Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 13

Morgunblaðið - 09.09.1988, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1988 13 „Þetta er allt frá léttum persónu- legum málum og upp í alvarleg mál sem varða bömin sjálf og sam- skipti þeirra við umhverfið. Einelti og stríðni eru mjög algeng vanda- mál og miklu algengari en flestir gera sér grein fyrir. Að auki koma bömin vegna kúgunar, ofbeldis og kynferðislegs ofbeldis." Sjónvarpað frá íslandi um allan heim Undirbúningur að Heimshlaup- ir.u hefur víða um heim staðið í marga mánuði. Á íslandi em þtjár vikur síðan undirbúningur hófst en hann felst aðallega í að kynna hlaupið í skólum, stofnunum, fyrir- tækjum og félögum og reyna að fá landsbyggðarfólk til að taka þátt í hlaupinu. „Það verður hlaupið á mörgum stöðum um allt land og við von- umst til að a.m.k. 15.000 manns taki þátt í hlaupinu hér á landi. Það er á valdi hvers svæðis fyrir sig hvar hlaupið fer fram og hve langt það verður. í Reykjavík verður hlaupið frá Lækjartorgi eftir Lækj- argötu, Fríkirkjuvegi, Skothúsvegi, Hringbraut, Ánanaustum, Mýrar- götu, Tryggvagötu og inn í Lækjar- götu aftur. Þetta er rúmlega 3,2 kílómetra hringur." Gert er ráð fyrir því að á milli 20 og 30 milljónir manna víða um heim taki þátt í Heimshlaupinu. Frá því verður sjónvarpað beint um all- an heim, meðal annars frá Islandi. „ísland mun hafa það sérstaka hlutverk að heilsa heiminum fyrir hönd Evrópu í alheimsútsendingu. Þetta verður stærsta sjónvarpsút- sending frá íslandi á efni sem ís- lendingar velja sjálfir. íslendingar munu sjá um þijár beinar útsend- ingar sem um 600 milljónir manna munu fylgjast með. Af þessu tilefni verður skemmtidagskrá á Lækjar- torgi frá kl. 13.45 til 15.00. Meðal skemmtikrafta má nefna Ómar Ragnarsson, Sálina hans Jóns míns, Káta pilta, Valgeir Guðjónsson og Ladda sem mun kveðja Ólympíu- landsliðið á Lækjartorgi. Heimshlaupið er ekki keppni, þátttakendur verða ekki skráðir og við ætlum ekki að taka tímann á þeim sem hlaupa. Við vonum bara að sem flestir, ungir og gamlir, hlaupi, skokki eða labbi með okkur á sunnudaginn og leggi þannig góðu málefni lið sitt.“ Texti: Helgi Þór Ingason Einar Farestveit&Co.hf. RTVN aa. SiMAM. I*1| «MM oo mwm - WM **VA»TMQI Leiö 4 stoppar viö dyrnar f ■■ AVOXTUNIN A SPARISKlRTEINUM RlKISSJÓÐS ER ALLS STAÐAR SÚ SAMA Það er í sjálfu sér einföld athöfn að kaupa spariskírteini ríkissjóðs en í þvi eins og öðru getur skipt máli að réttar upplýsingar og þjónusta séu fyrir hendi. Öll útibú okkar em viðbúin því að taka á móti þér með sérþjálfað starfsfólk, þægilega aðstöðu sem gefur tækifæri til ráðlegginga í góðu tómi og fjölbreytta sérþjónustu. » Við veitum þér allar fáanlegar upplýsingar um spariskírteinin. • Við upplýsum þig um það hvers vegna spariskírteinin em ef til svo hagstæð fyrir þig núna. » Við athugum fyrir þig, hvort hagstætt er að innleysa gömlu skírtein- inþínogkaupaný. * Við sjáum um að innleysa gömlu skírteinin fyrir þig og kaupa ný eða leggja féð inn á Bónusreikning eða önnur ávöxtunarform bankans. • Við gætum þess að sparifé þitt missi ekki verðbætur og vexti við gjalddaga spariskírteinanna eins og hent hefur svo marga. * Við varðveitum skírteinin fyrir þig. Heimsæktu okkur í eitthvert útibúanna, þar verður tekið vel á móti þér með persónulegri nútíma þjónusm. © iðnaðarbankinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.