Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 26

Morgunblaðið - 07.09.1988, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 1988 Austur-þýsk stúlka á íslandi: Ákvað að snúa ekki aftur heim Fór til ættingja í Vestur-Þýskalandi AUSTUR-þýsk stúlka, sem var á ferðalagi með samlöndum sínum hérlendis, ákvað að snúa ekki aftur til heimalands síns þegar hópurinn fór af landi brott að morgni síðastliðins föstudags. Allt bendir nú til þess að stúlkan sé komin til ættingja sinna í Vestur-Þýska- landi. Stúlkan, sem er rúmlega tvítug, kom hingað til lands ásamt tíu öðrum ungmennum frá Austur- Þýskalandi, föstudaginn 26. ágúst. Hópurinn var hér í boði Sambands ungra framsóknar- manna. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér hjá SUF, höfðu framsóknarmennimir lítið af Austur-Þjóðveijunum að segja, fyrir utan að sjá þeim fyrir leiðsögumanni á ferðalagi þeirra um landið. Síðastliðinn fímmtu- dag, sem var síðasti dvalardagur hópsins hér á landi, var hveijum og einum frjálst að ráðstafa tíma sínum að eigin vild. Þá fór stúlkan í sendiráð Vestur-Þýskalands við Túngötu í Reykjavík. „Það er rétt, það kom hingað stúlka og bað um upplýsingar, líkt og þeir sem ferðast til Vestur- Þýskalands gera gjaman," sagði Wolfgang Treinies, fulltrúi í sendi- ráðinu. „Hún var með vegabréfs- áritun til íslands og gat að sjálf- sögðu farið héðan til Vestur- Þýskalands, ef henni sýndist svo. Það er fjarri lagi að tala um að hún hafí óskað eftir pólitísku hæli, líkt og sumir fjölmiðlar hafa gert. Hún hefði ekki haft neina ástæðu til þess, því hún er Þjóðveiji og getur sest að í Vestur-Þýskalandi ef hún vill. Þar í landi er ekki gerður greinarmunur á Þjóðveij- um eftir því hvort þeir búa í Al- þýðulýðveldinu eða Sambandslýð- veldinu. Eg held að stúlkan sé nú komin til ættingja sinna í Vestur- Þýskalandi, en hef ekki óyggjandi vitneskju um það,“ sagði Wolf- gang Treinies. Karl Jóhannsson, lögreglufull- trúi við útlendingaeftirlitið, sagði að mál stúlkunnar hefði ekki kom- ið til kasta eftirlitsins. Hann benti á að sendiráð Vestur-Þýskalands væri þýskt umráðasvæði og mál sem þar kæmu til afgreiðslu væm því ekki borin undir íslensk yfir- völd. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins munu flestir ættingjar stúlkunnar vera búsettir í Vestur- Þýskalandi, þar á meðal systkin. Foreldrar hennar búa hins vegar i Austur-Þýskalandi. Morgunblaðið/Xmi Helgason Tveir nýir leikvellir í Stykkishólmi StykkÍ8hólmi. TVEIR leikvellir voru fuligerðir í Stykkishólmi í sumar, i Lág- holti og Áskinn. Þeir eru umgirt- ir sterkum viðargirðingum og er leiksvæðið bæði rúmgott og notadijúgt með skemmtilegum leiktækjum. Högni Bæringsson, verkstjóri bæjarins, hefir haft umsjón með byggingu þessara leikvalla og sagði hann í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að vellimir væm vel staðsettir og rúmgóðar lóðir hefðu verið skipulagðar undir þá. Hann gat þess líka að svæðið byði upþ á fleiri tæki enda væm leikvell- ir bama bestir þegar hægt væri að breyta til. Mörg böm úr yngstu deildum grunnskólans sækja leik- vellina. Bæjarstjóm og bæjarstjóri hafa sýnt málefnum bama og unglinga mikinn skilning og ekki er langt síðan opnuð var félagsmiðstöð í gamla samkomuhúsinu sem var endumýjað og nú er í smíðum framtíðaríþróttamiðstöð. Skýrsla um framkvæmd fjárlaga: Aukaheimildir veittar fyr- ir 1.750 milljónir króna Aukin vaxtagjöld stærsti liðurinn O INNLENT ÞÆR greiðsluheimildir sem veittar hafa verið umfram fjár- lög nema alls 1.750 milljónum króna, að því að fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Af þessum heimildum höfðu 1.222 miUjónir verið nýttar í júnílok, sem er 4% umfram fjárlög. Stærsti liðurinn í þessarri aukn- ingu heimilda er vegna vaxta- gjalda hjá fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, eða 800 milljónir króna. Af öðrum ráðuneytum er aukn- ingin mest hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, um 510 milljónir króna, en þar eru út- gjöldin líka hæst, rúmlega 12 milljarðar króna. Alls fóru fjögur ráðuneyti, auk Alþingis, fram úr greiðsluheim- ildum á tímabilinu frá janúar til júníloka á þessu ári. Tíu ráðu- neyti hafa ekki nýtt sér að fullu heimildir fjárlaga og aukafjár- Listahátíð 1988: Langmest aðsókn að Chagall sýningunni Popptónleikar skiluðu minni tekjum en búist hafði verið við Fjárhagsuppgjöri Listahátí- ðar í Reykjavík 1988 er ekki lok- ið. Þó er ljóst að eitthvert tap verður á hátíðinni. Að sögn Jóns Þórarinssonar, formanns fram- kvæmdastjórnar Listahátíðar, er búist við að hallinn á hátíðinni verði 4% af veltu. Af einstökum dagskrárliðum var aðsókn lang- mest á sýningu á verkum Marc Chagall í Listasafni íslands. Alls sáu 11.500 manns þá sýningu. Minni aðsókn varð að popptón- leikum en búist hafði verið við, en góð aðsókn að öðrum atriðum bætir þar úr. f skýrslu framkvæmdastjómar Listahátíðar kemur fram að fjár- hagsáætlun hátíðarinnar hafí stað- iðst í höfuðatriðum. Þó setti gengis- felling skömmu fyrir upphaf henn- ar strik í reikninginn. Reynt var að mæta gengisfellingunni með því að hækka miðaverð um 10%. Jón Þórarinsson segir undirbún- ingstíma Listahátíðar sífellt að lengjast. Þekktir listamenn séu oft bókaðir mörg ár fram í tímann. Með þetta til hliðsjónar þurfí að lengja undirbúningstíma Lástahát- íða hér á landi verulega. Það ný- mæli var tekið upp á síðustu Lista- hátíð að leita til fyrirtækja og stofnana um stuðning við einstök dagskráratriði. Mæltist það vel fyr- ir og er líklegt að sú leið verði enn frekar reynd á komandi Listahátíð- um. Jón Þórarinsson, fráfarandi formaður framkvæmdastjómar Listahátíðar, lætur þess getið í skýrslu framkvæmdastjómar að ef til vill sé júní ekki heppilegur tími til hátíðarhaldsins. Telur haiin líklegt að auka mætti aðsókn að Listahátíð væri hún til dæmis hald- in í september. Um þetta segir Jón að snemma sumars sé almenningur mettaður eftir menningarstarf vetrarins og því sé áhugi á listvið- burðum af þessu tagi ekki eins mikill og ella. Morgunblaðið/KGA Jón Þórarinsson, fráfarandi formaður framkvæmdastjórnar Listahátíðar 1988, telur athug- andi að halda Listahátið fram- vegis á öðrum árstíma. veitinga. Skýringar á þessu gætu að einhveiju leyti verið þær að greiðslur dreifist misjafnt á árið, þannig að ekki er vist að fjár- hagsstaða einstakra ráðuneyta um mitt árið segi nákvæmlega til um stöðu þeirra i árslok. Hér á eftir fara helstu atriði úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um stöðu einstakra ráðuneyta í júnílok. Ráðuneytum er raðað eftir því hve háar greiðsluheimildir þeirra um- fram fjáriög eru. Þar sem farið er framúr heimildum er skýringum Ríkisendurskoðunar bætt við. í þeim tilvikum þar sem heimildir hafa ekki verið nýttar að fullu er annaðhvort um að ræða að greiðsl- ur eru lægri en áætlað var, eða að greiðslur á einhveijum liðum voru ekki hafnar í júnílok. Fjárlaga- og hagsýslustofnun: - Aukaheimildir (þ.e. heimildir um- fram ijárlög): 800,2 m.kr. - Greiðsluheimildir alls (þ.e. heim- ildir fjárlaga + aukaheimildir): 3.270 m.kr. - Vannýttar héimildir: 242,1 m.kr. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið: - Aukaheimildir: 510,8 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 12.380 mkr. - Vannýttar heimildir: 17,1 m.kr. Félagsmálaráðuneytið: - Aukaheimildir: 133,9 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 1.635 m.kr. - Vannýttar heimildir: 155,5 mkr. Menntamálaráðuneytið: - Aukaheimildir: 86,1 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 5.527 m.kr. - Vannýttar heimildir: 102,1 m.kr. Fjármálaráðuneytið: - Aukaheimildir: 59,8 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 1.362 m.kr. - Greiðslur umfram heimildir: 108,8 m.kr. (greiðslur umfram.áætlun eru vegna lífeyrisgreiðslna 105,5 m.kr., fasteignakaupa 68 m.kr. og „ýmissa verkefna" 43 m.kr. Eftir er að greiða framlög til Ríkis- ábyrgðarsjóðs 57,6 m.kr. og færa til gjalda niðurgreiðslu á fiski 69 m.kr. Þær niðurgreiðslur voru færð- ar sem lækkun á innheimtu sölu- skatts.) Utanríkisráðuneytið: - Aukaheimildir: 41,2 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 106 m.kr. - Greiðslur umfram heimildir: 13,1 m.kr. (greiðslur til sendiráða eru 11 m.kr. umfram heimildir og vegna Lögreglustjórans á Keflavíkurflug- velli 7,5 m.kr.) Dóms- og kirkjumálaráðuney- tið: - Aukaheimildir: 37,2 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 1.531 m.kr. - Vannýttar heimildir: 15,2 m.kr. Samgönguráðuneytið: - Aukaheimildir: 20,6 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 2.147 m.kr. - Vannýttar heimildir: 101,9 m.kr. Landbúnaðarráðuneytið: - Aukaheimildir: 16,8 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 1.706 m.kr. - Vannýttar heimildir: 22,3 m.kr. Æðsta stjórn ríkisins: - Aukaheimildir: 12,6 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 273,3 m.kr. - Greiðslur umfram heimildir: 47,4 m.kr. (umframgreiðslur eru vegna Alþingis). Iðnaðarráðuneytið: - Aukaheimildir: 11,6 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 550 m.kr. - Vannýttar heimildir: 93,6 m.kr. Forsætisráðuneytið: - Aukaheimildir: 11,4 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 106 m.kr. - Greiðslur umfram heimildir: 13,1 m.kr. (meginhluti umframgreiðslna er vegna embættis Húsameistara ríkisins að fjárhæð 11,7 m.kr.) Sjávarútvegsráðuneytið: - Aukaheimildir: 3,8 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 721 m.kr. - Vannýttar heimildir: 151,1 m.kr. Hagstofa íslands: - Aukaheimildir: 2,5 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 37 m.kr. - Vannýttar heimildir: 1,6 m.kr. Viðskiptaráðuneytið: - Aukaheimildir: 2,4 m.kr. - Greiðsluheimildir alls: 1.432 m.kr. - Greiðslur umfram heimildir: 187,0 m.kr. (vegna niðurgreiðslna á vöru- verði 187 m.kr.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.