heimsmet í 200 m bringusundi „ÉG byrjaði að æfa fyrir einu og hálfi ári en fyrir þann tíma hafði ég bara verið í skóla- sundi. Nú æfi ég tvisvar á dag fyrir leikana og á aðeins frí á sunnudögum", sagði Geir Sverrisson, sundmaður í samtali við Morgunblaðið. Geir er einn þeirra tíu sund- manna, sem keppa munu á Ólympíuleikum fatlaðra í Seo- ul íhaust. Geir keppir í flokki sund- manna sem vantar framan á hægri handlegg rétt framan við olnboga. Hann er 17 ára, á heima í Keflavík en stundar æfingar með UMFN og stundar nám við Fjöl- brautaskóla Suðumesja. Hann stundar æfíngar hjá Friðriki Ól- afssyni, sem einnig hefur þjálfað Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragn- heiði Runólfsdóttur. Auk þess æfir Geir í Reykjavík undir stjóm Erlings Jóhannssonar, sundþjla- fara. Bringusund er sérgrein Geirs og nýlega setti hann heimsmet í 200 m bringusundi í sínum flokki, 3.03,55 mín. Hann er fjölhæfur og tekur þátt í fleiri sundgreinum. „Eg geri mér vonir um að komast á verðlaunapall. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á þetta", sagði Geir, sem stöðugt hefur verið að bæta sig upp á síðkastið. á Laugardalsvelli í dag kl. 14.00 Tryggir Fram sér íslandsmeistaratitilinn í dag? Munið Evrópuleik Fram gegn Barcelona á miðvikudag. Haukur Gunnarsson. Morgunblaðið/KGA Er ekki eins taugaóstyrkur ogfyrst - segirHaukurGunnarsson, heimsmethafi Í400 m hlaupi ,u „ÉG er orðinn vanur því að keppa og er ekki eins taugaó- styrkur og ég var fyrst. Mór hef ur gengið vel í mótum en veit samt að ég á við nokkra erfiða keppinauta að eiga“, sagði Haukur Gunnarsson hlaupari í samtali við Morg- unblaðið. Haukur keppir í ákveðnum flokki „spastfskra" hlaupara. Hann setti nú í sumar heimsmet í 400 m hlaupi, 61,01 sek og á einnig góðar vonir um sigur í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi. Hauk- ur er 21 árs. Hann er í Iþróttafé- lagi fatlaðra í Reykjavík en æfir mikið með Ármanni undir stjóm Stefáns Jóhannssonar, ftjálsí- þróttaþjálfara. „Hættulegustu keppinautar mínir í 400 metrunum eru tveir Kanadamenn en í 100 og 200 metrunum er það Dani sem er erfíðastur. Það verður svo bara að koma í ljós hvemig mér geng- ur á leikunum en ég er bjartsýnn og ætla að gera mitt bezta", sagði Haukur. Geir Sverrisson heimsmethafi í 200 m bringusundi. Morgunblaðið/KGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.